Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 80
Jón Ellert Lárusson, framkvæmdastjóri Tölvutækja-Bókvals á Akureyri, stýrir fjölskvidu-
fyrirtæki þar sem starfa um 40 manns. FV-mynd: Gunnar Sverrisson.
JON LARUSSON,
n
TOLVUTÆKI-BOKVAL
Qið rekum tvær versl-
anir hér á Akureyri
auk þjónustu og ég
tel að verslun okkar í Hafnar-
stræti sé stærsta sérverslun
hér í bænum og þá væntan-
lega á Norðurlandi," segir
Jón Lárusson, framkvæmda-
stjóri Tölvutækja-Bókvals.
I Hafnarstræti er bóka-
verslun og ritfangaverslun en
þar er lögð vaxandi áhersla á
geisladiska, hljómtæki,
margmiðlunartölvur, leiki,
myndbönd og aðrar tengdar
vörur. Þessi verslun er í
gamla KEA húsinu við Hafn-
arstræti og er í örum vexti.
Hin verslunin er til húsa á
Furuvöllum á svipuðum slóð-
um og Hagkaup. Þar er lögð
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
megináhersla á allt fyrir
skrifstofuna. Þar eru seld rit-
föng, tölvubúnaður, skrif-
stofuhúsgögn og annað sem
þarf til þess að reka skrif-
stofu.
„Þjónustuþátturinn ervax-
andi liður í starfsemi fyrir-
tækisins og við metum það
svo að á þeim vettvangi séu
tækifæri til sóknar."
Tölvutæki-Bókval rekur
alhliða þjónustu fyrir allan
skrifstofubúnað sem fyrir-
tækið selur. Það annast einn-
ig netþjónustu og allar teng-
ingar og rekstur á því sem
lýtur að nettengingum. Ný-
lega hefur fyrirtækið svo
fengið umboð fyrir viðskipta-
hugbúnað frá Concorde og
Navision og annast alla þjón-
ustu sem notendur slíks bún-
aðar þurfa á að halda. Þetta
eru tvær útbreiddustu teg-
undir af viðskiptahugbúnaði
á markaðnum svo af því leið-
ir að stór hluti atvinnulífsins
á Akureyri sækir þjónustu til
Tölvutækja-Bókvals.
„Það hefur verið talsverð
gróska á þessum vettvangi
og þjónustan við hugbúnað-
inn fer vaxandi."
Alls starfa um 40 manns
hjá Tölvutækjum-Bókvali og
Jón segir að fyrirtækið sé
blanda af jjölskyldufyrirtæki
og hefðbundnu hlutafélagi.
Fjölskylda Jóns og Tæknival
eru stærstu hluthafarnir.
Jón, sem heitir reyndar
fullu nafni Jón Ellert, er
fæddur í Reykjavík 4. mars
1956 en alinn upp á Olafsfirði
og Akureyri. Hann fór í
Menntaskólann á Akureyri
árið 1975 og þaðan lá leiðin í
viðskiptafræði í Háskólanum
og útskrifaðist hann þaðan
1981. Hann starfaði á ýmsum
stöðum norðan og sunnan
heiða, vann á endurskoðun-
arskrifstofu, stýrði útgerð í
Sandgerði en setti á stofn sitt
eigið fyrirtæki, Endurskoð-
unarþjónustuna sf., á Akur-
eyri 1981 og rak hana um
skeið en var einnig ljármála-
stjóri Slippstöðvarinnar frá
1985 til 1987 þegar hann
stofnaði Tölvutæki-Bókval
ásamt bróður sínum og föð-
ur. Fyrirtækið er semsé tíu
ára gamalt á þessu ári og hef-
ur því heldur betur vaxið fisk-
ur um hrygg.
Jón er kvæntur Svandísi
Jónsdóttur verslunarstjóra og
eiga þau þrjár dætur á aldrin-
um 23,18 og 11 ára. Svandís
stýrir versluninni í Hafnar-
stræti og þar starfa einnig
eldri dæturnar tvær. Þannig
hefur Bókval í augum Akur-
eyringa á sér blæ hins dæmi-
gerða fjölskyldufyrirtækis.
Þegar Jón er ekki að vinna
þá segist hann helst vilja
eyða frístundunum í afslöpp-
un með fjölskyldunni. Hann
hefur fengist við íþróttir og
grípur stöku sinnum í bad-
minton sér til heilsubótar en
telur að þar fari heldur
minnkandi en segist hafa
mikinn áhuga á útivist og
veiðiskap.
Þegar veiðilöngunin gríp-
ur Jón fer hann helst í Svartá
og Blöndu í Húnaþingi og
veiðir oft ágætlega. Jón er
þarna á gamalkunnugum
slóðum því hann var á yngri
árum í sveit þarna og þekkir
húnvetnskar ár.
„Mér finnst gott að glíma
við fisk í fögru umhverfi eins
og er víða á þessum slóðum,“
segir Jón að lokum. S9
sBmæeama^mmsmsmmms^
80