Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 24
24 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995 Ég ætJa að verða ríkur á Ruanda-Café Besta saga sem ég heyrði í vik- unni var á þessa leið: Æði mörg fyrirtæki eru farin að velta fyrir sér andlitsupplyffingu í tilefni aldamótanna sem eru ekki svo langt undan. Vörumerki eru sett í endurhönnun, pakkningar og allt útlit varanna eru metin í ljósi nýrrar aldar og öll kynningarstarf- semi endurmetin. Semsagt; gaman. Nema hjá einu fyrirtæki — skemmtanaiðnaðarrisanum 20th Century Fox. Hjá þeim er málið ekki alveg svona einfalt. Sjálft nafn fyrirtækisins er allt í einu orðið að vandamáli, nú þegar aðeins eru fimm ár eftir af öldinni sem það er kennt við. Og vandamálið er stærra en for- svarsmenn 2oth Century Fox bjuggust við, því fyrir skömmu hringdi maður til fyrirtækisins og spurði það sem alla langar að vita: „Hvernig ætlar 20th Century Fox að bregðast við nýrri öld?“ „Nú, ætli við skírum fyrirtækið bara ekki 2ith Century Fox,“ svar- aði einn af stjórnendum fyrirtækis- ins, án umhugsunar. „Neeei,“ svaraði þá maðurinn og dró seiminn. „Ég er hræddur um að það sé ekki svo auðvelt." Og síðan útskýrði hann fýrir framkvæmda- stjóranum að hann hefði þá um daginn skráð firmanafnið 2ith Century Fox og greitt fýrir það 300 dollara. Honum væri þetta nafn hins vegar ekki ýkja fast á hendi og ef forráðamenn 2oth Century Fox vildu ræða málin þá setti hann upp 3,5 milljóna dollara sem algjört lág- marksverð. Þetta er falleg saga. Á meðan við hin horfum á almanakið, för- um í hátíðarskap þegar við sjá- um aldamótin nálgast og veltum því fyrir okkur hvar við ætlum að taka upp kampavínið, sá þessi mað- ur hagnaðarvon í aldamótunum. Það er eitthvað sætt við það. Ég hugsa að flestir hafi látið sér detta í hug snjallar aðferðir til að verða ríkur án erfiðis. Ég er reyndar viss um þetta þar sem ég hef leitað slíkra aðferða og þar sem ég geri ráð fyrir að allt fólk sé nokkurs konar bjagaðar útgáfur af mér sjálfum er ég viss um að aðrir hafi gert það einnig. Hér er ein leið og á vel við á tím- um gullæðisins í Kína: Kínverjar borða með prjónum sem kunnugt er. Allt nema súpuna. Hana borða þeir með skeið. Og þrátt fyrir að Kínverjar virðist hafa dottið niður á einstaklega billega leið með því að nota prjóna í stað hnífs og gaffals þá klúðra þeir þessu með því að hafa skeiðarnar sínar efnismiklar, þungar, mikið skreytt- ar og dýrar. Þetta býður upp á tæki- færi. Ef við tækjum prjónasett Kín- verjanna og boruðum gat í gegnum annan prjóninn hefð im við prjóna sem jafnframt væru rör og mætti því nota til að sjúga súpuna einnig. Kínverjar eru 1,3 milljarðar. Segj- um svo að 10 prósent þeirra myndu kaupa nýju prjónana innan tveggja ára. Það gera 130 milljón sett. Prjónarnir kosta 5 krónur í fram- leiðslu en eru seldir á 9 krónur. Hagnaðurinn af sölu þessara 130 milljón setta yrði því 520 milljónir króna. Ef við gerum síðan ráð fyrir að þessir prjónar skemmist og týn- ist eins og aðrir prjónar — segjum að meðallífaldur sé um tvö ár — og jafnframt að okkur takist að auka markaðshlutdeildina um sem nem- ur 5 prósent Kínverja á ári, þá yrði hagnaður næstu tveggja ára ekki 520 milljónir heldur 780 milljónir. Og næstu tveggja ára þar á eftir ekki 780 milljónir heldur 1.040 milljón- ir. Og svo áfram og áfram, upp og upp. Þegar ég skrifa þetta skil ég ekki hvers vegna ég hef ekki látið verða afþessu. Ef til vill er það vegna þess að ég varð eitt sinn Vitni að því þegar Hallvarður Þórsson, um- boðsmaður og viðskiptajöfur, var að reikna út tilvonandi hagnað af tónleikum sem hann hélt í Félags- garði í Kjós. Síðan þá hef ég haft mikla vantrú á vasareiknivélum við gerð viðskiptaáætlana. Hallvarður sat við eldhúsborðið heima hjá sér og sló inn kostnaðar- liði; húsaleigu, laun handa rótur- um, kaup á appelsíni og kóki, þóknun handa hljómsveitum, kostnað við húsvörslu og nokkra útkastara. Þegar hann hafði tínt allt til skrifaði hann heildarkostnaðinn á blað. Og tók við að reikna tekj- urnar. „Segjum að það kosti 1.500 kall inn,“ sagði Hallvarður og hnykkl- aði brýrnar þegar hann sló 1.500 kallinn inn á vasareikninn með blý- anti. „Og gerum ráð fyrir að 700 manns mæti,“ sagði hann og ýtti á margföldunartakkann, sló síðan inn 700 og ýtti á samasemmerkið. „Uhh,“ heyrðist í Hallvarði sem leist ekki alveg á útkomuna. Eftir smáumhugsun byrjaði hann aftur. „Segjum að það komi 1.200 manns...“ Og svona hélt hann áfram þar til hann var búinn að smekkfylla hús- ið og kominn í dúndrandi hagnað þarna á vasareiknivélinni. Við héld- um upp á þetta um kvöldið. Á tón- leikunum kom í ljós að upphafleg spá Hallvarðar um aðsókn reyndist rétt og tapið af tónleikunum varð akkúrat það sem hann sá á vasa- reiknivélinni, rétt áður en hann sagði „Uhh“. En það er fleira en vasareiknivél- in sem getur staðið í vegi fyrir að menn verði ríkir. Menn verða að lesa samtíma sinn rétt, en sem kunnugt er, er til fólk sem ger- ir það aldrei. Ef það þarf að taka ákvörðun þá tekur það ranga ákvörðun. Kunningi minn á frænda sem er þessarar náttúru. Hann reyndi ár- um saman að verða ríkur á inn- flutningi alls kyns varnings sem hann vonaði að myndi slá í gegn. Hann gerði tilraunir með að flytja inn megrunarsokkabuxur, nikótín- lausar sígarettur, eða eitthvað þess- legt, árum saman en ekkert gekk. Hann sá eitthvað á ferðum sínum erlendis sem honum fannst þræl- sniðugt — eitthvað sem alla vant- aði þótt þeir vissu það ekki enn — keypti tvo gáma og sat síðan uppi með þá í bflskúrnum. Á endanum gafst konan og börnin upp og hann sat einn eftir í húsi sínu smekkfullu af óseldu og óseljanlegu dóti. Hann var í þessu ástandi þegar maður, sem þekkti hann lítillega, aumkaði sig yfir hann og bauð honum umboð fýrir litla bláa karla úr hörðu gúmmíi. En frændi kunn- ingja míns var farinn að þekkja sjálfan sig og sagði: „Nei, ég má vera vitlaus og hafa gert mörg mis- tök en svona vitlaus er ég ekki.“ Þess vegna fékk einhver annar umboðið fyrir litlu bláu karlana, kallaði þá strumpa og efnaðist vel á þeim. Ef þessi frændi kunningja míns hefði tekið umboðið fyrir strumpana hefði saga hans orðið hetjusaga. Margir þeirra sem brotist hafa til efna fóru í gegnum röð gjaldþrota áður en þeir fengu rétta flugu í höfuðið. Þeir héldu áfram að reyna og reyna og gáfust ekki upp þótt allir væru búnir að missa trúna á þá. Þessir menn hefðu ekki sætt sig við að vera blaðamenn í tíu ár eins og ég. Það er ekki til ríkur blaða- maður. Hvergi í veröldinni — alla vega ekki á Islandi. Og ég held að það sé ekki einu sinni sniðugt að gerast útgefandi á Islandi heldur. Nema þá fyrir al- gjörar skepnur. Fjölmiðlamarkað- urinn á lslandi er nefnilega að verða æ sérkennilegri. Fyrir mörg- um árum tók maður eftir því að þeir sem auglýstu mest í Moggan- um fengu bestu umfjöllunina. Síð- an sá maður að samkvæmt íslensk- um bílagagnrýnendum eru allir bíl- ar bestu bílar í heimi og frétti að ástæðan fyrir því væri sú að gagn- rýnendurnir fengju ekki lánaða bíla hjá umboðunum ef þeir fyndu á þeim galla. Og síðan varð maður var við að auglýsendur hættu að auglýsa í þeim blöðum sem þeim fannst ekki nógu góð við sig. Útgefendur eru því klemmdir á milli tveggja ósættanlegra hags- muna. Annars vegar geta þeir náð í auglýsingatekjur og gefið út blöð sem enginn vill lesa. Eða þeir geta gefið út blöð sem segja satt en kysst auglýsingatekjurnar bless í leiðinni. Nema menn vilji beita svokall- aðri Mánudagsblaðsaðferð. Hún fellst í því að útgefendur beita aug- lýsendur sömu meðölum og svo margir auglýsendur reyna að beita útgefendur í dag. Kjarni aðferðar- innar er þessi: Ef þú ert ekki góður við mig, þá verð ég vondur við þig. Tökum dæmi: Bílainnflytjandi flytur inn Assa-bíla frá Sviss. Hann vill ekki auglýsa í Mánudagsblað- inu. Mánudagsblaðið leitar uppi alla árekstra sem eigendur Assa-bíla lenda í, greinir skilmerkilega frá þeim og tekur sérstaklega fram teg- undarheiti bílsins. Ef Assa-bíll keyrir á gangandi vegfaranda heim- sækir Mánudagsblaðið hann á spít- alann, tekur mynd af honum þar sem hann liggur reyrður á sjúkra- beði og skrifar yfir myndina: Assa- fórnarlambið enn rúmliggjandi. Þessu er síðan haldið áffarn þar til Assa-umboðið gerir auglýsinga- samning við Mánudagsblaðið. En blaðamennska er skemmti- legri en svo að ég vilji verða ríkur á þennan hátt. Þess í stað er ég að hugsa um að flytja til Am- eríku og opna veitingastaðakeðjuna Ruanda-Café. Ruanda-Café-staðirnir bjóða upp á einfaldan hjálparstofhunar- mat, torkennilegan hvítan graut úr korni. Þjónustan er léleg eða engin og gestirnir mega búast við að ein- kennisklæddir menn ráðist að þeim og hrifsi af þeim matinn. Slái þá jafnvel löðrung í leiðinni. En þrátt fýrir að gestirnir fái eng- an gúrmemat, né djúpa stóla að sökkva í, hef ég trú á að þeir muni flykkjast á staðinn. Ég held að sam- viskubit Vesturlandabúa sé auðlind sem sé langt í frá þurrausin. Með því að greiða 5.000 kall fyrir skál af hvítum korngraut geta þeir sett sig inn í aðstæður þeirra sem ekki búa í sömu vellystingum og þeir og vit- andi það að 10 prósent rennur til hjálparstarfs í Rúanda. 90 prósentin renna hins vegar til mín. Og þau ætla ég að nota til að reisa prjónaverksmiðju í Kína og kenna Kínverjum að sjúga súpuna sína í gegnum rör. Eina leiðin til að draga úr fátækt er að verða ríkur. Þetta eru gömul sannindi og gild. Eða því trúir GunnarSmári Egiísson alla vega. Hann hefur pottþétt áform uppi um að verða ógeðslega ríkur innan skamms

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.