Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 67

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 67
STAÐLAR FYRIR RÆSTINGU Á íslandi er ræstingaþjónusta ekki fag- skyld - og víða eru ræstingar illa borgaðar og litlar kröfur gerðar um gæði þeirra. Þessu erum við mótfallín. Við viljum vekja menn til umhugsunar um hversu mikilvæg þrif eru heilsu starfsfólks, útiliti fyrirtækjanna og verndun fasteigna. Við viljum líka breyta því að fólk kalli ræstingar „skúringar" því að í okkar huga er ræsting miklu meira en bara gólfþvottur. Einmitt þess vegna er mjög þýð- ingarmikið að senda ekki í vandasöm verk menn sem hafa litla eða enga starfsreynslu." Vormenn taka um þessar mundir þátt í nefndarstarfi í gegnum Staðlaráð íslands og felst í því að setja staðla fyrir ræstingar, hreinlæti og gæðaeftirlit á þessu sviði. Vormenn bjóða fyrirtækjum upp á alls- herjarlausn í ræstingamálum. Það þýðir að séð er um alla nauðsynlega ræstingu um leið og hugsað er fyrir þeim liðum í þrifum fyrir- tækisins sem aðeins falla til nokkrum sinn- um á ári. í því sambandi má nefna nauðsyn- leg þrif á teppum, gluggaþvott, bón og bón- leysingu og aðra umfangsmeiri þætti ræst- ingarinnar. Verkkaupinn þarf þá ekki lengur að hafa áhyggjur af veikindum eða sumar- leyfum ræstingafólksins, því starfsmenn Vor- manna, sjá alfarið um þrifin allan ársins hring. Þeir kaupa að auki inn ræstingavörur, þrífa moppur og tuskur og hugsa um allt sem gera þarf til þess að tryggja fullkomið hrein- læti á hverjum stað. Við þetta má svo bæta að Vormenn taka að sjálfsögðu að sér stök verkefni á ýmsum stöðum, eins og bón- hreinsun og bónun, teppahreinsun eða gluggahreinsun, sé þess óskað. VÍÐTÆK REYNSLA „Reynsla okkar í ræstingum spannar vítt svið," segir Haraldur, „allt frá tannlækna- stofum til bílaverkstæða. Meðal viðskipta- vina okkar eru hótel, bankar, sparisjóðir, lyfjafyrirtæki, öryggisfyrirtæki, sjúkrahús og verkstæði, svo ekki sé talað um venjuleg heimili. Þar við bætist að við sjáum mjög víða um að ræsta sameignir í fjölbýlishúsum og fyrirtækjum. Einn þýðingarmikill liður í starfseminni er að þrífa nýtt eða nýstandsett húsnæði eftir að byggingarverktakar hafa lokið þar störfum og áður en einstaklingar eða fyrirtæki flytja inn í húsnæðið." Vormenn gera tilboð í ræstingu verkkaupa honum að kostnaðarlausu og gera ákveðna samninga um ræstingastörfin þar sem tryggt er að starfsmenn Vormanna, en ekki undir- Af og til þarf að bónhreinsa gólf og endurbóna þau svo að nýju. Haraldur Diego í vikulegu gæðaeftirliti. Fylgt er ákveðnum gátiista þar sem merkt er við hvert atriði þrifanna og kannað hvort verkið hafi ekki verið unn- ið á réttan hátt. verktakar, annist ræstingarnar að öllu leyti. Mikið er einnig lagt upp úr því að ræstinga- fólkið sé í upphafi starfs kynnt fyrir starfs- mönnum fyrirtækisins sem það á að vinna í. Þetta er gert til þess að æskilegur trúnaður skapist strax í byrjun. Eins og fyrr var nefnt fer fram stöðugt gæðaeftirlit -innra eftirlit- á ræstingavinnunni sem tryggir að hún sé æv- inlega framkvæmd á sem bestan hátt. BD VORMENN Netfang: vormenn@treknet.is mzsnmmm 67

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.