Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 43

Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995 viðtöl áður en endanleg ákvörðun er tekin. Ég held að það sé ekki nóg að kanna hug fólks með einhverju krossa- prófi, það þarf að ræða við foreldra áður, og ég held ein- mitt að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar sé nægilega hlut- laus stofnun til að takast á við það verkefni." Guðfinna Eydal sálfræðing- ur segir aðspurð það vera grundvallarafstöðu að sam- eiginlegt forræði, þar sem börn eigi tvö heimili, sé ekki heppilegt. „Slíkt getur hugsan- lega gengið upp búi foreldrar í sama hverfi og ef börnin eru komin á þann aldur að þau geti verið með í ráðum sjálf, en ég myndi aldrei mæla með slíkri forsjá fyrir Iítil börn, sem þurfa stöðugleika. Ég úti- loka samt ekki neitt, því svona mál verður að meta hvert út af fyrir sig með hagsmuni barns- ins í huga.“ Guðfinna segir helminga- skiptaforsjá þó geta verið af hinu góða ef barn er jafn til- finningatengt báðum foreldr- um og ef báðir aðilar vilja barninu mjög vel. Engu að síð- ur þurfi að fara mjög vandlega ofan í málið. „Á það má líka benda að þótt vika og vika hjá hvoru foreldrinu um sig geti gengið vel um tíma þarf að endurskoða slíka forsjá með reglulegu millibili með þarfir barnsins í huga.“ Jóhanna Vilhjálmsdóttir og Hilmar Hjaltason ásamt dótturinni Onnu Björk. Þau eru ekki lengur fyrírmyndarpar heldur fyrírmyndar fráskilið par. Þau eru sammála um að sameiginlegt forræði eða skipting í viku og viku hafi veríð besta lausnin í stöðunni. Eftir að hafa skipt fæðingaroríofinu á milli sín gátu þau hvorugt hugsað sér að annað þeirra fengi fullt forræði. Jóhanna Vilhjálmsdóttir deilir forræði með Hilmari Verðum að gefa eftir forréttindi okkar Það kom aldrei neitt ann- að til greina en sameigin- leg forsjá. Annað hefði verið ósanngjarnt, því ég og minn fyrrverandi litum strax svo á að það væri sameiginleg ábyrgð okkar að eignast barn,“ segir Jóhanna Vilhjálmsdótt- ir, þula og stjórnmálafræði- nemi, en hún og barnsfaðir hennar, Hilmar Hjaltason, slitu sambúð fyrir ári. Áður en dóttirin Anna Björk fæddist fyrir um tveimur og hálfu ári urðu þau ásátt um að skipta fæðingarorlofinu um það bil jafnt á milli sín og ákveðið var að Jóhanna hæfi vinnu sex vikum eftir fæðing- una. Þess má geta að þá og undanfarin sumur hefur Jó- hanna starfað sem flugfreyja hjá Flugleiðum. Það starf býð- ur upp á þokkalegan sveigjan- leika og hentaði því vel nýorð- inni móður. „Þótt aldrei hafi neitt annað komið til greina af minni hálfu en sameiginlegt forræði olli það mér auðvitað togstreitu að þurfa að horfast í augu við að geta ekki haft hana alltaf hjá mér. Á móti kemur að mér líður samt mjög vel með þá tilhugsun að hún fái tæki- færi til þess að kynnast föður sínum jafn vel og mér.“ Vika og vika Formið sem þau Hilmar hafa á hinni sameiginlegu forsjá er að hvort um sig hefur dóttur- ina hjá sér viku í senn og segir Jóhanna það hafa gengið von- um framar, þrátt fyrir að þau hafi rennt blint í sjóinn með þá ákvörðun. „Það hefur alltaf staðið til að við leituðum ráð- gjafar, en vegna þess hve allt hefur gengið vel höfum við ekki látið verða af því enn. Að barnið sé sátt við þetta skiptir höfuðmáli. Við höfum líka reynt að samræma uppeldis- reglur þannig að hún upplifi ekki eitt hér og annað þar. Og sem betur fer get ég ekki ann- að séð en að hún sé eins og hvert annað barn.“ Jóhanna viðurkennir að hún hafi víða fengið að heyra að þetta sé „alltof mikið rót fyrir barnið" og „barnið verður að hafa einn samastað". „Þessar neikvæðu raddir eru þó ekki nema eðlilegar, þar sem normið hefur verið allt annað til þessa. Ég hafði heyrt um sameiginlegt forræði en þekkti engan sem stóð í slíku, þannig að auðvitað tókum við áhættu, en sem betur fer hef- ur allt gengið vel.“ Góð vinátta Jóhönnu og Hilmars endurspeglast meðal annars í því að hún gerir sér oft ferð til feðginanna þegar þau eru saman og syngur dóttur þeirra í svefn með „Jesú bróðir besti". „Hilmar kemur hins vegar sjaldan til okkar mæðgnanna núorðið, eftir að ég fór aftur í sambúð. Það breytir því ekki að hann hringir oft og spjallar við Önnu Björk í síma.“ Konur rétthærri en karlmenn En svo við komum inn á annan vinkil í lífi Jóhönnu, sem ef til vill skýrir að hluta hennar frjálslyndu viðhorf, má geta þess að hún er ein af þeim sem starfað hafa af mikl- um móð með Sjálfstæðum konum, janfréttishreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Sem slík viðurkennir hún líka — en með örlítilli glettni samt — að hún geti ekki verið þekkt fyrir annað, sem talsmaður jafn- réttis og jafnra tækifæra kynj- anna, en að taka upp sameig- inlegt forræði. „Að öllu gamni slepptu held ég að það sé ekki raunhæft að tala um jafnrétti á vinnumarkaðnum, bæði til launa og vinnu, nema áherslu- punkturinn sé á jafna ábyrgð foreldra inni á heimilunum. Ef við skoðum lagalegu stöðu kynjanna kemur í ljós að konur eru mun betur staddar en karlmenn. Á með- an varla er unnt að finna dæmi um lagalegan mismun kynjanna körlum í hag er svo komið að finna má nokkurn fjölda lagaákvæða þar sem konur eru rétthærri en karlar. Hilmar Hjaltason deilir forræði meö Jóhönnu Sameiginlegt forræði kallar á tillitssemi Hilmar Hjaltason, fyrrver- andi sambýlismaður Jó- hönnu og barnsfaðir, segir að forsenda þess að þau ákváðu að deila með sér forræðinu sé að hann hafi tekið fæðingaror- lof til jafns við Jóhönnu. „Þar til við skildum hafði ég annast Önnu Björk til jafns við Jó- hönnu og því var sameiginleg forsjá ekki nema eðlilegt fram- hald mála. Annað kom aldrei til greina." Þau Jóhanna létu aldrei erf- iðar tilfinningar, sem yfirleitt fylgja skilnaði, hafa áhrif á framtíð barnsins. „Það fylgdi því auðvitað tregi að skilja en ákveðinn léttir líka, því sam- bandið gekk ekki upp. Við höf- um eðlilega oft á þessu eina ári þurft að gera málin upp, en ég held að það, að skipta uppeldi barnsins jafnt á milli okkar, hafi ýtt undir það strax í upp- hafi að við létum aldrei vaða heldur sýndum hvort öðru til- litssemi og töluðum saman af skynsemi." Hilmar viðurkennir að hann hefði heldur viljað hafa málin þannig að Anna Björk hefði tækifæri til að alast upp með báðum foreldrum sínum og mælir því ekki með skilnaði fyrr en í lengstu lög. „Eins og Jóhanna vil ég auðvitað alltaf hafa hana hjá mér, en eins og málum er háttað er ég ekki í vafa um að sameiginleg forsjá er besta lausnin fyrir alla, ekki síst fyrir dóttur okkar. Ég ein- hvern veginn ímynda mér að hefði ég bara orðið helgar- pabbi væri ég alltaf í vörn. Með þessum hætti hef ég meira um líf Önnu Bjarkar segja. Á móti kemur líka að bæði ég og Jó- hanna höfum tækifæri til að gera eitt og annað sem við gæt- um ekki gert ef annað hvort okkar sæi nær alfarið um barn- ið.“ Meðlagið látið niður falla Samkvæmt lögum verður Anna Björk að hafa lögheimili hjá öðru hvoru foreldrinu. í hennar tilfelli kusu þau að hafa lögheimilið hjá móður hennar. Og þar sem málum er svona háttað komust foreldrarnir að samkomulagi um að meðlagið yrði látið niður falla. „Ég geri mér samt fyllilega grein fyrir því að ef það kastaðist í kekki milli mín og Jóhönnu með for- sjána yrði rétturinn alfarið hennar megin. Þrátt fyrir að lögin kveði á um sameiginlegt forræði hefur það sýnt sig að konur eru rétthærri en karlar gagnvart afkvæmum sínum.“ Þótt skiptingin sé í grófum dráttum vika og vika gengur sameiginlega forræðið þó ekki svo langt að þau breyti ekki stundum til, til dæmis verður skiptingin öðruvísi um hátíð- irnar og þegar Anna Björk veik- ist er það ekki svo að sá, sem Dæmi um það er fæðingaror- lofið, sem hlýtur að skipta mjög miklu varðandi jafna ábyrgð forelda á heimilum og svo varðandi forsjá barna, sem enn er í flestum tilfellum konum í hag. Auðvitað eru það ekkert annað en forrétt- indi að geta verið með börn- unum sínum, en þetta er nokk- uð sem margar konur vilja ekki missa og halda því sem fastast í. Einmitt þetta held ég að hafi haft hvað mest áhrif á stöðu kvenna í þjóðfélaginu. er með hana einmitt þá vikuna, taki sér alfarið frí til að sinna henni heldur skiptast þau á um það. „Samkomulagið á milli mín og fyrrverandi tengdafor- eldra minna er líka það gott að ég get leitað til móður Jó- hönnu og systur til jafns við móður mína ef svo ber undir.“ Mikil breyting verður oft í lífi barna þegar þau byrja í skóla sex ára, en hefur það eitthvað verið rætt? „Við höfum aðeins rætt það og komist að þeirri „...égmyndi aldrei mœla með slíkri forsjá fyrirlítil börn sem þurfa stöðugleika. “ niðurstöðu að þar verðj hún að fá að ráða einhverju sjálf. Þá kemur kannski að því að maður þurfi að láta f minni pokann fyrir eigingirninni, því ég á von á að þá þurfi Ánna Björk fastan samastað. En hver veit nema vandamálið leysist óvænt með því að við Jóhanna flytjum í sama hverfi. Annars er ómögulegt að sjá það fyrir. Ég gæti þess vegna verið kom- inn í samband við konu í svip- aðri aðstöðu og ég,“ segir Hilmar kíminn. Ekkert hrifínn af samúð annarra Líkt og Jóhanna hefur Hilm- ar fengið að heyra að fólk, sér- staklega eldra fólk, sé ekki par hrifið af þessum „tætingi á barninu". „Foreldrar okkar styðja við bakið á okkur en segja gjarnan en samt, en samt... Annars fæ ég iðulega að heyra hvað ég sé duglegur á meðan Jóhanna fær gjarnan að heyra: Hvernig gastu gert þetta?! Ég verð nú að segja að ég er ekkert ofsalega hrifinn af því að fá samúð annarra. Ólíkt Jóhönnu fann ég samt fyrir tortryggni í minn garð þegar við sóttum um leikskóla- pláss fyrir Önnu Björk. Þegar ég hringdi til að ítreka málið kom hik á liðið og ég fékk á til- finninguna að þau þarna hin- um megin væru að velta því fyrir sér hvort við værum að svindla á kerfinu og værum enn saman. Menn eru greini- lega ekki vanir því að gott sam- komulag ríki milli fólks.“ En það er ekki allt á þennan veg, því vinnuveitendur Hilm- ars í Tékkkristal hafa sýnt hon- um mikinn skilning. Það var til dæmis ekkert vandamál fyrir hann að fá fæðingarorlof, auk þess sem ekkert stendur í vegi fyrir því að hann láti sig hverfa frá vinnu fyrir klukkan fimm þá daga sem hann er með dóttur- ina. „Á móti kemur að ég vinn meira þegar ég er ekki með hana, þó ekki miklu meira.“ Ef við konur viljum í raun njóta sömu tækifæra og karl- menn á vinnumarkaði verðum við jafnframt að vera tilbúnar að gefa eitthvað eftir af þess- um forréttindum okkar. Að mínu mati er grundvallarfor- sendan fyrir því að staða kvenna á vinnumarkaði batni sú að karlmenn auki þátt sinn í heimilisstörfum. Þetta er samt eitthvað sem hver og einn verður að ákveða fyrir sig, því auðvitað eru aðstæð- ur fólks mismunandi.“ Bíóborgin Dangerous Minds ★* Michelle Pfeiffer reynir að bjarga ungling- um í stórborgarslömmi með því að kenna þeim ljóð. Ósköp vel meint. Showgirls 0 Ljót, löng og leiðinleg mynd um andstyggilegt fólk. Nóg er af holdinu — en hvað með það? Brýrnar í Madisonsýslu The Bridges of Madison County ★** Clint hefði kannski mátt skjóta smá, en gerir þetta samt fjarska vel. Bíóhöllin Benjamín dúfa **** Hugljúf mynd sem rambar stundum á barmi tilfinningaseminnar en dett- ur þó aldrei fram af. Netiö The Net ★* Sandra Bullock er.sæt og tæknin voða ný, en það kviknar aldrei í púðrinu. Ógnir í undirdjúpunum Crimson Tide *★* Smart mynd en hljóðið er smartast. Gefið því eyra. Háskólabíó Jade * Óspennandi tryllir sem dregst skelfilega á langinn og lofar mikíu meiru en hann getur staðið við. Fyrir regniö ***** Gagnmerk og átakanleg mynd sem lýsir því hvernig kynþáttahatur eyðileggur gamalgróið samfélag á Balkan- skaga. Glórulaus Clueless ★*★* Alicia Silverstone er æðisleg smápía og stelpurnar eru sætar, klárar og klikkaðar. Ferlega sniðug mynd. Aö lifa ***** Epísk og stórbrotin mynd þar sem er rakið líf falleraðrar landeig- endafjölskyldu á tíma Maós for- manns. Fyrir bíófólk en þó ekki síður áhugamenn um sagnfræði. Apollo 13 **** Tæknin er stór- kostleg en það er maðurinn sem er mesta undrið. Vatnaveröld Waterworld ** Kevin Costner er með tálkn og sundfit, kannski háir það honum svolítið. Laugarásbíó Hættuleg tegund Species ** Einhvers staðar á milli Aliens og Invasion of the Body Snatchers — og ansi slepjulegt. Einkalíf ** Þráinn er eins og full- orðinn maður sem villist óboðinn inn í partí hjá unglingum — en reynir að þrauka. Regnboginn Kids ★ Sérdeilis óskemmtileg mynd um unglingalýð í stórborg. Mikið aí hálfberum smástrákum, en myndin hefur varla annan til- gang en að hneyksla. Un coeur en hiver *** Listræn frönsk mynd sem gætir þess máski fullmikið að vera hrein í stílnum, en launar manni samt þolinmæðina. Aö yfirlögöu réöi Murder in the First ★ ** Nöturleg mynd um dóms- morð og niðurlægingu. Kevin Ba- con er átakanlegur að sjá. Braveheart *** Mitt í blóðinu og forinni nær Mei Gibson að kveikja í þessu líf. Það leynir sér ekki hvað hann er vel heppnaður tappi. Sagabíó Dangerous Minds ** Michelle Pfeiffer reynir að bjarga ungling- um í stórborgarslömmi með því að kenna þeim ljóð. Ósköp vel meint. Hundalíf 101 Dalmatians *** Hundarnir eru ósköp sætir en kvenvargurinn svakalegt flagð. Stjörnubíó Benjamín dúfa *★** Strákarnir fjórir leika af innlifun og sannfær- ingarkrafti — sem einkennir raun- ar myndina aila. Tér úr steini ***★ Fín mynd og á allt annan hátt en þær íslensku bíómyndir sem rísa undir nafni, al- vörumeiri, vandaðri, stærri í snið- um. Netiö The Net ** Sandra Bullock er sæt og tæknin voða ný, en það kviknar aidrei í púðrinu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.