Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
TM
Forsetaframbjóðandi vikunnar
Dr. Óttar
Guðmundsson
Það má tíðindum sæta að
nafn dr. Óttars skuii fyrst
nefnt núna í þessu sambandi.
Hann er hinn ídeali forseta-
frambjóðandi. Þeir eriendu
höfðingjar sem þyrftu að um-
gangast dr. Óttar kæmu sko
aldeilis ekki að tómum kofiin-
um hjá þeim vísa manni. Ótt-
ar hefur ákveðið forskot í
kosningaslagnum: Þeir eru
ófáir fjölmiðlarnir sem hafa
leitað til hans um góð ráð —
þar á hann aldeilis inni gúdd-
vill. Þá er meirihluti þjóðar-
innar á móti því að embættis-
menn og pólitíkusar séu að
djúsa um of, eins og glögg-
iega kom fram í máli Magnús-
ar Thoroddsen. Hver væri
betur til þess fallinn að
þurrka diplómasíuna okkar
upp? Nei, spyr sá sem ekki
veit.
Slagorðið: Ó-Ó-Óttar inn —
nú kjósum við öll doktorinn!
HP vill stytta þjóðinni biðina eftir for-
setaframbjóðendum með tillögum um
ákjósanleg forsetaefni.
/J
Það er makalaust hvað Dóri Braga er gjarn á að dúkka upp
hér á síðurn blaðsins. Og iesendur geta rétt ímyndað sér undr-
unina sem greip um sig á ritstjórninni þegar bókin um Vil-
hjálm Stefánsson landkönnuð barst henni í hendur. Ekki varð
betur séð en Dóri væri þar lifandi kominn á einni myndinni
norpandi í heimskautavindinum. Nú er ekki að Dóri liafi þann-
ig andlitsfall að hægt sé að eiga von á öðru eins. Það var ekki
frítt við að kvikmyndirnar um Leonard Zelig og Forrest Gtimp
kæmu upp í hugann, en þegar betur var að gáð kemur í ljós að
myndin er af Vilhjálmi sjáifum. Og enn sannast hið fornkveðna
með útlitið og innrætið: Dóri Braga er fyrrverandi Vestur-
íslendingur, nýlega kominn heim frá Kanada. Eflaust hefur
hann notað tækifærið og ráfað um ísilagðar sléttur Alaska
með gítarinn á öxlinni.
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21, simi: 511 5111
HP
FYRIR 15 ÁRUM
Blaðamaður sleppur við kœru
Ríkissaksóknari hefur í
bréfi til lögreglustjórans
í Reykjavík vísað frá kæru
embættisins á hendur
blaðamanni Helgarpósts-
ins, Guðlaugi Bergmunds-
syni, en lögreglan handtók
Guðlaug síðla sumars í mið-
bænum, þar sem hann var
við störf í þágu blaðsins, og
færði í fangageymslur lög-
reglunnar. Var Guðlaugi
gefið að sök að hafa truflað
og tafið lögreglu og hafa
haft uppi móðganir við lög-
reglumenn. Guðlaugur
íhugar nú í samráði við Iög-
fræðing Blaðamannafélags
íslands hvort hann höfðar
mál á hendur lögreglunni
fyrir handtöku og frelsis-
sviptingu að ófyrirsynju.
12. desember 1980.
„Það verður að beita
ákveðinni tækni og ég verð
stundum að halda hattinum.
Ég er greinilega ekki eins lag-
inn og sumir hattamenn að
geta alltaf haft hausinn í vind-
inn eins og mér skilst að þeir
geri. En sennilega er maður
heldur að komast upp á lagið.
Þetta er æfing eins og með
regnhlífina.“
Sú stórmerkilega kenning
kom fram hjá Haraldi Blöndal
fyrir viku að líkast til væri það
Kennedy að kenna að hattar
fóru að hverfa. Það var skylt
að spyrja stjórnmálafræðing-
Þetta er breskur hattur og
ég segi alltaf að hann sé
keyptur á Oxford Street,
svo menn haldi að hann sé
keyptur í fínni hattabúð. Svo
útskýri ég það ekkert frekar,“
segir Ólafur Þ. Harðarson
stjórnmálafræðingur, en hann
er hattamaður HP að þessu
sinni.
Ólafur á við sama vanda að
etja og Haraldur Blöndal að fá
á sig nægilega stóran hatt. Því
varð hann harla glaður þegar
hann fékk þennan. „Ætli við sé-
um ekki svona höfuðstórir Is-
lendingar," segir Ólafur. „Það
er nú eina skýringin sem mér
dettur í hug, ef þetta er algengt
vandamál hér, sem ég vissi nú
ekki.“
Ólafur á annan hatt sem er
rússneskur, keyptur í Moskvu
meðan Gorbasjev var enn við
völd. „Ég fór í Gúmmið, sem er
vöruhúsið við Rauða torgið, og
í hattadeildina — þeir voru
með mjög fína hatta Rússarnir.
En þótt ég fengi stærsta hatt-
inn er hann heldur þröngur
þannig að ég á í vandræðum
með að nota hann. Rússarnir
virðast þannig fremur höfuð-
litlir, altént voru þeir ekki með
nógu stóra hatta. Þetta er stór-
merkilegt rannsóknarefni."
Ólafur hættir sér ekki út í of
miklar bollaleggingar um hvað
þetta segi almennt um vits-
muni íslendinga. „Það er nátt-
úrlega eins og alltaf með ís-
lenska speki. Þeir eru tveir
málshættirnir: „Oft er vit í
vænum kolli" og „Heimskur er
jafnan höfuðstór“. Það fer bara
eftir því hvernig haus menn
hafa hvorn þeir velja. Við skul-
um vona að vitið eigi við ís-
lendinga.“
Það er ekki langt síðan Ólaf-
ur fór út '
hattamenn
una. Það 1
fyrir tvein
eða þrer
árum. „Þí
byrjaði upf
fertugu
mér. Ætli
urgirnin
ekki ráðið
svo er þett
bera hatt nátt- Guðlaugur Tryggvi
úrlega forn og karl-
mannlegur siður.
Mikil synd og
skömm ef hann af-
leggst með öllu.“
Því miður á hatta-
mennskan undir
högg að sækja að
mati Ólafs, sem I
sýtir það ekki að j
tilheyra minni-
hlutahópum. „Ég
tilheyri hvort sem }
er minnihUutahóp
pípureykinga-
manna, sem verð-
ur sífellt erfiðara."
En þetta eru hin-
ar heimspekilegu
ástæður. Þær
praktísku skipta
ekki síður máli.
„Það er afar fúnk-
sjónalt fyrir þá
sem eru augnfatl-
aðir eins og ég og
þurfa að ganga
með gleraugu að
nota hatta. Ég
hafði reynt að
ganga með húfur,
sem voru náttúr-
lega allt of óvirðu-
legar, en dugðu nú svolítið í
þetta samt. Ef það rignir verð-
ur maður með gleraugu eins
og blindur kettlingur án hatts-
ins.“
Og talandi um rigninguna og
rokið á íslandi þá dregur Ólaf-
ur ekki úr því að veðurfarið
hér sé fjandsamlegt hatta-
mönnum og bendir á að það
hái einnig þeim sem nota regn-
hlífar. Hann notar gjarnan
regnhlífar og var alltaf að
lenda í því að þær fykju upp.
Það væri mjög óþægilegt —
þær hreinlega geta eyðilagst á
því. En svo ná menn lagi á
Siggi Hall
Sigmundur Ernir
Guðfinnur bílasali
Ólafur Þ. Harðarson: „Ef það
rignir verður maður með gler-
augu eins og blindur kettlingur
án hattsins."
inn út í þetta atriði.
„Ég hef nú ekki hugsað út í
það, en líklega er þetta rétt hjá
honum Haraldi. Maður sér til
dæmis, ef myndabækur af
stjómmálamönnum eru skoð-
aðar, að það er á þeim tíma
sem þetta breytist. Áður voru
allir almennilegir og virðulegir
menn með hatta. Það gæti
mjög vel passað. Það er einnig
rétt athugað hjá honum að
Kennedy var stundum með
pípuhatt við hátíðleg tækifæri,
en þá hélt hann á honurn."
JBG
Dóri Braga Haraldur Blöndal
Björn er
laaaangflottastur
*
slenskir netmiðlarar hafa
fyrir allnokkru áttað sig á
stjórnmálavinkli netsins og
þannig vistar Miðheimasíðan
h ttp://centru m. is/island/-
stjornm.html til dæmis síður
þriggja stjórnmálaflokka og
tveggja stjórnmálamanna.
Fyrst er að telja Þjóðvaka og
Náttúrulagaflokkinn, sem fyrir
utan lítið fylgi kjósenda eiga
það sameiginlegt að hafa ekki
náð nokkrum tökum á tækn-
inni og eru með gjörsamlega
ómyndrænar og úreltar síður.
Alþýðubandalagið er þriðji
flokkurinn og hefur einnig
ómyndrænt viðmót, en hefur
það framyfir hina tvo að vera
með nýlega uppfært efni. Guð-
mundur Árai Stefánsson er
annar stjórnmálamannanna á
Miðheimasíðunni og hann á
við svipaða hluti að stríða og
Þjóðvaki og Náttúrulagaflokk-
urinn: síður hans voru settar
upp fyrir tæplega ári og hafa
lítt verið uppfærðar frá þeim
tíma. Guðmundur Árni hlýtur
því sömu snuprur og flokkarn-
ir. Og þá komum við að heima-
síðu vikunnar: Bjöm Bjarna-
son menntamálaráðherra er sá
stjórnmálamaður íslenskur
sem bestum tökum hefur náð á
hinni nýju tækni og býr þar
einkum að tveimur hlutum:
annarsvegar fyrirtaksskilningi
á tækninni og möguleikum
miðilsins og hinsvegar af-
bragðsgóðri ráðgjöf og stuðn-
ingi nethausa. Björn flokkar
efnið á skipulagðan hátt og í
efnisflokkum má finna gnægð
lesefnis og upplýsinga. Að-
gengið í prýðisgóðu lagi; síð-
urnar eru myndrænar og
snyrtilega uppsettar. Þarna er
semsagt bókstaflega allt sem
maður vill vita um Björn
Bjarnason og einnig margt af
því sem maður vill alls ekki
vita - en þá er bara hægt að
fletta áfram. Rúsínan í pylsu-
endanum er ákaflega persónu-
legar hugleiðingar mannsins
og hvatning Björns til net-
hausa um að spjalla þráðbeint
við sig gegnum tölvupóst. Und-
irritaður veit nefnilega af eigin
reynslu að Björn er pennaglað-
ur maður og svarar jafnharðan
skilaboðum: í þeirri staðreynd
er auðvitað að finna einn
fflii
Kotscape: Heimasíða Björns Bjatnaxonar li
<30 & 3 sss G
8í<*' f-v V.M Höftv* Iftvigfes Cp*n Prtot , FVtl . !
jon í: j r.tto ://yyv .c»otrum.f£ /bb /
Vf<»trt N*w? ( Vhsrt^ Cool?} Hyxiboot: | N»t S»vch | N*t Dw »ctorv( ftov'tycupí {
B jö rn
Bjarnason
Fytix stjónvatélitfíiexiii skiptir ck&puxa áð
geta vtá 3 i rtánu saxftbánoj vi?
umbiáðexnJw sif.e Leiðixnex til þfess vexðá
sífeát flfcixi. Mtð því tð nýttxfiec þatm
hfcixft. se«i þtssi nýj». sáxnskipteleið oj»n«x,
vil égi sfcnxt koxft.a skoðunoxn rcánuxn 4
ixsxftf*xi og gfefe. öðwntíekiítexitil »3
k/nx>ft mfcrviðhGrf sb.
Bg ttl, tð Jnttrftfctj? og vexoidarvefunnn
gfen i slexidiftgum kleaft tð »flð str
xtpplVsmgo og rcúðlft f.eim rafcð xnitía
áhnf&cftfciri hsfetti ext vxð hofuxa nokkra sixuú
áðux kynnst Áð Xftínu éltti tr f>að xftifolv*gt
hlutvexk stjórnxuáhnwiítnft oð vcr * wior
f>étttakend«xif>ess3/i gieðiiegu.firóuxi Ég
vil mfeðaí sxatsxs itggjft rrutt af xftórkuift mtð
f>vi, stxn óUura er htr boðið ftð kynxift séx.
Hin afbragðs velheppnaða heimasíða Björns Bjarnasonar menntam;
ráðherra á netinu. Bravó Björn!
helsta kostinn við heimasíðu
hans. Þarna er kærkomin leið
fyrir kjósendur til að hafa milli-
liðalaus samskipti við einn af
æðstu stjórnmálamönnum
þjóðarinnar og slík þjónkun
við lýðræðið verður að teljast
aðdáunarverð. Þess ber að
geta að lokum að undirritaður
hefur kynnt sér nokkuð góðan
slatta af heimasíðum erlendra
stjórnmálamanna og getur full-
um fetum staðhæft, að fáir ef
nokkrir þar ytra standa ís-
lenska menntamálaráðherran-
um á sporði - hvort sem verið
er að tala um velheppnaða
heimasíðu eða þátttöku og
skilning á samskiptum á net-
inu. Björn og aðrir íslenskir
nethausar geta ófeimnir verið
stoltir af því. (Að lokum eru
netáhugamenn hvattir til að
hafa samband við Helgar-
póstinn gegnum tölvupóst um
hvaðeina sem þeim liggur á
hjarta.)
- shh (staffan*centrum.is)