Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Qupperneq 80

Frjáls verslun - 01.10.1997, Qupperneq 80
Jón Ellert Lárusson, framkvæmdastjóri Tölvutækja-Bókvals á Akureyri, stýrir fjölskvidu- fyrirtæki þar sem starfa um 40 manns. FV-mynd: Gunnar Sverrisson. JON LARUSSON, n TOLVUTÆKI-BOKVAL Qið rekum tvær versl- anir hér á Akureyri auk þjónustu og ég tel að verslun okkar í Hafnar- stræti sé stærsta sérverslun hér í bænum og þá væntan- lega á Norðurlandi," segir Jón Lárusson, framkvæmda- stjóri Tölvutækja-Bókvals. I Hafnarstræti er bóka- verslun og ritfangaverslun en þar er lögð vaxandi áhersla á geisladiska, hljómtæki, margmiðlunartölvur, leiki, myndbönd og aðrar tengdar vörur. Þessi verslun er í gamla KEA húsinu við Hafn- arstræti og er í örum vexti. Hin verslunin er til húsa á Furuvöllum á svipuðum slóð- um og Hagkaup. Þar er lögð TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON megináhersla á allt fyrir skrifstofuna. Þar eru seld rit- föng, tölvubúnaður, skrif- stofuhúsgögn og annað sem þarf til þess að reka skrif- stofu. „Þjónustuþátturinn ervax- andi liður í starfsemi fyrir- tækisins og við metum það svo að á þeim vettvangi séu tækifæri til sóknar." Tölvutæki-Bókval rekur alhliða þjónustu fyrir allan skrifstofubúnað sem fyrir- tækið selur. Það annast einn- ig netþjónustu og allar teng- ingar og rekstur á því sem lýtur að nettengingum. Ný- lega hefur fyrirtækið svo fengið umboð fyrir viðskipta- hugbúnað frá Concorde og Navision og annast alla þjón- ustu sem notendur slíks bún- aðar þurfa á að halda. Þetta eru tvær útbreiddustu teg- undir af viðskiptahugbúnaði á markaðnum svo af því leið- ir að stór hluti atvinnulífsins á Akureyri sækir þjónustu til Tölvutækja-Bókvals. „Það hefur verið talsverð gróska á þessum vettvangi og þjónustan við hugbúnað- inn fer vaxandi." Alls starfa um 40 manns hjá Tölvutækjum-Bókvali og Jón segir að fyrirtækið sé blanda af jjölskyldufyrirtæki og hefðbundnu hlutafélagi. Fjölskylda Jóns og Tæknival eru stærstu hluthafarnir. Jón, sem heitir reyndar fullu nafni Jón Ellert, er fæddur í Reykjavík 4. mars 1956 en alinn upp á Olafsfirði og Akureyri. Hann fór í Menntaskólann á Akureyri árið 1975 og þaðan lá leiðin í viðskiptafræði í Háskólanum og útskrifaðist hann þaðan 1981. Hann starfaði á ýmsum stöðum norðan og sunnan heiða, vann á endurskoðun- arskrifstofu, stýrði útgerð í Sandgerði en setti á stofn sitt eigið fyrirtæki, Endurskoð- unarþjónustuna sf., á Akur- eyri 1981 og rak hana um skeið en var einnig ljármála- stjóri Slippstöðvarinnar frá 1985 til 1987 þegar hann stofnaði Tölvutæki-Bókval ásamt bróður sínum og föð- ur. Fyrirtækið er semsé tíu ára gamalt á þessu ári og hef- ur því heldur betur vaxið fisk- ur um hrygg. Jón er kvæntur Svandísi Jónsdóttur verslunarstjóra og eiga þau þrjár dætur á aldrin- um 23,18 og 11 ára. Svandís stýrir versluninni í Hafnar- stræti og þar starfa einnig eldri dæturnar tvær. Þannig hefur Bókval í augum Akur- eyringa á sér blæ hins dæmi- gerða fjölskyldufyrirtækis. Þegar Jón er ekki að vinna þá segist hann helst vilja eyða frístundunum í afslöpp- un með fjölskyldunni. Hann hefur fengist við íþróttir og grípur stöku sinnum í bad- minton sér til heilsubótar en telur að þar fari heldur minnkandi en segist hafa mikinn áhuga á útivist og veiðiskap. Þegar veiðilöngunin gríp- ur Jón fer hann helst í Svartá og Blöndu í Húnaþingi og veiðir oft ágætlega. Jón er þarna á gamalkunnugum slóðum því hann var á yngri árum í sveit þarna og þekkir húnvetnskar ár. „Mér finnst gott að glíma við fisk í fögru umhverfi eins og er víða á þessum slóðum,“ segir Jón að lokum. S9 sBmæeama^mmsmsmmms^ 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.