Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 66

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 66
Vormenn: Unnið að ræstíngu í fyrirtæki. Mikilvægt er að vinnan sé unnin af vandvirkni. Vormenn sjá um ræstingu frá A tíl O. FV-myndir: Geir Ólafsson. Gólfteppi þurrhreinsað. Teppahreinsun er vandasamt verk og ekki á færi annarra en þeirra sem hafa tölu- verða reynslu. BJÓDA ALLAN PAKKANN A SVIÐIRÆSTINGA! ormenn í Bolhoiti 4 er ræstingafyrir- tæki sem býður fyrirtækjum og stofnunum allsherjarlausnir í ræst- ingum. „Við leggjum mikla áherslu á vand- aða vinnu og öryggi verkkaupans. Um leið getum við tekið að okkur að sjá um ræsting- una frá A til Ö sem þýðir að við sinnum dag- legum þrifum, en síðan hreinsum við til dæmis teppin, þegar þess gerist þörf, glugg- ana sömuleiðis og þannig koll af kolli. Við skipuleggjum alla ræstingavinnuna í fyrir- tækinu svo menn þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af þessum þætti f rekstrinum," seg- ir Haraldur Diego, framkvæmdastjóri Vor- manna. „Öryggi verkkaupa er okkur mikilvægt," segir Haraldur. „Oft hefur viljað brenna við að menn hafi ekki vitað hverjir eru á ferðinni í fyrirtækinu eftir að starfsmenn eru farnir heim. Starfsmenn okkar eru bundnir þagn- areiði gagnvart verkkaupa, okkur sjálfum og fjórða aðila. Þeir mega ekki ræða mál fyrir- tækisins, sem þeir ræsta hjá, né heldur það sem kann að bera þar fyrir augu. Þetta er, að okkar mati, mjög mikilvægt atriði því við þjónum mörgum „viðkvæmum" fyrirtækjum svo sem bönkum og sparisjóðum. TffflT 66

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.