Helgarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER1995
45
4
'«
4
4
i
4
4
f
I
j| jörg Ingadóttir tískuhönnuður er önnur tveggja
. kvenna sem reka verslunina Spakmannsspjarir
'við Þingholtsstræti. Þess misskilnings gætir
víða að verslunin sé í senn tískuverslun og saumastofa
sem sáumi eftir höfði fólks. „Við ætlum að vera leið-
andi. — ekki láta fólk leiða okkur,“ segir Björg ákveðin.
„Ef fatnaðurinn sem við eigum fyrir passar ekki, eða fer
Íekki vel þeirri sem þó langar í hann, lögum við hann
hins vegar að manneskjunni, tii dæmis með því að
víkka hálsmál, þrengja og svo framvegis. Ég og Val-
gerður Torfadóttir erum jafnframt hönnuðir sem er-
um til taks og leiðbeinum fólki við fataval. En það er af
og frá að við störfum þannig að það geti komið til okk-
ar manneskja og beðið okkur að sauma kjólinn sem
hún sá í Vogue.“
Eins og við var að búast gengur Björg eingöngu í eig-
in fatnaði, fyrir utan auðvitað skó og nærfatnað. „Þar
sem ég er útivinnandi og ofboðslega upptekin kona
kýs ég að vera þægilega klædd en um leið svolítið töff;
ég vil í senn vera fín og pínulítið drusluleg. Ef konur
sa ekki upp á hina hárfínu línu á milli þess að vera
r og smart eiga þær á hættu að verða afar kerling-
legar. Það er nefnilega nauðsynlegt að hafa pínulít-
inn húmor í klæðaburði.“ Þessum húmor segist Björg
reyna að ná fram með því að brjóta upp aðferðir í
saumaskap og velja saman óhefðbundin efni, henni er
enda lífsnauðsynlegt að finna ódýrar vinnsluleiðir við
að gera flíkur sem eru samt sterkar og endingargóðar.
Sem dæmi má nefna að Björg og Valgerður hafa að
undanförnu eytt drjúgum tíma í að endurvinna gamlan
herrajakkafatalager í dömudragtir.
Björg hefur smátt og smátt, á þeim rúmum tveimur
árum sem hún hefur rekið Spakmannsspjarir, náð að
skapa sér nafn sem tískuhönnuður. Það sem lýsir
•'innski þankagangi hennar best er að hún hefur ekki
luga á að vera ein af þeim konum sem fá strax at-
ygli. „Mig hefur aldrei langað til að vera þessi í rauða
rönga flegna kjólnum, af því einfaldlega að mér finnst
sú kona hallærisleg. Ég hef aldrei kunnað að meta
þessa pússí-tísku. Heldur vil ég vera sú kona sem fólk
tekur eftir með tíð og tíma af því hún er smart. Ég vil
þó taka fram að mér finnst ekkert ljótt. Allt getur orðið
flott setji maður flíkurnar rétt sarnan."
Dulan?
„Þetta er bara efnisstrangi sem við höfum saumað úr
buxur, skyrtur og pils. Ég vona að fólk fari ekki að
panta nákvæmlega þennan „kjól“. En ef til vill sauma
ég mér jóladressið úr þessu efni. Svo mikið er víst að
ég — fatafíkillinn — fer ekki í jólaköttinn.“
Asgeir Oskarsson. „En ég er ekkert sérlega kómersíal og það er ekkert
hver sem er opinn fyrir því að gefa mann út.“
Ásgeir Óskarsson, sem margir telja trymbil nr. 1 á Islandi, var að
senda frá sér sína fyrstu sólóplötu. I kvöld verða útgáfutónleikar þar sem
fram kemur landsliðið í poppi — hvorki meira né minna.
„Þetta er heilmikið málu
Allt frá því Ásgeir Óskarsson
kom fyrst fram á sjónar-
sviðið, í kringum 1970 í hljóm-
sveitunum Mods, Trix og síðan
Rifsberju, hefur hann verið í
fremstu röð trommuleikara.
Það má tíðindum sæta að þessi
snjalli trymbill er nú að senda
frá sér sína fyrstu sólóplötu —
Veröld stór og smá. „Þetta er
svona prógressíft popp. Annars
á ég mjög erfitt með að lýsa
þessu sjálfur," segir Ásgeir, en
hann verður með útgáfutón-
leika í kvöld í Loftkastalanum.
Ásgeir gefur plötuna út sjálf-
ur og þarf að standa í öllu því
sem fylgir útgáfustússinu. Þó
að hann hafi starfað sem at-
vinnutónlistarmaður í ein 25 ár
samfleytt er þetta nýtt fyrir
honum.
„Ég hef alltaf haft einhverja
aðra menn í þessu. Og það hef-
ur ekki staðið á mér að kvarta
og kveina ef mér hefur ekki
fundist þeir standa sig nógu
vel. Ég hef oft verið óánægður
og ekki skilið neitt í af hverju
þetta getur ekki verið svona og
svona; Ég segi ekki neitt næst,“
segir Ásgeir nánast afsakandi.
Það hefur ekki farið hátt, en
Ásgeir hefur fengist við að
semja tónlist í þrjátíu ár.
„Fyrsta lagið var á Pelican-plöt-
unni Uppteknir og hét „How do I
get out of New York City?“.
„Það var svona frasalag með
trommusólói," segir Ásgeir. Og
þá er tónlistarmönnum minnis-
stætt lagið „Þögull eins og
meirihlutinn" sem Ásgeir gerði
við texta Einars Más og Þursa-
flokkurinn tók á pönktímabil-
inu. Bæði þessi lög ætla Ásgeir
og hans menn að taka á tónleik-
unum, auk þess sem flutt verða
óútkomin lög sem og að sjálf-
sögðu þær tónsmíðar sem
finna má á nýju plötunni.
Ásgeir segir það ekkert eins-
dæmi að trommuleikarar semji
lög og nefnir Rabba og Sigga
Karls sem dæmi. Gamli Þokkar-
bótarjálkurinn Ingólfur Steins-
son semur alla textana á plöt-
unni. Ásgeir segir aðspurður að
hann viti ekki hvernig það hefði
reynst að fá verðlaunaskáldið
Einar Má til verksins. „Þögull
eins og meirihlutinn var samið
við textann. Þetta voru allt lög
sem mig vantaði texta við. Ég
veit ekkert um það hvernig Ein-
ari hefði gengið með það. Hann
er náttúrlega skáld en ekki
textasmiður.“
Ásgeir á efni á þrjár til fjórar
plötur til viðbótar en segist þó
ekki vita hvenær hann ráðist í
gerð næstu piötu. „Þetta er
heilmikið mál. Ef ég gæti fengið
útgefanda myndi ég byrja strax
á nýju ári. En ég er ekkert sér-
lega kómersíal og það er ekkert
hver sem er opinn fyrir því að
gefa mann út.“ jbg
Bakhliðin
• Jón Gnarr
atferiisfræðingur:
Biskupinn skuldar
mérpylsu ogkók
Finnst þér vanta veitinga-
staði í miðborgina?
„Mér finnst að Feiti dvergur-
inn mætti vera víðar.“
Hvert er mest góðmenni nú-
lifandi íslendinga?
„Hallbjörn Hjartarson vinur
okkar allra. Eða gleðigjafinn
André Bachmann. Það er ekki
til neitt illt í honum.“
Hvort vildirðu heldur vera
Felix Bergsson eða Gunnar
Heigason?
„Hverjir eru það?“
Hvaða hlutur i þinni eigu er í
mestu uppáhaldi?
„Macintosh-tölvan mín.“
Hvor finnst þér sætari, Silja
Aðalsteinsdóttir eða dr. Sig-
rún Stefánsdóttir?
„Silja. Hún er stórglæsileg
kona.“
Hvort finnst þér Eirikur betri
sem útvarpsmaður eða sjón-
varpsmaður?
„Mér finnst hann njóta sín
betur í sjónvarpi en þó finnst
mér hann albestur í heita
pottinum í Vesturbæjarlaug-
inni.“
Hver er skemmtilegasta
starfsstéttin?
„Tæknimenn ýmiss konar.
Mér finnst þeir alveg indælir
og ótrúleg kraftaverk sem þeir
geta unnið á skömmum tíma.
Og lögfræðingar."
Heldurðu að Bjami Ara eigi
eftir að ná hápunkti ferils
síns?
„Hann er iiðinn."
Ef Anna Kristine myndi
hætta sem útvarpsmaður,
hvað ætti hún þá að taka sér
fyrir hendur?
„Anna Kristine má bara ekki
hætta í útvarpi. Ef það gerist
þá drep ég mig.“
Hvaða fþróttamaður er van-
metnastur að þfnu viti?
„Þeir eru nú ofmetnir flestir.
Sjálfur held ég með Póllandi í
öllum íþróttagreinum en ég
sjáifur er mjög vanmetinn. Ég
hef reynt fyrir mér en komst
aldrei í liðið og virðast flestir
búnir að gleyma því að það
var ég sem skoraði mark Kjal-
arneshrepps gegn Kjósarsýslu
árið 1978 og tábrotnaði S leið-
inni.“
Finnst þér Guðmundur Andri
Thorsson myndarlegur mað-
ur? (Ef svo er — hvað er það
einkum sem gerir hann að
þessu glæsimenni?)
„Æinei. Mér finnst hann nú
ekkert glæsimenni."
Hvað myndirðu gefa Kaila i
Pelsinum f afmælisgjöf ef
hann byði þér f afmælið sitt?
„Flösku af Admiral. Það má
drekka það þegar ekkert ann-
að er til.“
Hver er eftirlætisþulan þín?
„Gerður G. Bjarklind, tvímæla-
laust. Það er þuia sem ber af
öðrum þulum og mætti heyr-
ast á öðrurn útvarpsstöðvum.
Það er þula sem aðrar þulur
mættu taka sér til fyrirmynd-
ar.“
Af hveiju hefur enginn
stungið upp á dr. Ottari Guð-
mundssyni sem næsta for-
seta?
„Ég hef margoft stungið upp á
honum. Meira að segja lagt að
honum og hvatt hann í fram-
boð. Óttar má vita það að ef
hann býður sig fram á hann
allan minn stuðning. Hann er
miklu fýsilegri kostur en bisk-
upinn, sem skuldar mér alltaf
pylsu og kók.“