Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 79
~<öE3a SUMARIÐ BAKVIÐ BREKKUNA Jón Kalman Stefánsson Bækurnar Falskur fugl, eftir Mikael Torfason, og Sumarib bakvið brekkuna, eftir Jón Kalman Stefánsson, eru tvær af allra athyglisverðustu íslensku skáldsögunum sem núna eru á bókamarkaðnum. FV-mynd: Geir Olafsson. mér að taka undir þessi orð. Jón Kalman sendi frá sér Skurði í rigningu síðastliðið ár og sýnir það nú og sannar að kostir þeirr- ar bókar, sem ærnir voru, eru engin tilviljun; höfundi hefur nú enn aukist stflgáfa. Fyrst er þess að geta að þeir lesendur, sem njóta íslensks máls og þess skapandi krafts sem i því býr þegar kunnáttumenn fara með, fá hér mikið fýrir sig. Þeir sem njóta fagurlega gerðra mynda geta prísað sig sæla. Þetta er t.d. ekki amalegur texti: „Venjulegur ágústmánuður upprunninn og maður getur rölt uppí brekkur og fengið sér ber, það er gott að fá sér ber, maður verð- ur blár um munninn og glaður í hjarta og berin, þessir litlu svar- bláu hnettir sem sumarið hefur hlúð að; við skulum fylla skjólur og poka af þeim og geyma til vetrar: í safanum er keimur af sumri.“ Stundum nægja orðin sjálf og merking þeirra ekki höf- undinum og grípur hann þá til alls kyns bragða sem prentlistin getur skapað. Af annarri skemmtun er líka nóg. Höfundur segir okkur hér sögur af óborganlegu fólki og þegar slikt er gert með stílgáfú að beittu vopni verður árangurinn náttúrlega stórgóður. Persónurn- ar eru vitaskuld dregnar sterkum dráttum - sumar verða eins og hálftröll - en það virðist bara auka á skemmtunina. Þetta eru e.t.v. ekki smásögur í þeim skilningi sem við eigum að venjast og þessi bók er ekki heldur skáldsaga (eða hvað?). Sagnir / frá- sagnir eru orð sem best eiga við bókina; e.t.v upprifjun þeirrar sagnalistar sem þessi þjóð hefur nærst á öldum saman - en er nú að týnast, telja menn, og til eru þeir sem telja þann missi með mestu menningarslysum okkar og er þá langt til jaíhað. Sérstakur kapítuli bókarinnar er nefnilega sögumaðurinn sem fer á gandreið um söguslóðir sínar, milli bæja og persóna. Staldr- ar stundum við og fer að rabba við lesendur um ýmis málefni og er þá ekkert óviðkomandi, skyggnist til fortíðar og framtiðar. Kannski má með sanni segja að höfundur rifji hér upp sögumann- inn forna sem kom í heimsókn að morgni og hóf að segja sögu en fyrr en varði tóku smáatriðin og útúrdúrarnir völdin og dagur- inn nægði ekki til að ljúka sögunni. Slíkir sögumenn voru marg- ir og góðir. I fagurbókmenntum hafa þeir ekki verið í tísku um langl skeið. Sjálfúr lýsir sögumaður þessara sagna hlutverki sínu með þessum hætti: „Hann [sögumaður] á að berast með henni [sög- unni] einsog báturinn lætur ána fleyta sér áfram, því sögur eru einskonar ár: þær finna sinn eigin farveg, sinn náttúrulega farveg sem er ekki bara þekkilegri en hinn manngerði, heldur eru öflin sem móta hann á allan hátt dýpri og óræðari: þau eru lífið sjálft“ (bls. 20). Varla er hægt að gefa skýrari lýsingu á sögumanninum gamla og góða. Og eftir þessu fer höfundur dyggilega, hefur ferð sína á lýs- ingu postulans sem leggur störf sín á hilluna hvenær sem hann þarf að fara að hugsa um almættið. Hann fær svo dularfullan gest í heimsókn - og skyndilega dettum við inn í aðra sögu þeg- ar Halldór Kiljan Laxness kemur í heimsókn til hreppstjórans á Felli og öll sveitin fer að þrífa og laga til - en skyndilega víkur sögunni til Guðmundar á Hömrum, undarlegs samblands trölls, drykkjurúts og vitmanns. Með þessum orðum hefst bókin: „Maður verður að beygja af þjóðveginum. Ekki æða áfram eftir malbikuðum leiðum, heldur beygja og leysa rykorminn úr læðingi malarvegarins" (bls. 7). Það er sem sé nauðsynlegt að sprengja sig ekki á hraðferðinni gegnum lífið; utan alfaraleiða bíður okkar annað og spennandi líf í eyðibýlunum, rústunum, ryðguðu vélunum og dýrlegum minn- ingum um fóik og dýr. Þar bíður fjársjóður sem við megum ekki gleyma. Með orðlist sinni og frásagnargleði sannar Jón Kalman þetta með hinni nýju bók sinni. 53 Falskur fugl og Sumarið bakvið brekkuna 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.