Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 2
2
FlMIVrnjDAGUR 7. DESEMBER 1995
HP spyr
Var blygðunarkennd
þinni misboðið með
þuí uppátæki að gefa
allsnöktu fólki síma?
Bima Jónsdóttir hjúkmn-
arfræðingur:
„Nei. Alls ekki. Alls ekki.“
Hlynur Pálsson
menntaskólanemi:
„Vinur minn var einn af
þessum nöktu og mér var
alls ekki misboðið. Þvert á
móti vildi ég sjá meira af
svo góðu.“
deildarstjóri:
„Já. Blygðunarkennd minni
var mjög misboðið. Þarna
var alltof langt gengið. Allt-
of langt.“
Hilmar Jónsson & Krist-
ófer Róbertsson mennta-
skólanemar:
„Nei. Ertu frá þér, maður?
Það var helst að það vant-
aði þarna eitthvert almenni-
legt kvenfólk innan um!"
Kári Kristinsson
næturvörður.
„Nei. Langt því frá. Hinsveg-
ar vorkenni ég þessúm
aumingja drengjum fyrir að
hafa lagst svona lágt fyrir
einn símaræfil. Ég keypti
rninn!"
Pauló José, fjöllistamaður
og barþjónn:
„Nei, henni var engan veg-
inn misboðið. Hugsanlega
er veðurfarið þó heldur
hráslagalegt hér fyrir
svona athæíi."
Hafsteinn Hafsteinsson og
Hrafnliildur Smáradóttir
háskólanemar:
„Nei, fráleitt. Þetta særði
ekki blygðunarkennd okkar."
Fílefldir laganna verðir mættu í Verslun
Antons Skúlasonar í Austurveri í vikunni
og gerðu skýrslu um það sem kallað hefur
veríð „hópblygðunarbrot". Verslunareig-
andinn gaf þeim sem mættu naktir á
svæðið GSM-síma.
Svona var ástandið fýrir utan Þjóðarbókhlöðuna skömmu fyrir klukkan níu í
gærmorgun (miðvikudag). Örstuttu síðar þustu nemendur til sæta sinna með
miklum látum.
Vinsælustu sætin eru
einsmannsborðin sem
standa útvið vegg þegar
inní lessalinn er komið.
Samkeppnin um þau er
gríðarlega hörð.
„Nákvæmlega
sami fílingur og
í þrjúbíó í den“
- segir háskólastúdent
að ríkir nákvæmlega sami fílingur
þarna og þegar maður fór í þrjúbíó í
den. Þetta er eiginlega frábær
stemmning og loftið er rafmagnað af sam-
keppni. Menn hópast saman í einn hnapp
fyrir utan aðaldyrnar og þegar opnað er
klukkan níu stormar liðið með miklum lát-
um uppí lessalinn. Þeir gallhörðustu merkja
sér borðin vandlega og eru mættir löngu
fyrir níu; eins gott fyrir ókunnuga að forð-
ast þau borð. Eg er nú ekki einn af þessum
vöskustu, en hef þó verið svo heppinn hing-
aðtil að ná alltaf í sæti,“ sagði háskólastúd-
ent í samtali við Helgarpóstirm í gærkvöldi.
Hann á þarna við sérstakt vandamál sem
skapast við Þjóðarbókhlöðuna kringum
prófatörn nemenda um jól og á vorin þegar
þeir flykkjast að til að stúdera fræðin.
Fjölmennastir í Þjóðarbókhlöðunni á
þessum tíma sem öðrum eru háskólanem-
ar, en menntskælingar láta þó einnig til sín
taka. Annar háskólanemi sagðist þannig
muna eftir slagsmálum við menntskælinga í
fyrra og á endanum gengu yfirboðarar Þjóð-
arbókhlöðunnar svo langt að banna nem-
endum innan við sautján ára aldur að stúd-
era í sjálfri lærdómshöll námsmanna. Sú
regla oíli miklum úlfaþyt og mun eftir því
sem næst verður komist ekki viðhöfð nú.
„Æi, þessar gelgjur voru óttalega hvimleið-
ar og mikill hávaði í þeim,“ sagði þessi há-
skólastúdent. „Það væri óskandi að við
fengjum einir að sitja að fínheitunum, en
því er nú því miður ekki að heilsa." - shh
*
UMFl og Kvenna-
athvarfið fyrir
Héraðsdómi
Það þykir stundum tíðindum sæta þegar
athyglisverðir aðilar kljást fyrir dómstól-
um — ef þannig má að orði komast — og
ekki síst ef það eru samtök á borð við Ung-
mennafélag Islands og Samtök um kvennaat-
hvarf. En sú er einmitt raunin fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur um þessar mundir. Mála-
vextir eru þeir að Samtök um kvennaathvarf
keyptu fyrir nokkru stóra og mikla fasteign
af UMFÍ. Eítir að kaupin áttu sér stað komu í
ljós deildar meiningar milli aðilanna um
ásigkomulag hússins; meðal annars yfirlýs-
ingar í söluyfiriiti viðkomandi fasteignasala
um ástand pípu- og raflagna. Reyndar voru
lögmenn samtakanna tvennra komnir lang-
leiðina með að ná sátt um málið, en þar sem
um er að ræða félagasamtök var talið heppi-
legra á endanum að leita úrskurðar dóm-
stóla — svona upp á seinni tíma að gera.
Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins snýst
ágreiningurinn um litlar 700 þúsund krónur
• og verður vafalaust leystur með eins litlum
hávaða og mögulegt er.
Björn að baki Kára
Notendur Internetsins fletta oft að gamni
sínu upp á heimasíðu Bjöms Bjarna-
sonar menntamálaráðherra. Þar kemur
Björn á framfæri ýmsislegum erindum sem
hann á við land og þjóð, en væru kannski
ekki við hæfi í ræðustóli á Alþingi eða í fjöi-
miðlum. Nú er Björn, eins og aðrir lands-
menn, með hugann við jólabækurnar og á
heimasíðunni þessa dagana vekur hann at-
hygli á tveimur bókum sem honum þykja
einkar forvitnilegar. Það er annars vegar Is-
lenskar tilvitnanir eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson og hins vegar Milli vonar og
ótta eftir Þór Whitehead. í þessa áttina
hneigist smekkur Björns semsagt þessi jól-
in, og það hefur ábyggilega ekki neitt með
það að gera að bæði Hannes og Þór eru trú-
ir sjálfstæðismenn og samherjar Björns.
Umrœðuefni vikunnar
Séra Pálmi Matthíasson er enn ókrýnd-
ur konungur þeirra sem langar í forseta-
framboð en vilja ekki viðurkenna það. Það
ógnaði honum enginn í skoðanakönnun
DV nema sjálf frú Vigdís. Ótvíræðara getur
það ekki verið.
Tuttugu strákar stripluðu fyrir framan
myndavélar til að fá ókeypis GSM-síma.
Það var holl æfing. Þegar þeir þurfa að
fara að borga GSM-reikningana munu þeir
nefnilega ekki eiga bót fyrir rassinn á sér.
Sólon Sigurðsson bankastjóri setti
gott fordæmi þegar hann ákvað að sækja
um eigin bankastjórastöðu þegar hún var
auglýst. Þjóðin bíður spennt eftir
niðurstöðunni.
Gunnlaugur Ástgeirsson lamdi á
nokkrum menntaskólastrákum fyrir að
syngja lag öðruvísi en honum þóknast.
Umrædd plata á eftir að verða klassík,
þökk sé kellingunni Gunnlaugi. Lagið fer
á bekk með Jón var krœfur karl og hraust-
ur og Sigurður var sjómaður í flutningi
Bubba Morthens.
Davíð Þór
stjómandi
spurninga-
keppninnar
Nú líður að spurningakeppni
framhaldsskóla og óhætt
að segja að það ólgi og kraumi
í menntastofnunum víðsvegar
um land þess vegna. Lið frá
skólunum hafa verið í æfinga-
búðum frá því snemma í haust
og strax upp úr áramótum
hefst undankeppni í útvarpi.
Eftir því sem HP kemst næst
verður spyrill þar Sigurður G.
Tómasson sem og undanfarin
ár. Úrslitin verða í Sjónvarpi
sem endranær og verður fyrsti
þátturinn sendur út um miðjan
febrúar. Undirbúningur er þeg-
ar hafinn. Eins og kunnugt er
Iét Stefán Jón Hafstein af
störfum sem spyrill í fyrra,
enda allumdeildur. Hann þótti
helst til hortugur í garð um-
bjóðenda sinna, hvort sem það
var nú ástæðan eða ekki fyrir
því að hann hætti. Arftaki hans
var Ómar Ragnarsson, sá
landsþekkti grínisti til fjölda
ára pg landsbyggðarfréttamað-
ur. Ómar þótti standa sig með
prýði en áhöld voru um hvort
hann væri fyllilega við skap
menntskælinga: Hvort hagyrð-
ingakvöld væru ekki meira fyr-
ir hann. Hvað sem því líður
hefur verið ákveðið að hann
víki úr stóli spyrilsins en í hans
stað hefur verið ráðinn Davíð
Þór Jónsson, en hann, ásamt
félaga sínum Steini Ármanni
Magnússyni, hefur gert garð-
inn frægan meðal mennta-
skólanema, ýmist í Sjónvarpi
sem og á skemmtikvöldum.
|.. ■
... Guðrún Helgadóttir,
varaþingmaður og rithöf-
undur. Bók hennar Ekkert
að þakka er efst á lista yf-
ir mest seldu bækurnar
nú í upphafi bókavertíðar.
Guðrún segir að sem bet-
ur fer nenni þjóðin ennþá
að lesa bækur sínar. Þetta
er óþarfa lítillæti, eigin-
lega hálfgert hæversku-
grobb, sem rímar hreint
ágætlega við titilinn „Ekk-
ert að þakka", sem er eins
og setning gripin beint úr
munni stoltrar boldungs-
húsfreyju á stórbýli um
leið og hún ber hnallþór-
urnar á borð. Hæversku-
grobbið lætur vel í munni
þess sem vel gerir. Þjóðin
kann að meta gott grobb
þegar það býðst. Ef ein-
hver kann að spila á rétta
strengi þjóðarsálarinnar
þá er það Guðrún. Og
slíka spilamennsku
ber að lofa.