Helgarpósturinn - 30.11.1995, Side 34

Helgarpósturinn - 30.11.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1995 mi Jökull Tómasson hönnuður hefur verið áberandi öðruvísi en aðrir í mörg ár. Löngu áður en það varð in að vera öðruvísi tók Jökuil þennan sið upp. Hann er í senn „fyndinn og flottur í klæðaburði11, eins einhver orðaði það. En það er augljóst að eitthvert eitt tímabil hefur snert manninn öðrum fremur: „Ég hef lengi verið heillaður af árunum frá 1973 til ‘75. Það á ekki bara við um tíðarandann, fatnaðinn og tón- listina, heldur hina einföldu hönnum sem var á hlutum á þessum árum.“ Það er ekki bara stíll yfir Jökli heldur á það sömuleiðis við um vinnustaðinn hans; hina nýstofnuðu auglýsingastofu Hið opinbera, sem hann og félagar hans hafa nú þegar og ætla í framtíðinni að gæða nýstárlegum stofnanabrag. Fyrir utan að hella dagsdaglega upp á veika blöndu af Bragakaffi hyggjast þeir félag- ar koma sér upp gráu jakkafatajúní- formi í stíl við slagorð Hins opinbera; „Bákn gegn bákni“. Jökull er mikið jakkafatafrík og á ein þrettán pör hangandi inni í skáp. „Ég hef þó ekki bætt neinu nýju við lagerinn í ein sjö eða átta ár, þar til nú í haust að ég fékk útrás og keypti mér fullt af nýj- um fötum í San Fransiskó. Ég held það sé bara byrjunin á endurnýjuninni.“ Það kemur ekki á óvart að Jökull skuli hafa sankað að sér fötum, því áð- ur en hann gafst upp í baráttunni gegn því að gerast innilokaður hönnuður rak hann eigin tískuverslun, var verslunar- stjóri bæði í Flónni og í Kjallaranum og starfaði sem stílisti. Öll jakkaföt Jökuls eru frá því snemma á áttunda áratugnum og j^að er engin tilviljun. „Jafn vandaður fatn- aður og var hannaður fyrir sjötíu er vandfundinn. í dag þarf maður að leita til klæðskera til að komast í önnur eins gæði. Og svo er ég svo lánsamur að á flóamörkuðum má alltaf finna fatnað á ekki mjög hávaxið fólk, eins og mig, á meðan millistærðirnar rjúka út. En það er kannski ágætt að ég er einmitt nú að verða mettur á þessu tímabili, enda lag- erarnir af jakkafötum með vestum að tæmast á flóamörkuðunum." Jökull segir að ef hann sé auralaus líði sér miklu betur í jakkafötum en gangi aftur á móti í gallabuxum þegar hann eigi nóg af peningum eða sé í brjálaðri vinnutörn. „Þetta með jakka- fötin á sérstaklega við í miðri viku. Þá fara allir að tala um hvað ég sé fínn og hvort eitthvað standi til!“ Þrátt fyrir að Jökull velti klæðaburði mikið fyrir sér er honum umhugað um að festast ekki í fari eilífðartískufórnar- lambsins. „Mér finnst fátt sorglegra en að sjá til dæmis karlmann með skalla og bumbu sem hagar fatavali sínu eins og unglingur. Menn eiga að taka því með reisn að eldast og velja föt sam- kvæmt því, — ekki bara taka mið af skó- stærðinni." Jakkafötin, skyrtan og vestið? „Þetta er allt frá Dolce & Gabbana og var keypt í San Fransiskó í haust. Frá sama merki keypti ég reyndar einnig skó, en á meðan ég var að máta fatnað í annarri búð lagði ég frá mér skóna í tvær mínútur. Með það sama voru þeir horfnir.“ Söngleikurinn Súperstar fær afleita umsögn í einu virtasta leikhúsriti heims Lítilfj örleg leiksýning au voru ekki upp á marga fiska kynni Roberts Tanitch, blaða- manns á leikhústímaritinu virta Play & Players, af íslensku leikhúsí í sumar. Um þau ritar Robert heilsíðugrein í sept- emberhefti ritsins undir heitinu „Leik- hús á íslandi". Greinin er að mestu undirlögð af al- mennum upplýsingum um íslensk leik- hús; hve mörg þau eru, hve margir vinna í þeim, hve mörg íslensk leikrit eru sýnd í samanburði við erlend, eftir hvaða höfunda og svo framvegis. En svo kemur að leikhúsferð blaðamanns- ins sjálfs. Þar sem ekkert annað var að finna á fjölum stóru leikhúsanna í sum- ar en söngleikinn Súperstar í Borgar- leikhúsinu brá blaðamaðurinn sér þangað; áður hafði hann reyndar heyrt þess getið að leikritið hefði hlotið mis- jafna dóma. Og ekki er hægt að segja að breski blaðamaðurinn hrífist af sýning- unni, altént segir hann aðalhlutverkin í höndum poppstjarna með takmarkaða leikhæfileika. Honum finnst leikstjórnin heldur fátækleg og gangverkið í sýning- unni fullkomlega banalt. Kórsöngur sé viðvaningslegur og greinilega hafi verið kastað til höndunum við uppsetning- una í heild. Tanitch nefnir að eftir leikhúsferðina hafi íslenskur leikhúsaðdáandi komið að máii við sig og sagst vonast til þess af öllu hjarta að hann drægi ekki álykt- anir um íslenskt leikhúslíf út frá þessu tiltekna verki og jafnframt vonaðist hann til að hinn breski skríbent sæi sér fært að koma síðar til landsins, — á há- annatíma leikhúsanna. Af skrifum blaðamannsins að dæma er fátt sem vakti eftirtekt hans í ís- lensku leikhúsi — enda kannski ekki nema von á þessum árstíma — nema ef vera skyldi mikil aðsókn miðað við höfðatölu. Einnig lét hann þess getið að Borgarleikhúsið væri hannað af Þor- steini Gunnarssyni, leikara og arkitekt, og spyr sig um leið hversu mörg önnur leikhús í heiminum séu hönnuð af leik- urum? Annars sagðist blaðamaðurinn nýlega hafa lesið viðtal við Þorstein í norrænu leikhúsriti þar sem hönnuður- inn harmar að hafa ekki gert áhorfenda- sali hússins þrengri. gk Söngleikurinn Súperstar hefur veríð vin- sælasta uppfærsla Borgaríeikhússins á þessu árí. Blaðamaður breska leikhúsríts- ins Play & Players finnur sýningunni allt til foráttu. Bakhliðin • Karl Pétur Jónsson, athafnamaöur, almannatengill og nemi: Var skotinn í Jóhönnu Vilhjálms í 8. bekk Finnst þér vanta veitinga- staði í mlðborgina? „Já, almennilegan lítinn franskan stað þar sem hægt væri að fá paté de foie gras (gæsalifrarkæfu).“ Hver er fyndnastur núlifandi fslendinga? „Ég á erfitt með að gera upp á milli Helgu Brögu, Sigurjóns Kjartanssonar og Jóns Gnarr.“ Hvor vildirðu heldur vera: Hrafn Jökulsson eða Illugi Jökulsson? „Vitanlega Hrafn, hann er áhrifamaður í samfélaginu, rit- stjóri skemmtilegasta flokks- málgagnsins og varaþingmað- ur.“ Hvaða hiutur í þinni eigu er í mestu uppáhaldi? „Tinnabókin Krabbinn með gylltu klærnar, sem ég átti að skila á Borgarbókasafnið 16. desember 1979.“ Hvað kanntu best að meta í fari Þorsteins Pálssonar? „Heiðarleikann. Og ef ég má bæta því við, þá finnst mér að hann ætti að láta sér vaxa skegg að nýju.“ Hvort finnst þér Eiríkur betri sem útvarpsmaður eða sjón- varpsmaður? „Eiríkur er fríðleiksmaður sem nýtur sín ekki fyllilega nema í sjónvarpi.“ Hver er skemmtiiegasta starfsstéttin? „Leigubílstjórar, þetta eru stórkostlegir menn, hver og elnn hafsjór fróðleiks um kar- búratora, flækjur og knastása. Þeir eru endalausar upp- sprettur sagna um aðskiljan- legustu hluti og alls ekki spar- ir á fróðleik sinn.“ Heidurðu að Stjórnin eigi eft- ir að ná hápunkti ferils síns? „Ég býst ekki við því, það er sennilega ekki hægt að toppa það að ferðast með Jóni, Gulla, Bylgjunni og Stöð 2 um landið.“ Ef Anna Kristine hætti sem útvarpsmaður, hvað ætti hún að taka sér fyrir hendur? „Fer ekki að vanta nýjan út- varpsstjóra?" Hvaða íþróttaraaður er van- metnastur að þínu viti? „Ja, mér finnst ég aldrei hafa fengið þau tækifæri sem ég á skilið.“ Finnst þér Snorri í Betei myndarlegur maður? (Ef svo er — hvað er það einkum sem gerir hann að þessu glæsimenni? „Nei. Hatur er einstaklega óað- iaðandi.“ Hvað myndirðu gefa Hófí i af- mælisgjöf ef hún byði þér f afmælið sitt? „Ilmvatn, Boucheron senni- lega — Hófí er svona blóma- ilmstýpa." Hver er eftirlætisþulan þín? „Jóhanna Vilhjálmsdóttir, ég var skotinn í henni í 8. bekk.“ Af hvetju hefur enginn stung- ið upp á Geir H. Haarde sem næsta forseta? „Það gæti haft eitthvað með það að gera að maðurinn ber norskt ættarnafn.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.