Helgarpósturinn - 26.01.1995, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
35
Astarsaga úr skkammdeginu
Þótt fáeinir kunni að vera búnir að
frétta af henni hafa ekki allir fengið
smjörþefinn af sætustu ástarsög-
unni í bænum. Þegar Björk Guð-
mundsdóttir söngkona kom síðast
hingað til lands, sem var nánar til-
tekið um nýliðnar hátíðir, var lýön-
um Ijóst að hún var orðin laus og
liðug. Sjálfsagt hafa margir hugsað
sér gott til glóðarinnar, enda hér á
ferð einhver mesti kvenkostur [s-
lands. Menn fengu þó ekki mikið
svigrúm til þess að velta Björk fyrir
sér, nema ef til vill í draumum sín-
um, því nokkru eftir komu hennar
hingað til lands var eftir því tekið að
sterkir straumar fóru að berast á
milli hennar og þess manns sem
mörgum finnst einhver besta „týpa“
Islands. Þetta er enginn annar en
Einar Snorri Einarsson, sem við
þekkjum hvað best sem andlegan
i .... i ni '........ iii |§ra|^B ............. ............. 11 iiii
þeir gáfu sem kunnugt er sinni utan um tíma. Einar er
saman út Ijósmyndabókina ^fl sem kunnugt er í Prag í Ijós-
Stráka og stelpur sem kom ■ S myndanámi en Björk þarf að
út fyrir jól. Þá hefur Einar H I sinna skyldum sínum við að-
Snorri prýtt auglýsingar frá H S* 1 dáendur sína erlendis. Þau
Domino’s pizzafyrirtækinu á B • ] munu nú verafarin hvort í sína
óhemju skemmtilegri mynd. H|Éj|i * áttina, en þá er bara að sjá
Eftir því sem næst verður hvort fjarlægðin geri ekki bara
komist voru straumarnir á Hv fjöllin blá og mennina enn
milli þeirra það sterkir að R meiri...
Dóri í Plötubúðinni um myndina af sjálfum sér Þetta virðist vera svona léttflippaður fullorðinn maður
sýnist mér. Hann er ekki alveg laus við hæðni, það sér maður á augunum. Hann tilheyrir frekar hippakynslóðinni en uppunum, það er sama á hvað
maður lítur, hippinn hefur alls staðar yfirhöndina; hann er illa rakaður, með of sítt hár og klæðnaðurinn kemur greinilega ekki frá Sævari Karli. Ég
veit eiginlega ekki hverjum hann er að sýna fingurinn þarna, það er ábyggilega ekki hljómsveitin sem auglýst er á bak-
við hann. Þetta er bara þannig týpa að U2 eru örugglega í miklu uppáhaldi hjá honum. Þessi fingur er líklega eitthvað
sem Ijósmyndarinn hefur platað hann útí að sýna og á ekkert skylt við hans innra eðli. Fleira held ég að sé svosem ekki um þennan ágæta mann
að segja, nema mér sýnist hann ekki hafa orðið útundan í jólaveislunum...
Qnl^v Elíasdóttir asarm
r.mnsteinsson og Soley ^u irGunnar
órarnir Gunnar Gunnst þgu venð vond,
sku unglingunum. „He g
Öflugasta unglingaleikhúsið frumsýnir á föstudag
Hefur dregið úr unglingadrykkju
Leiðin til hásætis heitir leikgerð sem öflug-
asta unglingaleikhús á Islandi ætlar að frum-
sýna í Bæjarbíói í Hafnarfirði á föstudag.
Leikstjórar eru tveir og ungir; Gunnar
Gunnsteinsson og Sóley Elíasdóttir.
Leikgerðin, sem er byggð á verki Jan Ter-
elowes Barist til sigurs, er sameiginlegt átak
þeirra sem að leikhúsinu standa og ekki sú
auðveldasta að eiga við, að sögn Gunnars
Gunnsteinssonar.
Hefur unglingadrykkja í Hafnarfirði ekki
lagst niður á meðan?
„Jú, allavega hjá þeim unglingum sem við
erum að vinna með, enda búin að vera lokuð
af frá því æfmgar hófust. Og það sem meira
er, leikhúsvinna unglinga styrkir sjálfsmynd
þeirra, sérstaklega í þeim heimi sem við lif-
um nú, þar sem erfitt er fyrir unglinga að vita
hvernig þeir eiga að vera í öllu þessi áreiti
sem á þau dynja.“
Getur þá leikhúsið ekki að sama skapi verið
hættuleg mótun unglinga, það er að segja að
þau geti breyst íþá sem þau eru að leika?
„Nei, því við leggjum þetta algerlega upp
þannig að hér geti þau einmitt verið annað
en þau eru í raun. Það er einmitt það sem
er svo skemmtilegt, sérstaklega í heimi
þar sem maður þarf helst að vera full-
kominn. Hér geta þau verið vond ef því
er að skipta. Og það sem meira er, leik-
hús leyfir manni að gera mistök.“
Er ekki hætt við að þið leikararnir fáið
harða samkeppni í framtíðinni, efþið al-
ið upp svo marga unga áhugaleikara?
„Ég var sjálfur í áhugaleikhúsi áður.
Úr því eru ekki nema þrír sem lagt
hafa á leiklistarbrautina. Á hinn bóg-
inn held ég að það sé öllum hollt að
vinna að leikhúsi. Þeir búa að því alla
ævi, samanber forsætisráðherra okk-
ar, Davíð Oddsson'*
-GK
Snyrtilegt
ljóð eftir Heiðar Jónsson
Hún er lífs-
seig mýtan
um Ijóð-
skáldið
óhreint og
úfið —
helst að
drepast úr
berklum —
sem hírist
upp á
hanabjálka
og semur
ódauðleg
Ijóð. En
þetta er
mýtan. í
raun er
ekkert sem
segir að
Ijóðskáld
geti ekki
verið
snyrtileg.
Og Ijóð-
skáld vik-
unnar
sannar það
svo um
munar en
þar fer
enginn
annaren
Heiðar
„snyrtir“
Jónsson. Heiðar hefur niðurstöðu Voltaires í Birt-
ingi í huga, það er að leita ekki langt yftr skammt
og sækir sér yrkisefni í sitt nánasta umhverfi.
Heiðar gerþekkir viðfangsefni sitt og þar er
kannski að finna lykilinn að því að Ijóðið virðist
streyma fram eins eðlilega og lækur sem hjalar
við lítinn stein.
Kossinn
Brosi sætt framan í fagnaðinn
þessar elskur eru alltaf með varalit
— faðmlögin og kossarnir
Sumir eru sífellt að kyssa aðra
kossaflens tíðkast um allan heim
Þær verða að láta kinnar snertast
náið samneyti tortryggilegt
— þá kysstust allir
Kossaflensið í kveðjuskyni
sjálfsagt að karlar kysstust
Allt lendir í misskilningi og kaos
að þetta sé kynferðisleg áreitni
— enda aldir upp við að
þegar þeir hittust eða kvöddust
kyssa með vörunum út í loftið
Léon *★** Einhverjum mun kannski
ofbjóða blóðbaðið, en samleikur hins
hæruskotna Jean Reno og smástúlk-
unnar Natalie Portman gerir gott betur
en að vega upp á móti því.
Viðtal við vampíruna Interview with
the Vampire ® Mikið raus um vanda
þess að vera vampíra.
Konungur Ijónanna The Lion King
**** Fallegt á að horfa, oft fyndið,
mátulega væmið og stundum hæfi-
lega ógnvekjandi. Er það ekki kjarni
málsins hjá Disney?
Banvænn fallhraði Terminal Velocity
★ * Sakleysislegur þriller en varla fyrir
aðra en þá sem hafa ekkert betra að
gera en að fara í bíó. Samt ekki fyrir
lofthrædda.
Konungur Ijónanna The Lion King
**** Dýr mega éta önnur dúr en
bara í hófi. Þar skilur frá Dýrunum í
Hálsaskógi. Stjarna númer fjögur er
fyrir íslensku talsetninguna.
Viðtal við Vampíruna Interview with
the Vampire ©
Junior * Með því að gera lítið sem
ekki neitt er Schwarzenegger betri
leikari en Emma Thompson sem með
rykkjum og skrykkjum leikur óþolandi
meðvitaða kvenpersónu.
Leifturhraði Speed *** Keanu Ree-
ves er snaggaralegur og ansi sætur.
HÁS K Ó L A B í Ó
Ógnarfljótið River Wild ** Hafi mað-
ur smekk fyrir glæsilegri 47 ára konu
hnykla vöðva og taka á, þá endilega
fari maður.
Þrír litir: Rauður Trois Couleurs: Ro-
uge ***** Kieslowski kann að
segja sögur sem enginn annar kann
að segja, fullar af skringilega hvers-
dagslegri dulúð. Maður vill fara aftur
— til að gá hvort maður hafi séð rétt.
Hvað er
í leikhús-
unum?
Oleanna Þjóðleikhúsið, laugardags-
kvöld. Leikrit eftir David Mamet um
áreitni, valdbeitingu og það að konur og
karlar tala ekki sama tungumálið. Fun-
heitt efni.
Fávitinn *** Þjóðleikhúsið, laugar-
dagskvöld. Ef þið hafið aldrei heyrt um
Dostojevskí en bara séð Hilmi Snæ í
Mannlífi og Baltasar á Sólon þá finnst
ykkurþetta æði.
Snædrottningin **** Þjóðleikhúsið,
sunnudag kl. 14. Byggt á ævintýri H.C.
Andersen. Upplögð leikhúsreynsla fyrir
yngstu kynslóðina þó að þau allra yngstu
gætu orðið svolitið hrædd við púðurskot-
in.
Gaukshreiðrið Þjóðleikhúsið, laugar-
dagskvöld. Pálmi sem McMurphy og
aðrir ieikarar Þjóðleikhússins fara á kost-
um sem geðsjúklingar og firrtar hjúkkur.
Næst síðasta sýningarheigi.
Gauragangur Þjóðleikhúsið, fimmtu-
dags- og sunnudagskvöld. Uppselt,
uppselt. Þessi söngleikur fagnar árs af-
mæli á fjölunum. Ólafur Haukur með
fyndinn texta, Ný dönsk með frábæra
frumsamda tónlist og Ingvar E. íaðalhlut-
verki. Kokkteill sem getur ekki ktikkað.
Kabarett **** Borgarleikhúsið, föstu-
dags- og laugardagskvöld. Þegarupp er
staðið er þetta enn einn stórsigur leikar-
ans Ingvars E. Sigurðssonar og leikstjór-
ans Guðjóns Pedersen. Og bravó fyrir
því.
La Belle Epoque Glæstir tímar ★*
Smáklám frá Spáni.
Lassie ★* Skýjahöllin, sjálfsagt millj-
arði dýrari, en ekki endilega betri.
Forrest Gump ***** Annað hvort
eru menn með eða á móti. Ég er með.
Næturvörðurinn Nattevagten ***
Mátulega ógeðsleg hrollvekja.
L A U G A R Á S B í Ó
Gríman The Mask *** Myndin er
bönnuð innan tólf ára og því telst það
lögbrot að þeir sjái hana sem
skemmta sér best — tíu ára drengir.
■flOÐlZÐEEflH
Hetjan hann pabbi Mon pére, ce her-
os **** Skemmtileg mynd um góð-
an karl sem á sæta litla dóttur.
Stjörnuhliðið Stargate *★* Ef maður
gengur inn um réttar dyr lendir maður í
Egyptalandi hinu forna.
Bakkabræður í Paradís Trapped in
Paradise * Jólamynd sem kemur
engum í jólaskap en eyðileggur það
varla heldur.
Reyfari Pulp Fiction ***** Tarant-
ino er séni.
Undirleikarinn L’accompagnatrice
** Aðaltilgangurinn er að láta leikar-
ann Richard Bohringer, hitta fallega
og svarteygða dóttur sína, Romane.
Annars er þetta dauft.
Lilli er týndur Baby’s Day Out *
HDxmmi
Ógnarfljótið The River Wild **
Hvorki sagan né neinn annar leikari ná
eða fá að skyggja á Meryl Streep á
hlýrabol.
Banvænn fallhraði Terminal Velocity
*★ Nastassja Kinski eldist ekkert sér-
staklega vel — eins og hún var sæt
forðum tíö.
S A G A B í Ó
Jafnvel kúrekastelpur verða einmana
Even Cowgirls get the Blues 9
Myndin er byggð á leiðinlegri bók frá
hippatímanum og er alveg jafnferleg
og hún.
Aðeins þú Only You *** (talíuvinum
vöknar um augu og ástsjúkir fá nóg að
moða úr.
Einn, tveir, þrír Threesome ***
Uppáferðir og er möst fyrir karla og
konur á aldrinum 14 til 20.
Bíódagar *** Margt fallega gert en
það vantar þungamiðju.
Ófælna stúlkan Borgarleikhúsið,
fimmtudagskvöld og sunnudag kl. 16.
Nýtt íslenskt unglingaleikrit sem er virð-
ingarvert framtak. Er ekki alltaf verið að
tala um að það þurfi að ala upp nýja kyn-
slóð leikhúsgesta?
Leynimelur 13 Borgarleikhúsið, fimmtu-
dagskvöld. Hundgamall íslenskur farsi og
áhöld um hvort hann hefur elst vel eða
illa. Leikhúsgestir láta sig ekki vanta á
sýninguna og það segir kannski allt sem
segja þarf.
Óskin Borgarleikhúsið, föstudagskvöld.
Benedikt Erlingsson, kynnir á Súðavikur-
tónleikunum eða rassþulur, eins og Kle-
mens Jónsson mundi segja, i hlutverki
Galdra-Lofts Jóhanns Sigurjónssonar.
Þetta er eitt af fáum islenskum klassisk-
um teikritum og nú eru fáar sýningar eftir.
Á Svörtum fjöðrum LA, sunnudags-
kvöld. Frumsýning á leikgerð eftir Erling
Sigurðarson sem byggiráDavíð Stefáns-
syni, bókaverðinum og skáldinu sem hef-
ur yljað margri rómatiskri sálinni í gegn-
um tíðina. Norðlendingar eiga Davíð og
ekki dettur Sunnlendingum i hug að
reyna að stela honum frá þeim.
Óvænt heimsókn Akureyri, föstudags-
og laugardagskvöld. Sakamálaleikur sem
jafnvel Jón Viðar var nokkuð hress með.
Arnar Jónsson reddar málum sem eru i
hnút.
Kirsuberjagarðurinn **** Héðins-
húsið, sunnudag kl. 15. Gíó góðurþegar
hann heldur stælunum ilágmarki og leyf-
ir leikurunum að blómstra. Og athugið að
þetta er síðasta sýning. Setningin hér á
undan var einnig þarna fyrir viku þannig
að það er engu lofað.
Skilaboð til Dimmu Hlaðvarpinn, föstu-
dags- og laugardagskvöld. Þórey Sig-
þórsdóttir leikkona fer á kostum i tragik-
ómískum einleik eftir Elisabetu Jökuls-
dóttur.
Leggur og skel Hlaðvarpinn, sunnudag
kl. 15. Frumsýning á nýju islensku barna-
leikriti eftir Ingu Bjarnason og Leif Þórar-
insson. Byggt á verkum Jónasar Hall-
grímssonar og fjórir tiltölulega nýútskrif-
aðir leikarar syngja, leika og stjóma brúð-
um.