Helgarpósturinn - 26.01.1995, Page 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
Y
vikunnar
Linda Pétursdóttir,
ásamt Fillipíu Elísdóttur.
Þrátt fyrir niðurstöðu ríkissak-
sóknara telur Linda engu að síð-
ur að lögreglan hafi brotið á sér.
Rúmið eins
og orrustu-
vollur
Ógeðfelldasta frétt vikunnar er
ein úr langri röð ógeðfelldra frétta
sem birst hafa af bresku konungs-
fjölskyldunni í heimspressunni. Að
þessu sinni var það þerna Diönu
prinsessu
sem leysti
frá skjóð-
unni og
lýsti að-
komunni
að rúmi
prinsess-
u n n a r
morgun-
inn eftir að
elskhugi
hennar, James Hewitt majór,
hafði verið í heimsókn. Uppljóstr-
anir af ástarmálum Karls og Diönu
koma nú í hrönnum. I síðustu viku
var einkaþjónn Karls, ríkisarfa
Stóra-Bretlands, snarlega sendur í
ótímabundið frí í kjölfar viðtals,
þar sem kom fram að hluti af þjón-
ustustörfunum hafi verið að þvo
mold úr náttfötum prinsins. Þjón-
inn fullyrðir í viðtalinu að moldin
hafi komist í náttföt Karls þegar
hann átti ástarfundi við viðhaldið
sitt Camillu Parker Bowles í
garði hallarinnar Highgrove House
í Cloucestershire. Þetta er að sjálf-
sögðu allt í hæsta máta ógeðfellt. I
fyrsta lagi sýna svik einkaþjónsins
og þernunnar að breska konungs-
fjölskyldan getur engum treyst,
allra síst persónulegu þjónustufólki
sínu. Hver man til dæmis ekki eftir
lúalegum uppljóstrunum reið-
kennarans Hewitts urn ástarsam-
band hans og Diönu? En reiðkenn-
arinn gaf út heila bók sem innihélt
lostafullar lýsingar á sambandi
hans við prinsessuna. Lýsingar
þessar fóru meira að segja fyrir
brjóstið á Barböru Cartland, guð-
móður Diönu og ástarskáldsögu-
höfundi, sem þó kallar ekki allt
ömmu sína í þessum efnum. 1 öðru
lagi er það vægast sagt ógeðfellt að
stóreignamaður eins og Karl Breta-
prins hafi þurft að notast við mold-
arbing til amorsbragða við hjákonu
sína. Hvar er virðuleikinn spyr
maður? Síðast en ekki síst er það
allra ógeðfelldasta við þennan
fréttaflutning að Karl og Diana geti
ekki haft samneyti við þá sem þau
langar til án þess að hálf heims-
byggðin, að okkur Islendingum
meðtöldum, taki andköf og hafi
þau að háð og spotti.
Mál Lindu Péturs-
dóttur og lögregl-
unnar var látið falla
hjá ríkissaksóknara.
Lögreglan unir nið-
urstöðunni þokka-
lega, Linda og lög-
maður hennar,
Gísli Gíslason,
íhuga hins vegar
skaðabótamál
„Á allt eins von á sátt í málinir
„Ég hef ekkert ákveðið hvað ég
geri í framhaldi af niðurstöðu ríkis-
saksóknaraembættisins. Ætli ég taki
ekki þá ákvörðun með lögfræðingi
mínum þegar hann kemur til Is-
lands og þegar ég er búin að sjá um
hvað málið snýst einhvers staðar
annarars staðar en í blöðunum,"
sagði Linda Pétursdóttir fegurð-
ardrottning, en í vikunni var kunn-
gerð niðurstaða ríkissaksóknara-
embættisins sem reyndist þess efnis
að láta kæru Lindu Pétursdóttur á
hendur tveimur lögreglumönnum,
og jafnframt mál lögreglunnar gegn
Lindu, niður falla. Ástæðan er
væntanlega sú að sakfelling í mál-
inu er talin ólíkleg. Linda vildi að
öðru leyti lítið tjá sig um málið í
bili. Hún var á hinn bóginn ósátt
við hvernig hún frétti af niðurstöð-
unni. „Það var alveg í takt við þetta
mál allt saman að ég frétti fyrst af
niðurstöðu ríkissaksóknara í fjöl-
miðlum," segir hún.
Eins og greint var frá í MORG-
UNPÓSTINUM seint á síðasta ári er
mál „Lindu og lögreglunnar“ kom-
ið til að því að grunur lék á því að
unnusti Lindu, Leslie Robertson
hafi tekið upp á því að aka á bifreið
samstarfsfélaga síns þann 14. nóv-
ember síðastliðinn. Var málið rakið
til þess að fýrr um kvöldið höfðu
Gylfi Thorlacius, lögmaður lög-
reglumannanna, segir lögregluna
ósátta við hversu linlega var tekið
á kæru þeirra. „Lögreglumennirn-
ir hefðu heldur viljað sjá dóms-
niðurstöðu í málinu," segir hann.
Leslie og samstarfsfélagi hans átt í
útistöðum. Þótt fljótt hafi komið í
ljós að grunurinn hafi ekki reynst á
rökum reistur voru Linda og unn-
usti hennar handtekin umrædda
nótt og færð á lögreglustöðina. I
MÞjófavarnarkerfið
með flóðinu
þegar rúðurnar
brotnuðu í póst-
húsinu í Súðavík
við það að snjó-
flóðið féll á það fór
þjófavarnarkerfið
af stað. Það er
tengt símboða sem
hringir sjálfkrafa
hjá lögreglunni á
ísafirði og lætur
vita. Þetta kerfi verkar þannig að
símboðinn er segulband sem skilar
skilaboðum þegar svarað er hjá
lögrcglunni. Textinn var nokkurn
veginn svohljóðandi: „Þjófavarn-
arkerfið í pósthúsinu í Súðavík
hefur farið af stað. Vinsamlegast
gerið viðeigandi ráðstafanir
strax." Þetta mun vera fýrsta neyð-
arkallið frá Súðavík á mánudags-
morguninn en eðlilega gerðu
í gangþegar flóðið féll ■ Bíll barst tugi metra
en Ijósin virkuðu ■ Gangandi sjóveiki
molar
menn sér ekki grein
fyrir því að snjóflóð
væri innbrotsvaldur-
vjjóveiki hrjáði
marga, sem komu ná-
lægt björgunaraðgerð-
unum í Súðavík, enda
var sjólciðin sú eina færa til stað-
arins á meðan leit stóð yfir. Þegar
Haffari var að koma með stúlku,
sem fannst lifandi í flóðinu, inn til
ísafjarðar í aftakaveðri varð einum
af þeim sem önnuðust um hana
skyndilega illt. Það skipti engum
togum að hann kastaði upp yfir
næsta mann. Undir venjulegum
kringumstæðum hefði það ekki
þótt skemmtileg reynsla að fá
gusuna yflr sig en menn kipptu sér
ekkert upp við þetta, enda glaðir
að finna stúlkuna á lífi...
J7 ólksbíll, sem var inni í bílskúr í
húsi við neðanverða Túngötu í
Súðavík, barst með snjóflóðinu
niður að áhaldahúsinu, tuttugu til
þrjátíu metra leið. Billinn var gjör-
ónýtur en þegar að var gáð kom í
Ijós að ljósin virkuðu. Björgunar-
menn notuðu þau til að lýsa upp
leitarsvæðið næst bílnum í nokkra
klukkutíma á meðan rafgeymirinn
entist...
kjölfar viðskipta sinna við lögregl-
una kærði svo Linda tvo lögreglu-
menn fyrir meint ofbeldi. Nokkr-
um dögum síðar svaraði lögreglan í
sömu mynt og kærði Lindu, einnig
fyrir meint ofbeldi í sinn garð. Var
hún þar sökuð um að hafa meðal
annars hrækt og sparkað í lögreglu-
menn, eins og kom reyndar fram í
lögregluskýrslunum sem MORGUN-
PÓSTURINN birti í framhaldi máls-
ins.
Að sögn Gísla Gíslasonar, lög-
fræðings Lindu, var lengi beðið eft-
ir niðurstöðu ríkissaksóknara, en
hann segir þau Lindu nú velta fyrir
sér skaðabótamáli. „Þótt ekki sé
hægt að refsa vegna þessa máls telur
Linda engu að síður að brotið hafi
verið gegn sér. Næsta skref verður
að fara á fund lögreglustjóra og fara
fram á skaðabætur fyrir óréttmæta
handtöku. Það er ósköp eðlileg
framvinda málsins. Það má vel vera
að það þurfi ekki einu sinni að
stefna. Ég á allt eins von á því að
sátt verði í málinu."
Að sögn Gísla kom þessi niður-
staða honum ekki svo mjög á óvart,
að minnsta kosti ekki hvað varðar
mál Lindu gegn lögreglunni, þar
sem hún hafí aðeins verið ein til
vitnisburðar. „Mér fínnst það hins
vegar svolítið magnað að kæra lög-
reglumannanna hafi verið látin
niður falla þar sem tveir stóðu að
kærunni.“
Gylfi Thorlacius, lögmaður lög-
reglumannanna tveggja, lítur hins
vegar svo á að þessi niðurstaða rík-
issaksóknara hafi hreinsað lögregl-
una afásökunum um meint ofbeldi
gegn Lindu.
Eti hver eru viðbrögð ykkar við
hugsanlegu skaðabótamáli?
„Það er reyndar allt annar hand-
leggur. Ég átta mig ekki á því hvað
þau eru að fara fram á, en það mun
væntanlega beinast að ríkissjóði,
ekki þessum lögreglumönnum."
Ástœða skaðabótamálsins er engu
að síður komin til vegna viðskipta
Lindu við lögregluna?
„Það er rétt. Hugmyndin um
skaðabætur er engu að síður fjar-
stæðukennd. Saksóknari er búinn
að fjalla um málið og hefur ákveðið
að fella þetta niður. Þó að í sjálfu
sér þurfi ekki endilega að fara sam-
an refsisjónarmið og bótarsjóna-
mið er þetta mál þannig vaxið að ég
kem ekki auga á að þarna hafi
nokkur skapaður hlutur átt sér stað
sem er bótaskyldur. Ég sé enga
tæknilega galla á málinu. Það er
hins vegar mjög algengt að sak-
sóknari sjái ekki ástæðu til máls-
höfðunar, þannig að þetta mál hlýt-
ur alls ekki óeðlilega afgreiðslu.“
Hvernig una lögreglumennirnir
niðurstöðunni?
„Lögreglumennirni una niður-
stöðunni vel, einkum sem lýtur að
því að þeir hafa verið hreinsaðir af
þessum áburði. Þeir eru hins vegar
ósáttir við hversu linlega var tekið á
kæru þeirra. Lögreglumennirnir
hefðu heldur viljað sjá dómsniður-
stöðu í málinu, ekki síst með hag
annarra lögreglumanna í huga.
Menn átta sig ekki á því hvað lög-
reglumenn verða oft fyrir líkamleg-
um áverkum sem svo er ekkert gert
í. En upp frá þessu má búast við því
að málunum verði fylgt harðar eftir
en áður og jafnvel þannig að þeir
þurfi að taka út refsingu sem valdir
eru að ofbeldi gegn lögreglunni."
-GK
„Næsta skref verður að fara á fund lögreglustjóra og fara fram
skaðabætur fyrir óréttmæta handtöku," segir lögmaður Lindu, Gí
Gíslason.
i
\
i
i
>
I
i
<1
>
i
i
i
I
I
",