Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 75

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 75
Úr leikritinu Krabbasvölunum í Þjóðleikhúsinu. Gubrún S. Gísladóttir og Sigurður Skúlason í hlutverkum sínum. „Gubrún S. Gísladóttir er einn persónulegasti listamabur á íslensku sviði." Mynd: Gnmur Bjarnason. að hafa fyrir því að kynna þá sérstaklega eða undirbúa ósköpin. í leikslok bætir hún gráu ofan í svart með því að láta annan herr- ann stiga fram og flytja leikendum þann boðskap sinn, sem henni tókst ekki að pakka inn í leikinn sjálfan. Gagnrýnandinn þakkar sínum sæla, að það er ekki íslenskur höfundur sem lætur standa sig að slíkum viðvaningshættí. Um frammistöðu leikkvennanna þriggja er flest gott að segja. Edda Aimljótsdóttír er hæfilega köld sem viðskiptafræð- ingurinn ungi og sýnir ágætlega hvernig sjúkdómurinn nær hægt og bítandi tökum á konunni. Guðrún S. Gísladóttir er einn per- sónulegasti listamaður á íslensku sviði, of- urviðkvæmnislegur og kvikur leikmáti hennar vill verða keimlíkur frá einu hlut- verki til annars, en þó er ég ekki viss um, að væri sanngjarnt að heimta meiri fjölbreytni af henni; það þarf ekki alltaf að vera höfuð- kostur leikara að geta brugðið sér í sem ólíkust gervi. Leikhúsið sjálft verður hins vegar að hugsa vel fýrir henni, næra hana á hlutverkum við hennar hæfi, og varð- ar miklu að það geri það, því að Guðrún er mjög hæfileikarik, kastar aldrei höndum til neins eða framkvæmir eitthvað van- hugsað. Taugaveiklaði sálfræðingurinn er auðvitað ósamboð- inn slíkum kraftí, en í leikhúsi þarf fólk stundum að gera fleira en gott þykir. Ljós Kristbjargar Kristbjörg Kjeld leikur fi'nu frúna, sem er eins og gengin út úr plussklæddum heimi Ingmars Bergman. Hún hefur lifað óham- ingjusömu og ófullnægðu einkalífi, en býr þó yfir óvæntum per- sónulegum styrk, sem hún nær að miðla þjáningarsystur sinni. Þegar Kristbjörg vakti fyrst athygli kornung stúlka í hlutverki Önnu Frank, kallaði Thor Vilhjálmsson hana „nýjasta undur lífs- ins í íslenskii leiklist" og kvað leik hennar þar svo sannan og fallegan „að það var eins og aðrir leikendur tækju ljós þaðan til að lýsa sér í sínum hlutverkum". Síðan eru fjörutíu ár, og skinið af ljósi Kristbjargar hefur ekki dofnað, öðru nær, það er sterkara en nokkru sinni fýrr. Nú ílyt- ur það með sér þann yl mannúðar og sálarlegs innsæis sem lífs- reynslan ein getur fært listamanninum. Túlk- un, tilfinning, hugsun og tækni eru hér runnar saman í einn streng þýðrar en mátt- ugrar sviðsnærveru; list sem er hafin yfir alla gagnrýni. Hvað ætli við þurfum að örvænta um framtið íslenskrar leiklistar á meðan elstu og bestu leikarar okkar fá að blómstra jafn fallega? Það er einungis sjálfsögð krafa til leikhússins, að það kunni að nýta sér slíka yf- irburði á réttan hátt. María Kristjánsdóttir setur á svið af kunnri vandvirkni. Leiknum er að mestu beint á forsviðið og sviðsbreytíngar með hjálp skilrúma haganlegar. Hin ytri umgerð er svolítið misgóð: Hörð og ískrandi leikhljóð milli atriða vekja falskt hugboð um einhverja sjúkrahúshrollvekju; í lokaatriði var lýsingu handan götótts baksviðsveggjar beitt þannig að leikurinn virtist við það að hverfa inn í stjörnubjarta nóttína. Þýðing er gerð af Steinunni Jóhannesdóttur. Hún hljómaði yfirleitt þokkalega, en þó brá fýrir setningum í þeim tilþúna og ónáltúrulega stíl sem of oft heyrist á íslenskum leikritaþýðingum, t.d.: „Sólarhringurinn rennur útí eina runu af hænublundum“. Svona lagað lætur enginn lifandi maður út úr sér, og þetta er ekki skáldlegt heldur. H3 1lal Matianne Goldman á efníviði bendir ekki til þess, að dramatískar taugar hennar séu ýkja næmar. Hvað er út af fyrir sig sögulegt við það, þó að fólk veikist af lífshættu- legum sjúkdómum? Krabbasvalirnar í Þjóðleikhúsinu 75

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.