Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1955, Page 8
700 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KLUKKURNAR Á HÓLUM — f dómkirkjunni á Hólum eru þessar tvser klukkur, og getur hvorug talist gömul. Á annari er þessi áletrun: „ME FECIT A C HERBST A® 1784. SOLl DEO GLORIA HOLAKIRKJA ATH 1784“. — Seinustu stafirnir eru upphafsstafir Arna biskups Þórarinssonar, sem hefir fengið klukkuna til kirkjunnar. Á hinni klukkunni, sem er þó nokkru stærri, stendur: „STÖBT AF B LÖW & SÖN KIÖBENHAVN 1885“. klukka. Annars geta samstæður verið 5, 6, 8, 10, 12 og upp í 36 klukkur. Stærsta khikkan í Eng- landi vegur 16 smálestir og er í St. Páls-kirkiunni. En þar sem svo þungar klukkur eru. verður að ganga vel frá rambö'dum, og eins þar sem margar klukkur eru sam- an. Áður voru rarrbö'dm tré, en nú er farið að nota stálgrindur og eru þær þvi meiri fvrirferðar og fullkomnari sem klukkurnar eru fleiri er samhringia skal. Klukkur ganga úr sér við notk- un, því að smám saman koma í þær lautir undan kólfunum. Nú tekst stundum að hbómstilla þær aftur. en áður fvr voru khikkur bræddar upp begar bær voru úr sér gengnar. Þannig hafa flestar fornar klukkur farið forgörðum. Nú eru menn hættir þessu o? eng- ar fornar klukkur eru bræddar, heldur eru þær geymdar sem forn- minjar. Hér er rétt að skjóta inn sögu um þá klukku, er menn halda að nú sé elzt allra og talin vera 1635 ára gömul. Þessa klukku á Kon- stantín mikli að hafa gefið kirkju nokkurri í Rúmeníu árið 320. Var hún alltaf á sama stað, því að eftir að Tyrkir náðu þar yfirráðum, þá hðfðu þeir hana í musteri sínu. í stríðinu 1918 var barizt þarna og var musterið bá skotið í rústir. En brezkir hermenn fundu klukkuna og fluttu hana til Varna. Þar grófu þeir hana í sand og ætluðu að bíða betra tækifæris til þess að koma henni til Englands. Um sömu mundir lá þarna í höfninni ástr- alska flutningaskipið „Melara“ og nokkrir af áhöfn þess urðu varir við er Bretar voru að fela klukk- una. Næstu nótt fóru þeir bangað, grófu upp klukkuna og höfðu um borð með sér. Þegar skipi* kom til Sydney, frétti forstjóri skipafélagsins um þetta. Varð það þá að ráði að klukkan var gefin manni sem William Thomson hét, átti heima í Brisbane og var forngripasafnari. En hann þóttist ekki mega setja hana í safn sitt. Gaf hann þá kirkju stjórninni þar á staðnum klukkuna sem stríðsminjagrip. Var henni komið fyrir hjá St. Augustínus kirkjunni í Brisbane, og þar hangir hún nú. Klukkan er 20 þumlungar á hæð og skreytt með myndum af Kristi, Maríu mey og krossfesting- unni. Á alvöru og gleðistundum eru kirkjuklukkurnar látnar flytja þjóðunum boðskap. Þannig var það ákveðið í Englandi í seinustu styrj- öld að ef Þjóðverjar skyldi gera innrás þar, ætti að hringja öllum kirkjuklukkum í landinu samtímis til þess að vara þjóðina við. Ekki kom þó til þessa, en að loknum ófriðnum var öllum klukkunum hringt samtímis. Það var fagnaðar- boðskapur til þjóðarinnar. Um klukkur hér á landi í ka- þólskum sið, segir dr. Guðbrandur Jónsson svo: „Klukkur voru með þrennu móti. Stórar klukkur — útiklukkur, sam- hringjur, söngmeyjar, er ýmist voru í stöpli, klukknahúsi, eða utan á suðurgafli kirknanna, og smá- klukkur á kór eða bjöllur á kór, smábjöllur og handklukkur, uppi- haldsklukkur og handbjöllur. Úti- klukkumar voru notaðar til að kalla saman söfnuðinn til guðs- þjónustu. Þær voru oftast gjörðar úr bronsi, venjulegast ca. 80% kopar og 20% af tini og ofurlítið af silfri. Ef fleiri klukkur voru, voru þær samstilltar í prím, terts, kvint og oktav (þríhljóm) og hétu þá söngmeyar eða samhringjur. Klukkum var hringt allan ársins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.