Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 31
FlMIVmJDAGUR 7. DESEMBER1995
31
Ef frægar sögupersónur væru teknar úr sínu rétta umhverfi og settar í nútímann sem raunverulegar manneskjur
Hvar væru
þær nú?
Jakob Bjarnar Grétarsson og Egill Helgason skimuðu yfir bók-
menntaarfinn og veltu því fyrir sér hvernig hefði farið fyrir hinum
ýmsu persónum efþær þyrftu að pluma sig í nútímasamfélagi.
Hending ein réð hvaða persónur urðu fyrir valinu en eðlilega voru
íslendingasögurnar og verk Halldórs Laxness áberandi íþessu
samhengi — þar er jú helst að finna karaktera sem
hafa njörvað sig í þjóðarvitundina.
GRETTIR ASMUND-
ARSON (úr Grettlu)
Allir þekkja Gretti í Grett-
isvídeói en hann hefur
komið víða við á löngum
viðskiptaferli, meðal ann-
ars í veitingabransanum. Grettir er harður í
horn að taka í viðskiptum en þó er drýgsta að-
ferð hans að láta ekki ná í sig. Ráð sem aldrei
bregst. Hann gætir þess að svara aldrei sjálfur í
síma og gegn þessum kraftmikla bissnessmanni
standa rukkarar ráðþrota. En hvert sem hann
fer finnur hann hvíla á sér Gláms-augu
tollstjóra, sem vill fá
vaskinn sinn refja-
laust.
ÓLAFUR PÁ
(Ur Laxdælu)
Ólafur Pá er
eigandi herra-
fataverslunar
þar sem hann
finnur sig vel.
Skartgirni Ólafs er
við brugðið og fötin
verslun hans eru ekki
hefðbundin eða grá
heldur er þar að finna
frumlegan og litríkan
fatnað. Þá hentar það
ekki höfðingjalundinni
að reka einhverja
sokkabúð heldur
eiga einkunnar-
orðin: „Allt frá
toppi ofan í tá —
hjá Ólafi Pá“ vel við.
FJALLA-
EYVINDUR
Hann var náttúrlega útivistarmaður mikill og
ákafur jeppa- og vélsleðamaður. En Eyvindur er
ekki bara útivistarmaður heldur er hann til stöð-
ugra vandræða. Hann er ákaflega óvinsæll hjá
yfirvöldum og fjölmiðlum, því með reglulegu
millibili þarf að kalla út björgunarsveitirnar og
þyrlur Landhelgisgæslunnar til að gera að hon-
um dauðaleit. En Eyvindur lætur sér ekki segj-
ast.
RAUÐSMYRARMAD-
DAMAN (úr Sjálfstæðu
fólki)
Þjóðin kann vel að meta það
hversu hlýlega henni liggur
orð til landsins gæða og fólks-
ins sem byggir landið. Hún
hefur nú setið á Alþingi um
nokkurt skeið við góðan orð-
stír. Þaðan þurfti hún að hverfa
til að sinna öðrum þjóðþrifaverk-
um. Rauðsmýrarmaddaman er sterklega orðuð
við forsetaframboðið. Henni hafa borist fjöl-
margar áskoranir þar að lútandi frá kynsystrum
sínum og er í öllum helstu skoðanakönnunum í
öðru sæti yfir líklega kandídata.
ORGANISTINN
(úr Atómstöðinni)
Organistinn situr löngum
stundum á Mokka þar sem
hann les blöðin og þusar um
efni þeirra. Allt er það þó í
góðlátlegum tóni en ekki er ör-
grannt um að hinir fastagest-
irnir séu orðnir eilítið þreyttir
á honum. En vegna augljósrar
hjartagæsku hans finna þeir aldrei hjá sér að
neita honum um kakóbollann sem hann er sýknt
og heilagt að slá þá um.
HALLGERÐUR
LANGBROK
(úr Njálu)
Hún er tíður gestur á
vínveitingahúsum um
helgar, og þegar sá
gállinn er á henni
dansar hún fáklædd
og eggjandi uppi á
borði, þótt raunar sé
hún farin að láta ögn á
sjá eftir ótal sambúðir og
sambúðarslit. Karlmönn-
um þykir hún þó enn heill-
andi, en hún er ertistelpa
og lætur þá engjast ef
henni sýnist. Eftir tvær
sambúðir í viðbót verður
henni þó hált á þessu, því
þá endar hún í félagslegri
íbúð í Grafarvogi, í sam-
búð með bílasala og
hrappi.
BJARTUR í SUMARHÚSUM
(úr Sjálfstaéðu fólki)
Bjartur lætur mikið á sér bera á fundum hjá
Búnaðarfélaginu og hikar ekki við að hringja í
Þjóðarsálina ef honum mislíkar eitthvað — sem
er oft. Bjartur er alveg
að því kominn að láta
verða af hótun sinni,
hótun sem Ari Teits-
son og aðrir foringjar
Bændasamtakanna
hafa oft fengið að
heyra, að hefja heima-
slátrun og selja’
skrokka framhjá kerf-
inu.
OFVITINN
(úr Ofvitanum)
Ofvitinn er tölvu-
áhugamaður, eiginlega
kemst ekkert að hjá
honum annað en tölv-
ur. Elskan hans er
stúlka sem hann
hitti á vefspjalli
Miðheima en
áræðir ekki að hitta
öðruvísi en í sýndarveruleikanum. Hann hefur
hvort sem er ekki átt pening til að halda áskrift-
inni að Netinu en er að reyna að vinna sér fyrir
henni með sérkennslu fyrir byrjendur í Word
Perfect.
EGILL SKALLAGRIMSSON (úr Eglu)
Egill átti erfiða æsku, honum lynti ekki við
krakkana á leikskólanum og kerfið greip til sinna
ráða. Hann var úrskurð-
aður misþroska og átti
lengi erfitt uppdráttar.
— Andstætt eðli sínu
komst hann hvorki
lönd né strönd og
leiddist út í hnupl og
aðra smáglæpi. En
kerfið hafði alltaf
vökult auga með Agli — enn þann dag í dag
hefur lögreglan hann af gömlum vana efst-
an á lista þeirra sem grunaðir eru um
græsku. En nú hefur Egill fundið starf við
hæfi. Hann er langflutningabílstjóri og á
löngum ökuferðum landshorna á milli
dundar Egill sér við að setja saman vísur
sem þykja lofa góðu.
INDRIÐI Á HÓLI (úr Pilti og stúlku)
Indriði er hamingjusamlega giftur Sigríði
sinni — engan fölskva ber á þeirra sam-
band. Þau ræða af einlægni öll þau vanda-
mál sem upp koma í sambúðinni og draga
ekkert undan. Þeim svíður hversu illa er
komið fyrir hjónabandinu sem stofnun og
því hafa þau orðið sammála um að Indriði
sæki fundi hjá hópi karla sem ræða opin-
skátt um stöðu karlmannsins í nútíma-
samfélagi. Það gleður Sigríði þegar Indr-
iði kemur heim af fundum, nokkurs vís-
ari um karlímyndina, og segir henni
að undirbúningur hópsins fyrir ferð-
ina á karlaráðstefnuna í Osló næsta
sumar sé vel á veg kominn.
KJARTAN ÓLAFSSON
(úr Laxdælu)
Kjartan hefur þegar keppt á fernum
Ólympíuleikum og er ekki hættur enn.
Það fer reyndar ekki miklum sögum af af-
rekum hans á leikunum og hefur það
valdið þjóðinni nokkrum vonbrigðum,
enda hafa miklar vonir verið bundnar við
hann. Þó er ekki
hægt að álasa
Kjartani fyrir að
hafa ekki unnið
verðlaunapen-
ing því meiðsl
hafa háð hon-
um á ögur-
stundu og oft
hefur keppni-
sumhverfið
ekki hentað
honum, eins og
hann hefur
margoft tekið
fram í viðtölum.
En ekki er öll
nótt úti enn og
æfir markvisst fyrir fimmtu Ólympíuleikana
sína. Hann lætur það ekki trufla sig við æfingar
þó að úrtölumenn á borð við Önund Ásgeirsson
skrifi í blöð og kvarti undan því hvernig sé mul-
ið undir íþróttamenn.
SALKA VALKA (úr Sölku Völku)
Eftir erfið sambönd við karlmenn sem reynd-
ust byggð á blekkingu einni hefur hún komist að
því að það var ekki tilviljun ein sem réð því að
hún klæddist karlmannsfötum ung stúlka. Hún
hefur sagt smáborgaralegum viðhorfum stríð á
hendur og er dugmikill talsmaður fyrir réttind-
um fólks til að velja sjálft hvernig það kýs að
haga sínu samlífi. Þá blöskrar henni mismunun-
in, þögnin og skejdingarleysið sem ríkir um hag
náungans á Islandi dagsins í dag.
ÓLI (úr kvæðinu Snati og Óli)
Eftir að hafa fengið látúnshálsgjörð
besta vinar síns, Snata, að láni hélt Óli
uppteknum hætti. Hann fékk lánað á
báða bóga og borgaði aldrei aftur. Eða
dettur nokkrum í hug að Snati hafi
fengið kökuna? Ekki einungis urðu vin-
ir hans fyrir lánafíkn Óla heldur og all-
ar lánastofnanir sem starfræktar eru.
Aldrei borgaði Óli nokkurn
skapaðan hlut. Óla líður ekki
vel með þetta en það er orð-
ið of seint fyrir hann að iðr-
ast. Enginn lánar Óla leng-
ur.
G ALDR A-LOFTU R
Hann vekur hvarvetna athygli þar sem hann
gengur um borgina í djúpum þönkum, svart-
klæddur og þungur í fasi. Mörgum stendur
stuggur af honum, ekki síst eldri konum, en
margar yngri konur heillast af dulúðinni í fari
hans. Loftur er
spesíalisti í
d u 1 -
rænum fræðum, hann kann sinn Crowley utan
að, og sumir segja að í hinum myrku vísindum
eigi hann engan jafningja á Norðurlöndunum. En
fræðin hafa þó ekki alltaf reynst honum vel því
kona sem leigði honum kvistherbergi á námsár-
um hans — áður en hann hrökklaðist úr skóla —
lét læknavaktina sækja hann eftir að hafa fundið
óþægilegan daun leggja úr herbergi hans. Var
Loftur, gegn vilja sínum, lokaður inni á Kleppi
um nokkurra mánaða skeið. Það varð þó frekar
til að auka hróður hans í ýmsum kreðsum og er
hann til dæmis sérstakur aufúsugestur við há-
borðið á veitingahúsinu 22, þegar hann rekur
þar inn svartar brýrnar.
ÓLAFUR LIUURÓS (úr þjóðkvædi)
Ólafur er náungi sem aldrei finnur frið í sálinni
þegar konur eru annars vegar. Erfiðast (og best)
finnst honum þegar á í hlut kona sem stendur í
dyragætt og bendir honum vinsamlega að koma
inn til sín. Þá er Ólafur á báðum áttum, hann veit
ekki í hvorn fótinn hann á að stíga, en það er til-
finning sem hann þekkir vel og vekur með hon-
um nautnalega ráðleysiskennd. Vegna þess
hversu fátíðar svona konur eru á íslandi eyðir
Ólafur mestöllum tekjum sínum í ferðalög til út-
landa. Þar er hann tíður gestur í rauðljósahverf-
um þar sem hann stendur heilu kvöldin utan við
dyr kvennanna sem vilja bjóða honum inn í hlýj-
una með fyrirheitum og fagurgala, tvístígur og
veit ekki hvort hann er að koma eða fara.