Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 3
JÓÐMIN Ástand Jbess og ætlunarverk — Eftir Valtý Stefánsson 29. sept. 1929: Fyrir skömmu birtist hér í Lesbókinni grein um Landsbókasafnið, hlutverk bess ofí hag. Þar var sýnt fram á, hve van- megnugt safnið væri að gera bað gagn, sem bað ætti að gera, meðan því væri ekki meiri sómi sýndur en nú, og það hefði ekki meiri fjárráð en það hefir haft. Uppi á lofti Safnahússins svonefnda á Arnarhóli, í þröngum húsakynnum, und- ir súð, er Þjóðminjasafn vort geymt. Þegar það var þangað flutt, var svo til ætlazt, að það yrði þar aðeins til bráða- birgða. Síðan eru liðin 20 ár. Á þessum 20 árum hefir meira umrót verið í þjóðlífi voru en á nokkrum öðr- um 20 árum síðan ísland byggðist. Menn hafa kvartað og kveinað yfir því, að þjóðin stæði berskjölduð gegn alls kon- ar erlendri ómenningu — væri að týna sjálfri sér. Þeir, sem mest tala um þetta, ættu að vera fúsir til þess að berjast fyrir því með hnúum og hnefum, að Þjóðminja- safn vort fengi örugga geymslu, og þau húsakynni sem þurfa, til þess að það geti komið að fullum notum. Eins eiga margir eriftt með að koma auga á hvílíkt dýrgripasafn þjóðarinnar Þjóðminjasafn vort er. Ef menn eru ekki bærir að dæma um það sjálfir, þá geta þeir sótt þann fróðleik sem annan til út- landa. Því það er segin saga, að þegar menntaðir útlendingar gista höfuðstað vorn, og kynnast glingri því og gálga- timburs-svip, sem hér ber mest á, þá rekur þá í rogastanz, er þeir sjá, hve mikill menningarbragur andar á móti IV. Baráttan við erlendu orðin, — Mest í húfi fyrir alþýðuna. Ef íslenzk alþýða á nokkra sök á hend ur menntamönnum, þá er það fyrir það, að þeir vanda ekki betur daglegt mál sitt en þeir gera. Þegar íslendingar læra erlend mál, reyna þeir að tala þau hrein. Þeir sletta ekki þýzku og ensku mitt í frönskum setningum. Þeim finnst lika stórhlægilegt að heyra Vestur-fs- lendinga krydda tal sitt með ensku. En danska ívafið í daglegt mál vort er svo ríkur vani, að fæstir taka eftir því. Auð- vitað er erfitt að sneiða hjá erlendum orðum fyrir þá, sem mestan lærdóm sinn hafa fengið á erlendum málum. En ef menn heimtuðu meira af sjálfum sér og öðrum í þessu efni, kæmi ein- hver úrræði. Vandað talmál þarf að verða eins sjálfsagt og hreinlæti, kurt- eisi, mannasiðir. Og það þarf að vanda miklu meir til máifarsmenntunar leik- ara, presta og ræðumanna en hér er gert. En hitt er ég viss um, að óbornar kynslóðir munu virða við íslenzka menntamenn og rithöfunda 19. og 20. aldarinnar, að þeir hafa a.m.k. vandað ritmál sitt eftir föngum og varið það fyrir erlendum orðum. Þeir hafa fram- ®r öllu gert það af málsmekk. fslenzk- an héfir svo samfelldan svip, að erlend þeim, frá liðnum tímum, er þeir skyggn- ast inn í hálfdimm súðarherbergi Þjóð- minjasafnsins. Hafið hefir verið máls á því, að við íslendingar fengjum allmikið forngripa frá Danmörku, sem þangað hafa slæðzt héðan með ýmsu móti. Horfir það mál að ýmsu leyti vænlega. En höllum fæti stöndum við þó í því máli, meðan við höfum eigi eldtrygg húsakynni fyrir safn vort hér heima. Þjóðminjasafnið á að verða skóli hinn- ar upprennandi kynslóðar, þar sem hún getur inndrukkið anda og eðli íslenzkr- ar menningar. Þar eiga menn að læra hvernig heimilin á íslandi eiga .að vera til þess að þau verði íslenzk, en ekki eins og andlaus skranbúð. — Þar eiga menn að kynnast smekkvísi og hugar- fari fyrri kynslóða — er lifðu við marg- falt verri lífskjör en nútímafólkið al- mennt, en gleymdu aldrei að elska og virða það, sem fagurt var, létu aldrei örbirgð, kúgun og bágindi kvelja úr sér meðvitundina um manngildi sitt. Ég átti hér á dögunum tal við Matt- ' hías Þórðarson þjóðminjavörð um safn- ið. Safninu lýsir hann í fáum orðum á þá leið, að þar fáist glöggt yfirlit yfir ís- lenzka alþýðumenningu á síðari öldum. Auk þess sé þar .allmikið kirkjugripa- safn, sumpart frá miðöldum, og enn fremur nokkuð af munum, er snerta daglegt líf manna á fyrstu öldum sögu vorrar. Húsnæði það, sem safnið hefir nú, er í affla staði ófullnægjandi. — Her- bergin of þröng, dimm og óhentug og rúmið, sem safnið hefur yfir að ráða, orð fara henni ekki. Þau eru eins og mislitar pjötlur, sem saumaðar væru of- an á ábreiðu. Aftur á móti er blendings- mál eins og enska likast pjötlubrekáni, og þar er hver ný bót til prýði. Menn hafa líka vakað yfir tunsunni af öðrum ástæðum: vegna sambandsins við forn- öldina, þjóðernis og sjálfstæðisbaráttu. Nú, þegar sjálfstæðisbarátta vor er á enda kljáð og stjórnmálin taka nýja stefnu, er ástæða til þess að minna á félagshlið málvöndunarinnar: aff jöfn- uður og samheldni í landi voru er ekki undir neinu öðru fremur komin en sömu málmenningu allra stétta, en sú mái- menning er óhugsandi, nema tungunni sé haldið hreinni. Það er að vísu mikið færzt í fang að reyna að finna íslenzk orð um alla nýja hluti og hugtök, sem að oss berast. Það er barátta, sem á sér hvorki upphaf né endi, en dæmi vort á umliðnum öldum sýnir, að vér þurfum ekki að leggja ár- ar í bát. Hér hafa alltaf verið að skap- ast ný orð, frá upphafi íslands byggðar, og hugsun þjóðarinnar hefir ekki þrosk- azt á öðru meir. Þessi orð hafa ekki myndað sig sjálf. Þeir einstaklingar, sem hafa nennt að hugsa, hafa hver lagt sinn skerf til. Hinir tala mest um, að allt eigi að koma af sjálfu sér, sem aldrei hefir dottið neitt í hug. En þó að einstaklingar hafi jafnan átt frumkvæðið, fer því fjarri, að réttur Valtýr Stefánsson svo lítið, að mikill hluti af þeim grip- um, sem safnið á, geta alls ekki verið til sýnis. Sýningarskáparnir eru óhent- ugir og lélegir, svo að munir þeir, sem almennings hafi verið fyrir borð bor- inn. Dómur hans hefir jafnan verið hæstaréttardómur. Orð lifa ekki, nema þau séu á vörum manna. En láti almenningur glepjast svo, að hann dæmi alla þessa viðleitni einskis nýta, þá dæmir hann sjálfan sig. Al- þýða manna á hér mest á hættu. Hún verður það, sem geldur þess, ef íslenzk- an klofnar og þjóðin skiptist í stéttir eftir málfari. Máltækið segir, að á mjó- um þvengjum læri hundarnir að stela. Erlendu orðunum fylgir skakkur fram- burður, beygingaleysi og hálfur eða rangur skilningur. Þegar þau eru orðin nógu mörg fara þau að hafa áhrif á íslenzku orðin. Hljóðkerfi málsins rask- ast, beygingar skekkjast, menn hætta að kæra sig um að skyggnast fyrir ræt- ur orðanna. Þá hafa íslendingar eign- azt skríhnál og þaðan er skammt til þess að fleiri einkenni skrílsins komi á eftir. V. Mál mæðranna. Til er ævintýri, sem gengið hefir í svipaðri mynd með mörgum þjóðum. Tvær ungar stúlkur komast hvor eftir aðra niður til undirheima, og ganga þar í þjónustu gamallar konu. Þær reynast mjög misjafnlega í vistinni, enda er að því skapi misjafnað með eiga að heita að vera til sýnis, koma ekki skoðendum að tilætluðum notum. Þó væri þetta allt saman viðunanlegra, ef húsakynni þau, sem safnið er i, væru eldtrygg. En svo er alls ekki. Safnið er þarna á timburlofti, svo það getur brunn- ið til kaldra kola, ef í því kviknar. Þarf ekki að lýsa því, að slíkt yrði til ómet- anlegs og óbærilegs tjóns fyrir þjóð- menning vora. Vinnustofu hefir safnið enga og er hvergi ‘hægt að vinna að viðbaldi grip- anna, nema í safninu sjálfu. Og þeir, sem k'omá á safnið til þess að nota sér fyrirmyndir þess, geta hvergi lengið þar viðunandi verustað. Hin árlega fjárveiting til þess að kaupa gripi handa safninu hefir verið all-mis- munandi hin síðustu ár, frá 500—2500 kr. Má geta nærri, að lítið er hægt að t fá til safnsins fyrir þá upphæð, og margt gengur úr greipum þess, vegna þess að eigi er handbært fé til kaupanna, þegar gripir eru fáanlegir. Til þess að eignast forngripi þurfa menn að jafnaði að sæta lagi og grípa tækifærið þegar þeir eru falir. Eigendurnir hafa oft tekið því ástfóstri við þá, að þeir vilja ekki fyrir nokkurn mun láta' þá frá sér fara og verður þá nauðsynlegit fyrir menn, er þá vilja eignast, að bíða þess að eig- endaskipti hljóta að verða. Þjóðminja- vörður verður að hafa yfir nægilegri peningaupphæð að ráða til þess að hann geti gripið þau tækifæri, sem bjóðast, er eigendur forngripa gefa kost á þeim til safnsins. Tilfinnanleg vöntun er jafn- an á fé til þess að gera gripina svo úr garði, að þeir fái notið sín og full trygg- ing sé fyrir því, að þeir ekki skemmist. Meðan ekki er hægt að sjá um þetta sökum fjárskorts, má búast við því, að sumt af gripum safnsins skemmist með tímanum. ]\otkun safnsins segir M. Þ. að sé á síðari árum talsvert mikil. Alls komu á safnið árið sem leið 9664 gestir. Næstu tvö árin þar á undan var aðsókn svipuð. Af bæjarbúum eru það aðallega ungling- ar, er safnið sækja, svo og þeir, er þang- að fara til þess að leita sér að fyrir- myndum fyrir handavinnu. Fer nú að- sókn árlega í vöxt. Hannyrðakonur fá hér fyrirmyndir fyrir alls konar útsaum og vefnað. Allmargt útlendinga kemur á safnið á sumrin og ferðafólk úr öðrum landshlutum, er kemur hingað til bæjar- ins til stuttrar viðdvalar, mun að jafn- þeim í kaupinu. Annarri verður úr þvl áskapað, að við hverja setningu, sem hún mælir, hrýtur henni af vörum ógeðsleg padda. En hinni veitir gamla konan þá ástgjöf, að ilmandi rósir hrynja af vörum henni, þegar hún mælir. Ekki er mikill vafi á, hver at- hugun er fólgin að baki þessari sögu. Hér er lyft upp í ýkjuheim ævintýr- anna þeim óskaplega mun, sem á því er að heyra fagurt og vandað málfar og hljómgóða rödd, eða skræka rödd eða hrjúfa, ásamt brengluðu máli og óhreinu. „Talaðu, svo ég geti séð þig“, — er haft eftir fornum spekingi. Mál- rómur og málfar getur verið eins drjúgt í skiptum og útlit. Og er mikil furða, að ungar konur, sem hugsa þó margt um útlit sitt og allan þokka, skuli ekki gefa þessu enn meiri gaum. Það þykir kurteisi að tala vel erlend mál. En hitt er þó miklu meiri kurteisi, að tala smekklega sína eigin tungu. Þetta má vel mæla sérstaklega til kvenna fyrir þá sök, að þær munu margar ófúsari að leggja rækt við mál sitt en karl- menn. Er það þó ekki af því að þær þurfi minna á tungunni að halda, enda eru hún víðast við þær kennd. Þær leggja undirstöðuna að máli barnanna, og það er mikil ábyrgð. Sú móðir, sem vanrækir það mál, sem við hana er kennt, getur ekki borið það veglega nafn með sóma. 82. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.