Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
Útgefandi: Miðill hf.
Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson
Ritsyóri: Karl Th. Birgisson
Ritsljórnarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir
Stefán Hrafn Hagalín
Setning og umbrot: Helgarpósturinn
Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf.
Felið þið
glösiri
Fýrir viku tóku gildi ný áfengislög í landinu. Mesta
athygli hefur vakið afnám einokunar ÁTVR á
heildsöludreifingu áfengis, sem var löngu tímabært
þjóðþrifamál.
Önnur breyting og ekki síður veigamikil læddist
inn með lögunum. Hún lýtur að auglýsingum og um-
fjöllun um áfengi í fjölmiðlum. Þar er reynt að bæta
úr þeim galla fyrri laga, að engin leið var að fylgja
eftir banni við áfengisauglýsingum. Nú hefur hins
vegar svo tekizt til við lagasmíðina, að eðlileg miðl-
un upplýsinga til neytenda er orðin ólögleg.
Hugtakið auglýsing er skilgreint svo vítt að litlu
munar að nú sé ólöglegt að sýna myndir af fólki í
veizlum með vínglas í hendi. Eigendur veitingahúsa
munu eiga í erfiðleikum með að birta myndir úr fyr-
irtækjum sínum í auglýsingum, þar sem „bannað er
að sýna neyslu eða hvers konar meðferð áfengis í
auglýsingum eða upplýsingum um annars konar
vöru eða þjónustu“.
Lagabreytingin þýðir líka að eðlileg umfjöllun um
matar- og vínmenningu, sem flestir prentmiðlar
landsins sinna að einhverju marki, er ólögleg. Það er
bannað að skýra neytendum frá nýjungum sem
tengjast áfengisverzlun, nema unnt sé að gera það
án þess að koma nauðsynlegustu staðreyndum á
framfæri.
Á sama tíma og þetta gerist liggja frammi þúsund-
ir erlendra tímarita í verzlunum þar sem áfengisaug-
lýsingar blasa við hvers manns augum. Tvískinnung-
urinn er alger, en um leið hrópandi viðurkenning á
raunveruleika sem allir skilja, en lagasetningapésar
kjósa að láta eins og sé ekki til.
Þetta mál snýst að hluta til um tjáningarfrelsi og
prentfrelsi og er vonandi að þeir stóru prentmiðlar,
sem hingað til hafa fremur viljað skerða frelsi blaða
en auka það, vakni nú upp við hæfilega vondan
draum.
Þetta er líka neytenda- og viðskiptamál. Er verj-
andi að fyrirtækjum, sem inna af hendi eftirsótta og
lögverndaða þjónustu, sé bannað að koma eðlileg-
um upplýsingum á framfæri við viðskiptavini sína?
Er verjandi að neytendur geti ekki leitað eftir upp-
lýsingum um verð og gæði vöru sem þeir sækjast
eítir og er eðlilegur þáttur í daglegu lífi tugþúsunda?
Á endanum snýst þessi heimskulega löggjöf um
löngu úrelta forræðishyggju, sem sækir styrk sinn í
vanmáttarkennd íslendinga sem hafa aldrei treyst
sjálfum sér til að umgangast áfengi eins og aðrar
neyzluvörur. Við höfum notað ýmsar leiðir til að láta
eins og áfengi sé sérstaklega illa liðið hér á landi,
þótt reyndin sé sú að fáar þjóðir eru drykkfelldari en
Islendingar. Það hefur gerzt án áfengisumfjöllunar í
fjölmiðlum, enda breytir hún þar engu til eða frá.
Upplýsingar til neytenda um verð og gæði áfengis-
tegunda búa ekki til drykkjumenn eða alkóhólisma.
Þær geta hins vegar til lengri tíma stuðlað að því að
hér rísi nauðsynleg vínmenning eins og þekkist með-
al annarra vestrænna þjóða og er á endanum eina
varanlega lausnin á drykkjuvandamáli þjóðarinnar.
Það er staðreynd sem talsmenn forræðishyggjunnar
ættu að velta alvarlega fyrir sér.
Helgarpósturinn
Vesturgötu 2
101 Reykjavík
Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Netfang: hp@centrum.is
Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311,
fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777,
auglýsingadeild: 552-2211, símboði: 84-63332,
símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999.
Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með
greiðslukorti, en kr. 900 annars.
Litlir prinsar og risaverkefni
„Bill Clinton
leggur forseta-
embœttið undir
í utanríkispól-
itík sinni—en
þegar kosning-
arnar fara fram
nœsta haust
gœtu ungu
mennirnir, sem
nú eru á leið tií
Bosníu, uerið
að snúa aftur
heim, liðin lík.
Óþarfterað
takaþaðfram
að Clinton er
farinn að láta á
sjá í embœtti,
ólíkt íslenskum
ráðamönnum. “
Ifyrradag greiddi aðeins einn
þingmaður stjórnarflokkanna
atkvæði gegn lögfestingu bú-
vörusamningsins. Margir undr-
ast örugglega dirfsku þessa
manns, því í þingflokki hans
eiga hinir lýðræðislega kjörnu
Stjórnmál
fulltrúar helst ekki að vera sam-
kvæmir sjálfum sér. Það sem
þeir segja upphátt á að endur-
spegla vilja formannsins og
hina einu sönnu skoðun flokks-
ins. Lýðræðið líður fyrir það að
skoðanafrelsið er ekki hátt skrif-
að í þeim flokki sem kennir sig
við einstaklingsfrelsi. Þingmenn
neyðast því oft til að hundsa
það ákvæði stjórnarskrár lýð-
veldisins sem segir þeim að
fylgja sannfæringu sinni. Þeir
verða að bíða með slíkt þar til
þeir eru komnir á sín góðu eftir-
laun. En þar sem Pétur Blöndal
drýgði þá hetjudáð, að þora að
vera á öndverðum meiði í svo
brýnu hagsmunamáli fyrir sam-
búð stjórnarflokkanna, skaut
fréttaþulur því að, að sautján
þingmenn hefðu verið fjar-
staddir (erlendis?), þar af fimm
ráðherrar. Þeir eru út um allar
trissur, að taka þátt í samþjöpp-
un heimsins, að horfa á CNN á
hótelsvítum — á meðan skatt-
píndir íslendingar horfa
langslæptir á andlit hinna
pólitíkusanna, sem eru heima í
pásu.
Á meðan þetta symbólíska
andóf þingmannsins stóð yfir
þustu hundruð þúsunda borg-
ara út á götur Parísar, þar sem
allt logar í óeirðum vegna niður-
skurðar og skattahækkana. Ala-
in Juppé forsætisráðherra er
staðráðinn í að ná fjárlagahall-
anum niður og Iáta lögleiða á
hann þak eins og þörf krefur.
Juppé stóð með sveittan skall-
ann í ræðustól og sagðist
myndu halda sínu striki þar til
tvær milljónir Parísarbúa væru
komnar út á götu. Hann er að
taka áhættu, sem leiðtogar í lýð-
ræðisríkjum verða að gera af og
til, eigi kjósendur að trúa því að
þeir séu í pólitík til að vinna að
settum markmiðum. Þannig
leggur Bill Clinton forsetaemb-
ættið undir í utanríkispólitík
sinni — en þegar kosningarnar
fara fram næsta haust gætu
ungu mennirnir, sem nú eru á
leið til Bosníu, verið að snúa aft-
ur heim, liðin lík.
Óþarft er að taka það fram að
Clinton er farinn að láta á sjá í
embætti, ólíkt íslenskum ráða-
mönnum. Hver einasti útlits-
spekúlant sér að þeir blómstra
nú sem aldrei fyrr eftir nokk-
urra ára setu í valdastóli. Tutt-
ugu ára ljósmyndir af þeim
flestum stæðust vart saman-
burð við þær glansmyndir sem
nú blasa við. Hressilegir og fínir
í tauinu, nýlentir og með krón-
ískt jet-lag. Einna helst minna
þeir á hina velviljuðu og
skondnu sögupersónu Charles
Dickens í Bleak House, hana frú
Jellyby.
Jellyby þessi var nefnilega al-
varlega þjáð af því sem nú und-
ir aldarlok kallast CNN-einkenn-
ið. Eins og pólitíkusar okkar
tíma hafði hún yfirlýsta þörf
fyrir að láta gott af sér leiða.
Hún vanrækti að vísu börnin
sín og smælingjar Lundúna-
borgar gengu óséðir framhjá
húsi hennar. Frú Jellyby hafði
myndarleg augu, reit Dickens,
en þau sáu ekkert nær en Afr-
íku.
Svo ég útskýri betur þetta
CNN-einkenni þá vísar það til
samþjöppunar heimsins á sjón-
varpsskjánum. Nú eru hans
myrkustu afkimar, þar sem
þjáningin er mest í hvert sinn,
öllum opnir til áhorfs. Þannig
geta þeir þjáðst með úr fjar-
lægð þar til þeir verða ónæmir.
Rétt eins og Rousseau áleit að
sú reynsla, sem fylgir því að
horfa upp á þjáningu og dauða,
gerði lækna og presta miskunn-
arlausa.
Það má í raun yfirfæra þessa
ályktun Rousseaus á íslenska
ráðamenn. Árum saman hafa
þeir horft jellybyskum augum á
vaxandi fjárlagahalla þar til
ógleði þeirra er orðin slík að
þeir hafa neyðst til að fjarlægj-
ast viðfangsefnið (sem gæti
skýrt tíðar fjarvistir þeirra í út-
löndum) og slíta sig úr sam-
hengi við þennan andstyggilega
streituvald, sem þeir hvort eð
er hafa ekki vilja, döngun eða
getu til að ráða við.
Eftir útlitinu að dæma er ekk-
ert að sliga þá. Þeir eru uppar í
alþjóðlegu samhengi og þotulið
skattborgaranna. Þeir fremstu í
hópi þessara jafningja eru vel
lesnir í stjórnvisku Machiavell-
is og vita hvernig alvöru prins-
ar eiga að haga sér. Hin machia-
vellíska aðferð er samviskulaus
og undirförul, slóttug og slæg-
vitur í þágu valdsins. Hinn mac-
hiavellíski prins er á nútíma-
vísu prófessjónal.
íslenskir ráðamenn ættu að
horfa á fleiri prinsa í Ieit sinni
að fyrirmyndum. Litli prinsinn
hans Antoine de Saint-Exupéry
er ekkert verri fyrirmynd en
hver önnur. Það var höfundur
hans sem sagði: Ykkar verk er
ekki að spá í framtíðina heldur
að gera okkur kleift að eiga
hana.
Palladómur
Gamall og góður djókari forpokast
Þeir eru kannski ekki margir
sem muna það, en í kosning-
unum árið 1971 bar nokkuð á
svokölluðum Framboðsflokki.
Hann var skipaður ungu fólki
sem síðar var kennt við ‘68-kyn-
slóðina. Þetta var tími tónlistar-
innar og þeir sem ekki fundu sig í
músíkkinni sáu þarna ákjósan-
legan farveg til að tjá tilfinningar
sínar. Framboðsflokkurinn skop-
stældi froðusnakk og klisjur
stjórnmálamannanna og þótti
skrumskælingin takast dável.
Þarna mátti finna Ástu R. Jó-
hannesdóttur, Jörmund Inga
Hansen og Einar Öm Stefáns-
son, svo einhverjir séu nefndir,
en fremstur í flokki fór að sjálf-
sögðu oddviti flokksins, Gunn-
laugur Ástgeirsson. Hann þótti
fyndinn með afbrigðum og dró
gömlu stjórnmálamennina sund-
ur og saman í baneitruðu háði.
En þá var öldin önnur.
Gunnlaugur gerðist síðar
menntaskólakennari við Hamra-
hlíðina, nema hvað, og þótti
nemendum fengur að þessum
rífandi húmorista. Það gustaði af
honum þar sem hann skundaði
um bæinn með uppbrett yfir-
skeggið og gerði grín á báða
bóga. Fátt eitt var óhult þegar
hann átti í hlut og hann tók með-
al annars að sér bókmennta-
gagnrýni fyrir gamla HP. En svo
hvarf Gunnlaugur af sjónarsvið-
inu í mörg mörg ár nema hann
dúkkaði upp í hlutverki fram-
bjóðandans í kvikmyndinni Jón
Oddur og Jón Bjarni. Þar situr
hann í heita pottinum í Vestur-
bæjarlauginni og annar Jóninn
segir eittvað á þá leið: „Mamma
segir að þú sért algjör asni.“
Það segir sig sjálft að slíkan
mann er ekki hægt að grafa um
alla eilífð í einhverjum mennta-
skóla og sjá: Nú birtist hann í
fjölmiðlum í hlutverki hágrát-
andi rétthafa tónlistar sem
pabbi hans, sjálfur grallarinn Ási
í Bæ, setti saman. Sjálfsagt er að
Gunnlaugur, og systir hans al-
þingismaðurinn Kristín, hirði
stefgjöldin af tónsmíðum föður
síns — enda snýst málið ekki um
það.
Lögin hans Ása hafa fyrir
löngu unnið sér sess meðal þjóð-
arinnar og þannig engin hending
að nokkrir menntskælingar, sem
gefa sig út fyrir að vera
húmoristar og kalla sig Kósí, taki
„Ég veit þú kemur“, eitt af frá-
bærum lögum Ása, til flutnings
og setji á plötu. En hvernig
bregst þá gamli djókarinn við?
Hann klagar í STEF og fjölmiðla
og segir hér um afbökun að
ræða. Tveimur orðum í textan-
um hnikað til og útsetningin er
of frumleg! Gamli (og fyrrum
góði) Gunnlaugur vill fá bann á
plötuna og ekkert múður.
Fyrir rúmu ári olli Kristján Jó-
hannsson nokkru fjaðrafoki þeg-
ar hann lét hafa eftir sér: „Núna
eru menn farnir að setja upp
hálfgerðar negramessur og spila
jafnvel Ása í Bæ í kirkjunni vegna
„Nú birtisthann í fjölmiðlum íhlutuerki hágrátandi rétt-
hafa tónlistarsem pabbi hans, sjálfur grallarinn Ási í
Bœ, settisaman. “
þess að ‘það er svo gaman’.
Kirkjan á ekki endilega að vera
skemmtun.“ Það væri gaman að
vita hvernig Gunnlaugur myndi
nú bregðast við ef Þorkell Sigur-
bjömsson færði „Gölla-vísur“ í
kirkjulegan búning! Og enn er
spurt: Hvernig ætlar Gunnlaugur
að snúa sér þegar einhver tón-
elskur málverndarsinni tekur sig
til og syngur: „Lítill Mexíkói með
som-sombreró...“?