Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 59

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 59
Fjöldi POSA Fjöldi heimabankamI Fjöldi hraóbanka þann 1. nóv.1997 að bankinn telur það nauðsynlegt. Hins vegar er stór hópur barna og unglinga sem á og notar debetkort og verður af hafa síhringikort því sá, sem ekki er fjárráða, má ekki stofna til skulda. Debetkortahafar eru allt niður í 10 ára gamlir. Af þessu leiðir að þjónusta eins og sú, sem Reiknistofa bankanna veitir, er gríð- arlega mikilvæg og því leiða hnökrar á henni óhjákvæmilega til tafa og taps á viðskiptum. Slíkir hnökrar hafa verið tíðir allt þetta ár og reyndar frá seinni hluta síðasta árs. I október s.l. var kerfí Reiknistofunn- ar tvisvar sinnum lokað frá kl. 04 til há- degis tvo sunnudaga meðan unnið var að endurbótum á tölvubúnaði stofunnar. Seinna skiptið var 26. október en það kom ekki í veg fyrir að fyrstu helgi á eft- ir hrundi kerfið og öngþveiti skapaðist í verslunum, á skemmtistöðum og alls staðar þar sem reynt að að greiða með kortum. Til að bæta gráu ofan á svart sendi svo Reiknistofan, fyrir hönd bank- anna, röng yfirlit til rúmlega 10 þúsund viðskiptavina sem taldir voru hafa yfir- dregið. Síðan voru send önnur rúmlega 10 þúsund bréf með afsökunarbeiðnir. HVAÐ HRUNDI, HELGI? Frjáls verslun hitti Helga H. Stein- grímsson, forstjóra Reiknistofu bank- anna, og spurði hverjar hefðu verið tæknilegar orsakir hrunsins 3. nóvem- ber. „Þetta var ekki hrun heldur tíma- bundnir örðugleikar í rekstri hluta kerf- isins. 12. og 26. október var nauðsynlegt að leggja þjónustuna niður tímabundið vegna vél- og hugbúnaðarbreytinga og var reynt að velja tíma sem olli sem minnstum truflunum í viðskiptum. Það sem hinsvegar gerðist 3. nóvem- ber var alvarleg bilun í einum mikilvæg- asta gagnagrunni okkar sem sér um tékkareikningakerfið. Hér reru menn líffóður á annan sólarhring við að koma kerfinu í lag en þetta var galli í hugbún- aði frá erlendum framleiðanda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gallar í hugbún- aði valda truflunum. Slíkt hefur gerst áður á þessu ári. I þessu tilviki var verið að flytja gögn þann 1. nóv.1997 Á þessum myndum sést í tölum hvernig álagið á Reiknistofu bankanna hefúr aukist. af eldri diskasamstæðu yfir á nýja og hraðvirkari diska. Öll vinnsla hafði gengið vel í hálfan mánuð þegar þessi bilun kom upp. Þannig var þetta alfarið galli í hugbúnaði en vélbúnaðurinn virk- aði hinsvegar fullkomlega." Voru þessar bilanir þá ekki álagstengdar? „Nei, þær voru það ekki. í júlí í fyrra var sett hér upp ný IBM CMOS tölva, mun öflugri en sú sem fyrir var og reyndar bylting í smíði stórtölva. Við þetta jókst tölvuafl okkar um rúm 30%. Til þess að nýta kosti þessarar tölvu sem best þurfti að setja upp nýtt stýri- kerfi og til þess að geta það þurfti að breyta hugbúnaði, m.a. setja upp nýja útgáfu gagnagrunns og nýtt öryggis- kerfi til þess að geta nýtt til fulls nýja diskasamstæðu sem jók diskarými okk- ar um 80%. Þessu verkefni lauk 12. októ- ber s.l. Öllum breytingum fylgir áhætta þrátt fyrir prófanir og nýr hugbúnaður nýtti stækkun tölvunnar meira en ætlað hafði verið. Þetta varð okkur ljóst í vor og gerðum þá þegar ráðstafanir til að auka afkastagetu að nýju. Sú stækkun fór fram 26. október sl. og þá var tekin í notkun öflugri tölva sem eykur afköstin um 42.5% og diskastæða sem eykur diskarými um 60% og er hraðvirkari. RUSSNESKT Þetta er rússneskara en allt sem rúss- neskt er og mér finnst furöulegt hvernig Greiðslumiölun hf., sem við gerðum okk- ar samning við, getur hótað lokun af minnsta tilefni en Reiknistofa bankanna sem Greiðslumiðlun á stóran hlut í getur komist upp með svona klúður og stór- spillt okkar viðskiptum. Allt miðar þetta að því að gera vinnsluna örugg- ari og hefur okkar starfsfólk unnið gríðarlega gott starf undir miklu álagi á þessum erfiðu tímum. Það verður að viðurkennast að við höfum oft lent í erfiðleikum með debetkortavinnsluna á þessu ári. Við rekum hér svokallað RAS kerfi í samvinnu við kortafyrirtæk- in sem veitir heimildir fyrir debetkort. Það hefur lengi verið vitað að þann bún- að, sem er frá VISA International, þyrfti að endurnýja en það var ekki hægt fyrr en í september og október þegar settur var upp nýr búnaður. Þar höfum við átt við erfiðleika að etja í hugbúnaði sem verið er að leysa í samvinnu okkar og VISA og allt bendir til að sé vandamál framleiðandans.“ Hvað hefur Reiknistofan fjárfest mikið í tölvubúnaði frá miðju ári ífyrra? „Það er trúnaðarmál og verður ekki gefið upp af samkeppnisástæðum." I Ijósi þess að fljótlega eftir stækkun síðasta árs fer að verða vart við álags- vandamál og í haust er aftur stækkað um rúm 40%, var þá ekki þörfm fyrir stœkk- un stórlega vanmetin? „Það má segja að nauðsynlegar upp- lýsingar hafi ekki komið nægilega snemma í ljós, t.d. kom á óvart hvað nýr hugbúnaður var íþyngjandi fyrir tölv- una. Aukning viðskipta gaf ekki tilefni til þess að stækkunar væri þörf fyrr en í ársbyijun 1998. Reiknistofan hefur að jafnaði stækkað sinn tölvubúnað annað hvert ár í þessi 25 ár sem hún hefur starfað. Við þurfum þó alltaf að gæta þess að vera ekki með getu umfram þörf á mestu álagsdögum." SÍHRINGIKORTIN ÆTTU EKKI AÐ VERA VANDAMÁL Nú hefur álag aukist mjög vegna auk- innar útgáfu síhringikorta. Hefðu ekki bankarnir, eigendur Reiknistofunnar, sem gefa út öll kortin, verið í mjög góðri aðstöðu til þess að meta aukna þörf? „Síhringikortin eiga ekki að þurfa að vera neitt vandamál og þau valda litlu álagi á tölvuna. Þegar búnaður til heim- ildargjafar, af einhverjum ástæðum, 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.