Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 11
a RMIVmJDAGUR 7. DESEMBER1995 Rýrt verður fyrir oss smámennið ,/EtlarSjálfstœðisframsóknarflokkiirinn að sœtta sig við dómsmálaráðherra sem hefurverið dæmdur fyrir valdníðslu? Lyktir þessa máls eru mjög undir afstöðu Davíðs Oddssonar komnar, hvað hann telur boðlegt og hvað ekki. “ Eins og vænta mátti sam- þykktu Framsóknarfram- sóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isframsóknarflokkurinn að fresta framtíðinni í landbúnaði enn um sinn. Alþýðubandalagsframsókn- Stjórnmál arflokkurinn sat hjá eins og gömul meykerling. Haldið skal áfram að níðast á skattgreið- endum og neytendum í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar fram á næstu öld. Þetta gerist þrátt fyrir að svonefnd verk- lýðs-“hreyfing“ og vinnu-“veit- endur“ hafi loksins raknað úr rotinu og áttað sig á skaðsemi þessa heimska kerfis fyrir launþega og ekki síður annan atvinnurekstur. Láta mun nærri að beint tjón skattgreiðenda og neytenda sé 15-20 milljarðar á ári hverju. Þetta er þó ekki nema þriðj- ungurinn af því þjóðhagslega tjóni sem landbúnaðarstefnan veldur íslendingum til lengri tíma litið. Minni kaupmáttur veldur atvinnurekstrinum miklum búsifjum, sem leiðir til meira atvinnuleysis en annars og svo koll af kolii. Þannig get- ur hvert starf í landbúnaði kostað þrjá menn vinnuna í öðrum greinum, a.m.k. á jaðr- inum. Þannig er ísienskur landbúnaður atvinnuleysis- skapandi atvinnugrein. Árið 1984 nenntu menn á Nýja-Sjá- landi ekki lengur þessum fífla- gangi í landbúnaði, sem var að því kominn að drukkna í ríkis- styrkjum. Tíu árum síðar starfa fleiri í landbúnaði þar en áður, án teljandi ríkis- styrkja eða innflutningsbanna. Ef menn hefðu ætlað sér að bjarga íslenskum landbúnaði, þá hefði þurft að losa hann úr kæfingarfaðmlaginu við ríkis- mömmuna Davíð Oddsson. Sú niðurstaða sem nú er orðin mun trúlega gera endanlega út af við íslenskan landbúnað, sem hefði getað starfað með blóma ef rétt hefði verið á spil- um haldið. Nú mun rotnunin halda áfram í greininni og allir vita að syndafallið kemur fyrr eða síðar. Því var haldið fram hér fyrir tveim vikum, að sennilega myndu þrír þingmenn Sjálf- stæðisframsóknarflokksins greiða atkvæði með neytend- um og skattgreiðendum í bú- vörumálinu. Pétur Blöndal sannaði að hann lætur ekki sitja við orðin tóm, í þessu máli stóð hann við fyrri yfir- lýsingar og sannfæringu sína og verður þar með fyrsti þing- maður Sjálfstæðisframsóknar- flokksins í langan tíma, sem meinar eitthvað með frjáls- lyndri stefnu. Þingmenn Reyk- nesinga, Árni M. Mathiesen og Kristján Pálsson, höfðu lýst því yfir að þeir styddu ekki samninginn, samt sem áður höfðu þeir ekki burði til að standa við sannfæringu sína og hagsmuni kjósenda sinna þegar til kastanna kom. Um þá má segja: „Rýrt verður fyrir oss smámennið.“ Vonandi snúa þessir ágætu menn sér að einhverju öðru en pólitík bráðlega. Og smámennið dreifist víðar... En hugsanlega hafa ungir þingmenn í Sjálfstæðisfram- sóknarflokknum, úr fjölmenn- um kjördæmum sem ekki eiga ráðherra, ástæðu til að sýna foringjahollustu, því lengi hef- ur flogið fyrir að forysta flokksins viidi gjarnan losna við Þorstein Pálsson úr emb- ætti. Nú hefur það gerst, að dómsmálaráðherrann hefur fengið á sig dóm fyrir vald- níðslu gagnvart Guðjóni Andr- éssyni, fyrrverandi forstöðu- manni bifreiðaprófa, en sem kunnugt er var það eitt af fyrstu embættisverkum Þor- steins Pálssonar á stóli dóms- málaráðherra að víkja Guðjóni úr starfi og siga á hann lögregl- unni fyrir meint embættisaf- glöp. Árum saman hefur Guð- jón mátt þola áburð ráðherr- ans um embættisafglöp, árum saman hefur hann þurft að elt- ast við hið stirðbusalega kerfi til þess að ná rétti sínum, ár- um saman hefur hann mátt þola ásakanir um að hafa verið skipaður í embættið á vafa- sömum forsendum. Nú er genginn dómur í þessu máli Guðjóni í vil. Dómsmálaráð- herrann er dæmdur fyrir al- varleg afglöp sem rekja má til pólitísks ofstækis og verða trauðla túlkuð á annan hátt en sem pólitískar ofsóknir. Ekki er langt síðan Guð- mundur Árni Stefánsson vék sæti heilbrigðisráðherra, án þess að Jón Baldvin Hanni- balsson eða Sighvatur Björg- vinsson lyftu litla fingri honum til varnar að heitið gæti. Guð- mundur gerði rétt í því að segja af sér ráðherradómi úr því formaður Alþýðuflokksins varði hann ekki þegar mest á reið. Nauðsynlegur trúnaður ríkti því ekki milli Guðmundar og Jóns Baldvins. Hér eftir mun Guðmundur sigla góðan byr, en ekki í skjóli Jóns Bald- vins eða Sighvats, fráfarandi forystu Alþýðuflokksins, held- ur á eigin forsendum, enda fékk hann ekki á sig dóm. Þorsteinn Pálson hefur feng- ið á sig dóm fyrir athæfi sem maður hélt að viðgengist ein- göngu í kommúnistaríkjum og spilltustu þriðjaheimsríkjum. Heyrst hefur að Davíð Odds- son kalli mál Guðjóns Andrés- sonar „lítið mál“. Hans mál tekur þó af öll tvímæli um hvaða menn eru færir um að fara með völd. Ætlar Sjálf- stæðisframsóknarflokkurinn að sætta sig við dómsmálaráð- herra sem hefur verið dæmd- ur fyrir valdníðslu? Lyktir þessa máls eru mjög undir af- stöðu Davíðs Oddssonar komnar, hvað hann telur boð- legt og hvað ekki. Það verður fróðlegt að sjá. Höfundur er hagfræðingur. Blygðunarkenndin uppgötvuð „Sjálf rannsóknarlögreglan erkomin f málið. Pessi sama rannsóknarlögregla, þið vitið, og er að drukkna í fjársvika-, innbrots- og allskonar málum, sem hún kemst ekkiyfir. “ að var með óiíkindum hversu mikla athygli vakti skoðanakönnun DV um for- setaframbjóðendur, sem birt- ist á mánudag. Alls staðar var því slegið upp sem stórfrétt að séra Pálmi Matthíasson væri Punktar !■ I jjjKbwHW Birgisson efstur á óskalista þjóðarinnar yfir næsta forseta. Sjaldan hafa jafnmargir skotið jafnlangt yfir markið. í súluriti með könnuninni voru séra Pálma gefin 18,7 pró- sent af „fylgi hugsanlegra for- setaframbjóðenda" og í undir- fyrirsögn var þetta kynnt sem „niðurstaða skoðanakönnunar DV\ Þetta er í bezta falli sak- laus blekking til að búa til um- ræðuefni yfir kaffibollum, en í versta falli fals, af því að for- sendurnar eru ekki kynntar. DV gerði sjálfu sér þann ógreiða, sem þó var heiðarlegt gagnvart lesendum, að birta raunverulegu tölurnar á bak við prósenturnar í fyrirsögn- unum og með svolitlum reikn- ingskúnstum má finna töluvert aðra niðurstöðu en blaðið kynnti. Hverjar eru þær? Blaðið spurði 1.200 manns hvern þeir vildu sem næsta forseta. Spurningunni svöruðu um 430 manns. 770 svöruðu ekki, eða því sem næst 64 pró- sent aðspurðra. Látum vera hvort 430 manns er nógu stórt úrtak til að kynna skoðun þess sem „niðurstöðu“. En þarna er alvörufrétt, sumsé sú að þrátt fyrir áberandi og ítrekaðar til- lögur um nokkra tiltekna fram- bjóðendur síðustu vikurnar treysta tveir þriðjuhlutar þjóð- arinnar sér ekki til að nefna neinn þeirra. Meðal þessara eru vitanlega séra Pálmi, Guð- rún Agnarsdóttir og fleiri. En þessar tölur segja meira. Þær segja, að aðeins áttatíu manns af þessum tólf hundruð (eða 18,7 prósent af 430) myndu kjósa séra Pálma núna. Sem þýðir, ef litið er á hina hliðina, að 1.120 manns vilja helzt sjá einhvern annan í starfinu. Það er harla ótrúlegt að þeim hafi einhvern veginn tekizt að gleyma honum, mið- að við umræðu síðustu vikna. Málið flækist enn. Alls sögð- ust 68 manns vilja fá frú Vig- dísi Finnbogadóttur sem for- seta, en hún fékk næstflest at- kvæði. í DV er þessi hópur tal- inn til þeirra sem taka afstöðu, sem er í bezta falli afar hæpið. Er það að „taka afstöðu til írambjóðenda“, að nefna þann eina sem lýst hefur yfir að hann gefi örugglega ekki kost á sér? Varla. Ef sú er niðurstaðan minnk- ar hópur þeirra, sem taka raunverulega afstöðu á milli manna, niður í 362. Það hefði einhvern tíma kallast afar slakt úrtak. En gerir „sigur“ Pálma þó sýnu meiri; miðað við þetta úrtak nýtur hann stuðnings 22 prósenta, en ekki 18,7. Maður- inn hlýtur að hafa kosninguna svo gott sem í vasanum... Fyrir nokkrum vikum vissi hálf þjóðin ekki að orðið blygð- unarkennd væri til, hvað þá hvað það þýddi. Tvö afar lang- sótt mál hafa nú komið upp sem breyta því. Hið fyrra er vitanlega mál Heiðars Jóns- sonar, þar sem hefur verið gef- in út opinber ákæra. Þar var „fórnarlambið" svo helsært á blygðunarkenndinni að ekki einasta gerði það enga tilraun til undankomu, heldur dund- aði sér við að taka ljósmyndir á meðan á öllu stóð. Líklega á milli neyðarópanna. Hitt málið ko,m upp í þessari viku. í HP í síðustu viku aug- lýsti kaupmaður að þeir, sem kæmu naktir í búðina til sín á mánudag, fengju ókeypis GSM- farsíma. Viti menn: hátt í tutt- ugu náungar komu á tippinu (afsakið orðbragðið, blygðun- argjörnu lesendur) til að næla sér í síma. Viðbrögð? Þrenns konar. Samkeppnisráð veltir fyrir sér hvort þetta sé brot á sam- keppnislögum. Gott og vel; þeir komast að niðurstöðu um það. Neytendasamtökin kvarta yfir að ekki fengu þeir allir síma, sem mættu berrass- aðir. Látum það vera. En svo kemur blessað pólitíið og kannar hvort mennirnir kunni að hafa brotið gegn hegningar- lögum sem banna dónaskap á almannafæri. Þyngsta refsing við því? Fjögurra ára fangelsi, takk fyrir. Og sjálf rannsóknarlögregl- an er komin í málið. Þessi sama rannsóknarlögregla, þið vitið, og er að drukkna í fjár- svika-, innbrots- og allskonar málum, sem hún kemst ekki yf- ir. Hvaða bull er þetta? Á öllum myndum, sem sýndar hafa verið af atburðinum (og HP býður RLR hér með formlega að skoða þær sem blaðið býr yfir), eru áhorfendur á bak við glerglugga ýmist skellihlæj- andi eða bara forvitnir um hvað sé að gerast. Enginn mið- ur sín, enginn í yfirliði, enginn á harðahlaupum undan glæpn- um. Enda var glæpurinn eng- inn. Þessi lög eru hugsuð til þess að vernda fólk, ekki sízt börn, gegn dónaskap og áreiti sem það verður fyrir á almanna- færi (svo sem gegn „flössur- um“). Það er nauðsynlegt. En þessi síðustu mál (sem eru þau einu, sem upp hafa komið nýlega, vel að merkja) gera lögin hlægileg og þar með marklaus og að engu hafandi. Það þarf enga lagabreytingu til að leiðrétta það. Aðeins að lögreglan eyði tíma sínum frekar í það, sem virkilega plagar fólk í þessu landi. Al- vöruafbrot. uppleið Pétur Blöndal alþingismaður Ætlar ekki að styðja búvöru- samninginn og túlkar þar ábyggilega viðhorf þorra kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins — en kannski ekki foryst- unnar. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar Rifjar upp yngri og glaðari ár með því að vera í uppreisn gegn kjarasamningunum, ríkisstjórninni, ASI og VSl. Svona þangað til kemur að næstu stórsóknarfórn hjá Gvendi. Árni Sigfússon Sjálfstæðismenn eru þegar búnír að vinna borgina aft- ur, jafnvel þótt tvö og hálft ár séu í kosningar. Á niðurleið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri R-Iistinn hefur ekki verið lengi að hrista af sér fylgið; það er kannski alveg jafn- ógæfulegt að þessir fjórir flokkar stjórni saman borg- inni og að þeir gefi saman út blað. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari Ekkert stórmót í handbolta næstu þrjú árin, engar bjart- ar vonir, engar afsakanir vegna misheppnaðrar frammistöðu. Að hverju eiga handboltamennirnir nú að keppa? Bóksalar Þeir hugðu gott til glóðar- innar að vera hérumbil bún- ir að binda verð á bókum í lög. Svo kom í ljós að það ansaði þeim bara enginn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.