Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 48

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 48
HELGARPOSTURINN Rassía' skattrannsóknarmanna á vegum Skúla Eggerts Þórðarsonar í veitingabrans- anum um daginn, sem HP skýrði frá, skaut mörgum veitingamannin- um skelk í bringu. Einn viðmælandi HP, sem rekur mjög vinsælan veit- ingastað, fullyrti að það væri nán- ast ógjörningur að ná endum sam- an í rekstrinum án þess að lauma nokkrum krónum framhjá ríkiskass- anum, slík væru gjöldin og álögurn- ar sem veitingahús þyrftu að þola. Af samtölum við koll- ega sína réð sami viðmælandi að með örfáum undantekn- ingum, líklega teljandi á fingrum annarrar handar, stund- uðu allir staðir skattsvik í einhverjum mæli. Hinn kostur- inn væri einfaldlega að hætta rekstrinum... Ein af mest seldu bókunum fyrir þessi jól mun að lík- indum hvergi sjást á metsölulistum blaðanna. Hún heitir því yfirlætislausa nafni Samningar og skjöl og hefur að geyma alla helstu viðskiptasamninga sem eitt fyrirtæki þarf að gera starfsemi sinnar vegna. Bókin kem- ur út á vegum Bókaklúbbs viðskiptalífsins, sem Framtíð- arsýn starfrækir, og fylgir sögunni að fyrsta upplag hafi selst upp á svipstundu. Bókinni fylgir tölvudiskur sem geymir skjölin í bókinni, en pakkinn er ekki í ódýrari kant- inum, eða á milli sjö og átta þúsund krónur. Bissniss- menn segja þó að sú fjárfesting borgi sig fljótlega, þetta jafngildi ekki ýkja mörgum útseldum tímum hjá lögfræð- ingi sem annars þyrfti að fá til verksins... Stundum er erfitt að halda utan um alla þræði í stóru fyrirtæki. Það gæti Póstur og sími staðfest. Þar á bæ var fyrr á árinu ákveðið að breyta póstnúmerinu á Flúðum í 845 Flúðir, en áður voru Flúðir undir 801 Selfoss. Ekki virðist breytingin hjá póstinum hafa komist til skila innan- húss hjá fyrirtækinu, því á reikning- um símnotenda þar eystra stendur nefnilega enn 801 Selfoss, eins og ekkert hefði í skorist. Ólafur Tómasson póst- og síma- málastjóri þarf því greinilega að huga svolítið að upplýs- ingaflæði innan fyrirtækisins... Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mtnútan Síðast var spurt: Heldur þú að útlendingar fái ven meðferð í íslenska dómskerfinu en íslendingar? I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Er brýnt að ija tónlistarhús SÓLON ISLANDUS ! HELGARPÓSTURINN Fréttaskotið 552-1900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.