Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 24
FlMiypUDAGUR 7. DESEMBER1995 24 Það mátti heyra saumnál detta þeSar tilkynnt var á mánudag hvaða bækur væru út- nefndar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár. Forsetinn, útgefendur, fræðimenn og skáld sóttu hanastél í Listasafni íslands af þessu tilefni. Annar tveggja bara sem opnaðir voru í miðbænum um helgina er Oliver í Ingólfs- stræti. Kjaftfuílt var á opnuninni á fimmtudagskvöld og iðandi stemmning. Ólíkt flestum börum sem skotið hafa upp kollinum í Reykjavík verður lögð rækt við morgunhanana á Oliver. Það veit líka á gott fyrir okkur hin sem förum verulega seint að sofa um helgár og erum því orðin svöng í morgunsárið. HjíliSjSs ■ Gripið og greitt heitir versTun í Vogunum sem er aðeins á færi virðisaukaskatts- skyldra að versla í. Á fullveldisdaginn var opnuð þar fyrsta áfengisútsalan á íslandi sem ekki er í skjóli stóra bróður. Ketill á Café París virti fyr- (XA ir sér Álaborgarákavítis- flösku, en þetta vatn lífsins er einmitt mjög vinsælt á ; dönsku jólahlaðborðunum. Fríðrík XII stórkaupmaður var gripinn mikilli gleði. Pöbb þar sem maður gæti vel hugsað sér að dvelja frá fimmtudegi til sunnudags var opnaður í meira en aldargömlu húsi í Hafnarstrætinu á föstudagskvöld. Á Dubliner flæddi ekta Guin- ness úr krönum alla helgina undir írskum þjóð- lagatónum. Þessi bar er einhvern veginn þegar kominn með sál. Irskur og massífur írski þúsund- þjalasmiðurínn sem handsmíðar allt á methraða ásamt þeim Ág- ústínu og John í Veiðihúsinu. ■H Skáldin Sigurður Pálsson og Stein- unn Sigurðar- dóttir að vonuin hiniinlifandi með útnefninguna. Bæði þykja þau mjög líkleg til að lireppa hnossið. Margir eru samþykkir því að ÞorSteúubfcá Hamri sé líka vel að verðlaunumini koininn. Andrés Pétur, ann- ar eigendamia, var glerfínn i tilefni dagsins. Þarna brosir hann í takt við Agnesi. Kobbi grænmetisæta ásamt Óskari. Svenni Ijósmyndari og Arnold viðurkenndu það á tískusýningu hjá Noi í Leikhúskjall- aranum á fiitimtudagskvöld að þeir væru „bara þarna til að horfa á stelpurnar". Atli Húna- konungur gjóaði aug- unum, eins og hinir. Hveriir voru hvar? ’ N. K/ •* H Bí : ; Á afmælisfagnaði Kaffi Listar í síðustu viku voru Gísli Snær Erlingsson leikstjóri, Jón Oskar myndlistarmaður, Aldís Baldvinsdóttir leikkona sem orðin er ansi blómleg um sig miðja, Dóra Einars- dóttir búningahönnuður Gunnar Gunnarsson rithöf- undur, Örnólfur Árnason líka rithöfundur, Gerður Kristný skáldkona, Arnór Benónýsson leiklistargagnrýnandi, Ingibjörg Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi og fleiri. Á veitinga- staðnum Astró gengu saman inn á föstudagskvöld þau Glódís Gunnars- dóttir dansari og er- óbikkkennari og Davíð Þór Jónsson Radíusbróð ir. Þarna sáust einnig tilsýndar Dóra Einars blaðakona, Davíð Pitt verðandi framkvæmda- stjóri, Jón, Sigga, Ari og Gunna og allir hinir. Á Kaffibarnum sama kvöld voru Hrund Haf- steinsdóttir lögfræðingur, Svenni Speight ljósmynd- ari, Stefán Snær Grétars- son hönnuður, Kolfinna Baldvinsdóttir dagskrárgerð- arkona, Viktor Sveinsson hót- elstjóri ásamt bróður sín- um, Sigurður bar- þjónn, Davíð Þór Jónsson og fleiri. Á Ömmu Lú hélt upp á þrítugsafmælið sitt Guðmundur nokk- ur Gíslason bílstjóri, en hann er enginn venjulegur bíl- stjóri heldur bílstjóri SSSólar. Þeir sem tróðu upp á Ömmu af þessu tilefni voru Helgi Björns, Steinn Ármann Magnússon og Vinir vors og blóma. Aðrir sem sáust á sama stað voru Birgir Sælgætisgerðinni, Raggi sót, Svava eigandi veit- ingahússins Marhaba, Stefán Hilmarsson og fjölmargir aðrir, enda gekk rúta á hálftíma fresti niður í miðbæ sem keyrði bókstaflega allt miðbæjar- gengið inn í nýja miðbæinn Um helgina var opnuð sýning á verkum gullsmiðanna Hanno, Siggu og Timo í stóra salnum í Hafnarborg. Þeir sem sóttu sýninguna á sunnudag voru meðal annarra myndlistarhjónin Jón Óskar Haf- steinsson og Hulda Hákon og þarna var líka Edda Jónsdóttir grafíklistakona.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.