Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 18
18 c m RMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 Jóhanh G. Bergþórsson hefur sent frá sér bókina Satt að segja þar sem hann segir söguna af margumdeildum fyrirtækjarekstri sínum og skrautlegu stjórnmálavafstri. í kaflanum „Arnarflug“ kemur Jóhann inn á flugfélagsævintýrið sem sigldi að lokum í gjaldþrot. Hann tekur hugsjónapólinn í hæðina og segir menn hafa endurreist Arnarflug af hugsjón til að berjast gegn einokun Flugleiða, en að lokum þurft að lúta í lægra haldi vegna heiftarlegs verðstríðs, bókhaldsóreiðu og óvildar nokkurra af æðstu embættismönnum þjóðarinnar. Aniarflugsnienn á leynifundum með framkvœmdastjórum Flugleiða „Reyndar get ég upplýst að við áttum undir lokin nokkuð marga leynifundi með framkvæmdastjórum Flugleiða um þetta [Arnarflugsjmál og þeir voru já- kvæðir og vildu leysa það með vitrænum hætti. Því var hins vegar hafnað á æðstu stöðum og því fór sem fór." egar við lögðum veginn fyrir Ólafsvíkurenni skiptum við mikið við Arnarflug innanlands. Við lét- um alltaf fljúga með mann- skapinn fram og til baka eftir hvert úthald, sem var yfirleitt ellefu dagar. Þegar aðaltörnin stóð yfir á veturna var flogið 3ja hvern dag milli Reykjavíkur og flugvallarins á Rifi, svo á löngum tímabilum vorum við veigamikill þáttur í áætlunar- flugi félagsins. Mikil uppstokkun varð í rekstri Arnarflugs árið 1986. Þá tók Agnar Friðriksson, fjár- málastjóri Heklu, við fram- kvæmdastjórastarfinu af Gunnari Þorvaldssyni, sem hafði tekið við af Magnúsi Gunnarssyni, sem ráðinn hafði verið aðstoðarforstjóri Esso. Arnarflug barðist um þær mundir í bökkum, rekstur- inn hafði gengið afar illa um alllangt skeið. Við þekktum Agnar mjög vel í gegnum við- skipti okkar við Heklu og fljót- lega eftir að hann fór yfir til Arnarflugs hringdi hann í mig. Hann sagðist vera að vinna að því að fá stóran hóp fullhuga úr viðskiptalífinu til að leggja í púkk til eflingar og endurreisn- ar flugfélagsins. Hann vildi fá okkur Hagvirkismenn til að taka þátt í þessu með 6 millj- óna króna hlutafjárkaupum, sem var sama upphæð og aðrir ætluðu að leggja fram. Einvalalið til að berjast mót einokun af hugsjón Þetta var mikið einvalalið sem Agnar var þarna að hóa saman. Meðal þeirra voru Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson frá DV, Davíð Scheving Thorsteinsson í Smjörlíki-Sól, Guðlaugur Berg- mann í Karnabæ, Lýður Frið- jónsson í Vífilfelli, Skúii Þor- valdsson á Hótel Holti, Ólafur Laufdal veitingamaður og Helgi Jóhannsson hjá Sam- vinnuferðum-Landsýn. Síðar bættust í hópinn Helgi Jóns- son í Örkinni, sem keypti hlut Flugleiða í félaginu, Gunnar Bernhard í Honda-umboðinu, Sigurjón Helgason í Rækjunesi og Óttar Ingvarsson hjá ís- lensku útflutningsmiðstöðinni, en hann er mágur Harðar Ein- arssonar sem varð stjórnarfor- maður Arnarflugs við þessa endurreisn. Magnús Gunnars- son tók sæti í stjórninni og einnig var áfram í stjórninni Axel Gíslason, sem nú er fram- kvæmdastjóri Vátryggingafé- lags íslands (VÍS), en var þá aðstoðarforstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga (SÍS). Arnarflug hafði líka löngum verið flokkað sem SÍS-fyrir- tæki, meðal annars vegna að- ildar Esso og annarra fyrir- tækja sem höfðu á sér „græna stimpilinn“. Við félagarnir tókum heldur dræmlega í bón Agnars. Töld- um okkur eiga fullt í fangi með að glíma við okkar eigin erfiðu lausafjárstöðu, þótt eignir okk- ar væru að vísu orðnar miklar. Ég mætti því ekki á fyrstu fundi endurreisnarmanna. En þeir héldu áfram að þrýsta á okkur og höfðuðu til viðhorfs okkar um nauðsyn frjálsrar sam- keppni og andstöðu við einok- un Flugleiða í þessum rekstri. Og þar hittu þeir reyndar í mark, að minnsta kosti hvað okkur Aðalstein [Hallgríms- son verkfræðing] áhrærði. Endalaus Flugleiðatöf og stutt milli viskísopa Eitt árið höfðum við Aðal- steinn farið til Osló á fund með þáverandi samstarfsaðilum okkar í Furuholmen að ræða um tilboð í jarðgangagerð. Við ætluðum að snúa aftur heim á laugardegi, en einmitt þá um kvöldið var fyrirhuguð árshá- tíð Hagvirkis á Hótel Loftleið- um. Við ætluðum sko ekki að láta okkur vanta þar, enda orð- in hefð fyrir því að ég flytti að- alræðu kvöldsins og aldrei brugðist að ég gerði það. Sam- kvæmt áætlun Flugleiða áttum við að lenda í Keflavík í eftir- miðdaginn og árshátíðin byrj- aði stundvíslega klukkan 19:00. Þegar við mætum á Fornebu- flugvöll skömmu fyrir hádegið er okkur tilkynnt að einhver seinkun verði á fluginu, það hafði orðið vart við bilun í vél- inni á ieiðinni út og henni snú- ið aftur til íslands. Við settum okkur í biðstellingar á barnum og alltaf komu annað slagið nýjar meldingar um hvenær von væri á vélinni. Eftir því sem við biðum lengur, og það eina sem virtist styttast var bilið á milli viskísopanna, fór- um við að gerast nokkuð óró- legir. Vorum jafnvel farnir að spá í að leigja okkur einkarellu heim á Klakann, en þegar við könnuðum hvað það kostaði fannst okkur það svo dýrt að við tímdum því ekki, þrátt fyrir að ástandið væri að verða býsna alvarlegt. Matthías Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra: Hann og Steingrímur létu sér fátt finnast um einstreng- ingshátt Þorsteins í málinu, sem óbeint varð banabiti Arnarflugs. Flugleiðavélin kom loksins um kvöldmatarleytið og við fengum að vita að það hafði sprungið rúða skömmu eftir flugtakið fyrr um daginn og þess vegna þurfti að lenda aft- ur til að setja nýja í hennar stað. Allt í lagi með það og við sáum fram á að verða mættir á árshátíðina upp úr klukkan ell- efu, enda tímamunurinn á Osló og Reykjavík ein klukkustund. Verra gat það verið, sögðum við og flýttum okkur út í vél. En verra varð það, því nú kom í ljós að Flugleiðir höfðu sam- einað nánast allt Evrópuflug dagsins í þessa ferð. Fyrir í vél- inni voru farþegar á leiðinni til London og farþegum frá Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn hafði verið stefnt til Osló og fóru um borð um leið og við. Síðan var flogið til London og þaðan til íslands og lent í Keflavík upp úr klukkan tvö um nóttina. Ákveða að ná sér rækilega niðri á Flugleiðaeinokun Þegar ég náði heim á Vestur- vang var klukkan orðin þrjú og Abba að koma af árshátíðinni. Ég hafði hringt í hana frá Fornebu og beðið hana um að halda ræðuna fyrir mig. Hún hafði næstum farið að gráta og sagt að það gengi aldrei að hún færi að haida svoleiðis ræðu, en gat nú sagt mér að það hefði tekist bara ágætlega. Ég varð feginn að heyra það. Þessi hefðbundna árshátíðar- ræða skipti mig nefnilega tals- verðu máli. Hún var tækifæri mitt til að þakka starfsmönn- unum öllum í senn fyrir unnin störf á liðnu ári og hvetja þá til dáða á því næsta. Og mér þótti gott, fyrst ég gat ekki haldið hana sjálfur, að eiginkona mín bæri fólkinu þessi orð í minn stað. Við Aðalsteinn vorum þó mjög fúlir yfir að hafa ekki komist á árshátíðina. Fannst okkur líka misboðið með því að hafa verið látnir sitja heilan dag á flugvellinum í Osló út af sprunginni rúðu í einni and- skotans flugvél og síðan þurft að fljúga heim með viðkomu í London þegar við höfðum keypt miða beint til íslands. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra: Klappaði á öxlina á Matta eftir lætin í Þorsteini og sagði: iæja, alltaf stöndum við nú saman framsóknarmennirnir. Þarna sér maður hvernig hægt er að fara með mann í skjóli einokunar, sögðum við eftir flugtakið frá Heathrow pg klukkan orðin ellefu heima á ís- landi og fólkið okkar byrjað að dansa á Hótel Loftleiðum. Og við sórum þess dýran eið — að vísu ekki alveg edrú — að fengjum við einhvern tíma raunverulegt tækifæri til að brjóta einokun Flugleiða á bak aftur, skyldum við svo sannar- lega grípa það. Bókhaldsóreiða olli því að menn litu út eins og fífl Þetta rifjaðist upp þegar Agnar Friðriksson og félagar hvöttu okkur til að leggja Arn- arflugi lið. Á endanum létum við fjórmenningarnir líka slag standa og skrifuðum okkur persónulega fyrir fyrir 1,5 milljón króna hlut hver, eða samtals 6 milljónir, sem teknar voru að láni með veðum í fast- eignum í okkar eigu. Verk- fræðiþjónusta mín bætti nokkru síðar við 625 þúsund- um svo við næðum einhverju ákveðnu marki um hlutdeild í félaginu, en þá var ég kominn í stjórnina. Á endanum var ég orðinn varaformaður stjórnar- innar og Gísli Friðjóns einnig sestur í hana og hlutafé okkar og Hagvirkis orðið um 40 millj- ónir á nafnvirði. Þetta var mikið ævintýri. Fólkið sem vann hjá Arnarflugi var hugumstórt og líf þess og tilvera snerist um félagið. En markaðurinn var þröngur og erfitt að standa í stríðinu við Flugleiðir. Vandamálin voru þó einnig innanhúss, til dæmis gekk illa að ná tökum á bók- haldinu þannig að upplýsingar um stöðuna væru sem réttast- ar og menn vissu hvað væri raunverulega að gerast í rekstrinum. Flugfélagabókhald er afskaplega flókið, en Krist- inn Sigtryggsson, sem ráðinn var framkvæmdastjóri og kom einmitt frá einni af stóru end- urskoðunarskrifstofunum, taldi sig geta komið skikk á það. Því miður tókst það ekki nógu vel, upplýsingarnar bár- ust oft allt of seint og við vor- um að taka ákvarðanir sem byggðust ekki á réttum for- Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra: Dró lappirnar í ríkisábyrgð- armálinu afdrifaríka og rauk út af fundi niðri í Alþingi með hurða- skellum. sendum. Og fannst nú stund- um að við værum að gera okk- ur að fíflum í þeim efnum. Flugleiðir stefnu greinilega ao því að drepa Arnarflug Það var stöðugt verið að auka við hlutaféð og afla nýrrra liðsmanna. Gulli í Karnabæ var alveg sérstaklega duglegur við það. Hann safnaði alveg ótrúlegum fjölda nýrra hluthafa. Það er alltaf gaman að fylgjast með því þegar at- orkumenn eins og hann bretta upp ermarnar og ganga til verka. Við leituðum líka til al- mennings og efndum til út- boðs á almennum hlutafjár- markaði. Buðum fríar ferðir á ákveðnum flugleiðum sem bónus í því sambandi, sem virkaði vel og það söfnuðust verulegar fjárhæðir. Þrátt fyrir allar þessar aðgerðir gekk dæmið því mið- ur ekki upp. Að mínu mati var það fyrst og fremst vegna verðstríðsins við Flugleiðir. Þeir lækkuðu sig alltaf meir og meir og stefndu að því leynt og ljóst að drepa Arnarflug. Á árs- grundvelli vorum við með um 50.000 farþega, en þeir með um 250.000. Við vorum að tapa 70, 80 og allt upp í 100 milljón- um ári og hefðum þurft 2.000 króna meðalhækkun á farþega til þess að vera á núllinu eða rétt ofan við það. Sjálfsagt gilti það sama um Flugleiðir, þeir bulltöpuðu einnig á þessu stríði. Allar flugferðir á þess- um tíma voru seldar undir kostnaðarverði. Ef það hefði verið heil brú í þessum málum og menn skoðað þetta frá heildarhagsmunum þjóðarinn- ar, þá hefðu Flugleiðir ekki hagað sér svona. Þeir hefðu leyft Arnarflugi að lifa sem litlu fyrirtæki sem sinnti ákveðnum hluta markaðarins. Alþingi samþykkir ríkisabyrgð sem tefst í kerfinu Vorið 1986 eða 1987 sam- þykkti Alþingi að gangast í rík- isábyrgð á stóru láni til Arnar- flugs. Það var rétt áður en þingmenn fóru í sumarfrí. Hins vegar hindraði ákveðinn mað- ur í fjármálaráðuneytinu, að Jóhann G. Bergþórsson: Var í stórum hópi fullhuga úr viðskiptalífinu sem lögðu í púkk til eflingar og endurreisnar fiugfélaginu Arnarflugi.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.