Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 06.04.1995, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGuR 6T7vPRIin 995 HVERJAR ERU REGL- URNAR? Fyrir kosningar í Frakklandi bernsku minnar voru pla- köt uppi um alla veggi, sem skiptu um lit á nverj- um degi, dreifirit úti um allt, fólk sem hrópaði í há- talara og mikill hávaði úti á götum eftir að kosninga- úrslit voru kunn. Talning fór fram fyriropn- um tjöldum. Almenningur tók þátt í að opna umsTög og telja atkvæðaseðla. Heilu fjölskyldurnar mættu á staðinn. Hatursaugnaráð flugu yfir borðið. Mer fundust ógildu seðlarnir alltaf skemmtileqastir. Hrútalvarlegir teTjararnir drógu stunaum sundur- tættar myndir af frambjóð- endum upp úr umslögun- um, notaoan klósettpappír og ýmislegt fleira. Daginn eftir komu síðustu tölur úr Karíbahafinu og Kyrrahafinu, frá Tahítí eða Wallis og Futuna. Þessar tölur voru alltaf skrýtilega Sirvaldinu í hag. orsíkumenn voru alltaf með skemmtilegar uppá- komur. Bæjarstiórar gleymdu að strika dauða menn út af kjörskrá og héldu áfram að biðja um álit þeirra. Úrillir kjosend- ur, sem ekki höfðu fram- liðna á sínu bandi, köstuðu eitt sinn fullum kjörkassa í sjóinn. Það er auðvitað Ijótt að láta þá látnu kjósa en sumir frambjóðendurnir voru varla líflegri. Kosningar á Isíandi eru öðruvísi. Þær byrja á því að kosningum er hótað aður en kjörtímabilinu lýkur. Auðvitað trúir því enginn og allra síst veðurguoinn. Og svo eru það kosning- arnar fyrir framan sjón- varpið. I hvert skipti krefst ég pess að kerfið sé út- skýrt fyrir mér en engum hefur hingað til tekist það. - Er uppbótarsæti það sama og jöfnunarsæti?- Ekki spyrja mig. -Hvað eru mörg jöfnunar- sæti? -Ekki hugmynd. - Uss, nú koma nyjartölur. -En hver er munurinn á flakkara og jöfnunaársæti? - Það þarftu ekkert að vita til að qeta fylgst með. -En þio mynduð ekki spila handbolta án þess að kunna reqlurnar! -Það er allt annað mál. I handbolt- anum eru þeir bara 14 en þingmenmrnir eru 63. Gérard Lemarquis Island er skrifað af hringborði fóiks sem á rætur sínar að rekja til útlanda en býr hér á landi. vsyjs» Jlflf V J Baldvin Jónsson lögmaður tók við á síðasta kjörtímabili sem formaður Landskjörstjórnar og hefur nú setið í henni í alls 12 ár. Á árunum frá 1942 fram á miðjan sjöunda áratuginn stjórnaði svo Baldvin kosningabaráttu Alþýðuflokksins. Að hans mati: rrStefhir í i kosningar Í12ár1' / hverju felst starf formanns Landskjörstjðmar, þarftu að vera innilokaður d kjörstað alla nótt- ina? „Þetta er ekkert stórmerkilegt starf sem maður hefur með höndum, en þetta er þó ná- kvæmnisvinna, mjög mikil ná- kvæmnisvinna. Það má ekkert út af bregða. Eftir að yfirkjörstjórn á hverjum stað hefur skilað gögnunum þurfum við að fara gegnum þau öllsömul. Starf okk- ur hefst reyndar á því að við tök- um við kjörgögnum frá yfirkjör- stjórnum, röðum þeim upp, aug- lýsum listana og sendum þá til baka. Þegar því verki er lokið er eiginlega stopp hjá okkur þar til kosningum er lokið. Þá tökum við til höndum, skoðum gögnin, hverjir hafa verið kjörnir og að lokum gefum við út kjörbréf bæði fyrir aðalmenn og vara- rrienn. Þetta þýðir með öðrum orðum að ég get dvalið heima hjá mér á kosninganóttina og fylgst með sjónvarpinu, reyndar bara Ríkissjónvarpinu því ég þori ekki að sleppa því sem ég þegar hef. Annars verða úrslit sennilega ekki ljós fyrr en á sunnudagskvöldið því ég á von á því að þeir noti heimildina og hafi kjördagana tvo vegna ófærð- ar víða úti á landi.“ Hvað kom til að þú varst skip- aður íLandskjörsstjórn? „Ég var kosinn af Alþingi á sín- um tíma. Ég held að Alþýðuflokk- urinn hafi staðið að því, síðan hef ég verið endurkjörinn." Eftir að hafa verið svo lengi viðriðinn kosningar, hverjar eru þœr eftirminnilegustu að þínu mati? „Mér finnst alltaf komandi kosningar mest spennandi. Sum- ar hafa reyndar verið upplagðar og jafnframt ekkert spennandi, en ég held að þær verði mjög spennandi núna, allvega mest spennandi kosningar í 12 ár, ef þessar skoðanakannanir hafa eitthvað að segja.“ Hverju spáir þú fyrir um úrslit- in? „Eitt eða tvö sæti niður á við muna mjög miklu, því tel ég sennilegt að stjórnin sé fallin. Ég er helst á því að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur taki saman, það er ekki síst vegna yfirlýsinga Davíðs um að hann vilji tveggja flokka stjórn.“ Nú stjórnaðir þú kosningum hjá Alþýðu- flokknum í mörg ár, eða frá 1942 fram á miðjan sjöunda áratug- inn, er ekkert eftir- minnilegt frá þeim ár- um? „Það eru náttúrlega einstaka úrskurðir og annað. Hins vegar sit- ur mest í mér þegar gömul kona hringdi í mig ofan af Landakots- spítala og vildi kjósa. Ég sinnti auðvitað konunni og fór uppeft- ir með mannskap til að láta bera hana, en þegar ég kom á spítal- ann sá ég að þetta var afskaplega grönn kona svo ég rak alla hina burtu og tók hana í fangið. Þar sem við göngum eftir gang- inum segir sú gamla: Ég ætla að fella helvítis íhaldið. Ég bað hana vinsamlegast að segja þetta ekki þegar við kæmum á kjörstað því þá fengi hún ekki að kjósa. „Þú Baldvin Jónsson, formaður Landskjörstjórnar, er helst á því að Fram- sókn og Sjálfstæðisflokkur taki saman eftir kosningar, enda segir hann að eitt til tvö sæti niður á við muni ansi miklu. verður að þegja,“ sagði ég. Hún lofaði því. Á kjörstað gekk allt vel, hún fór í kjörklefann og kem- ur út aftur og segir hátt og skýrt: Nú er ég búin að kjósa! en síðan hækkar hún róminn og hrópar yfir allan ganginn: Fellið íhaidið!. Það munaði minnstu að ég færi niður úr ganginum." GK Spekingar spá í kosningarnar Annars staðar í þessu blaði birtast niðurstödur umfangsmikillar skoðanakönnunar sem pósturinn lét vinna fyrir sig. Það þótti hins vegar ekki úr vegi að leita einnig út fyrir galdra tölfræðinnar til að spá í kosningaspilin og því leitaði pósturinn einnig til nokkurra valinkunnra kosningaspekúlanta og fékk þá til að spreyta sig á því að segja fyrir um úrslit kosninganna á laugar- daginn kemur. Lesendur geta síðan borið saman spádómsgáfu þessara ágætu manna annars vegar og tölfræðinnar hins vegar þegar úrslit liggja fyrir á sunnudagsmorgun. DAVÍD ÓLAFSSOIU Flokkur Fjöldi þingmanna Alþýðuflokkur 7 Framsóknarflokkur 14 Sjálfstæðisflokkur 23 Alþýðubandalag 9 Þjóðvaki 8 Kvennalisti 2 HELGI SEUAIU Flokkur Fjöldi þingmanna Alþýðuflokkur 7 Framsóknarflokkur 14 Sjálfstæðisflokkur 23 Alþýðubandalag 10 Þjóðvaki 6 Kvennalisti 3 JOIU ARMAIUIU HEDIIUSSOIU Flokkur Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Þjóðvaki Kvennalisti Fjöldi þingmanna 7 14 24 9 6 3 BJAJRIUI GUÐIUASOIU Flokkur Fjöldi þingmanna Alþýðuflokkur 6 Framsóknarflokkur 16 Sjálfstæðisflokkur 22 Aljjýðubandalag 9 Þjóðvaki 7 Kvennalisti 3 ■UDRKHG. PORSTEHUSSOIU* Flokkur Fjöldi þingmanna Alþýðuflokkur 7 Framsóknarflokkur 15 Sjálfstæðisflokkur 24 Alþýðubandalag 8 Þjóðvaki 7 Kvennalisti 2 * Það skal tekið fram að Indriði var sá eini, sem kaus að spá í prósentum og útreikningurinn á þingmannatölu ein- stakra flokka út frá þeim tölum var gerður af blaðamanni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.