Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 6
6
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
Þessa dagana er Héraðsdómur Reykjavíkur vettvangur harkalegra deilna Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar og Friðberts Pálssonar fyrir hönd Há-
skólabíós vegna meints samningsbrots bíósins, bakfærðra reikninga og dularfullra auglýsingasamninga. Stefán Hrafn Hagalín kynnti sér málavexti
og ræddi við kunnuga.
Olgerðin rukkar
fyrir gosið en
Friðbert neitar
Olgerðin
Egill
Skalla-
grímsson
hefur
Pepsi-um-
boðið með
höndum eftir að hafa keypt það frá
Gosan og segir Háskólabíó skulda sér fyrir gosdrykkjavið-
skipti. Bíóið gerir hinsvegar kröfu um að Ölgerðin greiði auglýsingareikn-
inga sem þeir gosdrykkjafrömuðir kannast ekkert við.
fjögurra mánaða uppsagnar-
frestur þar áskilinn. Sam-
kvæmt heimildum Helgar-
pðstsins sagði Friðbert hins-
vegar að þarna væri einhver
misskilningur á ferðinni; hann
hefði rétt á að kaupa vörurnar
með fullum afslætti, en væri
þaðan í frá afturámóti óbund-
inn af einkasamningnum. Öl-
Ölgerðin bakfærði afsláttinn á
þeim forsendum að með því
að rifta samningnum ánþess
að virða uppsagnarfrest hefði
Háskólabíó ógilt hann frá
fyrsta degi og ætti þannig ekk-
ert tilkall til afsláttar. Háskóla-
bíó þverneitaði að greiða
reikningana og þá stefndi Öl-
gerðin bíóinu. Upphaflega
fjárhæðin sem Ölgerðin krafði
Háskólabíó um nam eitthvað á
aðra milljón króna.
Háskólabíó brást þannig við
að stefna Ölgerðinni á móti og
rukka fyrirtækið óvænt um
tæplega 800 þúsund krónur
vegna birtingar auglýsinga
sem Ölgerðin hefði pantað.
Samkvæmt heimildum blaðs-
ins mun sá samningur að sögn
Háskólabíósmanna vera á þá
leið að Ölgerðin auglýsi fyrir
um það bil 10% af veltu við-
skiptanna hjá bíóinu.
Magnús Scheving þolfimimeistarí:
Óvænt orðinn hluti af deilum Öl-
gerðarinnar og Háskólabíós eftir
að hafa leikið í Pepsi-auglýsingu
sem Pepsi í Bandaríkjunum bann-
aði stranglega að yrði sýnd á ís-
landi. Ölgerðin segir Háskólabíó
hafa birt auglýsinguna án nokkurs
leyfis.
gerðarmenn segja Friðbert
ekki geta tekið á sig öll fríð-
indi samningsins ánþess að
gegna skyldum hans einnig.
Þess má geta í framhjáhlaupi
að Háskólabíó neitar meðal
annars að greiða umrædda
reikninga þarsem búið sé að
skrifa þá út og þarmeð sé við-
skiptunum lokið. Því er Öl-
gerðin ósammála.
Ölgerðin þreytist
á pofinu og stefnir
Haskólabíoi
Útaf þessu máli gengu ýmis
bréf milli manna, en á endan-
um þreyttist Ölgerðin á þófinu
og bakfærði á Háskólabíó all-
an afslátt sem bíóið hafði
fengið í þá mánuði sem Öl-
gerðin hafði skrifað út reikn-
inga eftir að hafa keypt Gosan.
Ojg Háskólabíó
stefnir Olgeroinni
á móti og rukkar
Á umræddum reikningum
var tilgreint hvaða auglýsingar
hefðu birst og þegar Ölgerðar-
menn skoðuðu þær sjálfir kom
meðal annars í ljós að þarna
var um að ræða gamlar auglýs-
ingar frá Pepsi — auglýsingar
með löngu úreltum firma-
merkjum (lógóum) — og einn-
ig auglýsingu sem Magnús
Scheving þolfimimeistari
hafði Ieikið í og Pepsi-fyrirtæk-
ið í Bandaríkjunum stranglega
bannað að væri birt. Ástæða
þess er sú að Pepsi leyfir ekki
gerð eða birtingu auglýsinga-
efnis sem ekki kemur frá aðal-
stöðvunum.
Ölgerðarmenn segjast ekk-
ert kannast við umræddan
auglýsingasamning og fyrrver-
andi starfsmenn Gosan segjast
ekki hafa lagt bíóinu til efni í
auglýsingar.
Þess má að lokum geta að
Helgarpósturinn reyndi að ná í
Friðbert Pálsson vegna máls-
ins, en hann var ekki viðlát-
inn. Þegar spurt var um
næstráðanda kom sá í sí-
mann, en sagðist ekki kannast
við málið.
Og málið sýnist stál í stál.
að borga
- og stefnir Ölgerðinni óvænt á móti fyrir ógreidda auglýsingareikninga
••
Friðbert Pálsson, forstjóri Há-
skólabíós: Harðnertar að borga
bakfærða reikninga sem Ölgerðin
sendi honum vegna rneints samn-
ingsrofs á uppsagnarfresti. Eftir
að fimm ára samningur við Sanit-
as/Gosan/Ölgerðina rann út gerði
Friðbert samning við Vífilfell.
gert nýjan einkasamning, en í
þetta skiptið við Vífilfell. ÖI-
gerðin skuli því hypja sig með
allt sitt hafurtask útúr bíóinu
því Vífilfell sé á Ieiðinni inn.
Vert er að minna á að um-
ræddur einkasamningur var
undirritaður til fimm ára í
janúar 1989 og rann því út í
janúar 1994. Hinsvegar er
uppi ágreiningur um tilskilinn
uppsagnarfrest og þá al-
mennu viðskiptahætti að aðil-
ar sem staðið hafa lengi í við-
skiptum hvor við annan gæti
sanngirnissjónarmiða, for-
gangs varðandi tilboð og ann-
ars slíks.
Ölgerðarmenn urðu í öllu
falli heldur hvumsa við þessar
kveðjur frá Háskólabíói og
bentu á að samkvæmt samn-
ingnum væri gagnkvæmur
Olgerðin Egill Skallagríms-
son rekur nú mál fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur
gegn Háskólabíói þarsem Frið-
bert Pálsson Háskólabíósfor-
stjóri er í brennidepli. Þarna er
um að ræða kröfu Ólgerðarinn-
ar um greiðslu reikninga vegna
meints samningsbrots Há-
skólabíós og bíóið gerir gagn-
kröfu á að Ölgerðin greiði fyrir
birtingu auglýsinga sem Öl-
gerðin kannast að vísu ekki við
að hafa pantað. Málarekstur
Ölgerðarinnar annast Ævar
Guðmundsson héraðsdóms-
lögmaður, en fyrir hönd Há-
skólabíós kemur fram Sigurð-
ur G. Guðjónsson hæstaréttar-
lögmaður.
Pepsi þvælist frá
Sanitas og Gosan
til Olgerðarinnar
Málavextir eru þeir að Öl-
gerðin keypti í ágústmánuði
árið 1993 framleiðsluréttinn á
Pepsi af Gosan, sem áður hafði
keypt hann af Sanitas. Síðast-
nefnda fyrirtækið hafði gert
skriflegan einkasamning til
fimm ára við Háskólabíó árið
1989 um að sitja þar eitt að
gosdrykkjum og til þess bær-
um tækjum og tólum. Sanitas
hafði í því skyni lagt leiðslur
og annað tengt gosdrykkjavið-
skiptunum í bíóinu. Gegn
þessum einkasamningi fékk
Háskólabíó umtalsverðan af-
slátt af gosdrykkjakaupum.
Þegar Ölgerðin keypti síðan
Gosan var ákveðið að yfirtaka
alla dreifingarsamninga þess
og virða að fullu þráttfyrir að
hinn hái afsláttur til Háskóla-
bíós stæði nokkuð í mönnum.
Ölgerðin sendi í þessu skyni
menn í öll fyrirtæki og til-
kynnti að samningar Gosans
yrðu virtir af fyrirtækinu og
væru þar af leiðandi í fullu
gildi. Samkvæmt heimildum
Helgarpóstsins eru Háskóla-
bíósmenn hinsvegar ekki al-
veg á því að hafa meðtekið
þessar upplýsingar.
Friðbert skrifar bréf og
minnir á samninginn
Þarsem Ölgerðin var ekki
strax í ágúst reiðubúin til að
hefja framleiðslu á Pepsi í eig-
in húsnæði eða tækjum gerði
fyrirtækið tímabundinn samn-
ing við Gosan um að fyrirtæk-
ið framleiddi drykkinn um
skeið fyrir Ölgerðina. í októb-
er 1993 varð svo sú breyting
að Ölgerðin hóf að skrifa út
reikninga fyrir gosdrykkjavið-
skiptum sem áður höfðu verið
hjá Gosan, en framleiðslan var
þar áfram. í febrúar 1994 hef-
ur svo Ölgerðin loks fram-
leiðslu á Pepsi í eigin húsnæði
og tækjum.
í lok desember 1993 skrifar
Friðbert Pálsson Háskóla-
bíósforstjóri síðan Ölgerðinni
bréf, minnir á samninginn sem
sé í fullu gildi og telur að af-
sláttur hafi ekki verið rétt
færður. Hann kveður Ölgerð-
ina því verða að lækka reikn-
inga sína til Háskólabíós
vegna gosdrykkjaviðskipt-
anna.
Friðbert skrifar
annað bréf og segir
samninginn ur gildi
Ölgerðarmenn hyggjast
skoða málið, en í janúar 1994
kemur enn eitt bréfið frá Frið-
berti og Háskólabíó þarsem
tilkynnt er að bíóið hafi nú
Líbönsk jól á Marhaba — opið i hádeginu í desember
Hádegisverðartilboð:
Smáréttir
frá kr. 390. -
Sérstakurjólamatseðill
MARJHABA
Rauöarárstíg 37 • síml 562-6766