Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 61
út afsökunarbréf þar sem við báðumst
velvirðingar á mistökunum."
Mörgum viðskiptavinum fannst þetta
óþœgileg sending frá bönkunum en bank-
arnir sögðu að þetta væri ekki þeirra
vandamál þótt bréfin vœru send í þeirra
nafni heldur vísuðu á Reiknistofuna.
Þurfa ekki bankarnir og Reiknistofan að
samræma þjónustuhlutverk sitt á þessu
sviði?
„Eg get tekið undir það. Tilkynning-
arnar voru auðvitað frá bönkunum en
vegna þess hvernig umfjöllunin var í
fjölmiðlum var ákveðið að senda afsök-
unarbréfið í nafni Reiknistofunnar."
ÍMYNDIN HEFUR BEÐIÐ HNEKKI
Nú vinnið þið eingöngu fyrir eigendur
ykkar en efþið vœruð þjónustufyrirtæki í
hefðbundnum skilningi þess orðs þá væri
það eflaust metið svo að ímyndfyrirtækis-
ins hefði beðið hnekki. Hvernig hyggist
þið bæta ímynd ykkar?
„Okkur er alveg ljóst að ímyndin hef-
ur beðið hnekki og því munum við kapp-
kosta að bæta hana. Það munum við að
sjálfsögðu gera best með því að halda
uppi hnökralausri þjónustu og að því
stefnum við mjög ákveðið og teljum
okkur hafa lagt nú þegar góðan grunn
að þvi að undanförnu með þeim breyt-
ingum á hug- og vélbúnaði sem ég gat
um áðan.“
HVAÐ SEGJA SÉRFRÆÐINGARNIR?
I skýrslu Seðlabankans, Greinar-
gerð um greiðslumiðlun, sem út kom í
febrúar 1997 segir um Reiknistofu bank-
anna:
„Hérlendis er starffæktgreiðslumiðl-
unarkerfi á vegum Reiknistofu bank-
anna. Kerfi Reiknistofu bankanna er
nettunarkerfi sem þróað var upp úr ávis-
anagreiðslumiðlunarkerfi Seðlabank-
ans og starfrækt var áratugum saman.
Lítið hefur verið hugað að áhættu þátt-
takenda og aðgengi nýrra aðila að þess-
um kerfum. Lagaleg atriði er varða kerf-
ið eru óljós, sérstaklega varðandi endan-
leika færslna og uppgjörs. Einnig eru
óljós atriði varðandi stöðu þátttakenda
ef einn aðila brysti greiðslugetu."
Ennfremur segir að helsti annmarki
kerfis RB sé að það feli í sér áhættu fýr-
ir þátttakendurna og alltfjármálakerfið í
landinu. Aðgengi stangist á við sam-
keppnisreglur og lagaleg atriði um end-
anleika og gjaldþrotameðferð séu óljós.
Ófullnægjandi varabúnaður er sagður
valda verulegri tæknilegri áhættu við
kerfið.
Skýrsluhöfundar segja nauðsynlegt
að meta og skilgreina áhættu við
greiðslumiðlun með tilliti til þess að af-
marka betur ábyrgð Seðlabankans og
draga úr áhættu hans. Evrópusamband-
ið hefur í undirbúningi nýtt
greiðslumiðlun
a r k e r f i
sem verð-
ur sniðið að
viðskiptum
með evróið
þegar það
verður tekið í
notkun. Hvatt
er til þess í
skýrslunni að
Seðlabankinn
þrói kerfi sem
gæti í framtíðinni
tengst þessu nýja
kerfi.
Skilgreind eru í
skýrslunni sex al-
þjóðleg skilyrði
kennd við Lamfalussy sem nettunar-
kerfi þurfa að uppíylla til þess að draga
úr áhættu. Það er skoðun skýrsluhöf-
unda að Reiknistofa bankanna uppfylli
ekkert þessara skilyrða.
Skýrslan verður vart skilin öðruvísi
en það teljist brýnt verkefni að færa
starfsemi Reiknistofu bankanna til nú-
tímans í fjölþættum skilningi þess orðs.
OMURLEGT ASTAND
Guðrún &&
HótO l^and'-
Getrs'
„Það komu
nokkrar helgar í
röð þar sem allt
var smekkfullt
hér út úr dyrum
og biðröð við
alla bari þegar
kerfið hrundi.
Það er ömur-
legt ástand
og ljóst að
bæði tapaði
húsið veru-
legum tekjum og féll í áliti
hjá viðskiptavinunum sem töldu að
hér ynni fólk sem ekki væri starfi sínu
vaxið. Við reyndum að handþrykkja
66®. vM*’""
61