Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 73

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 73
•................ en þrjú leikrit sem gátu ekki talist boð- leg eins og þau voru borin fyrir áhorf- endur: Háifkaraða leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur á Tröllakirkju Ólafs Gunnarssonar, hráan og ófyndinn farsaleik Kjartans Ragnarssonar og Einars Kárasonar, Nönnu systur, og vasaklútaleikrit Karls Agústs Ulfssonar, I hvítu myrkri. Kennarar óskast Ólafs Hauks Símonarsonar bætti ekki heldur spönn við stærð hans sem leikritahöfundur; ætli myndi nokkuð skaða hann sjálfan eða áhorf- endur, þó hann hægði aðeins á sér, hvíldi sig jafnvel eitt og eitt leikár og skilaði í staðinn betri afurðum? En úr því forystan á sjálfu flaggskipinu hagar þannig seglum sínum, er ekki nema eðlilegt, þó að smáskúturnar sigli beint í kjölfarið. Gengið í bókmenntirnar: Draumsólir og Gallerí Njála Sú hefur einnig orðið raunin. Eg hef á öðrum vettvangi (2. tbl. Fjölnis) gert hinu „íslenska leikári" Þórhildar Þorleifsdóttur og Leikfélags Reykjavíkur nokkur skil og læt hér nægja að vísa til þess; þetta fyrirtæki hefur endað í allsheijar brotlendingu, sem Borgarleikhúsið mátti síst af öilu við ofan í fyrri áföll. Utan stofn- ana er sama uppi á teningnum: Leikstjórarnir taka völdin í sínar hendur, eins og þeir séu aðalnúmerin, og keppast við að setja upp hvert leikritið öðru veigaminna. Þórarinn Eyíjiirð kann vel tíl verka og hlýtur að teljast meðal efnilegri leikstjóra okkar, þó að hann hafi naumast enn sem komið er sýnt sömu tílþrif og sumir aðrir af hans kynslóð. Hvað hann var að vilja með hinn kyrrstæða og drama-lausa skáldheim Gyrðis Ei- íassonar upp á leiksvið skildi ég ekki. Tilraun hans tíl að búa Gyrð- is-textum leikrænt form var vissulega full af sterkum myndum, sem sátu eftír í huganum, en eins og Strindberg heitinn sagði: „Fólk fer ekki í leikhús tíl að horfa á málverk“. Það eru sannindi sem leikhúsfólk - og gagnrýnendur - mættu oftar hafa í huga. Leik- endur stóðu allflestir fýrir sínu, en allt sveif þetta meira eða minna í lausu loftí og var komið eitthvað út í hafsauga áður en yfir lauk. Leikstjórinn réð einnig ríkjum í tvíleik Hlínar Agnars- dóttur um ástir rútubílstjóra og leiðsögumanns með vís- unum í Njálu og Njálu-þemu. Hlín er, eins og allir vita, líf- legur húmoristí, þó að aðaláhugasvið hennar, kvenfólk og kynferðismál, sé nokkuð einhæft og taktar hennar í þeim efnum ekki mjög ferskir (sbr. nýjustu kvennaleiki hennar í Sunnudagsleikhúsi Sjónvarpsins). Hún hefur mikið yndi af því að gera gys að hörðum femínistum og er í sjálfu sér allt gott um það að segja; sem skopfígúra var leiðsögukonan Hafdís ágætlega heppnuð, en dá- lítíð undarlega staðsett í einhverju sem átti að þró- ast yfir í alvöru ástardrama með tilheyrandi dauðsfalli í lokin. Þó að Hlín „síteri“ í Njálu fram og aftur, hefur hún ekki lært af þessum mesta dramatíker íslenskra bók- mennta fyrr og síð- ar það sem öllu skiptir: Að skapa margræðar og lif- andi persónur, byggja upp spennu í samskiptum þeirra, vekja hugboð um yf- irvofandi örlög, sýna manneskjuna við aðstæður sem kalla ýmist fram hið besta eða hið versta í fari hennar. Hún gerir í raun og veru ekki meira en lífga upp á stefnulitla sögu sína með smásprelli og sviðsetningarbrellum, sem sumar ættu best heima í barnaleikrití. Leikararnir halda sig mest á löng- um sviðsgangi í gegnum miðjan áhorfendasalinn, blómastíg að hættí kabúkí-leikhússins japanska; sú sviðsskipan er sjaldan notuð í leikhúsi hér, enda vandmeðfarin. A baksviði er natúralísk mynd af heimili bílstjórans; verk myndlistarmannsins Vignis Jóhanns- sonar. Leikrænir tónar Guðna Franzsonar vöktu meiri athygli og ekki má gleyma leikurunum tveimur, Stefáni Sturlu Sigur- jónssyni og Sólrúnu Gylfadóttur, sem fylltu vel út í þau fátæk- legu klæði, sem höfundurinn gaf þeim á kroppinn - og Stefán Sturla kastaði reyndar öllum um stund af sönnum hetjuskap. Draugagangur í Þjóðleikhúsinu: Grandavegur 7 Nýrrar leiksýningar frá hendi Kjartans Ragnarssonar er alltaf beðið með eftirvæntíngu. Kjartan hefur að vísu ekki verið í neinu „toppformi" um alllangt skeið; frumsamin verk eins og Gleðispilið og Nanna systir beinlínis verið misheppnuð og leikgerðirnar (Eva Lúna, Islenska mafían) ekki staðist samanburð við bestu leikgerð- ir hans frá fyrri tíð (Ofvitann, Djöflaeyjuna, Ljós heimsins). Hann er greinilega staddur i einhverri langvarandi lægð og virðist ekki vita almennilega, hvaða stefnu hann eigi að taka. Er hann e.t.v. ekki enn farinn að gera upp við sig, hvort hann sé fremur höfund- ur eða leikstjóri? Hvað sem því líður held ég ekki, að Vigdís Grímsdóttir, Einar Kárason eða aðrir vinsælir prósaistar muni leysa vanda Kjartans sem leikhúsmanns. Eigi prósi að nýtast tíl leikgerðar, verður hann að búa yfir dramatískum eigindum, sem leiksmiðurinn get- ur látíð hefja sig til flugs. Slíkt er naumast að finna í Granda- vegi 7, þessu einkennilega samblandi af uppvaxtar- og þroskasögu, ættarsögu, ástarsögu og draugasögu (hvort sem draugarnir eiga iremur að vera sálfræðileg symból eða alvöru vofur skv. spíritismanum). Þar er sagt frá ungri stúlku, Einfríði, sem sér í tvo heima; framliðnir ættíngjar og nágrannar úr fjölskylduhúsinu þyrp- ast að henni og hún kynnist samanfléttaðri örlaga- sögu þeirra. Sjálf er hún að breytast úr barni í konu og þarf að laga sig að breyttum veruleika. Eg ætia að eftirláta fræðimönnum í Vigdísi Grimsdóttur og Kjartani Ragnarssyni að vega og meta tök hans á verki hennar, sem hann fer Leikrit Vigdísar Grímsdóttur, Grandavegur 7, er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. „Maður fær fljótlega nóg afþessu eilífa hringli yfir landamœri hins sýnilega og ósýnilega, sem áhorfendur mega áreiðinlega hafa sig alla við til að fylgjast með, þekki þeir ekki verk Vigdísar jyrir. “ Mynd: Grímur Bjarnason. Grandavegur 7 - Gallerí Njála - Draumsólir vekja mig - Bein útsending 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.