Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 26.01.1995, Qupperneq 12

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Qupperneq 12
12 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 19951 Tapað-fundið Gramsaö í Internetinu Undánfarið hefur gífurlega verið látið með Internetið sem eitt helsta framfaraskrefið í sögu mannsand- ans. Það er náttúrlega tóm steypa, en þar kennir þó margvíslegra grasa, sem getur verið meira en vert að kanna nánar. Til þess að kanna Internetið til þrautar er eiginlega Inter net Andrés MagnússonI ekkert vit annað en að nota forrit á borð við Mosaic Netscape, sem ger- ir notandanum kleift að njóta myndræns viðmóts þeirra upplýs- inga, sem á boðstólum eru. Það krefst aftur á móti hraðra gagna- samskipta og ég get eiginlega ekki mælt með öðru en að menn verði sér úti um 28.800 bauda mótald. Annað reynir einfaldlega um of á þolinmæðina. Hér skal hins vegar hafin barátta og kvabb fyrir því að Póstur og sími komi á ISDN-teng- ingum hérlendis, en það kerfí býð- ur upp á allt annan og meiri hraða en nú þekkist hér á skeri. Nóg um það. Netið er dásamlega stórt og víðfemt, en fyrir vikið er líka hægðarleikur að týnast á því. Þess vegna verða hér taldar upp nokkrar athyglisverðar heimasíður til þess að glugga í. http://www.savba.sk/log- os/list-e.html — Project LOG- OS í Slóvakíu gefur nokkra mynd af því, sem er að gerast í austantjald- slöndunum fyrrverandi. Þar eystra eru menn bókstaflega í skýjunum yfir nýfengnu frelsi og láta gamm- inn geisa í öllu því, sem Iýtur að upplýsingum og upplýsingatækni. Það má náttúrlega ekki gleyma því að fýrir aðeins fimm árum missti þetta lið vatn ef það svo mikið sem sá faxtæki. Á Logos er að finna fréttir og ýmislegt góðgæti annað (til dæmis listaverkasýningar) frá Slóvakíu. Menn þurfa samt ekkert að fara alla leið til Slóvakíu á netinu til þess að finna listaverkasýningar. Hér heima er Ómar Stefánsson myndlistarmaður með yfirlitssýn- ingu í fullum gangi, sem er vel þess virði að skoða. http://www. centrum.is/menning/galleri/ index.html Vilji menn fá fréttir enn austar úr álfunni en frá Bratislava er hægt að tékka á Satikti Pétursborgar-Press- unni á http://www.spb.su/ sppress/index.html, en það er frjálslynt blað, sem hatast á við gömlu kommamafíósana. Það birt- ir daglega fréttir sínar, bæði á ensku og rússnesku. Fréttamyndir fylgja með í kaupunum. Það eru fleiri athyglisverð blöð á netinu. Mogginn er þarna vitaskuld, en hann segir bara fréttir fyrradags- ins og hefur ekkert að bjóða annað en þurrt lesmálið. Hið sama er vægast sagt ekki hægt að segja um foringjana á Daily Telegraph, sem gefa út öldungis frábæran pakka á http://www.telegraph.co.uk. Þar er það besta úr blaðinu og ým- islegt annað að auki. Telegraph er sennilegast besta dæmið um hvern- ig gefa á út fjölmiðil á netinu og þó svo það taki dágóða stund að lesa sig í gegnum síðurnar með mynd- um er þeim tíma vel varið. Vilji menn fikra sig nær frænd- um vorum á netinu er tilvalið að glugga í smáauglýsingar hins góð- kunna fjölmiðils Lila Tidningen á Skáni í Svíþjóð. Á http://www.algonet.se/~lilan er allt á boðstólum frá lítið notuðum garðhúsgögnum til mikið notaðra kvenna. Svo geta menn auglýst sjálfir og það ókeypis. Enn skal fjölmiðill nefndur til sögunnar, en það er tímaritið Wir- ed, sem fjallar um allt það, sem tengist upplýsingabyltingunni í víðasta skilningi. Wired er fjarska- lega vandað og fallegt tímarit í pappírsútgáfunni og ekki er það SÍðra á http://www.wired.com/, þar sem finna má ágætt upplýs- ingamarkaðstorg. Lífið er engan veginn tóm alvara á netinu. Vilji menn til dæmis ekki kaupa áskrift að Alþýðublaðinu til þess að lesa Hinumegin eða The Far Side eftir Gary Larson geta þeir tengst http://www.acm.uiuc.edu: 80/rml/Gifs/Farside og lesið nægju sína þar. Þessar myndir eru á Margmiðlunarsíðum Robba eða í Rob’s Multimedia Lab (RML) í 111- inois. Skammt frá má einnig finna ýmis hljóð, hreyfimyndskeið og fleira, sem lýtur að margmiðlun. Til dæms geta menn hlaðið á tölvur sínar ýmsa fleyga frasa fyrirmynd- arunglinganna Beavis og Buttheads og látið tölvuna svo spila þessa hljóðbúta, en þá er að finna á http://www.acm.uiuc.edu:80/rml /Sounds/Beavis-n-Butthead- snds/ Netið er kjörið varnarþing sér- kennilegra áhugamála. Aðdáendur Viggós viðutan geta til dæmis fræðst um hetju sína og skapara hennará http://www.ifi.uio.no/ -janl/ts/viggo.html, en það er norsk heimasíða fyrir Viggó. Séu menn aftur alvarlegar þenkj- andi geta þeir gert sig heimakomna á DeathNET, sem er rekið af tveim- ur áhugamannasamtökum um rétt- inn til dauða, en þar ræða menn líknardauða, réttinn til sjálfsmorða og annað slíkt allt þar til yfir lýkur. ht tp://www.islandnet.com/ -deathnet Undanfarin ár hafa íslenskir at- hafnanrenn vart mátt opna munn- inn án þess að fara að röfla um gæðastjórnun og staðlanauðsyn. Á netinu er eitthvað fyrir alla og þess- ir karlar geta nú heimsótt alþjóð- legu staðlastofnunina International Organization for Standardization (ISO) í Genf á http://www.iso. ch/, en þar er að finna upplýsingar um alla heimsins staðla og drög að stöðlum framtíðarinnar. Til allrar hamingju eru pólitísk afskipti á netinu ekki bundin við Guðmund Árna Stefánsson, enda árangur hans í prófkjörinu ekki beinlínis til þess fallinn að undirstrika áhrifamátt þessa nýja miðils. í maí verður gengið til for- setakosninga í Frakklandi og ef menn vilja taka þátt í vinsældavali fyrir þær geta menn tekið strikið á http://www.b3e.jussieu.fr/cgi- bin/je-vote og látið skoðun sína í Ijós. Þegar ég var búinn að kjósa Balladur var staðan svona: D. Voi- net (24,14%), E. Balladur (17.65%), J.M. Le Pen (16.23%), J- Chirac (11.56%), J. Lang (5.88%) og aðrir minna. Enginn skyldi þó halda að netið sé bara jafngeggjað og jafnalvarlegt og að ofan greinir. Sem fyrr segir hefur það allt að geyma. Áhuga- menn um ónýta bíla geta til dæmis glaðst þegar þeir komast í tæri við http://www.teleport.com/ -carparts, því þar er hægt að leita bílaparta allar götur frá 1937. í apríl á síðasta ári voru sett lög í fjórum fylkjum Bandaríkjanna sem skylda alla þá, sem fjárfesta vilja í skotvopnum, til að taka — og standast — próf. Spurningarnar á prófinu snúast um öryggi og rétta meðferð skotvopna. Tilgangurinn með prófinu er að sjálfsögðu aa sigta út þá sem líklegastir eru til að valda hinum ýmsu vandræðum, sem menn tengja gjarnan við byss- ur. Bandaríkjamenn eru hins vegar og hafa löngum verið ákaflega byssuglöð þjóð. Þar hafa menn til skamms tíma getað labbað sér inn í næstu vopnaverslun og keypt sér byssur af öllum stærðum og gerð- um án nokkurra vandkvæða og í hvert skipti, sem stjórnmálamenn hafa reynt að setja einhverjar hömlur á byssueign landa sinna hefur risið upp mikið reiðiöskur riffilsamtakanna, sem telja það sjálfsagðan rétt hvers frjálsborins Bandaríkjaborgara að kaupa, eiga og nota þau vopn, sem hann langar í það og það skiptið. Það þarf því ekki að koma á óvart að það þarf engar stórkostlegar mannvits- brekkur eða skotvopnasérfræðinga til að standast prófið, sem yfirvöld í Kaliforníu gera mönnum að taka áður en þeir fá morðtólin í hendur. Hér á eftir fylgja nokkrar spurn- ingar úr prófinu - og ekki endilega þær auðveldustu... Það, að hafa jákvætt hugarfar, er fyrsta skrefið í áttina að því að verða ábyrgur byssueig- andi. Rétt/Rangt Öryggisregla númer eitt í með- höndlun skotvopna er að fara alltaf með þær eins og væru þær ajónothæfar b)í eigu annarra cjhlaðnar djrifflar Öryggisregla númer tvö er að miða byssunni. a) í norður b) í átt að annarri byssu c) í öruggustu áttina d) upp Hvert af eftirtöldum öryggisat- riðum ættir þú að hafa f huga þegar þú meðhöndlar byssu? a) Aldrei að hleypa af byssu í fagnaðarskyni b) Skjótið ekki á vatn eða flata og harða fleti c) Ekki skal prýða sig byssum, sem væru þær skartgripir d) Notið eyrna- og augnhlífar þegar þú skýtur af byssu e) ÖII ofangreind atriði Það er mikilvægt að börn læri það, að byssur eru ekki leik- föng. Rétt/Rangt Áfengi og eiturlyf geta haft nei- kvæð áhrif á dómgreind, við- brögð og líkamlega hæfni fólks, sem hafa byssur með höndum. Rétt/Rangt Undir hvaða kringumstæðum er leyfilegt að ganga með dulið vopn? a) Þegar þú ert í hættulegu borgarhverfi b) Þegar þú ert vanur byssu- maður og þekkir allar öryggis- reglurnar c) Þegar þú hefur tilskilið leyfi frá yfirvöldum d) í öllum ofangreindum tilfell- um e) í engum af ofangreindum til- fellum Það er almennt óheimilt að ógna bílstjórum eða farþegum ökutækja með byssu. Rétt/Rangt Jafnvel hjá vönum byssumönn- um getur það komið fyrir að voðaskot ríði af. Rétt/Rangt Til að koma í veg fyrir slys af völdum skotvopna verður að framfylgja öryggisreglunum a) aðeins þegar börn eru ná- laegt b) alltaf cjaðeins þegar þú hefur byss- una í höndunum djoftast æöj/byggt á grein í .--.-r-.-xr—Lu;-.. r-. ■ > • Fjöldi skotvopna í einkaeign: 201 milljón. • Fjöldi Bandaríkja- manna sem drepnir hafa verið með skotvopnum árið 1991 (morð, sjálfsmorð og slys): 38.317 Fjöldi Bandaríkjamanna sem lét- ust í Kóreustríðínu (1950 -1953); 33.746 • Fjöldi bandarískra barna 19 ára og yngri, sem drepin eru með skotvopnum dag hvern: 14 • Hlutfall unglingsstráka sem Hingað til hefur það þótt sjálf- sagður réttur hvers frjálsborins Bandaríkjamanns að eiga eins og einn Colt eða tvo. segjast geta náð sér í byssu „hve- nær sem þeim dettur það í hug“: 41 af hundraði. • Hlutfall ung- lingsstúlkna, sem segja það sama: 21 af hundraði. • Fjöldi New York-búa sem dóu af völdum skota, sem skotið var út í ioftið: 1985: 41990: 40 • Af hverjum hundrað einstaklingum, sem eiga skammbyssu, eiga 35 fleiri en 5 stykki. Samband morðingj- ans og smástelpunnar er að vissu leyti eins og dálítið úrkynjuð útgáfa afsögunni um Fríðu og Dýrið. Hann er algjör þurs en með- færilegur og meyr þegar á reynir, hún er klœdd eins og smá- mella og virðist alveg úti á þekjuy en þegar fram dregur kemur í Ijós að hún er eldklár ogsnögg. bærlega ankannalegur í meðförum Jean Reno og smástelpuna sem Na- talie Portman leikur af krafti og greind. Stútungskarlar og smástelpur Hetjan hann pabbi Regnboginn ★ ★★★ Léon Bíóborgin ★ ★★★ Tvær franskar myndir og báðar fjalla þær um samband karímanna á miðjum aldri við táningsstelpur. Báðar taka þær obbolitla sénsa í umfjöllun um efni sem getur verið viðkvæmt, en varla þannig að farið sé yfir nein velsæmismörk. Annað eiga þær varla sameiginlegt, enda eru Léon og Hetjan hatm pabbi framleiddar í gjörólíku skyni. Fyrrnefndu myndinni er beinlín- is ætlað að hljóta vinsældir út um allan heim — og það hefur heppn- ast —, sú síðarnefnda er kómedía af þeirri sort sem Frakkar framleiða gjarna til heimabrúks. Sjaldan ná þær teljandi vinsældum í útlönd- um, en þegar vel tekst til koma Bandaríkjamenn á vettvang, kaupa handritið og endurgera myndina upp á amerísku. Yfirleitt fer það heldur hrapallega. Ég man raunar ekki betur en að þegar sé búið að gera Hetjan hann pabbi upp vestra og gott ef Gérard Depardieu leikur ekki aðalhlut- verkið þar, rétt eins og í frumgerð- inni. Hún er semsagt komin nokk- uð til ára sinna þessi mynd, en það breytir varla því að hún er að flestu leyti bráðsniðug og íjallar um feðg- in sem fara í jólafrí til Maurice-eyju og flækja sig þar inn í þann óþægi- Iega lygavef að þau eigi í rauninni í ástarsambandi. Úr þeirri flækju greiðist seint en skemmtilega og í lokin ná þeir auðvitað saman, ungu elskendurnir sem eru ætlaðir hvor öðrum. Lengi vel var það eins og gamall vani að hrósa Depardieu, þótt ein- hverjar undantekningar hafi orðið á því hin síðari ár. Hér misstígur hann sig hins vegar aldrei; hann er Egill HelgasonI ansi svíramikill orðinn og ekki par grannur þegar hann fer að synda í Karíbahafi, en það er góð skemmt- un að sjá þennan svipsterka mann takast á við hlutverk sem fyrst og fremst útheimtir að hann sé glett- inn og blíðlegur. Á móti stórstjörn- unni leikur unglingsstúlkan Marie Gillain og er frábærlega kenjótt og skrítin, eins og svo oft er um stelp- ur á þessum aldri. Jean Reno er ekki ýkja smáfríð- ur maður heldur og hann þarf líka að takast á við unglingsstelpu sem hefur munninn fýrir neðan nefið. En hann er ekki pabbi hennar og ekki er hann glettinn eða blíðlegur í blóðugum upphafsatriðum mynd- arinnar þegar hann með köldu blóði myrðir hóp manna. Hann er semsé leigumorðingi, en við hliðina á honum í húshjalli býr fjölskylda af vafasamara taginu; heimilisfaðir- inn er dópsali, mamman mella og börnin ganga nánast sjálfala. Bakgrunnurinn eru háhýsi og götur New York-borgar sem eru þröngar og brattar eins og gljúfur. Mannlífið er ekkert tiltakanlega fagurt; þetta er harkalegur heimur fyrir litlar stúlkur. Að fjölskyldunni dauðri finnur barnið þó athvarf hjá morðingjan- um kaldrifjaða og smátt og smátt kemur í ljós að innst inni er hann hálfgerður einfeldningur, ljúflynd- ur innst inni en einmana. Þungamiðja myndarinnar er samband hans og stúlkunnar og það skyggir á bófahasarinn sem er í raun miklu óáhugaverðari, þótt náttúrlega sé hann útfærður með miklum stælum og ofbeldi sem kannski fer stundum yfir strikið — að minnsta kosti fyrir menn sem hafa lélegt ofbeldisþol eins og ég. Gary Oldman leikur vonda löggu og kemst upp með að gera það á tómum töktum og gömlum lumm- um. Samband morðingjans og smástelpunnar er að vissu leyti eins og dálítið úrkynjuð útgáfa af sög- unni um Fríðu og Dýrið; hann er algjör þurs, en meðfærilegur og meyr þegar á reynir, hún er klædd eins og smámella og virðist alveg úti á þekju, en þegar fram dregur kemur í ljós að hún er eldklár og snögg. Einhvern tíma kom Jean Reno til íslands og þá heyrði ég hann segja um vin sinn, Luc Besson leik- stjóra, að hann væri ekkert nema kvikmynd, hann horfði á heiminn og sæi í honum ekkert nema efni í kvikmynd og í raun kærði hann sig ekki um neitt annað eða hefði áhuga á neinu öðru. Máski hefur þetta verið hálfgerður dragbítur á myndum Bessons; í þær hefur oft vantað fólk sem maður getur haft einhvern áhuga á, að maður noti ekki orðið samlíðan. Svo er hins vegar ekki um Leon sem verður frá- Nokkrar staðreyndir úr ameríska byssuheiminum

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.