Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Side 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Mynd þeæl er úr enskri verksmidju, sem steypir klukbur ferðin endurlekin og missir þá þjófurinn annað augað. En verði að beita við hann sömu aðferð í þriðja sinn, missir hann og hitt augað. Þegar dr. Maurer var að ferðast hér um land 1858, sá hann Þórs- hamar, er kominn var frá gamalli konu á Húsavík. Hafði kerling ver- ið grunuð um galdur og eins for- feður hennar í marga ættliðu. Klukknagerðin hefur breyzt mjög lítið um margar aldir. Þó voru klukkur tiltölulega þrengri og hærri áður en siðbótin hófst. Síðan urðu þær tiltölulega iægri, en miklu viðari, einkum að neðan, þvi að þar slógu þær sér mikið út. Nýustu klukkur eru boljafnari. Þá hefur og klukkumálmurinn litið breyzt. Hann er gerður úr kopar og tini og er hlutfallið venju- lega 13 á móti 4. Úr þessari blöndu fæst harður og hljómfagur málm- ur og svo að segja óforgengilegur, því að hann spanskgrænar ekki og lætur mjög lítt á sjá þótt hann verði fyrir hitabreytingum og rakabreytingum. Sumir halda að silfurklukkur muni hljóma miklu betur en þessar koparklukkur. En það er langt frá því að svo sé. Og mesta fásinna væri að halda að gullklukkur mundu bera af um hljómfegurð, því að þær mundu áreiðanlega ekki hljóma betur en blýklukkur. Allmikill vandi er að steypa klukkur, einkum ef þær eru stórar. Málmurinn er hitaður upp i 900— 1200 stig C. og svo er honum rennt í mótin. Má það ekki taka nema nokkrar mínútur. Síðan verður að iáta mótin standa og kólna. Litla klukku er hægt að taka úr mótinu cftir sólarhring, en þegar um stór- ar klukkur er að ræða, þá eru þær eþki orðnar kajdar fyr en eftir þrjar vikur. Gæta verður þess og, að klukkurnar kólni alls staðar jafnt, ella er hætta á því að þær springi, eða feirur komi f þær. Það var ekki fyr en um seinustu Hér er verið að fága og bljómstilla kirkjuklukku 699 Klukkan í Brisbane. Er þetta elzta klukka veraldar? aldamót að menn fundu upp a þvi að hljómstilla kluklcur. Er það gert á þann hátt að þær eru skafnar innan og reyndar smám saman þangað til þær hafa fengið inn rétta tón. Er þetta vandasamt verk og ef eitthvað ber út af, er nær óhugsandi að hreinir tónar fáist úr þeirri klukku. Flestir munu ætla, að hver klukka hafi aðeins einn tón, en það er ekki rétt. Hver klukka hefur fimm tóna. Er þar fyrst slagtóninn, svo er ,.nominal“ (einum tónstiga ofar), „hum“ (ein- um tónstiga neðar), „tierce“ og „quint“. Allir verða þessir tónar að vera samhljóma, en þeir þurfa einnig að vera samhljóma öðrum klukkum, þar sem samhringt er. Viða eru margar klukkur saman og cr hver klukknasamstæða nefnd „carillon“. I hverri klukknasam- stæðu eru mismunandi stærðir. Slærsta samstæða, sem sögur fara af, er í Singing Tower Birds Saxictuary í Florida. Þar er 71

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.