Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 „Þeim sem fara hamförum íað kœfa þessa umræðu mun ekki takast það. Athurðarásin mun ráða því “ margir áratugir frá því jafnað- armannaflokkar um alla Evr- ópu gerðu upp við sig að þeir styddu markaðskerfi. Það fær- ir þá ekki til hægri, heldur er það niðurstaða byggð á reynslu af miðstýrðum, ríkis- reknum þjóðnýtingarkerfum." Ögmundur talar líka um af- stöðu til velferðarkerfisins, nefnir til dæmis sjúklinga- skatta. „Það er hin hliðin á málinu. Við þurfum að skapa verð- mæti til að borga fyrir velferð- ina. Markaðskerfi gegnir því hlutverki betur en önnur efna- hagsskipan. Það er útrætt mál fyrir löngu og þarflaust að ríf- ast um það. Velferðarkerfið byggir á því að verðmæta- sköpun sé nægileg til að standa undir því. Engin er jafn- óþreytandi að tönnlast á því og Gro Harlem Brundtland, svo ég nefni dæmi. Velferðarkerfið þandist út í Evrópu á tímabilinu 1950 til 1975, fram að olíukreppu. Það var vandræðalítið af því það var af nógu að taka á mesta hagvaxtarskeiði Evrópu. Síðan hefur slegið í bakseglin, en vel- ferðarkerfið þenst út með sjálfvirkum hætti, meira en samsvarar aukningu í þjóðar- framleiðslu og bilið breikkar, vegna þess að þjóðarfram- leiðsla hefur minnkað. Þá þarf af taka afstöðu. Sá, sem ekki gerir það, segir um leið: sláum lán, aukum skuldir og framvísum reikningunum á afkomendurna. Þegar Ög- mundur segir að við séum heilsteyptur flokkur, þá reikna ég með að það sé að hluta af því við segjum nei. Jafnaðar- menn á íslandi eru ekkert sér- stakir um það — þetta er vandi nútímajafnaðarstefnu. Hvort sem um er að ræða tímabundið samdráttarskeið eða — eins og Hörður Berg- mann hefur bent á hér — við erum komin út úr hagvaxtar- skeiðinu og þurfum að reka pólitík sem hafnar hagvexti af umhverfisástæðum, þá er kominn árekstur á miili hefð- bundnu vinstri úrræðanna um meiri peninga í velferðarkerfið og þess, að það er minna úr að spila. Þá verður að forgangsr- aða og það stendur engum nær en þeim, sem telja sig vera jafnaðarmenn og arki- tekta velferðarkerfisins, að hlaupast ekki frá þeim vanda.“ En þá segir Ögmundur: jafn- aðarmaður rukkar ekki sjúk- lingana þegar þeir leggjast inn á spítala. Hann skattleggur fyrir kostnaðinum. „Það er sögulega rangt. Vandinn er orðinn svo stór um alla Evrópu að skattarnir duga ekki til og það er ekki hægt að hækka þá. Það er stór og breiður hópur þjóðfélags- þegna í velferðar- og hagvaxt- arríkjum samtímans, sem hef- ur efni á því að greiða fyrir hluta af velferðarþjónust- unni.“ Hefur hann þá ekki efni á að borga hœrri skatta líka? „Þar er komið að tæknilegu atriði: þú nærð ekki til þeirra með skattheimtu. En það er stór hópur fólks sem hefur efni á því að greiða sinn hlut, til dæmis í lyfjakostnaði eða venjulegri læknisþjónustu, og það hefur ákveðna kosti að gera það í gegnum þjónustu- gjöld. Það er hluti af viðleitni til að verðleggja og meta raun- verulegan kostnað við þessa þjónustu. Það er praktískt mái. Annað praktískt mál er að hér eru háir skattar, skattsvik eru tiltölulega mikil og í þær tekjur verður ekki náð með venjulegri skattheimtu. Nú er svo komið, þrátt fyrir aukna auðlegð, að við getum ekki lengur staðið við hið upp- haflega sósíaldemókratíska prinsipp: heilbrigðisþjónusta eftir þörfum, handa öllum án tillits til efnahags. Við verðum að sinna betur þörfum þeirra, sem mest þurfa á því að halda og minnstu hafa úr að spila. Þjónustugjöldin, sem við kom- um á, voru útfærð með það í huga. Sá sem segir að þetta sé árás á velferðarkerfið og að við séum hægri menn, hann bið ég að líta á hvað jafnaðar- menn hafa verið að gera um alla Evrópu og Skandinavíu. Það getur ekki verið tilviljun að menn standa frammi fyrir þessum vanda alls staðar. Ég virði það við Ögmund, að hann ræðir um konkret mál — það á að ræða um þau, annars komumst við ekkert áfram. En honum hættir til að tala um markaðinn sem mál hægri manna, sem er rangt, og að líta á óumflýjanlegar aðgerðir til að leysa vanda velferðarkerfis- ins sem hægri stefnu. Hin leið- in er að taka lán og hækka skatta, sem við núverandi að- stæður er uppskrift að vax- andi atvinnuleysi og land- flótta. Og þá kem ég að öðru lykilatriði í þessari framtíðar- sýn rninni." Evrópa, Evrópa „Þjóðríkið er ekki búið að vera, en verkefnunum sem það ræður við eitt og sér fer sí- fellt fækkandi. Vandamálin í samtímanum er orðin of stór til að þjóðríkin ráði við þau eða þjóðríkin orðin of lítil til að ráða við þau. Það er grundvallaratriði í pólitík jafnaðarmanna að beita lýðræðinu, meirihluta í ríkis- stjórnum, sveitarstjórnum og stéttarfélögum, til að ná fram meiri jöfnuði en markaðskerf- ið skilar. Getum við það innan ramma þjóðríkisins? Ef skattar eru hækkaðir á fyrirtæki, þá fara þau annað. Ef vaxtastigi er haldið óeðli- lega lágu, þá flýr fjármagnið. Ef ríkissjóður er rekinn með of miklum halla, með of mikilli verðbólgu eða of háum vöxt- um, þá una fyrirtækin því vegna krafna í alþjóðlegri sam- keppni. Þetta grundvallarat- riði, að fjármagnsmarkaður og vinnumarkaður er orðinn einn, veldur því að hefðbund- in tæki þjóðríkisins til að byggja upp dýrt velferðarkerfi, sem eykur framleiðslukostnað og breytir samkeppnisstöðu, duga ekki. Það getur endað með fjöldaatvinnuleysi. Þetta er að gerast allt í kringum okkur. Við köllum það „félagsleg undirboð". Hin alþjóðlegu fyrirtæki, sem sín á milli velta fjórðungi af heims- viðskiptum, velur sér búsetu eða lögheimili þar sem því eru boðin bezt kjör. Ríkisstjórnir sem fást við atvinnuleysis- vanda keppa sín á milli um að fá þessi fyrirtæki og fjármagn til að skapa atvinnu. Það var nákvæmlega þetta sem olli því að velferðarríkið Svíþjóð gat ekki lengur staðið á eigin fótum. Það var að afiðn- væðast, fjármagnið flúði land- ið, 80 prósent af allri fjárfest- ingu var utan Svíþjóðar og allt í sátu Svíar uppi með atvinnu- leysisvandamál sem þeir réðu við áður, en ekki lengur. Ergó: það var óumflýjanlegt að Sví- þjóð gengi í Evrópusamband- ið. Atvinnuleysi í Evrópu er mikið, en við það verður ekki ráðið nema á grundvelli sam- þjóðlegra samtaka." Afhverju dugarEES ekki? „Eftir að EES-samningurinn var samþykktur gerðist það, að samstarfsaðilar okkar ákváðu að stíga skrefið til fulls og við sitjum eftir með norska olíufurstadæminu. Sú breyting þýddi að við höfum engin áhrif á ný lög og reglur Evrópusam- bandsins. Við erum núna inn- an EES-samstarfsins það sem stjórnarandstæðingar á síð- asta kjörtímabili fordæmdu sem mest: við erum í reynd orðnir áhrifalitlir þiggjendur löggjafar á því sviði, sem EES- samningurinn nær til. Þegar spurt er um áhrif svarar til dæmis Davíð Odds- son gjarna með nokkrum for- aktunartón: hvaða áhrif haldið þið að íslendingar hafi? í þeim orðum felst dálítið sjálfsmat og hans eigi mat á getu þessar- ar þjóðar til að halda á sínum málum. Áhrif íslendinga verða aldrei meiri en áhrif smáþjóð- ar, en samstarfsaðilar okkar í EFTA voru líka smáþjóðir. Sameiginlega voru þær samt stærsti viðskiptaaðili Evrópu- sambandsins, stærri en Bandaríkin og Japan til sam- ans. Hlutur smáþjóða innan ESB er ekki smáj*. Þau hafa gríðar- leg áhrif. Ef ísland einbeitir sér að þeim málum sem okkur varða mest, í samstarfi við aðra sem eiga svipaðra hags- muna að gæta, getum við haft áhrif innan ESB, en nákvæm- lega engin fyrir utan. Það er punkturinn." Röksemdirnar fyrir því að við göngum í ESB, sem notaðar voru í vor, voru aðallega þess- ar: áhrifaleysið, enn frekari að- gangur að mörkuðum en nú er og lœgra matvœlaverð, sem raunar var mikið deilt um. En oftast fannst mér ég heyra al- menn orð um framtíðarsýn, árœði, kjark ogþortil að takast á við framtíðina, o.s.frv. Þetta fannst mér stundum eins og karlhormón í búningi stjórn- málaskoðunar — konkret mál voru nefnd svo fá. Geturðu nefnt mér tvennt eða þrennt í íslenzku samfélagi, hvers for- senda til framfara er aðild að ESB, og sem myndi skaðast eða fjara út án hennar? „Það er ekki hægt að af- greiða málið með einföldu svari við þessari spurningu. Hvers vegna? Vegna þess að þátttaka í innri markaðnum í Evrópu snýst ekki um tvö eða þrjú mál, heldur hver eru áhrifin af því til lengri tíma lit- ið, að standa utan við. Hvað annarra kosta eigum við völ? Rökin eru pólitísk, efnahags- og viðskiptaleg og snúast um varnar- og öryggismál. Þau snúast um framtíðina í öllum þessum málum. Við vitum í hverju hinn viðskiptalegur hagur er fólginn - - í fullum að- gangi í stað takmarkaðs að- gangs. Lækkun viðskipta- kostnaðar við afnám landamæra. Við myndum njóta þess að verðlag á lífs- nauðsynjum myndi lækka, þótt rífast megi um hversu mikið. Ef við metum reynslu annarra þjóða, ekki sízt smá- þjóðanna, þá myndi þetta örva erlenda fjárfestingu í landinu og lækka vexti. Ef litið er á hagsmuni atvinnuvega, þá myndi landbúnaður verða í svipaðri stöðu, en sér í lagi myndi þetta auðvelda okkur að byggja upp fjölbreyttara þjóðfélag, iðnaðar- og þjón- ustuþjóðfélagið sem er tekið við af frumframleiðsluþjóðfé- laginu allt í kringum okkur. Ef við lítum á vísindi, rannsóknir og menningu, þá myndi þetta þýða fullan rétt til samvinnu í staðinn fyrir sérsamninga inn- an EES. Það er mikilvægt að geta notið þar sérhæfingar sem fámenn þjóð eins og við getum ekki aflað. í varnar- og öryggismálum snýst þetta um framtíðina. Við erum í NATÓ og öryggi okkar er tryggt, en NATÖ er að breytast. Það er nú orðið að tvíhliða samtökum Bandaríkj- anna og Evrópu og er okkur nægilegt á meðan Bandaríkin telja það samrýmast hagsmun- um sínum að bera ábyrgð á ör- yggi Evrópu. Það er margt sem bendir til að það breytist fljót- lega. Allri þessari umræðu er drepið á dreif með slagorðinu „Ekki á dagskrá af því að við getum ekki samið við ESB um fisk.“ Ég er búinn að svara því oft og nákvæmlega að þar er fullyrt meira en rök eru fyrir. Allar fullyrðingar um að sam- eiginlega fiskveiðistefnan úti- loki samninga við ESB eru gíf- uryrði, fram settar tii að koma í veg fyrir að nokkuð verði gert í málinu. Ég get hlustað með virðingu og umburðarlyndi á öll sjónar- mið í Evrópumálum, með og á móti, nema þennan frasa: Þetta stærsta mál samtímans er ekki á dagskrá út af fiski. Það er bara rangt.“ Fiskinum verður aldrei fórnað Umsókn um aðild hefur það að markmiði að samningar ná- ist — maður vill komast í klúbbinn sem sótt um aðild að. Það er ekki hœgt að sœkja um „til þess að prófa Er ekki hœtt við að þunginn t þá átt, að ger- ast aðilar, og ef hagsmunirnir eru jafnmiklir og þú varst að lýsa, á öðrum sviðum en varð- ar fiskveiðistefnuna, að við að- ildin verði á endanum of dýru verði keypt? Að fiskinum verði fórnað? „Nei. Það getur ekki gerzt í íslenzkri pólitík vegna þess að þeir hagsmunir eru svo miklir. En aðeins um það. Sagt er: sameiginlega fiskveiðistefnan útilokar aðild, hún er svo óhagstæð. Þegar spurt er aft- ur, hvað í stefnunni sé svona óhagstætt, hverju eigi að breyta, þá standa engar rannsóknir að baki. Umhvað er þessi stefna? Hún er um sameiginlega nýt- ingu á sameiginlegum haf- svæðum á sameiginlegum fiskistofnum innan 200 mílna lögsögu ESB. Hvað með ís- land? í fyrsta lagi er ísland með algerlega aðskilda efna- hagslögsögu og í öðru lagi nýt- um við enga fiskistofna sam- eiginlega með ESB. Þar eru engir árekstrar. í þriðja lagi fengum við kröfuna um veiði- heimildir í staðinn fyrir mark- aðsaðgang út af borðinu í samningum um EES. Það þýð- ir, að þær verða ekkert teknar upp aftur. Við höfum fengið það stað- fest og bókað á fundum með Spánverjum, að þeir muni ekki gera kröfur um einhliða veiði- heimildir í íslenzkri lögsögu. Þeir hafa engin rök fyrir því, enga veiðireynslu hér. Okkar staða er mjög sterk. í öllum samningum um stækkun sambandsins hefur verið tekið tillit til þess sem er skilgreint lífshagsmunir aðild- arríkja. Evrópusambandið semur ekki við eitthvert ríki um að taka af því lífsbjörgina. Hvaða hag hafa þeir af því? Þegar Skandinavar byrjuðu að semja um landbúnaðarmál var þeim fyrst sagt að þeir fengju engar varanlegar undanþágur. Niðurstaðan varð allt önnur. Þeir fengu var- anlegt frávik frá sameiginlegu landbúnaðarstefnunni, vegna þessa að þeir gátu fært sönnur á að þeirra dreifbýlisbúskapur passaði ekki inn í hana. Það er hægt að nefna fleiri dæmi af þessu tagi. Inrian Evrópusambandsins hafa menn margoft sagt við mig: „Við skiljum ekki þessa fóbíu hjá ykkur íslendingum. Af hverju haldið þið að það sé ekki hægt að ná samningum út af fiski? Haldið þið að við sé- um ekki búnir að fá nóg af fisk- samningum við ykkur og Nors- arana? Haldið þið að okkur sé ekki orðin ljós sérstaða ykkar? Gerið ykkur ekki grein fyrir að sjávarútvegur er varla til inn- an ESB? Hann mælist varla I hagtölum nema á jaðar- svæðum“.“ „Fóbían um fiskinn" tengist ekki bara fiski. Hún tengist hug- myndum okkar um efnahags- legt sjálfstœði, fullveldi og þann tilfinningalega undirtón sem því fylgir. „Já, alveg eins og í EES er verið að ala á þessu með hreinum tilfinningasjónarmið- um. Ekki vanmeta þjóðernis- kennd og tilfinningar fólks. „Ég tek undir að mér hættir til að vanmeta það vegna þess að ég er ekki þjóðernissinni. En það fegrar ekki málstað hinna sem í þekkingarleysi eða rökþroti neita svo sjálf- sögðum hlut að vinna heima- vinnuna sína, rannsaka málið, gera úttekt á sameiginlegu fiskveiðistefnunni, fara ofan í sambærilega samninga, stilla um samningsmarkmiðum og raða upp röksemdum okkar. Það er bara skírskotað til til- finninga." Verður þér ekkert hugsað til þessara hugtaka, sjálfstœðis og fullveldis? „Ég hlæ að þessu fullveldis- tali. Ég er mikill aðdáandi bandarísks samfélags, með öll- um þess kostum og göllum. Bandaríkin eru ekki fullvalda ríki í þjóðréttarlegum skilningi „ Við getum ekki lengurstaðið við hið upphaflega sósíaláemókratíska prinsipp: heilbrigðisþjónusta eftirþörfum, hanáa öllum án tillits tilefnahags. “ þess máls. Þau geta ekki kom- ið fram einhliða lausnum í krafti valds síns og eru þau þó eina risaveldið I heiminum. Það ríki er ekki til sem getur það. Það er ekkert fullvalda ríki til. Þetta er hugtak aftan úr nítjándu öld, mjög skammlíft sögulega séð og tími hins full- valda þjóðríkis er liðinn. Ef menn efast um það, skulu menn hugsa ögn fram í tím- ann. Hið fullvalda þjóðríki er teoretískt uppfinning úr sjálf- stæðisbaráttu nítjándu aldar.“ Fullveldi snýst ekki um að koma málum sínum fram á al- þjóðavettvangi í krafti valds, heldur að hafa stjórn á eigin málum, erþað ekki? „Þjóðríki hafa ekki stjórn á eigin málum. Dæmi: Bretland var einu sinni stærsta heims- veldi sögunnar þar sem sólin settist aldrei. Það er ekki mjög langt síðan. Sumarið 1992 gerðist það, að ungverskur flóttamaður, Soros að nafni, sprengdi sjálft sterlingspund- ið, sem fyrir nokkrum áratug- um var sterkasti gjaldmiðill heims, út úr evrópska gengis- bandalaginu á nokkrum sek- úndum. Þetta er maður sem átti ekki grænan eyri þegar hann flúði Ungverjaland árið 1956. í gegnum sjóðakerfi sitt í kauphöllum Evrópu stýrði hann því, að brezka ríkis- stjórnin, ríkisstjórn fullvalda ríkis og fyrrverandi heims- veldis, felldi ekki bara gengið, heldur hrökklaðist eins og barinn hundur út úr alþjóð- samningi um gengissamstarf. Hann hafði einn milljarð doll- ara upp úr krafsinu I þokka- bót. Þetta er dæmisaga um það þjóðríkin ráða ekki einu sinni gjaldmiðli sínum. Þegar þýzki seðlabankinn hnerrar fá allir hinir kvef. Ákvörðun öflugasta ríkisins um vexti neyðir önnur til að bregðast við. Spekúlant- ar stýra stærri sjóðum og hreyfa þá til á nokkrum sek- úndum heldur en nemur gjald- eyrisforða smáríkja. Það er sama hvar borið er niður. Fiskurinn virðir ekki landamæri, ekki mengunin, ekki fjármagnsmarkaður, ekki alþjóðafyrirtækin og vinnuafl í vaxandi mæli ekki heldur. Við erum að mennta fólk sem býr sig undir störf í iðnað- ar- og þjónustusamfélagi. Þau störf verða ekki til ef við höld- um áfram að vera verstöð. Það eru á endanum lykilröksemd- irnar fyrir því hver á að vera framtíð íslands. Við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að vera verstöð, hrá- efnisútflytjandi til Evrópu, í færibandavinnu á lágum laun- um í samkeppni við þriðja- heimslönd, eða ætlum við að vera þjónustusamfélag af því tagi sem er að gerjast og verða til allt í kringum okkur. Við getum verið verstöð í einangrun og þá nægir okkur markaðsaðgangur. Þá munum við líka verða láglaunasvæði, dæmt til tæknilegrar hnignun- ar, sem horfist í augu við jand- flótta og atgervisflótta. Örlög okkar verða þá hin sömu og þeirra þjóða, sem hafa reynt að byggja framtíðarhagkerfi sitt á fiski einum, en ekki þjón- ustu. Þau heita til dæmis Éær- eyjar og Nýfundnaland. Þetta er eitt af stærstu mál- um samtímans sem við verð- um að taka afstöðu til. Það er skylda stjórnvalda að virkja allt stjórnkerfið í að rannsaka kosti og galla og upplýsa þjóð- ina. Það heitir að bregðast skyldum sínum að segja „mál- ið er ekki á dagskrá“, halda að sér höndum, stinga höfðinu í sandinn og taka ekki afstöðu. Það er blekking að segja þjóð- inni að hún þurfi ekki að taka afstöðu. Og nota bene: þeim sem fara hamförum í að kæfa þessa umræðu mun ekki tak- ast það. Atburðarásin mun ráða því.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.