Helgarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1995
I iíx'UiiiVpoltítLir
H
Jakob Bjarnar Grétarsson fletti ígegnum Plötutíðindi og bar bækur sínar saman við sérfræðinga á hönnunarsviðinu.
Þeir reyndust furðu sammála um Ijótleika og flottheit í hönnun diskaumslaga.
Flottustu & liótustu
1. Ýmsir —
Partyzone 2
Hönnunin er nýstár-
leg, ekkert harðplast
er notað í útgáfunni,
heldur grófur pappi.
Hugmyndin: Að stinga
í stuð virkar. Gefur til-
finningu fyrir rafmagn-
aðri danstónlist. Góð-
ur heildarpakki.
plötu -
umslögin
Ljótustu
1. Kristín Eysteins-
dóttir — Litir
„Kristín Eysteins-
dóttir er bæði engill
og algjör tík,“ segir í
Plötutíðindum. Eng-
illinn virðist hafa ver-
ið skilinn eftir heima
þegar umslagið var
gert, því það er væg-
ast sagt ákaflega
óviðfelldið og mar-
traðarkennt. Stephen
King gæti notað þetta
á bókarkápu segjum
„Pet Cemetary 4“.
2. Gusgus — tónlist úr
kvikmyndinni Nautn nr. 1
Ef þú ferð til Kidda kanínu í
Hljómalind og flettir í hipp-
hoppkassanum hans kemstu
að því að hér er ekkert nýtt á
ferð. Erlendir hipphopphönn-
uðir sítera gjarnan í gamlar
djassplötur frá Blue Note-út-
gáfunni. Hér er ekki vikið frá
þeirri hefð og um hreint
ágæta útfærslu að ræða. Það
er bít í þessu. Og appelsínu-
bleiku nærbuxurnar utan um
pakkann eru ekki til að draga
úr hippinu.
3. Hilmar Jensson — Dof-
inn
Hér er um umdeildasta um-
slagið að ræða að þessu sinni
en sérfræðingarnir fá að ráða.
Þegar þú labbar inn í plötu-
búð þá virkar einföld sjónræn
myndhugsun oft best. Þetta
umslag er óneitanlega stíl-
hreint og týpógrafían
skemmtileg. Óvenjulegur hlut-
ur á plötuumslagi og rímar vel
við titilinn. Hins vegar minnir
þessi Lazyboystóll óneitan-
lega á auglýsingu frá Hús-
gagnahöllinni fremur en lif-
andi tónlist? Eru þeir styrktar-
aðilar?
5. Cigarette — Double talk
Hún Heiðrún Anna er bara
svo mikið babe og svo fótó-
genísk að það er ekki hægt
annað en taka ofan hattinn
fyrir hönnuðinum: Að koma
auga á hið augljósa og nota
hana sem aðal á umslaginu.
Ljósmyndarinn hefði hugsan-
lega mátt láta hana vera reykj-
andi á myndinni. Nei, alveg
rétt. Hún reykir ekki. Letur og
annað í ágætu meðallagi.
6. Ham — Dauður hestur
Ham er látin dauðarokk-
hljómsveit og það verður ekki
betur séð en þetta hross sé að
hneggja sitt síðasta. Titillinn
er í góðu samræmi við mynd-
ræna útfærslu.
lilSii
W! RLOSIOrxlS
M
f
7. Kolbeinn Bjamason —
Implosions
Enn ein skemmtileg síter-
ingin í eldri plötuumslög.
Maður fær reyndar frekar til-
finningu fyrir reykmettaðri
blús-djass-búllu a la Charlie
Parker en Skálholtskirkju en
samt. Töffaralegt, auk þess
sem skemmtilegar barrokklín-
ur koma vel út.
4. KK — Gleðifólkið
Skemmtilegur hallærisgang-
ur, skemmtileg mynd af aug-
ljóslega skemmtilegu fólki. Öll
hönnun skemmtilega gamal-
dags. Gefur góð fyrirheit.
8. Bubbi Morthens — í
skugga Morthens
Sannur sjálfum sér plús það
að vera trúr minningu Hauks
frænda. Umsiagið styður vel
við þá hugsun. Svo er Bubbi
bara svo djöfulli flottur svona
ber að ofan með hattinn.
Smekkleg týpógrafía.
9. Rúnar Júlíusson —
G-hliðin
Þessi fær kannski ekki mjög
háa einkunn sérfræðinga, en
þar sem Halla Reynis tekst
ekki að fara hringinn — þar
klikkar Rúni Júll svo sannar-
lega ekki. Rúni er fremstur ís-
lendinga í að búa til vöru-
merki úr sjálfum sér og þótt
víðar væri leitað. Það er helst
Keith sem tekur honum fram í
þeim efnum. Hvað annað kem-
ur til greina á umslagið en
Rúni í rokkstellingunni?
10. Zebra — Zebra
Einhvern veginn fær maður
það á tilfinninguna að þetta
prójekt þeirra Guðmundar
Jónssonar og Jens Hanssonar
verði ekki í toppslagnum um
þessi jól. En þetta eymingja-
lega Zebrakvikindi verður ör-
ugglega ekki til að draga úr
samúð með verkefninu. Fær
gamlar frænkur til að tárast
og gauka þessu undir jólatréð
til handa yngri meðlimum fjöl-
skyldunnar. Skemmtilega lítil
fókusvídd í ljósmyndinni.
2. Papar — í góðum sköpum
„Hver vill ekki eiga plötu
með skemmtilegustu tónlistar-
mönnum í heirni?" er spurt í
Plötutíðindum. HP spyr á móti:
Hver vill eiga plötu sem er
svona æpandi ljót? Jameson-
auglýsingin er að vísu ágæt en
nær á engan hátt að vega upp á
móti ljótleikanum.
3. Fjallkonan — Partý
Þetta er eitt af fáum umslög-
um þetta árið sem vinna út frá
einhverri hugmynd. Það er í
sjálfu sér jákvætt. Gallinn er
bara sá að hugmyndin gengur
ekki upp. Það er voðalega lítið
partý eða gleði í þessu. Stilli-
myndin er ekki krassandi sjón-
varpsefni. Þetta er svona hálf-
gert „turn off“.
4. Sniglabandið — 1985-
1995
Nákvæmlega ekkert að ger-
ast. Þeir hönnuðir sem rætt
var við voru sammála um að
þetta hefði líkast til verið unnið
í tímahraki, rubbað upp á kort-
eri með því að finna einhvern
photoshop-grunn og láta vaða.
Gefur ekki til kynna hvað þarna
eru lífsglaðir og góðir drengir
að gefa út afmælisdisk.
5. Tryggvi Húbner — Betri
ferð
Hvað er þessi ámátlegi máv-
ur að gera á plötuumslagi? Ef
það er einhver ídea að baki
þessu þá er hyldjúpt á henni.
Kannski þýðir Húbner mávur á
einhverri mállýsku sem ekki er
lengur til? Hallærisleg fríhand-
tölvutrix notuð í stafagerðinni
sem gerir minna en ekkert til
að hjálpa þessum einmanalega
mávi að taka flugið.
6. Geirmundur Valtýsson —
Lífsdansinn
Það verður seint sagt um
hann Geirmund okkar að hann
sé snoppufríður náungi. Sú
tækni að láta ljósmynd af and-
liti tónlistarmannsins þekja allt
umslagið gagnast helst slíkum
tónlistarmönnum (eins og Páli
Óskari?) en dugar þó sjaldnast
til að halda uppi heilu umslagi.
Þessi smekkur fyrirfinnst
hvergi nema hér á landi, nema
ef vera kynni einhvers staðar í
Norður- Noregi og Færeyjum.
7. Halli Reynis — Hring eft-
ir hring
Hugmyndin að baki hönnun-
inni er hugsanlega sú að fara
hringinn: Að gera svo ljótt um-
slag að það verði flott, og ríma
þannig við titilinn, sem er
góðra gjalda vert. En það nær
ekki hringinn. Það er bara ljótt.
Halli Reynis er ósköp einmana-
legur á umslaginu, sem er í
ágætu samræmi við eðli trúba-
dorsins, en það má ekki virka
þannig að einmanakennd grípi
hlustandann. (Af hverju bera
allir trúbadorar nöfn á borð
við Halli Reynis, Siggi Björns,
Bjarni Tryggva, Orri Harðar og
Bubbi Morthens í staðinn fyrir
til dæmis Bubbi Morthens-
son?)
8. Ásgeir Óskarsson — Ver-
öld stór og smá
Þetta útlit ætti frekar heima í
útgáfumynstri Guðrúnar Berg-
mann. Gefur fremur tilfinningu
fyrir einhverju nýjaldarvafstri
en popptónlist.
9. Ævintýraóperan Sónata
Verulega ósmekkleg kápa,
einkum með hliðsjón af efninu:
„Barnaóperan Sónata er fyrir
fólk á öllum aldri." Kannski
ekki slæm hönnun í eðli sínu
en... maður verður bara skít-
hræddur. Myndin af þessari
brúðu hennar Messíönu færi
betur í einhverri Alien-mynd-
inni en að gefa fyrirheit um æv-
intýr.
10. Serðir Monster — Tekið
stórt upp í sig
Hreint út sagt ógeðslega
ósmekklegt. Það þarf enginn
að fara í grafgötur með að
Sverrir ætlar sér að sjokkera
(og vel á minnst — er þetta kúk
og piss-tal ekki orðið ágætt
Sverrir?) en það er hægt að
sjokkera vel og sjokkera illa. Á
því er munur.