Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 47
FlMIVmiDAGUR 7. DESEMBER1995
47
1. í hvaða kirkju á Vesturlandi
er fræg altarisbrík frá því fyrir
siðaskipti sem var sýnd á
heimssýningunni í París árið
1900?
2. íslenskur fótboltamaður lék
um tíma með Glasgow Ran-
gers, en hér heima spilaði
hann með KR. Hann heitir?
3. Þessi náungi er einhver
frægasti njósnari allra tíma,
Breti sem flúði land og gerðist
Sovétborgari. Hann hét?
6. Hvað heitir áin sem rennur í
gegnum Varsjá og til norðurs
út í Eystrasalt?
7. Hvað hét þessi franski kvik-
myndaleikstjóri, sem var einn
af frumkvöðlum „nýbylgjunn-
ar“ en náði kannski mestri
frægð þegar hann lék í mynd
Spielbergs, Close Encounters
of the Third Kind?
8. Hvaða ár urðu Edmund Hill-
ary og Tenzing Norgay fyrstir
manna til að klífa Everest-tind?
4. Hver er höfundur sögunnar
um Frankenstein, sem ótal
kvikmyndir hafa verið gerðar
eftir?
5. Einn þekktari lærisveina
Jesú var Jóhannes, en hvað
hét bróðir hans, sem líka var
lærisveinn?
9. Haft er fyrir satt að Halldór
Laxness hafi setið við Miðjarð-
arhafið, nakinn með einglyrni,
og skrifað Vefarann mikla frá
Kasmír. í hvaða borg?
10. Af hverju dregur Baróns-
stígur í Reykjavík nafn sitt?
11 . Þessi kanadíska söngkona
er meðal annars fræg fyrir að
hafa samið lagið Woodstock
og plötuna Blue. Hún heitir?
12. Um hvern orti Jóhann Sig-
urjónsson kvæðið sem byrjar
svona: Dregnar eru litmjúk-
ar/dauðarósir/á hrungjörn
lauf/í haustskógi?
'uossuiuSneH seuof 'z\
•||3M0i!H| |U0f -n
■jeij ifsiaj ‘lufeu ge nea|||og ‘uo
-jeq jnqsuejj uias nuisolfsupjeg fv '0T
'Xaipiis b euiuuoex '6
'£S6I '8
‘fneffnjx sioíubjj 'i
■einjsiA '9
■qoi|ef 's
■XaiiaqS Xjbw 't-
■Xqimd ui|H •£
■qoaa jnjipjpd
■pupjfssgjeqs e nft|j|)|spje)|s I 'I
nieg||o>j gjA joas
Vín vikunnar
Loksins
kominn
ákrana
Um helgina sannaðist
enn og aftur að írar og
íslendingar eru skyldir:
Eftir að skrúfað var
frá Guinness-krana
í fyrsta sinn hér á
landi, nánar til-
tekið á nýja
írska pöbbn-
um Dubiiner í
Hafnarstræti,
má heita að
runnið hafi stans-
laust úr honum fram
á sunnudagskvöld.
Þeim sem kunna hvað best
að lesa í þjóðarsálina kom
þessi maltbjórsþorsti íslend-
inga ekki á óvart, — íslendingar
eru jú flestir aldir upp á Egils-
maltöli.
Þótt öðru sé kannski ekki
saman að jafna en maltbragðinu
má geta þess að íslenskt malt og
mjólkurblandaður Guinness eiga
það sameiginlegt að hafa um ára-
bil verið aufúsugestir í nestisbox-
um skólabarna. Kemur það til af
því að Guinnessinn þykir afar nær
ingarríkur, en hann er sérstak-
lega járnríkur, og hafa írskir
læknar löngum mælt með Gu-
inness við slappleika. Fyrir
fólk sem gjarnt er á að fá
bjórvömb má einnig geta
þess að mun færri kaloríur
eru í Guinness en venju-
legum bjór, auk þess
sem þemba er ekki
fylgifiskur þess
dökka.
Guinness fæst
reyndar einnig á
flöskum í ríkinu og
kostar kippan 900-
kall. Sérfræðingarnir
segja hann þó ekki
nándar nærri eins
góðan á flösk-
unum og úr
krana.
Magnus Axelsson. „Svo er þetta
eiginlega smáskot á Reif í þetta
og hitt — safnplötur sem tröllrið-
ið hafa markaðnum undanfarið en
ekki haft neitt nýtt fram að færa.“
framtíðinni?
„Ja, ég geri mér að sjálfsögðu
vonir um að leggja undir mig ís-
lenska útgáfubransann eins og
hann leggur sig. Það er kominn
tími til að útgáfufyrirtæki gefi
ungum tónlistarmönnum tæki-
færi því það er meira en nóg af
góðum hljómsveitum að spila
inni í bílskúr, hljómsveitum sem
þora ekki að koma fram í dags-
ljósið vegna þess að útgáfustarf-
semi er í svo stöðluðum far-
vegi.“
Magnús er á því að ef hann
hefði tekið þann kostinn að gefa
út þekktari listamenn þá hefðu
þeir krafist þess að meiri pen-
ingar yrðu lagðir í útgáfuna —
peningar sem ekki var til að
dreifa. „Svo þekki ég fólk í flest-
um þessara hljómsveita. Ég
hringdi í meðlimi og bað þá að
leggja til efni. Síðan spurðist
það út og fleiri hringdu. Þannig
vatt þetta upp á sig.“
Hvað kostar svona fyrirtæki?
Magnús segir að fyrirtækið
hafi kostað sig kvartmilljón og
diskurinn sé gefinn út í fimm
hundruð eintökum. Hærra var
ekki hægt að fara, því fjármagn-
ið þraut. „Ég geri mér vonir um
að selja það. Síðan sér maður
til. Ef vel gengur má kannski
gefa út meira.“
Magnús er reyndar í þremur
þeirra hljómsveita sem koma
fram á diskinum (Dýrðin, Sovk-
hoz, Gísli, Eiríkur og dr. Helgi),
en hann spilar á bassa og
trommuheila. Og hann neitar
því ekki heldur aðspurður að
nafnið Strump í fótinn sé nett
skot: „Safnspólurnar sem ég gaf
út hétu Strump og þetta er eðli-
legt framhald. Svo er þetta eig-
inlega smáskot á Reif í þetta og
hitt — safnplötur sem tröllriðið
h^fa markaðnum undanfarið en
ekki haft neitt nýtt fram að
færa.“ JBG
Magnús Axelsson er líkast til
yngsti plötuútgefandinn á
íslandi — aðeins 22 ára. Sam-
hliða því að reka útgáfustarf-
semi starfar hann sem tækni-
maður á röntgendeild Landspít-
alans. Nú fyrir þessi jól gefur
Magnús út safndiskinn Strump t
fótinn en þar má finna tólf
hljómsveitir sem flytja alls ní-
tján lög. Hljómsveitirnar eru
ekki þekktar meðal almennings
— flokkast sem neðanjarðar-
hljómsveitir. Þekktasta númerið
er Heiða og þá sem trúbador!
„Þarna má finna surfrokk, ambi-
ent-tölvupopp, trúbadortónlist,
rokkabillí...“ segir útgefandinn
ungi aðspurður. Hann segist
vera að láta gamlan draum ræt-
ast jafnframt því að bjarga
skemmtilegum lögum sem ella
ættu á hættu að falla í gleymsk-
unnar dá.
Magnús byrjaði á að gefa út
safnspólur árið 1991 en nú er
hann að færa útgáfuna í sölu-
vænlegra horf með því að gefa
út disk. Það lítur allt út fyrir að
Jón Ólafsson megi vara sig í
Yngsti útgefandi á landinu gefur
út safndisk þar sem finna má
neðanjarðartónlist af ýmsu tagi.
Hann segir tíma til kominn að
útgáfufyrirtæki gefi ungum
tónlistarmönnum séns.
Ætlar að
leggja undir
sig útgáfu-
bransann
HP mælir með:
Það er sárafátt um fína
drætti á dagskrá RÚV
núna í upphafi sjálfs
sjónvarpsmánaðarins
fyrir utan nokkra fasta
clagskrárliði á borð við
Guiding Light á fimmtu-
og föstudag, Tinna og
Strandverði á laugardag
og Radíus á laugardags-
kvöld. Einkennilegt að bregð-
ast við aukinni samkeppni á
þennan veg. Ætli þetta sé eitt-
hvert nýtt trix hjá Heimi: Að
drepa alla samkeppni með ein-
skærum leiðindum? Eða er
hann með þessu að benda fólki
á að hugieiða jólaboðskapinn í
ró og næði? Þetta hlýtur að
vera lognið á undan stormin-
um.
Cariito’s Way ★★★1/2
(Stöð 2 fim. 23.30)
A1 Pacino leikur krimma eins
og honum einum er lagið og
Sean Penn af öilum mönnum
ieikur dóphioss eins og engill.
Lögreglustöðin
(Stöð 3 fös. 20.20)
Breskir grínþættir með Ro-
wan Atkinson — hinum sér-
deilis leikna grínista sem var í
aðalhlutverki í The Biack Ad-
der.
Haligrímur Heiga
(Stöð 2 fös. 20.25)
Upptökur frá standgrínspró-
grammi altmúlígmannsins
Hallgríms frá því fyrr í vetur.
íslensk dagskrárgerð á Stöð 2?
Horror of
Dracula ★★★
(RÚVfös.
23.20)
Enn ein
svarthvít á
f ös t u d ags-
kvöldi. Bresk
frá árinu 1957,
byggð á Dra-
kúla greifa eft-
ir Bram Stoker. Gamli skelfir-
inn Cristopher Lee leikur í
myndinni.
Rolling Stones - órafmagnaðir
(Stöð 2 lau. 13.25)
HP varar við
Intersection
(Stöð 2 lau. 21.25)
Sápa þar sem Gere þarf að
velja á miili Stone, sem leikur
vinalega eiginkonu til tilbreyt-
ingar, og Davidovich, sem leik-
ur hjákonuna. Æi.
Hönd á plóginn
(RÚVsun. 13.35)
Þáttur um atvinnumál
þroskaheftra gerður af nem-
endum í hagnýtri fjölmiðlun
við Háskóla íslands.
Police Academy 5
(RÚVsun. 15.30)
Atnerískur aulahúmor eins
og hann gerist verstur. HP leyf-
ir sér að halda því fram að
myndin hafi beinlínis skaðleg
áhrif á smekk fólks. Það ætti að
banna myndina innan sextán.
Myndin var áður á dagskrá
1993 og það vekur furðu að
það skuli ákveðið að endur-
sýna þessa hörmung.
Sjónvarpsmaður vikunnar
Ragnheiður Elín Clausen
Þær eru margar framúrskar-
andi þulurnar hans Heimis en
engin er þó eins fjallmyndar-
leg, alúðleg og hressileg í
bragði og hún Ragnheiður Elín.
Það er eins og hún sé í per-
sónulegu sambandi við hvern
og einn sjónvarpsáhorfanda
og út frá því atriði mætti hún
huga að því að breyta upphafs-
ávarpi sínu úr: „Komið þið nú
öll hjartanlega sæl og bless-
uð!“ f: „Komdu nú heill og sæll,
kæri sjónvarpsáhorfandi!" Þá
sakar ekki að hún er af góðum
ættum og ber það með sér að
hún hefur gengið í einkaskóla
víða um heim. Með fullri virð-
ingu þá mættu hinar þulurnar
taka hana sér til fyrirmyndar
hvað menningar- og fagmann-
legt yfirbragð snertir. Og ef
ekki er þegar búið að ganga frá
vaktafyrirkomulaginu yfir há-
tíðirnar þá er þeirri ósk hér
með komið á framfæri að hún
verði á skjánum á jóladag.
sjonvarp
4
LAUGARDAGUR
Deep Jimi, þessi
dúndurgóða keflvíska
sveit, heldur kynningar-
tónleika vegna nýrrar
plötu.
Karma og Bjöggi Hall-
dórs með dansleik og
stórsýningu á Hótel Is-
landi. Enn eru gömlu
góðu dagarnir rifjaðir
upp.
Hálft í hvoru og ör-
ugglega einhver jólalög
á Kaffi Reykjavík.
Stefán Jökulsson og
Raggi Bjarna aftur á
Mímisbar og í enn meira
jólastuði.
Saga Klass og fleiri
koma fram í Súlnasaln-
um.
Sól Dögg heldur því
fram að hún sé eitt
besta dansbandið í bæn-
um. Við skulum vona
það. Á Gauknum.
Djassbandið, nú af
fingrum fram á Blús-
barnum.
SUNNUDAGUR
Páll Óskar, Emilíana,
Kolrassa krókríðandi,
Borgardætur, Caput,
Bubbi og fleiri koma
fram í „Veislu til vernd-
ar mannréttindum" í ís-
lensku óperunni.
Skemmtunin er á vegum
Samtakanna ‘79, sem
enn berjast fyrir sínum
mannréttindum og eiga
Iangt í land.
Carl Möller, Guð-
mundur Steingrimsson
og Róbert Þórhallsson
koma fram á sérstakri
ljóða- og djasshátíð í
Hafnarborg í kvöld.
Bjami Ara og Grétar
Örvars bæta hvor ann-
an upp. Á Kaffi Reykja-
vík.
Sól Dögg heldur von-
andi áfram að véra
„besta dansbandið í
bænurn". Aftur á Gaukn-
um.
SVEITABÖLL
Skálafell, Mosfellsbæ
Jólaæði verður með hin-
um kímna Sixties-flokki
á föstudagskvöld. Sól-
strandargæjarnir, sem
einnig eru nýbúnir að
gefa út plötu, leika á
laugardagskvöld.
Hótel Akranes Enn
meira „Jólaæði" og enn
meira Sixties á laugar-
dagskvöldið.
Apple-umboðið hf.
Skipholti 21, simi: 511 5111