Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 42
42
RMtVmJDAGUR 7. DESEMBER1995
Leikhús
Þrek og tár
— Þjóðleikhús, fös. og lau.
Glerbrot
— Þjóðleikhús, fim. y
„Æ, það er líkt og svalt steypi-
bað í svækju að fá fær orð Mill-
ers yfir sig á nýjan leik eftir
langa bið. Að vísu er það í þess-
ari sýningu ekki alveg frítt við
mengun." (EE)
Taktu lagiö, Lóa
— Þjóðleikhús, Smíðaverkstæði,
fös., lau. og sun. Uppselt á allar
sýningar. Síðasta sýning.
Kardemommubærinn
— Þjóðleikhús, lau. (upps.) sun.
(upps.).
„Ég er þess fullviss að þessi
drengur [Bergur Þór Ingólfs-
son] verður einn af þeim stóru,
nóta bene; ef ekki hendir slys
„þarna uppi“, hverju guð forði.“
(EE)
Lína langsokkur
— Borgarleikhús, sun.
Klassískt barnaleikrit eftir Astr-
id Lindgren.
Bar-par
— Borgarleikhús, fös. og lau.
(upps.)
„Þetta er sýningin.“ (EE)
Rocky Horror
— Loftkastalinn, lau.
Hlmnaríki
— Gamla bæjarútgerðin í Hafn-
arfirði, lau.
Nýr gamanleikur eftir Árna Ib-
sen.
Critures
— Gerðuberg, lau. og sun. kl.
17
Franskur leikhópur sem nefnir
sig turak théatre með sýningu
án orða þannig að enginn ætti
að láta vankunnáttu í frönsku
fæla sig frá. Fjallar um mann og
konu sem farast á mis allt lífið
og hittast ekki fyrr en á dauða-
stundu.
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans-
son
— Hlaðvarpinn, fim.
Þeir eru þekktir úr útvarpi og
sjónvarpi og eru nú að þreifa
fyrir sér sem standgrínistar.
Það er haft eftir þeim að í grín-
inu séu peningarnir og hvað er
lífið án peninga?
Sápa þrjú og hálft
— Hlaðvarpinn, lau. kl. 23.
„Helga Braga er eins og heilt
gargandi fuglager með kostuleg
nef, rauðar lappir og leiruga
rassa, gjallandi, vellandi,
hneggjandi og skríkjandi.“ (EE)
Kennslustundin
— Hlaðvarpinn, fös. og sun.
„Þetta er í einu orði sagt: Leik-
listin sjálf og sýning í sérflokki.“
(EE)
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21, simi: 511 5111
Umdeild lög um sameiginlega forsjá foreldra yfir börnum hafa verið í gildi síðan 1992. Guðrún Kristjánsdóttir komst m
eðal annars að því að nýju barnalögin geta stuðlað að friðsamlegri skilnuðum, jafnvel þótt annar aðilinn sé í sárum.
Sameiginleg forsjá
fækkar ágreiningsmálum
Flestum finnst hryggilegt til
þess að hugsa að tæplega
helmingur hjónabanda
endar með skilnaði. Svart á
hvítu frá síðasta ári má sjá að
þessi stofnun á á brattan að
sækja, því á meðan 1.219 pör
voru pússuð saman gliðnuðu
519 hjónabönd í sundur. Öllu
hryggilegri er þó sú staðreynd
að innan flestra þessara
brostnu hjónabanda eru börn,
oft fleiri en eitt og fleiri en tvö,
þótt því sé gjarnan haldið fram
að því fleiri sem börnin eru
þeim mun meiri líkur séu á að
hjónaband endist. Skilnaður er
sjaldnast bara skilnaður
tveggja fullorðinna, því um leið
og tií hjónaskilnaðar kemur
þurfa foreldrar jafnframt að
ákveða framtíð barna sinna.
Allt til ársins 1992
var ekki um annað
að ræða en að for- , . . . ,
sjá barns yrði Aöal/wgmyndin að baki sameiginlegri forsja
eiSdrCíuhi' vartrUþarf er sú oð allar meiriháttar ákvarðanir, ervarða
að taka fram að í vei garnið, séu teknar sameiginlega af foreldrum.
yfir 90 prosentum ’ ° °
tilfella fylgdu börn- ---------------------
in móður sinni.
gerð sameiginlegra forsjár-
samninga aukist töluvert, þótt
eitthvað sé líka um að sameig-
inleg forsjá gangi til baka.
Sameiginlegar ákvarð-
anir mikilvægastar
En hvað felst í sameiginlegri
forsjá? Heimild til að semja um
forsjá er að finna í tveimur
ákvæðum barnalaganna; í
senn er hægt að semja um
sameiginlega forsjá eftir skiln-
að eða sambúðarslit, en einnig
þótt foreldrar hafi ekki verið í
hjúskap eða sambúð og þar af
leiðandi aldrei farið með sam-
eiginlega forsjá áður. Sameig-
inleg forsjá felst í því að hægt
er að semja um að barnið verði
hjá báðum foreldrum eða í
höndum annars hvors. Sam-
umönnum þar sem það hefur
lögheimili. Þess má geta að sá
sem hefur það forræði þiggur
sem fyrr meðlagsgreiðslur,
nema um annað sé samið. Að-
alhugsunin að baki sameigin-
legri forsjá er sú að allar meiri-
háttar ákvarðanir er varða
barnið séu teknar sameigin-
lega af báðum foreldrum, en í
langfæstum tilfellum býr barn-
ið á báðum stöðum.
Upplýsingar um forsjársamn-
inga hér á landi frá því er nýju
barnalögin tóku gildi 1. júlí
1992 benda þó til að fyrir
hendi sé nokkur breytingavilji,
en frá 1. júlí 1992 til 1. október
1993 voru samtals gerðir
samningar vegna 1.231 barns,
þar af voru samningar um sam-
eiginlega forsjá 268 talsins.
Ekki eru til nýrri upplýsingar
um sameiginlega forsjá, en
samkvæmt upplýsingum frá
dómsmálaráðuneytinu hefur
kvæmt frekari upplýsingum úr
dómsmálaráðuneytinu virðist
ríkja útbreiddur misskilningur
um út á hvað sameiginleg for-
sjá gengur. Margir halda að
með henni sé ekki um annað
að ræða en að skipta uppeldi
barnsins nákvæmlega jafnt á
milli foreldra, en svo er alls
ekki. Þó að það sé vissulega
hægt er það mun sjaldgæfara. í
flestum tilvikum felst sameig-
inleg forsjá nefnilega í því að
barnið fær sem fyrr daglega
Rök með og á móti
ítarleg rök fyrir og gegn sam-
eiginlegri forsjá er að finna í
bókinni Barnaréttur eftir Davíð
Þór Björgvinsson, dósent við
lagadeild Háskóla íslands. Þar
segir að sameiginleg forsjá sé
fyrst og fremst til þess fallin að
stuðla að betri samskiptum
barns við báða for-
eldra. Með því að
tryggja því foreldri,
sem barnið býr ekki
hjá, forsjá er talin
minni hætta á að
samband við það
rofni. Þá er lögð
áhersla á að deilur
um forsjá rísi oft
vegna þess að foreldri — í
flestum tilfellum móðir — get-
ur ekki hugsað sér að afsala
sér forsjá barns. Með því að
tryggja forsjá ásamt hinu sætt-
ir það sig ef til vill frekar við
það þótt barnið búi annars
staðar. Þetta stuðlar að því að
skilnaður geti gengið fyrir sig
með friðsamlegri hætti en ella
og fækkar ágreiningsmálum.
Helsta gagnrýnin á sameigin-
lega forsjá hefur hins vegar
verið að hún geti haft í för með
Sigurjón Ragnar Ijósmyndari:
sér óstöðugleika fyrir barnið
og ýmis uppeldisleg vand-
kvæði fyrir foreldra. Þá skapi
sameiginleg forsjá hættu á að
samið sé um forsjá barnsins á
röngum forsendum. Þótt
samningur sé gerður í þeirri
trú eða undir því yfirskini að
sameiginleg forsjá sé best fyrir
barnið er tilgangurinn ef til vill
miklu frekar sá að særa ekki til-
finningar þess foreldris sem
ella myndi sjá af forsjá barns-
ins. Þá hefur því verið haldið
fram að með þessu sé ein-
göngu verið að slá vandamál-
unum á frest.
í Svíþjóð síðan ‘76
Tölfræðileg gögn frá Norður-
löndunum sýna að margir for-
eldrar velja sameiginlegt for-
ræði; í Danmörku er talið að að
minnsta kosti þriðjungur for-
eldra kjósi þessa skipan mála; í
Svíþjóð rétt tæplega helming-
ur en í Noregi allt að 60 pró-
sentum. Þetta eru samt ekki
nýjar tölur. Svíar tóku upp
sameiginlega forsjá árið 1976,
Norðmenn árið 1981 og Danir
1985. Á sama tíma bjuggu ís-
lendingar við barnalögin frá
1981, en þar var sameiginleg
forsjá foreldra, sem ekki
bjuggu saman, útilokuð. Árið
1987 var fyrsta sinni lagt fram
frumvarp til laga um breyting-
ar á barnalögunum, þar sem
foreldrum yrði gert kleift að
semja um sameiginlega forsjá.
Það frumvarp náði ekki fram
að ganga fyrr en með barnalög-
unum 1992. í þeim segir, auk
þess sem hefur verið nefnt, að
foreldrar, sem ekki fara með
sameiginlega forsjá, geti samið
um að forsjáin verði sameigin-
leg. Einnig er hægt að færa for-
sjána í fyrra horf sé óskað eftir
því. Samningur um forsjá
barna öðlast gildi við staðfest-
ingu sýslumanns, en sýslu-
maður getur einnig synjað
staðfestingu samningsins ef
hann er andstæður hag og
þörfum barnsins.
Skylt að mæta
í viðtöl erlendis
Nokkrar rannsóknir hafa
verið gerðar af sérfræðingum
á Norðurlöndunum á skóla-
börnum þar sem sameigin-
legri forsjá hefur verið fylgt til
hins ýtrasta, þar af ein ný frá
Svíþjóð sem bendir til að
þetta fyrirkomulag sé eitt-
hvert það besta við þessar að-
stæður. Er meginforsendan að
baki sú að börn finni að það
sé gott samkomulag milli for-
eldranna.
Fjölskylduþjónusta kirkj-
unnar hefur lengi aðstoðað
hjón og foreldra í kröggum.
Finna þeir einhverjar breyt-
ingar til batnaðar eftir að nýju
barnalögin tóku gildi? „Yfir-
leitt leitar til okkar fólk sem á
frekar í vandræðum með um-
gengni en forsjá, þannig að
við þekkjum ekki svo mikið til
einmitt þessara máia,“ segir
séra Þorvaldur Karl Helga-
son, yfirmaður stofnunarinn-
ar. „Hitt er svo annað að alls
staðar þar sem við þekkjum til
á Norðurlöndum, nema hér á
landi, er foreldrum, sem vilja
deila með sér forsjá, skylt að
mæta í að minnsta kosti þrjú
Pabbahelgar eru skelfilegar kerlingabækur
Sigurjón Ragnar Sigur-
jónsson ljósmyndari er í
hlutverki hins hefð-
bundna helgarpabba sem nýt-
ir umgengnisréttinn við tæp-
lega þriggja ára dóttur sína
eins og lög gera ráð fyrir þegar
forsjáin er í höndum annars
aðilans, í þessu tilfelli móður
barnsins. Samkvæmt þeirri
formúlu hefur hann barnið
aðra hverja helgi og einn dag í
miðri viku að auki. „Ég vildi
gjarnan hafa meira af dóttur
minni að segja, en annað en að
barnsmóðir mín fengi forræðið
var ekki inni í myndinni þegar
við skildum," segir Sigurjón.
Hefðbundin pabbahelgi hjá
Sigurjóni er þannig að hann
sækir dóttur sína á leikskólann
klukkan fimm á föstudögum og
skilar henni til móður sinnar
um kvöldmatarleytið á sunnu-
dögum, en mjög Edgengt er
einnig að feður fari rineð börn
sín beint í leikskólalin á mánu-
dagsmorgni. „Maðurj reynir eft-
ir bestu getu að hala^i úti flug-
eidasýningu fýrir lparnið sitt
um helgar, með hefrabundnum
sundferðum, innlitilj í djús á
Kaffibarinn og göngutúr niður
að Tjörn. Rétt rúrnlega tvær
helgar- í mánuði eru alltof
naumur tími. Ég er um það bil
að ná sambandi við Karen þeg-
ar komið er að því að hún fari
aftur til móður sinnar. Að mínu
viti eru það ekkert annað en
skelfilegar kerlingabækur sem
segja að fyrirkomuiagið eigi að
vera þannig að feður fái ekki
að umgangast börnin sín meira
en raun ber vitni.
Ég vildi ekkert frekar en fá
að hafa eðlileg samskipti við
dóttur mína, en til að það ger-
ist þarf ég að fá að hafa meira
af henni að segja. Ég fæ aldrei
að kynnast persónuleika Kar-
enar almennilega fyrr en ég fæ
að umgangast hana við eðlileg-
ar aðstæður; í veikindum
hennar, gleði og sorg. Undir
þessum kringumstæðum ligg-
ur við að maður sé bara þakk-
látur fyrir að hún geri sér
grein fyrir að ég er pabbi
hennar.“
Sigurjón segir að þegar hann
hafi vitað að hann og fyrrver-
andi kærasta hans ættu von á
barni hafi verið ákveðið að
hún tæki fæðingarorlofið. Og
þar sem þau voru að reyna
hafa ofan í sig og á var ekki um
annað að ræða en hann ynni
myrkranna á milli. „Vegna mik-
illar vinnu var ég varla meðvit-
aður um að ég ætti barn fyrstu
mánuðina. Það var ekki fyrr en
Karen var farin að skríða að ég
kynntist henni. Ég fékk sjokk
þegar ég uppgötvaði hvers ég
var að fara á mis. Stæði ég
frammi fyrir því að eignast
barn í dag myndi ég hiklaust
fara fram á fæðingarorlof."
Þegar þau svo skildu þó
nokkru síðar kom, eins og áður
segir, aldrei annað til tals en
barnsmóðirin fengi forræðið.
„Ég er alls ekki að ásaka barns-
móður mína eða neitt slíkt.
Svona er bara hefðin. Svo hefur
vinnu minni verið þannig hátt-
að að ég veit sjaldnast hvað
tekur við næsta dag. Hefði ég
kost á sameiginlegu forræði
væri ég meira en til í að hag-
ræða vinnutíma mínum eftir
því.“
Án nokkurra skuldbindinga
segist Sigurjón þegar tilbúinn
að hefjast handa og sjá um
dóttur sína til dæmis í tvær vik-
ur af desember. „í framhaldi af
því væri ég tilbúinn að hefja
samræður um sameiginlegt for-
ræði. Ég er að minnsta kosti al-
veg tilbúinn til þess að láta
reyna á það, svo framarlega
sem það skaðar ekki barnið —
sem ég efast stórlega um. Að
mínu viti hlýtur sameiginlegt
forræði að vera jafnrétti í
reynd.“
Feðginin Sigurjón og Karen, sem verður þriggja ára í mars. Hefðbundin
pabbahelgi hjá þeim er Tjörnin, Kaffibarinn og sundlaugarnar. Sigurjón vill
heldur hafa sameiginlegt forræði en að þurfa alltaf að vera með „flugelda-
sýningar" um helgar.