Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
Fyrir nokkrum árum datt kona fimm og hálfan metra útum bilaðan glugga á geðdeild Landspítalans og stórslasaðist. Að minnsta kosti ellefu manns hafa
farið útum þennan sama glugga, en ríkið vísar frá sér allri ábyrgð og ásökunum um vanrækslu. Stefán Hrafn Hagalín kannaði málið.
h
Krefur ríkið um fi
í skaðabætur
F
n milli
■yrir sex arum var um-
fjöllunarefni þessarar
greinar, kona sem við
skulum eftirleiðis kalla Álf-
heiði Björk, á kafi í vímuefna-
neyslu og eftir óvenjuharða
þriggja vikna törn leitaði hún
ásjár geðdeiidar 33A á Land-
spítalanum þarsem yfirlæknir
lagði hana samstundis inn til
meðferðar vegna brjálsemi. Á
deild 33A var Álfheiður degi
seinna svipt frelsi samkvæmt
svokallaðri 48 tíma reglu eftir
að hafa leitað útgöngu. Inná
sjúkrastofu sinni uppá annarri
hæð uppgötvaði hún síðan að
veltigluggi þar opnaðist
óvenjumikið og lét sig síga út-
um gluggann. Þegar Alfheiður
varð þess vör að fallið var hátt
í sex metrar ætlaði hún að
hætta við, en missti takið og
hrapaði til jarðar. Við harka-
lega lendinguna hlaut hún
samfallsbrot á tveimur hryggj-
arliðum og hefur frá þessum
tíma verið óvinnufær öryrki og
tekið út ómældar þjáningar.
Áfallið varð til þess að hún
sagði skilið við óreglusamt líf-
erni og er nú í sambúð og gæt-
ir þriggja barna sinna.
Álfheiður Björk sækir um
þessar mundir mál fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur þarsem
hún gerir rúmlega fjórtán millj-
óna króna miskabótakröfu á
hendur ríkinu vegna aðgæslu-
leysis og vanrækslu. Þótt fyrir
liggi að gluggaumbúnaðurinn
var í ólagi og að minnsta kosti
ellefu sjúklingar hafi farið út-
um glugga á deild 33A á sjö ára
tímabili var umbúnaðurinn
ekki lagfærður fyrren sá ellefti
fór út. Islenska ríkið fyrir hönd
Ríkisspítalanna hafnar engu að
síður allri ábyrgð vegna van-
rækslu tengdri gluggaumbún-
aðinum og sömuleiðis er kraf-
ist sýknu vegna atriða er
snerta meint aðgæsiuleysi
starfsfólks deildarinnar í þessu
tilviki. Sýknu er semsagt kraf-
ist hvað sem því líður að Álf-
heiður Björk var svipt frelsi
vegna brjálsemi og hafði sýnt
af sér viðleitni til flótta.
Fyrir þönd Álfheiðar sækir
Ásgeir Á. Ragnarsson héraðs-
dómslögmaður málið, en Jón
G. Tómasson verst fyrir hönd
íslenska ríkisins. Að öllum iík-
indum er fordæmisgildi máls-
ins umtalsvert, enda lengi ver-
ið áhöld um ábyrgð ríkisins í
málum sem þessu.
Leitar hjálpar
Það var fljótlega uppúr
klukkan sjö að morgni mánu-
dagsins 5. júní 1989 sem Áif-
heiður Björk leitaði hjálpar hjá
bráðamóttöku Landspítalans
vegna langvarandi ofneyslu
áfengis og Jyfja. Um langt ára-
bil hafði Álfheiður misnotað
fíkniefni og þegar þarna var
komið hafði neyslan verið í há-
marki í þrjár vikur, hún hafði
ekki getað sofið nokkrar und-
anfarnar nætur, var mjög æst
og óróleg og farin að finna fyrir
mikilli ofsóknartilfinningu, auk
þess sem hún sá ofsjónir.
Jóliannes Bergsveinsson yf-
irlæknir tók á móti Álfheiði
Björk og eftir viðtal var hún
tafarlaust send til meðferðar.
Klukkan tíu um morguninn var
hún þannig lögð inná deild 33A
við geðdeild Landspítalans.
í bréfi Jóhannesar frá 8. okt-
óber 1991 stendur, að augljóst
hafi verið að hér var á ferðinni
bráðveikur sjúklingur með ein-
kenni er bentu til amphetamin
psykosu. „Hún var því í þörf
fyrir bráðameðferð, innlögn og
vistun í að minnsta kosti 48
tíma, meðan hið bráða geð-
veikisástand væri meðhöndlað
og það gengi yfir,“ skrifar Jó-
hannes.
Mikil lyfjagjöf
Þess má geta að þetta var
ekki í fyrsta skipti sem Álfheið-
ur Björk kom til meðferðar á
geðdeild Landspítalans heldur
hafði það ítrekað gerst áður.
Skömmu eftir komu á deildina
var henni gefið mikið magn af
lyfjum, bæði verkjalyf og ró-
andi lyf.
Ströng gæsla er viðhöfð á
33A og sjúklingum er algjör-
lega óheimilt að yfirgefa deild-
ina nema með leyfi læknis.
Afturámóti er deildin í raun tví-
skipt: annarsvegar er um að
ræða svokallaðan skammlegg
þarsem vistaðir eru bráðveikir
sjúklingar, umönnunin stöðug
og gæslan mikil. Hinsvegar er
almenn deild, en þar eru vist-
aðir sjúklingar sem hafa náð
sér niður úr bráðabrjálsemi og
ekki er fylgst með hverju fót-
máli þeirra, enda sjúklingarnir
ekki lengur álitnir hættulegir
sjálfum sér eða öðrum.
Þegar Álfheiður hafði dvalið
þarna á skammleggshuta
deildarinnar í sólarhring — og
sofið meðal annars fyrstu 16 til
17 klukkutímana — var hún að
morgni þriðjudags metin í
slíku ástandi að ekki væri leng-
ur þörf á hinu sérstaka eftirliti
og þeirri nánu umönnun sem
viðhöfð er á skammleggnum.
Var hún því færð yfir í almenna
hlutann og þaðaní frá gáð að
henni á um það bil hálftíma
fresti.
Reynir útgöngu
Fljótlega eftir að Álfheiður
Björk kom á deild 33A á mánu-
deginum fór hún að tala um
það við starfsfólkið að hún
vildi hætta í meðferðinni þegar
í stað og fara af spítalanum.
Síðla þriðjudags ákvað hún að
standa við þær heitingar.
Á leiðinni út var Álfheiður
hinsvegar stöðvuð og henni
formlega tilkynnt að hún væri
svipt frelsi á grundvelli svo-
nefndrar 48 tíma reglu og fengi
því ekki að yfirgefa deildina.
Henni hafði fyrr verið tilkynnt
að reglunni kynni að verða
beitt ef hún leitaði útgöngu
vegna þeirrar hættu sem henni
var talin stafa af sjálfri sér.
Ennfremur þótti lfklegt að Álf-
heiður hæfi vímuefnaneysluna
á nýjan leik ofaní sjúkrahúslyf-
in og afleiðingar þess væru
ófyrirsjáanlegar.
Álfheiður tók frelsissvipting-
una óstinnt upp líktog algengt
er með sjúklinga við slíkar að-
stæður, þráttfyrir að hún hafi
virst sætta sig við hana til að
byrja með. Hún taldi harkalega
á sér brotið. í því samhengi
skal ítrekað að þegar þarna var
komið var Álfheiður enn í ann-
arlegu ástandi vegna mikillar
lyfjagjafar á spítalanum. Varð
hún því enn staðráðnari í að
komast útaf spítalanum og leit-
aði allra útgönguleiða, sem
vitaskuld voru engar.
hafði heyrt — meðal annars frá
sjúklingum deildarinnar — að
sjúklingar 33A hefðu áður grip-
ið til þess örþrifaráðs að forða
sér útum glugga deildarinnar
leitaði hún nú í örvæntingu að
glugga sem mögulegt væri að
komast útum, en fann engan.
Úrkula vonar um að finna út-
leið gekk Álfheiður þá til her-
bergis síns, stofu númer 16, og
lagðist til hvíldar. Eftir nokkra
hríð kom hún auga á að festing
á herbergisglugganum var
brotin. Þarna er um að ræða
velti- eða hverfiglugga, mikinn
og þungan hlera, 95x150 senti-
metra að stærð. Gluggar sem
þessir eiga að vera öryggis-
gluggar og eru afar algengir í
sjúkrahúsum og skólum þar-
sem þeir opnast ekki nema að
mjög takmörkuðu leyti ef allt
er með felldu. Svo var aftur-
ámóti ekki í þessu tilviki, því
þegar Álfheiður gekk að glugg-
anum og ýtti á þá opnaðist
hann um sextán sentimetra og
það staðfestir skýrsla lögreglu-
manna sem athuguðu hann eft-
irá. Samkvæmt byggingar-
reglugerð mega gluggarnir
hinsvegar ekki opnast nema
um tólf sentimetra.
Álfheiður sá semsagt að
þarna var flóttatækifærið kom-
ið og fór útum gluggann með
fæturna á undan, hékk fyrst á
annarri hendinni og hugðist
láta sig síga varlega til jarðar.
Fallhæðin er rúmlega fimm og
hálfur metri — eða rétt tæp-
lega einsog að falla niðuraf
þaki tveggja hæða húss — og
þegar Álfheiður áttaði sig á því
ætlaði hún að hætta við, en
missti þá takið og féll til jarðar.
Klukkan var 17:30.
Fallið hafði
alvarlegar afleiðingar
Eftir fallið var Álfheiður flutt
á slysadeild Borgarspítala og
þaðan á bráðamóttöku Land-
spítalans þarsem hún var
skoðuð af bæklunarlækni. Sá
„Skömmu eftirkomuá deildina uarhenni gefið mikið magn aflyfjum,
bæði uerkjalyfog róandi. lyf. “
um í hrygg. Hún hefur af þess-
um ástæðum gengist undir
uppskurði, þurft á spengingu
að halda og hefur verið lengi
að ná sér eftir aðgerðirnar.
Læknar hafa ráðlagt Álfheiði
að stunda ekki íþróttir og fara
að öllu leyti varlega með sig
vegna beinflísar sem stendur
út við mænuna. Slysið hefur
því á heildina litið haft mjög al-
varleg áhrif á líf Álfheiðar og
takmarkað mjög svigrúm
hennar til hverskonar líkams-
beitingar í tómstundum og
einkalífi.
Miskabótakrafa
á hendur ríkinu
Örorka Álfheiðar Bjarkar var
metin af Birni Önundarsyni
sem 100% í sextíu mánuði og
eftir það varanleg sem 40%.
Örorkumatið er staðfest með
bréfi dagsettu 31. maí á þessu
„íbre'fi yfirlœknis kemurfram að uitað erum fjöl-
marga sjúklinga sem farið hafa útum þennan glugga
á deild 33A — eða að minnsta kosti ellefu talsins. í
bréfinu erþess jafnframtgetið að „ekki séalueg uíst
að upptalningin sé tœmandi“. “
Uppgötvar
opnanlegan giugga
Þarsem Álfheiður
Björk
ráðlagði stoðbelti og fótavist
eftir getu og verkjum og eftir
það fór Álfheiður aftur á geð-
deildina og útskrifaðist þaðan
10. júní. Þremur dögum síðar
kom hún reyndar aftur inná
deildina og dvaldi þá til mán-
aðarloka.
Fallið var til þess að gera
hátt, úr óvenjulegri stöðu og
lendingin harkaleg í samræmi
við það. Álfheiður slasaðist al-
varlega í baki og hlaut meðal
annars samfallsbrot á tveimur
hryggjarliðum neðarlega í
baki. Þetta hefur valdið því að
Álfheiður hefur styst um heila
tvo sentimetra og hefur verið í
stöðugri meðferð frá þeim
tíma. Síðustu misseri hefur
komið í ljós að engar líkur eru
á að hún nái nokkurntíma bata
og sökum þess hefur hún lítið
sem ekkert getað stundað
vinnu.
Slysið hafði verulegar jiján-
ingar í för með sér og Álfheiður
hefur til dæmis þjáðst af verkj-
ári. Hinn 7. október 1991
óskaði þáverandi lögmaður
Álfheiðar eftir afstöðu ríkis-
sjóðs til bótaskyldu vegna
tjóns hennar. Mánuði síðar
barst lögmanninum bréf frá
ríkislögmanni þarsem bóta-
skyldu var alfarið hafnað.
Álfheiður Björk telur því
nauðsynlegt að höfða mál
þetta á hendur íslenska ríkinu
til greiðslu skaðabóta, vaxta
og málskostnaðar. Fyrir dóm-
inum er gerð sú krafa að ríkið
greiði henni rúmlega 12,7 millj-
ónir með almennum spari-
sjóðsvöxtum og dráttarvöxt-
um frá árinu 1989 og má leiða
líkur að því að heildarupphæð-
in sé rúmlega fjórtán milljónir.
Það var Jón Erlingur Þorláks-
son tryggingafræðingur sem
gerði tjónsútreikninga Álfheið-
ar. Kunnugir telja miskabóta-
kröfunum mjög stillt í hóf.
Álfheiður Björk byggir kröf-
ur sínar á hendur íslenska rík-
inu í fyrsta lagi á því að starfs-
menn deildar 33A hafi í þessu
tilviki gerst sekir um aðgæslu-
leysi við eftirlit og umönnum
og beri íslenska ríkið ábyrgð á
því samkvæmt reglu skaða-
bótaréttar um vinnuveitenda-
ábyrgð. Starfsmenn hafi enn-
fremur vitað af annarlegu
ástandi sjúklingsins — og að
hún væri hættuleg sjálfri sér —
og þess vegna átt að gæta
hennar betur. Frelsissviptingin
hafi síðan einungis aukið á
brjálsemi sjúklingsins og því
hefði sérstaklega átt að fylgjast
vandlega með henni eftir það. í
öðru lagi byggjast kröfur Álf-
heiðar á því að gluggabúnaður
á umræddri stofu 16 hafi verið
í óforsvaranlegu ástandi, sem
sé afleiðing af hirðuleysi
starfsmanna um viðgerðir.
Þetta beri að meta til sakar.
Vanræksla starfsfólks?
Af málsatvikum má ráða að
starfsfólk og yfirboðarar á
deild 33A hefðu átt að reikna
með að Álfheiður myndi reyna
að fara útum glugga þarsem
sjúklingar höfðu áður farið út-
um glugga í umræddri stofu
eða samskonar glugga í sam-
bærilegum tilvikum. Útbúnað-
ur gluggans uppfyllti að mati
sækjanda ekki þær lágmarks-
kröfur sem gera verður á slík-
um deildum með tilliti til
þeirra hegðunarafbrigða sem
fram geta komið hjá geðveilu
og bráðsjúku fólki; fólki sem
gjarnan er hættulegt sjálfu sér.
í bréfi Jóhannesar Berg-
sveinssonar yfirlæknis frá 17.
október 1991 kemur fram að
vitað er um fjölmarga sjúklinga
sem farið hafa útum glugga á
deild 33A — eða að minnsta
kosti ellefu talsins á tímabilinu
janúar 1984 til október 1991. í
bréfinu er þess jafnframt getið
að „ekki er alveg víst að upp-
talningin sé tæmandi". Sækj-
andi leiðir rök að því, að þess-
ar staðreyndir einar sér sýni
að um vítaverða vanrækslu
hafi verið að ræða hjá stjórn-
endum spítalans. Það mun
hinsvegar ekki hafa gerst fyrr-
en ellefti sjúklingurinn brá sér
útum glugga á deild 33A að
stopparar eða krókar voru
settir á glugga deildarinnar til
að fyrirbyggja frekari atvik
sem þessi.
Ríkið hafnar ábyrgð
í greinargerð lögmanns ís-
lenska ríkisins kemur fram að
þráttfyrir að frelsissvipting
vegna brjálsemi hafi farið fram
hafi ekki verið sérstök ástæða
til að sjúklingurinn myndi fara
sér að voða „eða grípa til svo
áhættusamrar leiðar að láta
sig falla út um glugga á 2. hæð
hússins, enda hafi stefnandi
ekkert gefið til kynna um þann
ásetning sinn“. Einnig er til
þess tekið að hvorki deild 33A
né aðrar geðdeildir í landinu
séu mannheldar og sjúklingur-
inn í þessu tilviki hafi virst sátt
við frelsissviptinguna. Á þess-
um rökum og öðrum í svipuð-
um dúr er ásökunum um að-
gæsluleysi vísað á bug.
Að lokum eyðir verjandi
nokkrum orðum í gluggaum-
búnaðinn sjálfan og telur hann
hvorki hættulegan né óforsvar-
anlegan ásamt því sem ill-
mögulegt hafi verið að koma í
veg fyrir það sem verjandi kall-
ar ásetning sjúklingsins. Kröf-
um sem byggðar eru á hirðu-
leysi um ástand og umbúnað
glugga á deildinni er þannig
vísað á bug og sýknu krafist í
öllum atriðum.
Það stingur nokkuð í augu,
að í greinargerð Jóns G. Tóm-
assonar ríkislögmanns kemur
fram að til „að fullorðinn ein-
staklingur geti troðið sér út um
16 sentimetra gluggaop þarf
mikinn vilja og trúlega sér-
staka líkamsbyggingu“. Ekkert
liggur fyrir þess efnis að Álf-
heiður Björk eða hinir glugga-
flóttamennirnir ellefu hafi sér-
staka líkamsbyggingu. Enda
harla ósennilegt, svo ekki sé
dýpra í árinni tekið.
Eftir að atburðirnir urðu árið
1989 hefur Álfheiður Björk tek-
ið sig á í einkalífinu og sagt
skilið við hverskonar óreglu.
Hún er móðir þriggja barna og
er í ágætri sambúð. Þegar
blaðamaður grennslaðist fyrir
um ástæðu þess að heil sex ár
líða frá því að Álfheiður höfðar
miskabótamál á hendur ríkinu
fékk hann þau svör að hún
hefði hreinlega ekki treyst sér í
það fyrren nú, að hún leitast
við að fá réttlætinu fullnægt.