Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Page 38

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.1945, Page 38
688 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS .l lrVniin^* maiina í flaltiskii Iniiduiiuin og látnar voru vinna undir umsjá G. P. U., að skógarhöggi, í sögun- armyllum, við vegagerð o. s.frv. og 3. Fjölskyldur, er settar voru nið- ur í Mið-Asiu (aðallega í Kasakst- an og Kirgísa- og Yakuts- lýðveld- unum)j og látnar voru vinna hjá bændunum þar, og voru frjálsar að kalla, en var þó algjörlega bann að að flytja vistferlum. 1 pólsk-rússneska sáttmálanum, er undirritaður var í London 30. júlí 1941 var tekið fram, að pólskir útlagar úr öllum flokkum yrðu látnir lausir. Pólsku stjórninni tókst, með aðstoð Rauða Krossins og ensk-amerísku hjálparstarfsem- innar, að finna um 500 þúsund fanga, eða um helming útlaganna. Mikill hluti þeirra, þar með talinn pólski herinn, sem stofnaður hafði verið í Rússlandi, var fluttur heim um Teheran. Þeir, sem urðu eftir í Rússlandi, voru, eftir að Rússar slitu stjórnmálasambandi við Pól- verja 1943, skoðaðir sem rússnesk- ir borgarar og var farið með þá samkvæmt því. Áætlað er að um 20% af útlögunum hafi látizt í fangabúðunum norður við íshaf eða á leið þangað. Fjölda-útlagaflutningurinn frá Eystrasaltslöndunum fór fram með svipuðum hætti. Reglugerð gefin út af Gusevitius innanríkis- málaþjóðfulltrúa Lithauga-ráð- stjórnarríkisins (Nr. 0054, 28. nóvember 1940)] skipar þeim Lit- hauga-borgurum, sem flytja í út- legð, í fjórtán flokka. 1 1. flokki eru „allir meðlimir rússneskra stjórnmálaflokka, er voru starf- andi áður en byltingin hófst: Þj óðbyltingarmenn, mensevikkar, trotskysinnar og stjórnleysingjar“. 1 2.—6. flokki eru starfandi með- limir í öðrum stjórnmálaflokkum í Lithaugalandi (Valdemarasinn- ar, kristilegir jafnaðarmenn, menn úr þjóðernissamtökum stú- denta, Shaulistar)] og ennfremur lögregluforingjar, vopnaðir lög- regluliðar og fangaverðir þeir, sem verið höfðu liðsforingjar í keisarahernum, rússneska hvíta- hernum og í pólska- og lithauga- hernum. 1 7. flokki eru „þeir, sem reknir hafa verið úr kommúnista- flokknum.“ I 8. flokki: „Pólitískir flóttamenn, sem horfið hafa heim aftur, og smyglarar". í 9. flokki: Borgarar erlendra ríkja og full- trúar erlendra verzlunarfyrir- tækja. 1 10. flokki: Menn sem ferð- ast hafa erlendis eða eru á ein- hvern hátt riðnir við erlenda utan- ríkismálastarfsemi, menn sem eru í félögum esperanto-manna eða frímerkjasafnara." í 11. flokki: Starfsmenn í fyrri ráðuneytum Lithaugalands. I 12. flokki: „Starfsmenn pólska Rauða-kross- ins og flóttamenn frá Póllandi." 13. og 14. flokkur: Prestar, aðals- menn, landeigendur, bankastjórar, iðjuhöldar, auðugir kaupsýslu- menn og gildaskála- og gistihúsa- eigendur. Flokkun þessi sýnir, að uppræta á úr þjóðfélaginu: 1. Alla þá, sem hafa stjórnmála- skoðanir eða taka virkan þátt í stjórnmálum, fyrst og fremst alla, sem eru í vinstriflokkunum, aðra en kommúnista. 2. Allar æðstu stéttir og embætt- ismenn undir fyrri stjórnar- háttum. 3. Öll alþjóðaöfl. I Austur-Póllandi náði þessi útrýmingarstarfsemi einnig til menntamanna (kennara, lögfræð- inga, blaðamanna o. s. frv.)', hver sem stjórnmálaskoðun þeirra var. Athyglisvert er, og einkennandi, að meðal manna í fjórðu brottflut- ningslotunni (júní 1941)], var all- mikill fjöldi úr sjálfum kommú- nistaflokknum, einkum þeir, sem meðan á byltingunni stóð, höfðu unnið að því að setja á laggirnar ýmsar staðbundnar framkvæmda- nefndir, er fóru með völd meðan allt var á ringulreið, áður en em- bættismenn ráðstjórnarríkisins tóku við, — og ennfremur þeir, sem höfðu verið í verkamarma- hernum. Venjulega náði útlegðin til allr- ar fjölskyldu þeirra, sem hlut áttu að máli. Ungbörnum var komið fyrir á barnaheimilum. Þessi fjöldabrottflutningur fór fram án grimdar af yfirlögðu ráði, en við svo hörmulegar aðstæður, — allt að þriggja vikna ferðalög í lokuð- um vögnum, sem annars voru not- aðir til stórgripaflutninga, — enda dó mikill hluti útlaganna á leiðinni. Utlagarnir voru sóttir að nætur- lagi og fluttir á brott frá heimilum sínum af N.K.V.D. (stjórnardeild innanríkismálaráðuneytisins, sem tekið hefir við starfi O.G.P.U. leynilögreglunnar. f daglegu roáli er N.K.V.D. og G.P.U. eitt og hið sama)'. og fengu aðeins eina klukkustund til þess að búa sig og taka saman föggur sínar. Farangur sá, er hverri fjöl- skyldu var leyft að hafa með sjer, mátti ekki vera þyngri en 200 pund. Járnbrautarlestirnar héldu af stað fyrir dögun. Allir gluggar þeirra voru lokaðir og dyrum öll- um vandlega læst, en þó voru á þeim op til þess að fleyja út um þau saur og rétta matinn inn um þau. Ekki voru gluggar né dyr opnáðar fyr en komið var á áfangastaðinn — í heimskauts- hjeruðunum eða í Mið-Asíu. Aðgerðir þessar miðuðu að því, að losa þessi iandsvæði, sem sam- einast höfðu Ráðstjórnarríkjunum, við þá menn, sem á máli komm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.