Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 78

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 78
...Listir mennin?.. Ljótt ef satt er Mikael Torfason: Falskur fugi. Plúton 1997. ún er ekki frýnileg samfélagsmyndin sem Mikael Torfason dregur upp í bók sinni Falskur fugl. Mikael er mjög ungur rithöfundur, einungis tuttugu og þrigga ára, og hann fer áreiðanlega ekki með fleipur er hann lýsir aðstæðum stórs hóps íslenskra ungmenna, þessara sem við ætlum endilega að láta erfa landið þótt ljóst sé að sennilega langar þau mörg hver ekkert til þess - og svo er víst eitthvað lítið til að erfa. A einum stað í bókinni segir Arnaldur, aðalpersónan í þessari sögu sem sögð er í 1. persónu: „Samt þoli ég ekki skáld eða neitt svoleiðis og les aldrei bækur. Bækur eru svo heimskulegar. Annaðhvort eru þær um eitthvað fullorðinskjaftæði eins og ævi- sögur eða að þær eru heimskulegar unglingabækur eftir fullorð- ið fólk sem heldur að Tár, bros og takkaskór sé íslenskur veru- leiki“ (bls. 21). Og ef til vill erum við hér komin að kjarna máls- ins. Kannski vitum við ósköp lítið um veruleikann sem að baki tilveru erfingjanna býr. Vitaskuld hafa verið skrifaðir tugir bóka um unglinga - en eru þær nokkuð um unglingana á Islandi? Eru þær e.t.v. um draum for- eldranna eða afanna og ammanna um gæfu barnanna í landinu? Arnaldur er 16 ára og er ekki í skóla; það- an hefur hann verið rekinn. Hann lætur dag- ana líða við dópsölu og -neyslu og með vin- um sínum. Hann hefur lítið samband við foreldra sína sem hann íyrirlítur, einkum föður sinn: „Pabbi hefur aldrei þolað mig enda er pabbi minn fífl. Hann er endur- skoðandi for kræing át lád“ (bls. 9). Raun- ar er líf Arnalds alveg sneytt nokkurri hug- sjón, markmiði til langs tíma og tilveran í raun merkingarlaus með öllu. Það fullorðna fólk, sem Arnaldur fyrirlítur ekki, er mið- aldra róni sem hann kynnist. Sagan ber tileinkun sem er á þessa leið: „Fyrir strákana í hverfinu. Þið voruð mér allt...“ Falskur fugl fjallar um einangr- aðan heim þar sem hópurinn, jafnaldrarnir, einangrar sig og sú gjá, sem stundum er talað um að sé milli kynslóða, er orðin að heilu hafi og öll tengsl rofin. Unga fólkið hrærist í heimi víns og eiturlyfja, býr hvert hjá öðru eftir því sem verkast vill, stelur og „dílar“ sér til lífsviðurværis og hefur samfarir án tilfinninga- tengsla. I þessum heimi er enginn guð, engin fortíð og engin framtíð. Arnaldur er, þegar sagan hefst, að undirbúa morð. Hann ætl- ar að drepa einn kennara bróður sins, Gulla, sem framdi sjálfs- morð eftir að lenda í höndum nauðgara. Grunur beinist að kenn- aranum. Arnaldur fær til liðs við sig Hödda, vin sinn, og aðfanga- dagskvöld jóla gera þeir atlöguna, skjóta kennarann og leggjast svo út. Það er eftirtektarvert að lesa um það er þeir félagar ræða fyrirhugað morð í bróðerni, skipuleggja vandlega og dást að til- lögum hvor annars um útfærslu og harma er fórnarlambið deyr ekki alveg. Sögunni lýkur svo er Arnaldur hefur framið morð sem ekki fór út um þúfur. Það er ljóst að hugmyndir sínar um lífið og tilveruna sækja Arnaldur og félagar hans ekki í trúarrit, raunar ekki í önnur rit heldur. Hugmyndirnar eru greinilega ættaðar úr kvikmyndum, glórulausum ofbeldismyndum sem streyma á markaðinn - auk klámmynda. Þannig farast Arnaldi orð um aðalpersónu einnar myndar sem hann dáist mjög að, Scarface: „Honum er sama um nánast allt og alla, nema peninga og þá sem standa honum allra næst. Er ekki hræddur við að drepa eða ræna eða neitt svoleið- is. Hann fer að vísu aðeins á bömmer þegar hann drepur besta vin sinn. Sem er náttúrlega eðlilegt" (bls. 86). Það kemur fyrir að undir þessari dópuðu brynju sjái móta fýr- ir barninu sem Arnaldur er auðvitað. Honum verður t.d. tíðhugs- að til föðurafa síns, Dagsbrúnarverkamannsins sem barðist blóð- ugri baráttu fyrir lífi sínu og fjölskyldunnar. Þessi afi tengist í huga Arnalds einhverjum þeim veruleika sem ekki er vondur og ljótur. Móðurafinn auðugi er hins vegar í litlu uppáhaldi, „... á risastóran dall með geðveikan kvóta. Kvótinn er leigður út en afi fékk hann gefins frá ríkisstjórninni“ (32). A einum stað bókarinnar óskar Arnaldur þess að vera orð- inn barn að nýju. Og sumum kann að koma á óvart að upp- áhaldsmyndin hans er Bróðir minn Ljónshjarta sem hann segir um: „Stundum er ég jafnvel svo barnalegur að láta mig dreyma um að svona séu hlutirnir í raun og veru. Að eitthvað sé fyrir handan og að við séum ekki ein. Sem er náttúrlegakjaftæði“(bls. 12). Við því er ekki að búast að við fáum að njóta ein- hvers gullaldarmáls i þessari bók. Land, þjóð og tunga eru hér langt frá því að vera eins og við vilj- um hafa þá þrenningu. Innan verksins, eins og því er stakkur skorinn, held ég að orðfærið sé við hæfi. Ljótum heimi fer ekki illa ljótt mál. Eg sagði „ljótum heimi“ - og hann er ljótur í þessu verki. Eg álít hins vegar að í því sé að finna sannindi sem fólk þarf nauðsyn- lega að velta fyrir sér meira en gert er. Mér er sagt að stefnt sé að vímuefnalausu landi árið 2002. Það virðist ekki likleg saga þegar Falskur fúgl er lesinn. ÍTlerkile^t fólk Jón Kalman Stefánsson: Sumarið bakvið brekk- una. Bjartur, 1997 kápubaki þessarar nýju bókar Jóns Kalmans er talsvert hól um hana svo sem þykir við hæfi þegar nýjar bækur skyggn- ast út og skoða jólamarkaðinn. Þar stendur að höfundur skrifi „af mikilli íþrótt" og búi til „sögu sem er í senn stór- skemmtileg aflestrar og samin af sönnu listfengi." Eg leyfi 78 Falskur fugl og Sumarið bakvið brekkuna

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.