Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 35
Áður en skyggir
Kyrjálaeiði
Hartnes Sigfússon
Mál og menning 1995
★★★
Það var um Hannes Sigfús-
son sem Steinn Steinarr lét
þau orð falla að hann orti á
„meira máli“ en önnur ung
skáld á þeim tíma. Og enn yrk-
ir Hannes á meira máli en
Bækur
flestir aðrir í nýju ljóðabókinni
Kyrjálaeiði. Tungumálið er lyk-
ill skáldsins að veröldinni seg-
ir hann í titilljóði bókarinnar
og vitnar í Ylajali Hamsuns. Og
vefur úr orðunum galdrateppi
fyrir lesendur að fljúga á.
„Ég vona þó svo
sannarlega að Hannes
sé ekki að leggja frá sér
pennann, því hann
sannarþað héraftur
ogenn að hannereitt
besta skáld okkar og
leikni hans með orðin
engu lík. “
Kyrjálaeiði er rökrétt fram-
hald bókanna Lágt muldur
þrumunnar (1988) og Jarðmun-
ir (1991). Hér heldur Hannes
áfram að velta fyrir sér ellinni
og yfirvofandi dauða, lítur um
öxl og reynir að tengja fortíð
og samtíma og yrkir um gró-
andann og lífið og veröldina,
sem honum finnst hann sífellt
verða minni hluti af:
Morgunstírur
Búinn að opna
Og inn streymir
veraldarhafið
með ormétna búslóð á fjörur
sendinna hvarma
Og út hripar myrkvuð sálin
Ellin og nálægð dauðans yf-
irskyggja nánast allt annað og
aftur og aftur bregður fyrir
spurn þess sem er á förum:
Var ég hér nokkurn tíma? Og
það sem er fellur í skugga
þess sem var og ekki síður
þeirra miklu leiðarloka sem
eru yfirvofandi. En þó er gleð-
in yfir vorinu og ungviðinu og
margbreytileika lífsins söm og
jöfn og fylgst með kettlingi að
„Það lœðist að manni
illur grunur um að
Hannesséað kveðja
lesendursína með
þessari bók... “
leik og ferðalagi dordinguls yf-
ir akur, sem auðvitað endur-
speglar ferð mannsins yfir ak-
ur lífsins og þess sem hann
lætur eftir sig þar:
Þrem dögum síðar
rekjum við slóð hans
um þveran akur
sem blikandi stmu frá
punti til punts
og lágvær samtöl um kvíða
Það læðist að manni illur
grunur um að Hannes sé að
kveðja lesendur sína með
þessari bók, grunur sem und-
irstrikaður er í síðasta ljóði
bókarinnar:
Hættur
Dyrum lokað:
Hurð fellur að stöfum
Ég vona þó svo sannarlega
að Hannes sé ekki að leggja frá
sér pennann, því hann sannar
það hér aftur og enn að hann
er eitt besta skáld okkar og
leikni hans með orðin engu lík.
Og þótt ógn dauðans grúfi yfir
í svo mörgum ljóðum bókar-
innar er hún samt full af lífi,
því þótt veturinn gangi „um
garða á gaddaskóm" þá er
hann um leið „lausnari fallinna
grasa og lætur þau aftur rísa“
eins og segir í Ijóðinu Gömul
vísa.
Að lokum langar mig til að
heimfæra orð Hannesar um
Osló upp á bókina sjálfa:
— þrátt fyrir trega
tindrar hér að nýju
mín bjarta borg!
Ætt býr til fólk — á Þingvöttum
Hraunfólkið
Saga úr Bláskógum
Björn Th. Björnsson
Mál og menning 1995
★ ★★
Kunningi minn bandarísk-
ur var á ferð hér á landi
fyrir nokkrum árum. Mitt
fyrsta verk var vitaskuld að
senda hann austur á Þingvöll.
„Hvar eru allar menjarnar frá
söguöld, öndvegissúlurnar,
hofin, þinghúsið og önnur forn
mannvirki?“ spurði sá vestur-
heimski þegar hann kom aftur
úr Þingvallaförinni, og von-
brigðin leyndu sér ekki. „Það
eru ekki einu sinni almennileg-
ar rústir þarna. Þetta er ekkert
líkt og annars staðar í Evrópu,
til dæmis Pompej, þar sem
ekki verður þverfótað fyrir
sögulegum minnismerkjum.“
Það hefði víst lítið þýtt að
reyna að útskýra fyrir þessum
upplýsta Kana þá tilfinningu
að vera staddur á Þingvöllum
einn bjartan dag — „þegar
Skaparinn allra gæða horfir
beint niður á staðinn og held-
ur niðri í sér andanum“, eins
og Björn Th. Björnsson orðar
það í bókinni Hraunfólkið (71).
Ekki fer á milli mála að sögu-
svæðið er Þingvellir; það fylgir
m.a.s. kort af því aftast. En það
er ekki helgasti reitur þjóðar-
innar sem fjallað er um, heldur
„Bláskógar", fámenn og fátæk
sókn klofin um það mikla Þing-
vallavatn, á fyrri hluta 19. ald-
ar — „áður en staðurinn sveip-
aðist helgi sjálfstæðisbarátt-
unnar“. í þessari sveit eru tún
holótt og sundurskorin og allt
leggst á eitt um að gera lífsbar-
áttuna sem harðasta: hraunið,
gjárnar, fjallakuldinn.
Höfundur þessarar innan-
sveitarkróníku gjörþekkir
söguslóðir enda hefur hann
áður samið sérstaka bók um
Þingvelli, sem vísast er til á
fiestum heimilum landsins.
Þetta reynist þó tvíbent þegar
að því kemur að segja frá
hljóðlátu en langvinnu stríði
blóðlítilla Þingvallaklerka við
atorkusaman hreppstjóra í
Skógarkoti, stríði sem spinnst
út af illviðráðanlegum kjötsins
kveikingum þess síðarnefnda.
Það er eins og rás atburðanna
skipti minna máli fremur en sú
staðreynd að sagan gerist —
þrátt fyrir allt — á Þingvöllum.
Það má velta því fyrir sér
hvort nokkrum hefði fundist
þess virði að segja slíka sögu
ef sviðið hefði verið annað.
Persónurnar eru flöktandi
skuggar. Hér er enginn Arnas
Arnæus, engin Snæfríður og
enginn Jón Hreggviðsson;
þetta er ekki þeirra bók. Sjón-
deildarhringurinn takmarkast
af Mosfellsheiði. Jörundur
hundadagakonungur, Rasmus
Rask, „engelski biblíuprestur-
inn“ Ebenezer Henderson —
þessu stórmenni bregður fyrir
og er jafnskjótt horfið aftur af
sjónarsviðinu og þar með úr
vitundinni. „Mikill indælispilt-
ur, þessi Rasmus,“ segir séra
Páll Þorláksson á Þingvöllum
um verðandi andans jöfur í
Danaveldi, og svo er það varla
meira.
Finnur Magnússon prófess-
or er fjarri góðu gamni í Kaup-
mannahöfn, eins konar skrifta-
faðir systra sinna, Ragnhildar
á Þingvöllum og Guðríðar í
Oddgeirshólum. Bréfin sem
systurnar skrifa Finni kváðu
þekja heila hillustæðu og þær
örstuttu glefsur sem hér eru
birtar sýna persónur af áþreif-
anlegra holdi og blóði en getur
að finna víðast annars staðar í
þessari bók. „Ekkert hefir
þessi piltur að bjóða mér af
því sem hér er almennast að
gáð,“ skrifar Guðríður um Stef-
án Pálsson frá Þingvöllum,
heitsvein sinn. „En hann býður
mér hreinan og einlægan kær-
leika, máske eitthvert það sak-
lausasta hjarta, dyggðugan
þenkingarmáta, framkvæmd
og dugnað til búskapar vel í
betra lagi,“ segir hún, „og nátt-
úruskynsemi." (117-18)
Höfundur dregur upp eftir-
minnilegar myndir hér og þar
þótt talsvert vanti á að úr
brotunum fáist heild. Til dæm-
is má nefna frásögn af því þeg-
ar ein Guðrúnin í sögunni deyr
úr sorg eftir að hafa misst
drenginn sinn, Alexíus Ósvífs-
son Vernharðsson, áður ýmist
kenndan Jóni, Ásmundi, Eyj-
ólfi eða Einari. Hún rís upp eft-
ir að hafa legið á líkfjölunum í
þrjú dægur — og er farin til
Reykjavíkur. „Hvernig getur
dauð manneskja risið upp?“
spyr séra Einarsen, bróðir
hinnar upprisnu, heldur lítill
spámaður í Þingvallasókn.
„Spyrjið heldur: hvernig getur
alheil manneskja dáið,“ er
svarið. „Nú gengur hún uppris-
in og barnlaus um göturnar í
Vík.“ (187)
Veikleiki þessarar bókar,
miðað við fyrri verk höfundar
eins og Falsarann en einkum
þó Haustskip, er að hér ber
skáldskapurinn heimildasög-
una ofurliði, án þess þó að rísa
fyllilega undir nafni. Útkoman
verður „hvorki — né“.
Allt um það er frásögnin
gædd hljóðlátu lífi sem er í
samræmi við fábrotið mannlíf-
ið sem hér er lýst. Málfarið
hæfir vel aldarandanum og er
trúverðugt án þess að verða
yfirþyrmandi, samanber t.d.
beygingu orðsins hellir. Höf-
undur er býsna orðmargur, en
það er misskilningur að það sé
galli á ritstíl hans. Á hinn bóg-
inn er stíllinn á stöku stað
ómarkviss, t.d. í frásögn af
komu Yfirvaldsins (63-67) og í
samtölum, eins og á milli
þeirra Þingvallafeðga, séra
Páls og Stefáns sonar hans
(101).
„Ætt býr til fólk“ er heitið á
einum kaflanum í þessari bók.
Björn Th. Björnsson mun eiga
ættir að rekja til aðalpersón-
anna, þeirra Þingvallaklerka
og Kristjáns Magnússonar,
bóndans náttúruríka í Skógar-
koti. Hann hefur forðað þeim
og öðrum sem hér koma við
sögu frá því að verða aðeins
nöfnin tóm í heimildum og bú-
ið til úr þeim fólk. Lesandi sit-
ur þó eftir með þá tilfinningu
að fólkið í þessari bók sé ekki
það sem það hefði getað orð-
ið.
„Frásögnin ergœdd hljóðlátu lífi sem er í samrœmi
við fábrotið mannlífið sem hér erlýst.
Málfarið hæfir vel aldarandanum og er trúverðugt
án þess að verða yfirþyrmandi...
Höfundur er býsna orðmargur, en það er
misskilningur að það ségalli á ritstíl hans. “
Vel heppnuð endurgerð
I skugga Morthens
Bubbi Morthens
Útgefandi: Skífan
★★★★
Haukur Morthens söng sig
inn í hug og hjörtu lands-
manna á þann hátt að
eftir standa lög sem hann í
flutningi sínum gerði ógleym-
anleg. Margt af þvi sem Hauk-
Plötur
Bjöm
Jörundur
ur söng er fyrir löngu orðið að
standördum í íslenskri tónlist-
arsögu. Ekki hafa margir reynt
við hans frægustu perlur til
þessa á hljómplötum, af þeirri
einföldu ástæðu að fólki finnst
eflaust slíkt nálgast helgi-
spjöll. Bubbi er þó örugglega
undanþeginn slíkri gagnrýni í
hugum flestra og má raunar
segja að útgáfa hans á lögum
Hauks frænda síns komi lítið á
óvart.
Vinnsla plötunnar var að
mestu leyti í höndum Þóris
Baldurssonar en Jon Kjell
Seljeseth sér líka um stóran
þátt hennar. Þeim hefur tekist
undravel upp og er upptöku-
stjórnin leyst af mikilli fagm-
ensku.
Þórir fer á kostum í hljóm-
borðsfötum sínum og tekur
nokkrar eftirminnilegar píanó-
yfirferðir á leið sinni um plöt-
una.
Um hljóðfæraleik almennt
má segja það sama; allir kom-
ast þar vel frá sínu en þó ber
sérstaklega að geta Einars
Scheving, sem er í algjörum
sérflokki í meðhöndlun
trommunnar. Afdrif þeirra
fiðlubræðra Szymons og Daní-
els í einleikjum sínum gefa
einnig gott bragð í munninn.
Eina stóra aðfinnslan skrifast á
bassanotkun Þóris og Jons þar
sem gervibassar leysa hinn
hefðbundna kontrabassa af
hólmi. Verður blöndun þessi
við önnur hljóðfæri nokkuð lit-
laus og þurr en hefði mátt
Bubbi fereinkarvel
meðlögin ogsyngur
af alúð oggætni.
Haukur syngur með
Bubbaílaginu „Ó
borg, mín borg“. Þarer
upptöku með Hauki frá
árinu 1984 skeytt sam-
an við þá nýju með
góðum árangri.
forðast með alvöru kontra-
bassa, sem er gert í einu lagi
með góðum árangri. Bubbi fer
einkar vel með lögin og syngur
af alúð og gætni. Haukur syng-
ur með Bubba í laginu „Ó borg,
mín borg“. Þar er upptöku
með Hauki frá árinu 1984
skeytt saman við þá nýju með
góðum árangri. Öll tæknivinna
Arnþórs er til fyrirmyndar og
skilar hann af sér góðri hljóð-
blöndun.
Lagaval á svona verki verð-
ur alltaf smekksatriði, en hér
er á ferðinni ágætasti pakki,
sem aðdáendur Bubba, Hauks
og sígildra dægurlaga ættu að
kunna vel að meta.
Flytjendur auk Bubba eru:
Guðmundur Pétursson og
Tryggvi Húbner á gítar, Þórir
Baldursson á hljómborð auk
þess sem hann raddar og út-
setur, Jon Kjell Seljeseth á
hljómborð auk þess sem hann
útsetur, Einar Valur Scheving
á trommur, Szymon Kuran og
Daniel Cassidy á fiðlu. Blásar-
ar eru Rúnar Georgsson og
Óskar Guðjónsson á tenórsax,
Sigurður FÍosason á klarinett,
Snorri Valsson á trompet og
Árni Elvar á básúnu. Á bassa
leika þeir Jon Kjell og Þórir
Baldurs að undanskildu einu
lagi, þar sem Tómasar R. Ein-
arssonar nýtur við.
Ásamt Bubba syngja Haukur
Morthens og Kristjana Stefáns-
dóttir hvort í sínu laginu. Bak-
raddir syngur Þórir Baldurs-
son.
Upptökur: Arnþór Örlygs-
son. Hljóðblöndun: Arnþór Ör-
lygsson, Þórir Baldursson, Jon
Kjell.
Lög og textar: Ýmsir.