Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 77
þorri manna gerir til
þeirra leirmuna sem
hann kaupir handa sjálf-
um sér eða til gjafa. En
það er önnur saga.
Aðrir, til dæmis
Haukur Dór, lokuðu
verkstæðum sínum og
tóku upp aðra sýslan.
Enn aðrir töldu að eina
leiðin til að auka á veg
greinarinnar, sem þá
hét keramík og flokkað-
ist undir listiðn, væri að
breyta henni í löggilda
myndlist, sem sagt
skúlptúr, umhverfis-
verk eða eitthvað annað
í þá veru. Þannig varð til
nýyrðið „leirlist” sem
mörgum þykir óþarft,
þar eð aðall sígildrar
leirmunagerðar er jú
listrænt innsæi þess
sem mótar og skreytir.
Þessi þróun varð
hins vegar ekki til að
auka á veg greinarinnar.
Þvert á móti. Það sýndi
sig nefnilega að flestir
þeir sem fóru að skapa
sína mjög svo meðvit-
uðu leirlist til að sýna á
vettvangi höggmyndalistar, höfðu ekki hlotið til þess tilskylda
þjálfun. Enda er sitt hvað að móta tiltölulega lítinn leirmassa í
höndunum, sem er í „grund og bund” það sem hefðbundin ker-
arník, afsakið leirlist, gengur út á, og að vinna með með stórar
efnisheildir, plús rými, plús aðskiljanlegar hugmyndir, sem er
hluti af því sem þrívíddarlistamenn nútímans fást við.
Margt af því sem á síðustu árum hefur verið gert undir merkj-
um „leirskúlptúrs” er því hvorki góð leirlist né góð þrívíddarlist,
skúlptúr. Þar verð ég því miður að flokka veggmynd eftir Stein-
unni Marteinsdóttur í skrifstofu Pósts og síma í Armúla, sam-
sett verk af ýmsu tagi sem Jónína Guðnadóttir hefur verið að
sýna af og til og lituð þrívíddarverk Guðnýjar Magnúsdóttur frá
síðasta áratug. Hins vegar tók Kristjana Samper þá skynsam-
legu ákvörðun að einbeita sér að gerð einfaldra, táknrænna
mannamynda úr leir í stað þess að hella sér út í installasjónir og
flókna hugmyndafræði.
Fyrir hattinn húsfreyjunnar
Líkast til var Sóley heitin Eiríksdóttir eini hefðbundni leir-
listamaðurinn sem tókst að skipta yfir í marktæka þrívíddarlist án
þess að bíða af því listrænt tjón. Verkin, sem Sóley gerði síðustu
þrjú ár ævi sinnar, virtust tilraunir til að gæða þunglamalega og
ópersónulega naumhyggju mannlegum eiginleikum, sjá strend-
inga hennar sem fela f sér stflfærða líkamshluta, andlitsdrætti,
samlætis. Og ef menn
vilja er auðvitað hægt að
„nota” þessar myndir
hennar undir blóm,
skraut eða hattinn hús-
freyjunnar. Svipaða
sögu má í rauninni
segja um ýmsa leirmuni
Kristínar og Elísabetar,
sem vega salt milli nú-
timalegrar þrívíddarlist-
ar og hefðbundinnar
leirlistar, án þess að
ganga á svig við eigindir
leirlistarinnar.
Eg nefndi dufl Guðnýjar Magnúsdóttur við þrívíddarlistina
hér á árum áður. Það, sem gerir sýningu hennar í kjallara Gerð-
arsafns — sem er að verða einn besti vettvangur íyrir leirlistar-
sýningar sem við eigum — svo eftirminnilega, er hve mikinn og
góðan lærdóm hún hefur dregið af þessu dufli. Sýninguna í gegn
rækir hún fýllsta trúnað við efnivið sinn, sem er hábrenndur jarð-
leir, gælir við hann, ýfir hann og grópar. Sömuleiðis leggur hún
út af hugmyndinni um „ílátið”, en snýr henni á ýmsa vegu, gerir
úr henni myndlíkingar fyrir „ytri” og „innri” veruleika, fyrir lífs-
kraftinn og uppruna lífsins (Samruni, Vöxtur, Fræ). í samsettum
verkum eins ogÆxlun (1-5) mætast leirlistarhefðin og lífræn þrí-
víddarlist í anda Hans Arps og annarra súrrealista. I yfirgripsmik-
illi myndröð, sem nefhist Fræ, sem er samsafh 72 smáhluta, rær
listakonan jafht á mið prímitífískra galdrahluta og nútíma installa-
sjóna, án þess að forsóma snertigildið, sem er ekki sísti þáttur
allrar leirlistar. Brot er síðan önnur installasjón, samsafn af 26
óreglulega löguðum leireiningum á vegg, allar markaðar vafhing-
um úr víkingalist, sem vekja upp alls kyns spurningar um menn-
ingararfleifð okkar, eðli hennar, varðveislu og hlutverk í samtim-
anum.
Það er sem sagt sjaldgæft að finna í íslenskid leirlist þá blöndu
af hugmyndaauðgi og „tímalausum frumkrafti” (Guðbjörg Krist-
jánsdóttir, sýn. skrá) sem hér hefur verið fram reidd. Varist eftir-
líkingar. 33
Guðný Magnúsdóttir leirlistarkona ásamt verkum sínum sem nú eru til
sýnis í Gerðarsafiii í Kóþavogi.
gott ef ekki brosviprur.
Þær Kogga, Kristín og
Elísabet stóðu af sér
það áhlaup, sem hér
hefur verið lýst, með því
að laga gildi og viðhorf
úr þrívíddarlist, skúlp-
túr, að leirlist sinni, en
ekki öfugt. Standmynd-
ir Koggu eru að sönnu
með horn, hanka og
ýmislegt annað sem
ekki er hægt að hafa
bein og ótvíræð „not” af.
Engu að síður eru þær
gerðar til „nota” í um-
hverfi nútímamannsins,
til að vera honum til
Guðný Magnúsdóttir og uþpsveiflan í leirlistinni
77