Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 28
RMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
28
Sigurgleði holdsins
Stjörnugjöf
Helgarpóstsins
Bækur
Ljóölínuskip
Sigurður Pálsson
Forlagiö
★ ★★★
Hafi einhver verið í vafa um
að Sigurður væri eitt af okkar
allra fremstu skáldum ætti
þessi bók að eyða þeim vafa
með öllu. (FB)
Mávahlátur
Kristín Marja Baldursdóttir
Mál og menning
★★★
Hér er verið að segja sögu
og ekkert tóm fyrir ljóðrænar
krúsídúllur og sálarlífspæling-
ar. Og ekki nokkur vafi á því
að íslensk skáldsagnaritun
hefur hér eignast nýjan höf-
und sem eftir verður tekið.
(FB)
íslenskar tilvitnanir
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson
Almenna bókafélagiö
★ ★
Ljóst er að bók sem þessi
getur hæglega orðið dægra-
dvöl pedantsins á löngum
vetrarkvöldum. Þetta er jóla-
bók lastarans. (ÞE)
Letrað í vindinn — Þúsund
kossar
Helgi Ingólfsson
Mál og menning
★★
Staðgóð þekking á söguleg-
um bakgrunni kemur ekki í
veg fyrir að frásögnin verði á
köflum í anda gamaldags æv-
intýrabókar fyrir drengi.
Stundum á maður jafnvel von
á að Charlton Heston stigi
fram á sjónarsviðið í fullum
herklæðum. (ÞE)
Ég skrifaði mig inn í tukt-
húsiö
Endurminningar Valdimars
Jóhannssonar
Gylfi Gröndal skráði
Forlagiö
★ ★
Gylfi virðist jafnan vinna
undir þeim merkjum að vera
varkár við viðmælendur sína
og sýna enga frekju. Það er
ekki laust við að maður sé
hálfsvekktur í bókarlok að
hafa ekki fengið að komast
nær svo áhugaverðum manni.
(BG)
Þriðja ástin
Nína Björk Árnadóttir
Iðunn
★
Lengst af er stíllinn einfald-
ur og barnalegur án nokkurra
töfra. Og kynlífslýsingarnar
eru með þeim pínlegustu sem
sést hafa í íslenskri bók. (FB)
Plötur
Gusgus
Gusgus-flokkurinn
Kjól og Andersen
★ ★★
Útkoman er í flesta staði
frumleg og grípandi. Lögin eru
að sjálfsögðu misjöfn að inni-
haldi en útfærslan fjölbreyti-
leg og skapar oftast þá spennu
sem þarf. (BJF)
Hittu mig
Vinir Dóra
Straight Ahead Records
★★
Halldór hefði mátt flytja eitt-
hvað af ákefðinni í gítarleikn-
um yfir í sönginn. (BJF)
Serpentyne
Hljómsveitin XIII
Spor
★ ★
Platan hljómar nokkuð eins-
leit í heildina og meiri fjöl-
breytni í útsetningum hefði
getað lyft stöku stað úr rokk-
niðnum sem þarfnast stilltra
stunda til að ná hámarki sínu.
(BJF)
Dyrnar þröngu
Kristín Ómarsdóttir
Mál og menning 1995
★ ★★★
Hugsanleg uppskrift að Sig-
urgleði holdsins: Elska
skaltu sjálfa þig eins og engan
annan og meiða þann sem á
vegi þínum verður áður en
hann nær gullnu tækifæri og
meiðir þig. Þetta er ein af fjöl-
mörgum ráðleggingum eða
boðorðum sem sögukonan í
Dyrunum þröngu eftir Kristínu
Ómarsdóttur fær hjá innfædd-
um í borginni Dyrunum
þröngu, þar sem lífið gengur út
á leitina að ástinni í einhverri
mynd og fullnægingu líkam-
legra hvata. Ástsýkin er land-
lægur kvilli í þeirri borg en
jafnframt dýrka menn ein-
manaleikann og virðist sem
ástin og einmanaleikinn séu
tvær hliðar á sama peningi. Og
því meiri ást sem mönnum
hlotnast því meiri einmana-
leiki.
Dyrnar jjröngu er ferðasaga
rúmlega þrítugrar íslenskrar
konu sem kemur til borgarinn-
ar ein síns liðs í leit að ævintýr-
um, þótt hún eigi sjúkan mann
á hóteli í annarri borg og ellefu
ára dóttur heima á íslandi. Og
ævintýrin láta ekki á sér
standa. Strax fyrstu nóttina
lendir hún í slagtogi við nætur-
vörð á hótelinu Englar æsk-
unnar og með honum ferðast
hún um borgina þar sem hver
Töfrar
Hólmanespistlar
Stefán Sigurkarlsson
Mál og menning 1995
★★★
Hólmanespistlar er þriðja
bók Stefáns Sigurkarls-
sonar, en áður hafa
komið út eftir hann ljóðabæk-
urnar Haustheimar og Skuggar
vindsins. Bókin er samansafn
pistla frá einhvers konar sjáv-
arþorpi hérlendis og skanna
þeir síðustu eitt til tvö hundr-
uð ár. í nokkurs konar inngangi
að bókinni segir Stefán: „Dæg-
urmál og lausafregnir verða
fljótt á vegi aðkomumanns í
einu slíku þorpi, og fyrr en var-
ir slitur af gömlum sögum. Ef
hann dvelst þar hæfilega lengi
blasa við honum ýmsar hliðar
hins svokallaða mannlífs."
Þaðan er efniviður Stefáns
sprottinn, úr dægurmálum og
lausafregnum hvaða sjávar-
þorps sem er. Pistlarnir eru tíu
og gerast allir á sama stað en á
furðan rekur aðra og henni er
boðin ást af öllum stærðum og
gerðum. Hún hverfur aftur til
bernskunnar, verður aðnjót-
andi mikillar aðdáunar og ást-
sýki hinnar grátbroslegu skóla-
stýru telpnaskólans í borginni,
hittir einmana mæður og úrill-
ar systur, feitan mann og
hjartahlýjan sem álítur hana
konuna sem hann pantaði úr
pöntunarlista og marga fleiri af
hinum kostulegu íbúum borg-
arinnar. Yfir öllu svífur þó ein-
hver óhugnaður og læðist að
lesanda sá grunur að héðan
eigi hún ekki afturkvæmt, að
dyrnar þröngu liggi inn í heim-
inn fyrir handan og að elskhug-
inn ástríðufulli, sem hún sífellt
reynir að losna frá en dregst
þó alltaf að aftur, sé í rauninni
dauðinn sjálfur. Ósjálfrátt
verður manni hugsað til
hreinsunarelds Dantes og
sögu Juans Rulfo um Pedro
Paramo, þar sem sögumaður
uppgötvar seint og um síðir að
bæði hann og allir sem hann
hittir eru dauðir. En það skipt-
ólíkum tíma. Fyrst er „Gömul
saga“ sem segir frá samskipt-
um danskrar yfirstéttar og ís-
lenskrar alþýðu. Stíll þessarar
sögu er sjarmerandi: dönsku-
skotinn og kankvís. Hér segir
frá því þegar Jakobsen læknir
og Rósendal lyfsali halda tón-
leika í þorpinu: „Læknirinn
stóð nú upp, tók af sér lonn-
íetturnar og sagði: „Fyrst spila
Ví lítin lag af Sjúbert," og brátt
fóru tónar að flögra um salinn:
þeir sveifluðust upp frá pallin-
um, sentust aftur af ilmandi
timbrinu í súðinni og skullu á
fólkinu, sem sat eins og upp-
hafið á ókunnum bekkjum í
mórauðum sparifötunum ...
Læknirinn reis úr sæti og
hneigði sig og fiðluleikarinn
„Hér er komin merkileg bók og nýstárleg og sú
langbesta sem Kristín hefursent frá sér. “
ir þó engu höfuðmáli. Sagan
stendur fyrir sínu á hvaða hátt
sem hún er lesin, fjölbreytnin í
stíl og efni er nánast óendan-
leg og sífellt opnast nýjar dyr
fyrir lesanda og að baki þeim
er oftast það sem hann síst átti
von á að finna.
Kristín hefur löngum verið
iðin við það að koma lesend-
um sínum á óvart, ímyndunar-
afl hennar og sköpunargleði
eiga-sér vart hliðstæðu í ís-
lenskum bókmenntum, nema
ef vera skyldi hjá Guðbergi
Bergssyni. Og óneitanlega
minnir margt í Dyrunum
þröngu á sögur Guðbergs, orð-
takasmíðin, gróteskar mann-
lýsingar, gráthlægilegar kyn-
lífssenur svo ekki sé nú minnst
á það hve söguþræðinum er
oft gefið á kjaftinn. Enginn
skilji þó orð mín svo að Kristín
sé einhvers konar lærlingur
Guðbergs, langtífrá. Hún hefur
fyrir löngu skapað sér eigin stíl
sem algjörlega er hennar sjálfr-
ar og ólíkur öllu öðru og þann
stíl þróar hún áfram í Dyrun-
um þröngu. Textinn er sí og æ
klofinn í herðar niður og fleyg-
aður ljóðum, örsögum og
eyðublaðaformum, tekur stökk
frá hugljúfum vögguvísum til
gróteskra samfaralýsinga, frá
sorgþrungnum hugleiðingum
um einmanaleika og dauða til
sprenghlægilegra lýsinga á
uppátækjum fólks og svona
mætti lengi telja.
Á bókarkápu er að finna þá
hvimleiðu fullyrðingu útgef-
endans að hér sé komið að-
gengilegasta verk Kristínar,
hvað sem það á nú að tákna.
Ég held ekki að verk hennar
hingað til hafi liðið fyrir það að
vera óaðgengileg og skil ekki
þessa klisju, sem fyrst skaut
upp kollinum í auglýsingum
um Grámosann hans Thors.
Finnst raunar þetta tuð um að-
gengileikann hálfgerð móðgun
við höfunda og lesendur, en
það er önnur saga.
Dyrnar þröngu er hvorki að-
gengileg né óaðgengileg bók.
Þetta er skemmtileg bók full af
glettni og húmor en undir ligg-
ur strengur djúprar sorgar og
trega og hláturinn stöðvast í
hálsi lesandans þegar minnst
varir og víkur fyrir þungum
kekki. Hér er leikið á alla
strengi mannlegra tilfinninga
og þótt það takist reyndar mis-
vel og ýmsa agnúa megi finna í
texta og stíl þá er hér komin
merkileg bók og nýstárleg og
að mínu viti sú langbesta sem
Kristín hefur sent frá sér.
Iss, piss,
kúkur og
piss
Serðir Monster — Tekið
stórt upp í sig
Sverrir Stormsker
Útgefandi: Kristilegt félag ungra perverta
Dreifing: Spor hf.
®
Sverrir bregður sér í
Stevie Wonder-skóna
sem hljómborðsleikarinn
trommuleikandi og lætur ekki
þar við sitja, heldur spilar að
auki nánast allan gítar á plöt-
unni. Ekki verður þó Sverrir að
Wonder við það. Sverrir
stjórnar upptökum plötunnar
einkar illa. Segja má að hér full-
komni hann þá list sem hann
hefur verið að þróa undan-
gengin ár, að kasta til hendinni
í hljóðstjórn og úrvinnslu efn-
is. Fyrir vikið er bæði flutning-
ur og hljómur plötunnar klúð-
urslegt ídastur, þar sem lista-
mennirnir sem hönd leggja á
plóginn eru dregnir niður af af-
leitum vinnubrögðum. Öllu
þessu er svo hrært saman í
eftirminnilega lélegri hljóð-
blöndun.
Sverrir hefur sýnt og sannað
að hann getur samið afbragðs
lög og texta. Hér lætur hann þó
nægja að sjóða saman klám-
vísur við tíðindalitlar laga-
smíðar sem leiðast á stundum
út í einskonar ísraelska júróvi-
sjón-hópsöngs-kórala og ætlar
þá að því er virðist flest um
koll að keyra í jörfagleðinni á
Sorastöðum.
Unnendur slíkra söngva
komast því í feitt hjá Sverri
þessi jólin, en útgáfan er engu
að síður hálfneyðarleg í alla
staði.
Á textablaði getur höfundur
sér til í hvaða jarðveg verkið
muni falla og er best að láta
honum dóminn eftir, en orð
þessi lætur hann falla í kjölfar
vísu um hneykslunargjarna
gagnrýnendur.
„Tileinkað gagnrýnendum
að sjálfsögðu. Sennilega ekki
heppilegasta leiðin til að koma
sér í mjúkinn hjá þeim. Hvern-
ig gagnrýni ætli ég fái eiginlega
núna? 20 hauskúpur, — eina
fyrir hvert lag? Nei. Örugglega
fleiri.“
Sverrir sjálfur syngur og leik-
ur á flest hljóðfæri ásamt
fjölda aðstoðarmanna. Mest
koma við sögu Halldór Hall-
dórsson á bassa og Sigvaldi
Helgason á trommur, þó leikur
Sverrir einnig á þau hljóðfæri í
nokkrum lögum.
Á plötunni syngja auk Sverr-
is þeir Magnús Þór Sigmunds-
„Hér ern soðnar saman
klámvísur við tíðináa-
litlar lagasmíðar sem
leiðast á stunáum út í
einskonar ísraelska
júróvisjón-hópsöngs-
kórala. “
son, Jóhann Helgason, KK og
Rúnar Júlíusson í laginu „Ekki
þetta heldur hitt“. Laddi í lög-
unum: „Remban“ og „Hemmi
og Klemmi", Páll Óskar í laginu
„kyn-óður“ og Megas sem
syngur lagið „Gvendur á eyr-
unum“. En þrátt fyrir aragrúa
aðstoðarmanna er Sverrir allt í
öllu, sér um upptökustjórn og
umslagshönnun. Hljóðmeistari
er Ólafur Ragnarsson.
sömuleiðis. Allur þorri sam-
komugesta sat þó áfram með
hendur í skauti, en þá stendur
presturinn upp og snýr sér
klappandi að áheyrendum sem
fara loks að klappa saman lóf-
unum: fyrst hikandi, en síðan
óheft, eins og börn, og ætluðu
ekki að hætta og hættu ekki
fyrr en presturinn stóð aftur
upp og lyfti höndunum eins og
hann væri að blessa yfir söfn-
uð.“
Bókin er full af skemmtileg-
um lýsingum sem þessum þar
sem ólíkir menningarheimar
mætast eða ólík sjónarmið.
Sagan „Kjólfötin" segir síðan
frá dönskum lyfsala og skrýtnu
ástarsambandi hans við ís-
lenska almúgastúlku. „Bláa
herbergið" er snörp framhjá-
halds- og morðsaga en „Áð
hefjast af sjálfum sér“ er
skemmtilega stíluð saga af at-
hafnamanni, þar sem minning-
argrein um athafnamanninn er
nær helmingur sögunnar, enda
eina mögulega líf eftir dauðann
það líf sem maður lifir í augum
annarra. „Maðurinn í húsinu“
og „Bókhaldarinn" eru fallegar
HOLMANESPISTLAR
Stefán Sigurkarlsson
og áhrifamiklar sögur um ást-
arsorg og viðbrögð manna við
einsemdinni. Einsemdin og
treginn er þráður sem gengur í
gegnum nær allar sögurnar. En
með margslungnum stíl sínum
nær hann að fjalla um ein-
semdina, tregann og ástina af
spriklandi kæti. Hið ósagða
skiptir veigamiklu máli, þannig
að þrátt fyrir fágað yfirborð
málsins eru víða lyklar inn í
„Með margslungnum stíl
sínum nœrStefán að
fjalla um einsemdina,
tregann og ástina af
spriklandi kœti. “
flókið sálarlíf þorpsbúa.
Sögurnar eru vel byggðar og
mynda sannfærandi heild. Þeg-
ar þær nálgast nútímann eru
þær sagðar í fyrstu persónu.
Sá mælandi rýfur stundum frá-
sögnina með spurningum sem
gefa sögunum aukið vægi. Þær
færast þannig í mörgum skiln-
ingi nær manni sjálfum þegar
líður á bókina. Þær færast nær
í tíma, dönskusletturnar
hverfa og nútímalegra mál, þ.e.
manns eigið mál, er notað og
fyrstupersónufrásögnin kemur
meira við mann þannig að í
lokin hefur þorpið á einhvern
hátt komið sér fyrir inni í
manni. Þetta er fallega skrifuð
bók, sem fyrir sakir stílfærni
Stefáns galdrar sig inn í lesand-
ann.