Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 23 Gagnrýnendur Að þessu sinni fylgir Helgar- póstinum sérstakur blaðauki sem fjallar um bækur og plötur sem koma út nú fyrir jólin. Slíkur biaðauki mun fylgja blaðinu næstu þrjár vikurnar og er lögð áhersla á vandaða gagnrýni, auk þess sem fjallað verður um eitt og annað sem tengist bók- menntum og tónlist. Til þessa nýtur blaðið fulltingis þessara gagnrýnenda: Þórhallur Eyþórsson skrifar I um bækur, einkum þó fræðilegs eðlis. Hann lærði mál- fræði í Múnchen og I við Corneli-háskóla I Bandaríkjunum og lauk það- an doktorsprófi. Hann er stundakennari við Háskóla íslands og fæst auk þess við vísindastörf. Friðrika Benónýs skrifar um | bækur, aðallega skáidsögur og ijóða- bækur. Hún er bók- menntafræðingur I að mennt og kunnur gagnrýnandi. Friðrika hefur auk þess fengist við ritstörf af ýmsu tagi og til dæmis, skrifað rómaða ævisögu Ástu Sigurðardóttur rithöfundar. Börkur Gunnarsson skrifar um bækur. Hann hefur lagt stund á heimspekinám í I Reykjavík og Beriín. I Börkur hefur fengist við ijóðagerð og gefið út skáldsögu sem heitir einfaid- lega X. Egill Helgason skrifar um bækur. Hann er blaðamaður á Helg- arpóstinum en hefur starfað á ýmsum I fjölmiðlum, kvik- myndagagnrýnandi og hefur gert fjölda sjónvarpsþátta. Björn Jörundur Friðbjörns- son skrifar um plöt- ur. Björn er lands- þekktur tónlistar- maður, var iengi I meðlimur hljóm- sveitarinnar Nýdanskrar og gaf í fyrra út sólóplötu. Stjörnugjöf I umfjöllun sinni munu gagn- rýnendur Helgarpóstsins nota stjömugjöf, lesendum til glöggvunar. Slík stjörnugjöf hefur oft verið umdeild; hún þykir af einhverri ástæðu sjáifsögð þegar kvikmyndir eiga í hiut, en síður þegar fjailað er um bækur. Auðvitað er hún enginn algildur mæli- kvarði, heldur aðeins aðferð til að sýna ákveðna megin- drætti og til að lesendur eigi hægara um vik að átta sig. ★★★★★ (fimm stjörnur). Frá- bært verk sem enginn ætti að missa af. Kannski meistara- verk, en tíminn verður líklega að skera úr um það. ★★★★ (fjórar stjörnur). Framúr- skarandi ágætt verk og fuli ástæða til að taka á sig krók eftir því. ★ ★★ (þrjár stjörnur). Prýðilega gott verk og vel þess virði að kynna sér það. ★★ (tvær stjörnur). í meðallagi gott verk sem þó á sína Ijósu punkta. Enginn þarf þó að missa svefn yfir að sjá það ekki eða heyra. ★(ein stjarna). Verk fyrir neðan meðallag. Líklega er ráðiegt að eyða ekki tíma sínum í það. ® (hauskúpa). Afieitt verk. Ber að forðast. Madame Bovary eftir Gustave Flaubert er eitthvert umtalaðasta skáldverk allra tíma og kannski frægust allra franskra skáldsagna. Nú er þetta höfuðverk komið út hjá bókaútgáfunni Bjarti í nýrri þýðingu Péturs Gunnarssonar rithöfundar. Egill Helgason átti stutt spjall við Pétur um höfundinn, söguna og textann. Kona í fölskum heimi — Hvað er suona merkilegt við þessa skáldsögu? Manni sýnist að í Frakklandi uppgötvi hver kynslóð þessa bók upp á nýtt, þú flettir varla svo tímariti eða blaði að það sé ekki einhvers staðar vísað til þessarar bókar; hún hefur að vissu leyti fengið það hlut- verk að vera viðmiðun í frönskum bókmenntum og þjóðlífi, ekki ósvipað og Njála hjá okkur. Að breyttu breyt- anda má segja að Frú Bovary sé Hallgerður langbrók þeirra Frakka. En mikilvægi bókar- innar felst þó fyrst og fremst í því að hún ryður ákveðna braut í skáldsagnagerð og gef- ur tóninn um framhaldið. — Það er einmitt oft talað um Madame Bovary sem fyrstu nú- tímaskáldsöguna eða að hún vísi fram til þeirra vinnubragða sem áttu eftir að koma í skáld- sagnagerð. Efnistök höfundarins hafa án efa verið mjög nýstárleg, ég hugsa til dæmis að það hafi ekki verið mjög algengt fyrir þennan tíma að rithöfundar skrifuðu um efni sem þeir höfðu andúð á. Það var algeng- ara að höfundar lifðu sig inn í efnið og skrifuðu á samúðinni. En þarna finnur maður meiri fjarlægð frá yrkisefninu; efnis- tökin og sú vinna og sá metn- aður sem Flaubert hefur sem prósahöfundur, allt hefur það gert þessa bók svo eftirminni- lega að hún hefur siglt gegnum straum tímans. — Það er sagt að Flaubert hafi viljað eyða persónu sinni, gera höfundinn ósýnilegan. Svo er víst deilt um hvernig honum tókst það, sums staðar stendur að hann hafi einfaldlega verið mannhatari. Maður er vanastur því enn þann dag í dag að finna samúð höfundar með ákveðinni per- sónu sem lesandinn síðan samsamar sig. í þessari bók er eiginlega ekki um neitt slíkt að ræða. Ein persóna er ekkert rétthærri en önnur, hvorki betri né verri, höfundurinn skoðar alla úr sömu fjarlægð, af sama miskunnarleysi. — Nú er konan sjálf, Frú Bo- vary, orðin eitt afþekktari tákn- um heimsbókmenntanna með hégómaskap sínum og óþoli. Örlar ekki á samúð með þess- ari vesalings konu? Ég held að Frú Bovary hafi að vissu leyti orðið skiljanlegri persóna eftir því sem tímar líða fram. Þetta er kona sem ánetjast „fölskum heimi“ í gegnum lestur á reyfurum. Síð- an byggir hún væntingar sínar um lífið á þessum reyfara- lestri. Eftir því sem fjölmiðlum vex fiskur um hrygg með kvik- myndum og sjónvarpi hefur þetta orðið miklum mun sterk- ara einkenni á tíðarandanum; þessi tilbúni heimur sem við lifum og hrærumst í mitt í raunveruleikanum. Þetta er miklu fyrirferðarmeira núna en 1856 þegar bókin kom fyrst út. Það skýrir kannski að ein- hverju leyti sígildi bókarinnar og gerir þessa sögupersónu skiljanlegri fyrir okkur. — Nú kom bókin út í þýðingu fyrir svona hálfri öld. Af hverju að þýða hana aftur? Frumkvæðið kom raunar ekki frá mér heldur bjartsýnis- manninum í Bjarti. Þýðing Skúla Bjarkan var mjög stytt, án þess að það hafi raunar komið fram. Það eitt er út af fyrir sig tilefni til að birta verk- ið í heild. Síðan er náttúrlega afar algengt í öðrum tungu- málum og æskilegt að sama Pétur Gunnarsson: „Það er rosa- leg ögrun að þýða verk eftir höf- und sem setur sér svo svimandi markmið. Flaubert setur raunar markið svo hátt að það hljóta allir að stökkva undir rána.“ skáldverk sé þýtt með jöfnu milli- bili. Mér skilst til dæmis að Danir eigi tvær þýðing- ar á Ódysseifi eftir James Joyce. Mál breytist nátt- úrlega á fimmtíu árum. — Það er tekið til þess hversu Flaubert hafi verið ná- kvœmur og smásmugulegur höfundur. Þú ert reyndar ekki þekktur fyrir að kasta til hönd- unum heldur. Var þetta ekki erf- itt viðfangsefni? t Það er rosaleg ögrun að I þýða verk eftir höfund sem * setur sér svo svimandi mark- mið. Flaubert setur raunar •ö markið svo hátt að það hljóta £ allir að stökkva undir rána. Maður verður bara að reyna að stökkva eitthvað í áttina, hver eftir sinni getu. — Á eftir Flaubert er Marcel Proust talinn áhrifamestur franskra rithöfunda. Hvenœr œtlarðu að þýða hann? Ég hef ekki fengið pöntun ennþá, en ég sit við símann akkúrat núna. Á dulmáli Ljóðlínuskip Sigurður Pálsson Forlagið 1995 ★★★★ Hún vill gleymast Dýrð líkamans Aðdáunarvert Hvað skynsemd hans Er klár Huað skuggasysturnar Ilman og snerting Eru gáfaðar Djúpar og þögular Yrkja þœr dýrðaróð holdsins Á dulmáli orkunnar etta ljóð heitir Dýrð og er fyrsta ljóðið í kaflanum Old- ur í nýrri ljóðabók Sigurðar Bækur Benónýs Pálssonar, Ljóðlínuskip. Dýrð — og gæti verið einkunnarorð orhunnar bókarinnar. Þar er fjallað á fág- aðan og lágmæltan máta um dýrð þess að vera tfl, að vera hluti af náttúrunni innan manns sem utan, að sigla á hafi tímans og ljóðsins og ástarinn- ar og finna samhljóminn í sjáv- arföllum hafsins og blóðsins. Og ég verð að segja það strax: Hér er listavel að verki staðið. Þroskaður skáldskapur sem endurómar skáldskap ald- anna, en er þó ferskur og nýr og algjörlega sinn eigin. Hér er ofið saman spegiltært tungu- málið, sterkar myndir og djúp samkennd með öllu því sem lif- ir. Og aldeilis með ólíkindum að í áttatíu síðna ljóðabók skuli nánast ógjörningur að finna veikan punkt. Eða einsog sagt er á máli auglýsinganna: Hér er Sigurður betri en þegar hann er bestur. Bókinni er skipt í átta kafla sem hver um sig fjallar um ákveðið þema, en þó tengjast þeir allir og mynda sterka heild, volduga hljómkviðu sem hljómar betur og betur því oft- ar sem lesið er. Sum ljóðanna (t.d. Gras) eru eins og málverk, kyrr og sterk. Önnur kvikmyndir, iðandi af lífi (Eldingar, Úm Kalsúm syngur), en flest eru þau myndrænar vangaveltur um eðli manns og hafs og náttúru eða hughrif augnabliks dregin sterkum ein- földum dráttum eins og t.d. I draumrofunum Bláir gluggahlerar Perlufesti Ijðsastaura út með umlandi strönd sem liggur í mjúkri sveigju Mjúk er sveigjan Ljðs verður hörund Perluhvítt bros Milli minningar og vonar erþetta líf núna Bláar dyr inn í nafn þitt Og allt er fágað og pússað til hins ýtrasta, ekkert ofsagt og ekkert vansagt. Og bólar hvergi á því dálæti á orðaleikjum sem stundum hefur borið ljóð Sig- urðar ofurliði. Hér er það lág- værðin sem ræður ríkjum, milt og seiðandi tónfall eins og hviss öldu við sand og orðun- um treyst til að standa fyrir sínu og segja allt — jafnvel það sem aldrei verður sagt með orðum. „Hafi einhververið í vafa um að Sigurður vœri eitt afokkar allra fremstu skáldum œtti þessi bók að eyða þeim vafa með öllu. “ Sigurður hefur löngum verið talinn franskastur íslenskra skálda, en það er enginn Frakki sem hér heldur á penna heldur alíslenskur heimsborgari með sterkar rætur í íslenskri mold og greinar hugsunarinnar teygðar víða bæði í tíma og rúmi. París er ekki hér, aðeins maðurinn einn með sjálfum sér og því sem hann elskar mest: náttúrunni, hafinu, orðinu og konunni sem kyndir eld blóðs- ins. Og þótt aðrir menn komi við sögu eru þeir spegilmyndir hans sjálfs, einn og sami maður á ferð um söguna og heiminn, knúðir áfram af því sem undir öllu lífi stendur; eldinum ósýni- lega í djúpi manns og jarðar. Og ég segi bara aftur og enn: Bravissimo! — Hafi einhver verið í vafa um að Sigurður væri eitt af okkar allra fremstu skáldum þá ætti þessi bók að eyða þeim vafa með öllu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.