Helgarpósturinn - 30.11.1995, Page 30
FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995
Frumlegt bragð
Gusgus
Hljómsveitin Gusgus
Útgefandi: Kjól og Anderson
Dreifing: Skífan
★ ★★
Gusgus eru: Daníel Ágúst
Haraldsson, Emilíana
Torrini, Magnús Jónsson, Haf-
dís Huld og T-World, þ.e. Birg-
ir Þórarinsson og Magnús
Plötur
Fríðhjönisson
Guðmundsson. Gestur í einu
lagi er Jón Ólafsson hljóm-
borðsleikari. Lög og textar:
Daníel Ágúst, Magnús Jóns-
son, T-World, Emilíana, Sig-
urður Kjartansson og Páll
Garðarsson. Hijóðblöndun:
Páll Borg. Upptökustjórn:
Daníel og T-World. Hönnun
umslags: Kjól og Anderson.
Gus-flokkurinn, samsettur úr
ólíklegustu hlutum, geysist
fram á sjónarsviðið með sitt
fyrsta verk að vopni og virkar
vel. Tónlistarmenn úr nokk
ólíkum áttum virðast hafa
skellt efni frá sér í naglasúpu
sem rafiðja T-World-drengj-
anna sýður saman. Útkoman
er í flesta staði frumleg og gríp-
andi. Lögin eru að sjálfsögðu
misjöfn að innihaldi en út-
færslan fjölbreytileg og skapar
oftast þá spennu sem þarf, ef
lagið gerir það ekki sjálft.
Anægjulegt er að heyra að
kraftur tónlistarinnar er kall-
aður fram með stilltum og ein-
földum útsetningum til mót-
vægis við bítmúsík og óróleg
rafmagnsurr.
Vesœli Catúllus
Helgi Ingólfsson
Letraö í vindinn — Þúsund kossar
Mál og menning 1995
★ ★
Hver var Lesbía?“ spurði pró-
fessor Wilfried Stroh í Mú-
nchen í frægum fyrirlestrum
um samhengið í latneskum bók-
menntum. Raunar sagði hann
orðrétt: „Quis Lesbia erat?“
Bækur
u l
P" Jl Þórhallur
“A vl Eyþórsson
Hvers vegna er akkur í að vita
hver Lesbía var? Það er vegna
þess að kona sem er ávörpuð
með þessu nafni er í aðalhlut-
verki í ástarljóðum rómverska
skáldsins Catúllusar. Þessi
ljóð, persónuleg og þrungin til-
finningu, eru dýrustu perlur lat-
neskra bókmennta.
Konan sem veitti Catúllusi
skáldlegan innblástur hét að
öllum líkindum Clódía, var upp
á sitt besta á miðri fyrstu öld
fyrir Krist og um skeið gift Met-
ellusi Celer, umsvifamikium
áhrifamanni í Róm. Hún var
ekki beinlínis neitt lesbísk, eins
og við skiljum það orð nú á
dögum. Þvert á móti.
Þar sem Clódía var yfirstétt-
ardrós og þar að auki gift — áð-
ur en hún drap eiginmann sinn
á eitri — átti Catúllus óhægt
um vik að nefna þessa mennta-
gyðju sína og frillu réttu nafni.
Þess vegna ávarpaði hann hana
Lesbíu í ljóðum sínum. Eins og
form kveðskaparins var dul-
nefnið sótt í smiðju skáldkon-
unnar Saffó frá Lesbos.
Lífið í Róm til forna hefur
þótt gráupplagt efni í skáldsög-
ur allt frá því að Petróníus rit-
aði „fyrsta skáldsöguna“, sem
svo er kölluð, Satýrícon. Að auki
má nefna verk vorra tíma eins
og Quo vadis eftir Henryk Si-
enklewicz og Ég, Claudíus eftir
Robert Graves.
Vegna landlægs sinnuleysis
um klassískar menntir hafa ís-
lenskir rithöfundar hingað til
lítt sótt efnivið sinn til Rómar.
Helgi Ingólfsson hefur nú tek-
ist á hendur að fylla upp í þetta
tóm — og það svo um munar.
Sagan Þúsund kossar, sem hann
sendir frá sér þessi dægrin, er
sjálfstætt framhald bókarinnar
Letrað í vindinn — Samsœrið
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Reykjavíkurborgar í fyrra.
Titillinn er sóttur í eitt fræg-
asta ástarljóð söguhetjunnar
Catúllusar, þar sem kossaflensi
hans og Lesbíu er lýst á áþreif-
anlegan hátt. Helgi lætur ekki
sitt eftir liggja þegar hann segir
frá ástaratlotum Catúllusar og
Lesbíu (alías Clódíu; höfundur
ritar raunar Klódía, en það er
ekki fullt samræmi í rithætti
nafna í bókinni). Niðurstaðan
er þó aðeins eins konar listi yfir
kossategundir: „Þurrir kossar,
blautir kossar, mjúkir kossar,
harðir kossar, blíðir kossar,
ákafir kossar, hamingjusamir
kossar, sársaukafullir kossar,
glaðir kossar, tregir kossar,
himneskir kossar, jarðneskir
kossar, kossar á varir, kossar á
kinnar, kossar á augnlok, koss-
ar á eyru, kossar á axlir, kossar
á brjóst, kossar á nára, kossar á
læri, kossar á tær.“ (138)
Óþarfi er að taka fram að fyr-
ir utan Catúllus á Clódía sér
heila herskara af friðlum af öll-
um stærðum og gerðum (um af-
drif eiginmannsins hefur þegar
verið getið). Sifjaspell eru þó
toppurinn á tilveru þessarar
rómversku púellu, sem girnist
mest allra bróður sinn, Clódíus
pulcher, hinn fríða.
„Staðgóð þekking á
sögulegum bakgrunni
kemur ekki í veg fyrir að
frásögnin verði á köflum
í anáa gamaláags œvin-
týrabókar fyrir árengi“
Clódía Metelli, ástir hennar
og örlög, tvinnast saman við
sögu Rómaveldis á viðsjárverð-
um tímum, skömmu áður en
Júlíus Caesar er myrtur. „And-
rúmsloftið er lævi blandið,“
eins og það heitir, „og gjörðir
flestra í opinberu lífi stjórnast
af valdafíkn og fégræðgi.“ Cíc-
eró, Pompejus, Crassus, Cató,
divide et impera „deildu og
drottnaðu“, panes et circenses
„brauð og leikir", odi et amo
„ég hata og ég elska“. Et cetera.
Þessi stórbrotni efniviður
sem höfundi er fenginn í hend-
ur kynni að virðast Iofa góðu.
En þrátt fyrir alla frásagnar-
gleðina nær sönggyðja Catúll-
usar aldrei að kvikna til lífsins á
síðum þessarar bókar. Númer
eitt — persónusköpunin er
frumstæð: „í Klódíu Metelli
komu saman allir verstu lestir
kvenna. Slægð, hviklyndi, hjá-
sögli, vergirni, meinfýsi, fé-
græðgi, málgleði, hnýsni...
Klódía var svo gegnsýrð hinu
illa að hún átti sér eingöngu eitt
til ágætis: Fegurð sína.“ (74)
Clódía er dæmd til að hjakka
í sama farinu: „Þú ert ill kona,
Klódía," eru síðustu orð Catúll-
usar við konuna sem maður á
að trúa að hafi fyllt hann skáld-
legum eldmóði. „Þú nýtur þess
að kvelja aðra. Ég skil ekki
hvernig ég get búið undir sama
Það vill alltof oft
brenna við, þegar
menn úr dansgeir-
anum fást við tón-
smíðar annarra, að
tónlistin víkur fyrir
ófrumlegu, ómúsík-
ölsku taktáleggi
sem engin lyflaus
maður situr lengi
undir. Góðu heilli
hefur tekist að forð-
ast slík leiðindi hér.
Þrátt fyrir að nær
eingöngu sé notast
við tölvutól fá lögin
oftast að njóta sín
til fulls. Misbrest á
þessu má þó finna
og kemur fyrir að
ambient-lengjurnar
teygist ögn úr hófi
fram, svo lagið og langlokan
fjarlægjast hvort annað. Síst
tekst Gusunni upp í lögum
þeirra T-World-manna „Mess-
age from hell“ og „Purple“,
himni og þú.“ (446)
Staðgóð þekking á söguleg-
um bakgrunni kemur ekki í veg
fyrir að frásögnin verði á köfl-
um í anda gamaldags ævintýra-
bókar fyrir drengi. Stundum á
maður jafnvel von á því að
Chariton Heston stígi fram á
sjónarsviðið í fullum herklæð-
um. Annað veifið hyggst höf-
undur þó hrista af sér slenið og
sýna að talsvert vatn hafi runn-
ið til sjávar frá því að sá frómi
höfundur Lewis Wallace skap-
aði Ben Húr. Útkoman er því
miður sjaldnast í samræmi við
markmiðið.
í heljarinnar svallveislu stíg-
ur einn ástmanna Clódíu,
„stæltur og vel vaxinn niður“,
trylltan „cordax“ og sveiflast í
hringi á „tábergi“ annars fótar.
„Eftir glæsta takta lauk hann
rassaköstunum með því að
renna kvið sínum upp að Am-
fitrítu við ákafan fögnuð áhorf-
enda. Stúlkan dillaði venusar-
bergi sínu á móti með þokka-
fullum mjaðmahnykkjum svo
boðaföll Jónahafs virtust fara
um kroppinn.“ (300) Dálítið
kynlegt að tengja þarna saman
„táberg“ og „venusarberg", eða
hvað?
Frásagnargleðin umtalaða
leiðir höfund iðulega í hreinar
og klárar ógöngur, eins og þeg-
ar söguhetjur skjótast sem
snöggvast inn á almennings-
mígildi í Róm:
„Á setu við frárennsli náð-
hússins rembdist maður í
hnipri, þrútinn í andliti, og gaut
augum öðru hvoru á kverkflúr-
ið í loftinu, líkt og hann væri að
ákalla guðina. Við útskot, þar
sem líkneski Cióacínu stóð, log-
aði reykelsi, sumpart gyðjunni
til dýrðar, ekki síður en til lykt-
eyðingar. Skammt þar frá reifst
þrællinn með skeinisvampana
við ungan mann sem hafði ný-
losað iðrin.“ (74)
Að endingu verður því miður
ekki komist hjá því að nefna al-
varlegasta galla þessa verks:
þýðingar höfundar á ljóðum
Catúllusar, sem eru rauði þráð-
urinn í bókinni.
Vesœli Catúllus, hœttu að
hrella þig,
horfstu í augu við óljúfarstað
reyndir...
Áður vargleði íöllu sem
gerðist, er
blíðu þú þráðir og mœrin ei
mótfallin. (302)
Þýðingarnar eru raunar allná-
kvæmar en fyrir bragðið svo
flatneskjulegar að þær verða
ekki annað en dauft endurskin
skáldskaparins eins og hann
birtist á frumtungunni. Höfund-
ur hefði annaðhvort átt að fá
slyngan ljóðaþýðanda til sam-
starfs við sig eða láta það ógert
að birta þýðingarnar. Það er
ekki heiglum hent að glíma við
list kjarnyrtasta skálds Rómar.
sem líða mjög fyrir samanburð
við annað efni plötunnar.
Meistaralega tekst til með sum
lög og má nefna „Believe“ sem
dæmi um gott popp í grúví
búningi sem þrælvirkar. Lögin
',,Gun“, „Why“ og „Polyester
day“ eru ekki síðri og nokkuð
ljóst að með svo mörgum
sterkum lögum hefur platan
sterka stöðu.
Flutningur söngv-
ara fellur og vel inn
í myndina. Gaman
hefði verið að sjá
textana í annars fal-
legu umslagi Kjól og
Anderson, þar sem
þeir eru á köflum
ekki auðheyrðir.
Páll Borg skilar
ásamt Gusunum
hljóðblönduninni
nokkuð vel og á
greinilega vel við
hann að vinna með
stafræna hljóðupp-
sprettu, en söng-
sándinu er stund-
um ábótavant,
hverju sem um er
að kenna.
Að lokum skai getið óvenju-
legs svefnpoka sem geymir
plötuna í frístundum og er það
frumlegt bragð í takt við inni-
haldið.
um hina dularfullu Freyju sem
kemur heim frá Ameríku með
fullar töskur af glæsifatnaði,
fögur og ósnertanleg og setur
hið litla þorpssamfélag á ann-
an endann. Hún er fegurri en
orð fá lýst og dularfull í meira
lagi, kannski álfkona eða tröll,
og virðist ekki hafa nokkra
mannlega tilfinningu í kroppn-
um. Frá henni stafar ólýsanleg-
um kulda og Agga skelfist hana
og heillast af henni í senn.
Inn í söguna fléttast svo
ýmsir dularfullir atburðir,
morð, framhjáhald, lausaleiks-
börn, verkföll og barátta karla
fyrir bættum kjörum alþýð-
unnar, en konurnar láta sér
fátt um þá baráttu finnast og
skara óragar eld að eigin köku
hvað sem allri stéttarvitund
líður. Karlmenn virðast í
þeirra augum einungis tæki til
að fjármagna olíukyndingu og
súkkulaðivindla og þær hika
ekki við að ryðja þeim úr vegi
þegar þeir gerast of uppá-
þrengjandi og þar fer Freyja
fremst í flokki.
Veikasti hlekkur bókarinnar
eru þessi köldu samskipti kynj-
anna og næsta ótrúlegt að hjón
sem ekki hafa sést mánuðum
saman heilsist varla en byrji
umsvifalaust að karpa um ol-
íufýringu og kratablöð.
Kannski má afsaka þessi sam-
skipti með því að við sjáum
hlutina eingöngu út frá sjónar-
hóli Öggu, en ég held að bókin
hefði orðið mun sterkari ef
meiri alúð hefði verið lögð við
persónusköpun karlmann-
anna. Þeir eru óttalegar
skuggamyndir. En konurnar
eru hver annarri skemmtilegri
persónur, allt frá hinni þroska-
heftu Ninnu til hinnar pípu-
reykjandi Kiddu í kjallaranum.
Mér finnst þó fráleitt að kalla
þetta kvennasögu, þetta er
hæfilega raunsæ lýsing á lífinu
í litlu sjávarþorpi þar sem karl-
menn eru meira og minna fjar-
verandi úti á sjó og lögmál
kvennanna ráða. Sú lýsing er
ein sú besta sem ég hef lesið í
íslenskri skáldsögu og hrein
unun að sjá hér öll þessi litlu
smáatriði sem gera lífið í slík-
um þorpum svo ólíkt öllu
öðru.
Og lesandinn hrífst með af
frásagnargleðinni og skellir
hvað eftir annað upp úr við
Iesturinn. Stíllinn er léttur og
leikandi og engir útúrdúrar í
honum. Hér er verið að segja
sögu og ekkert tóm fyrir Ijóð-
rænar krúsidúllur og sálar-
Iífspælingar. Og ekki nokkur
vafi á því að íslensk skáld-
sagnaritun hefur hér eignast
nýjan höfund sem eftir verður
tekið, liggur við að maður sé
strax farinn að hlakka til næstu
bókar Kristínar Marju. Hvort
hún verður í framtíðinni flokk-
uð sem hin íslenska Isabel Al-
lende veit ég ekki, en eftir
þessari sögu að dæma á hún
þann titil fyllilega skilinn.
Kampakœti
kaldlyndra kvenna
Mávahlátur
Kristín Marja Batdursdóttir
Mál og menning 1995
★★★
Ertu búin að lesa nýju bókina
eftir Kristínu Isabel Kára-
son?“ spurði_ einn vinur minn
um daginn. Ég tók þessu sem
hverjum öðrum brandara og
Bækur
Friðrika
Benónýs
hugsaði ekki meira um það. En
viti menn, eftir að hafa lesið
bók Kristínar Maiju Baldurs-
dóttur, Mávahlátur, varð ekki
hjá því komist að viðurkenna
að hann hafði hitt naglann á
höfuðið. Mávahlátur iðar af
lífsgleði og frásagnargleði og
minnir óneitanlega bæði á
bækur Isabel Allende og Ein-
ars Kárasonar, án þess þó að
höfundur sé að stæla þau á
nokkurn hátt. Hér er lýst sam-
félagi fólks í íslensku sjávar-
þorpi á hressilegan hátt sem
minnir á lýsingar Einars á íbú-
um í Thulekampinum fræga en
um leið svífur yfir vötnum andi
dulúðar og óskilgreinanlegra
atburða eins og hjá Allende.
Sögumaður er unglingsstúlk-
an Agga og eru allir atburðir
séðir með hennar augum. Per-
sóna hennar er mikið meist-
araverk frá höfundarins hendi,
hún er í senn yndisleg og óþol-
andi, stendur sífellt á hleri og
gremst ógurlega að vera ekki
fullgild í samfélagi hinna full-
orðnu. Hún býr í húsi afa síns
og ömmu, ásamt fimm konum
öðrum, og þótt afinn reki þar
inn nefið annað slagið þegar
hann kemur af sjónum er hann
aldrei þátttakandi í þeim heimi
sem konurnar hafa skapað sér.
Heimilislífið hverfist að mestu