Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 10
25. okt. 1925: TRYGGVIGARÐARSSON Tryggvi Garðarsson var á gangi út Melana fyrir sunn? an Reykjavík, fagra, kalda vetrar. nótt. Hann var á seytjánda ári og sat í þriðja bekk Menntaskólans. Að baki hans lá bærinn í hljóð ^um svefni, en framundan drifhvít fannbreiða á jörðinni. Norðurljósin flóðu um dimman, alstimdan him- ininn, iðuðu og bugðuðust í mjúk- um bylgjum, streymdu og köstuðust og loguðu í trylltum, þögulum dansi Það var stillilogn, hreint og napurt veður, en gnýr í lofti eins og & undan stormi og organdi brimylgju- hljóð niður við Skerjafjörð. T ryggvi gekk hsagt og lét hrífast af dýrð og hátíðleik næturinnar. Augu hans urðu glaðvakandi, stór og undrandi, öll skynjan hans nsem og frisk. Allt varð honum að nautn, jafn- vel frostsvalinn á kinnum hans .... ng marrið í táhreinum snjónum, {egar hann steig til jarðar. Og þó var hrifn- ing hans blandin óljósri löngun eftir enn sterkari áhrifum, enn dýpri lotn ingu. Hann nam öðru hvoru staðar, héit niðri í sér andanum, hlustaði efth 'gnýnum í loftinu, horfði á eirðarlaus blossaköstin á himninum .... Kraftar stæltust til umbrota innra fyrir í sál hans, í eftirvæntingu og fögnuði...... sem smám saman urðu að heitri, sárri þrá eftir fróun — eftir hugsunum, fögr- um og djúpum....... Allt í einu brá hann augunum óþolin- móðlega til jarðír og hraðaði göngunni. Hvern myndi gruna hvar hann nú væri staddur og í hvaða erindum hann hefði farið að heiman svona seint! A morgun átti hann í fyrsta sinn á ævinni að halda ræðu. Það er að segja fvrir áheyrendum. Hingað til hafði hann ekki talað nema yfir stokkum og stein- um, einhverstaðar langt fyrir utan bæ- ' inn, eða uppi á fjöllum á sumrin, þeg- ar hann var í sveitinni. í dag eftir tíma hafði hann komið að máli við sögukennara sinn. —Á morgun eigum við að hafa kafl- ann um frelsisstríð Grikkja, sagði hann. í bókinni er minnst á það að Byron hafi tekið þátt í stríðinu — en hver er þessi Byron? — Vitið þér það ekki? spurði kenn- arinn. — Jú, — ég er nýbúinn að lesa bók um hann. Ég meinti — ætli flestir í bekknum viti ekki lítið um Byron? — Það þykir mér líklegt. Kannski þér viljið segja okkur eitthvað um hann á morgun? — Það er einmitt það sem mig lang- aði til, sagði Tryggvi og herti upp hug- ann. Mætti ég ekki halda stutta ræðu um Byron í tímanum á morgun? — Velkomið — ágætt! Þér fáið 15 mínútur og flytjið dálítinn fyrirlestur um hann, sagði kennarinn og rétti hon- um glaðlega höndina. essar elskulegu undirtektir stigu Tryggva til höfuðs eins og örvandi vín. Hann gekk heimleiðis í sjöunda himni, stikaði stórum og ýtti sér áfram með stafnum, horfði á húsin og mennina n.eð logandi augum undir hleyptum brúnum. Allir sem mættu honum hlutu að hugsa sem svo: Þarna gengur ungling ur, sem er blátt áfram brjálaður af monti! Og hann svaraði þeim í hugan- um: Ég get ekki verið öðruvísi á þess- ari stundu — ég á að halda ræðu um Byron á morgun! Hefur nokkur ykkar nokkru sinni átt að halda ræðu um Byron? Jæja, játið þið þá, að ég hafi tekizt á hendur fagurt og glæsilegt hlut- %'erk. Hann hafði ekki lokið við að skrifa ræðuna fyrr en komið var fram undir miðnætti. Þá greip hann óstjórn- ltg löngun til þess að heyra hvernig hún myndi hljóma af vörum hans. Þar heima gat hann ekki flutt hana — ekki nógu hátt, móðir hans mundi vakna. Hann gekk hljóðlega út — suður á Melum gæti hann haldið ræðuna eftir minni. Þegar honum fannst hann kominn nógu langt út fyrir bæinn svipaðist bann um, hlustaði eftir hvort nokkur v'æri á ferli í námunda við hann — tók svo ofan og hóf ræðuna. Hann fann að hreimurinn í rödd hans var heitur og iilandi, hann talaði hærra, beitti öllum styrk hennar, lék sér að því að láta crðin streyma af vörum sér með hrifn- ing og krafti. Hann sagði stjörnunum írá ástum Byrons, frá konunum sem hann hafði unnað, notið og ort til ó- dauðlega söngva, hann sagði norður- ijósunum frá öllum hinum unga, villta, ögrandi eldi í sál hans, hann sagði snjónum frá kalanum og rætninni, sem fiæmdu hann úr landi, og frá dauða hans í útlegð .... Svo hneigði hann sig fyrir himni og jörð, sem höfðu hlustað á orð hans í ajúpri þögn, og sneri aftur inn í bæinn. Hann fór ekki heim til sín, fann að hann myndi ekki geta sofnað, vildi ganga og njóta hugsana sinna. R æða hans á morgun hlaut að verða stór sigur. Hún myndi koma eins og þruma úr heiðskíru. Sá sem uppi væri nefndi nafn Byrons. Það er nóg, segði kennarinn, — Tryggvi Garðars- son tekur til máls! Hvað stóð eiginlega t’I? Hann myndi rísa úr sæti og hefja rstðuna: „Háttvirtir tilheyrendur!“ Bekkjarbræður hans myndu segja frá þessum viðburði um allan skólann. Kvæðin sín og sögurnar var hann enn of feiminn til þess að sýna öðrum en mömmu sinni. En frá deginum á morgun skyldi hann vera ósi.ieykur við að kveða sér hljóðs á fundum og hátíðum skólans. Því hét hann sjálfum sér. Á morgun skyldi hefjast frækilegur ferill eins af mælskustu mönnum í skóla! Göturnar voru auðar, en ennþá ljós i einstöku glugga. Órofin þögn yfir bæn- um, nema þegar snjóskaflar hrundu of- an af húsþökunum og skullu niður á götuna. Veðurgnýrinn magnaðist og Ijósir skýjabólstrar runnu upp á norð- urhimininn. Tryggvi gekk hægt, róleg og sterk gieði fyllti huga hans. Hann gekk framhjá Alþingishúsinu. Einhverntíma myndi hann taia frá svöl- um þess, eftir að hann væri orðinn þ.óðfrægt skáld. Það væri 17. júní, inanngrúinn fyllti götuna fyrir neðan og allan Austurvöll. Lúðrasveitin hefði leikið „Ó, guð vors lands“, fánar ís- lands blöktu yfir bænum í vorgolu og Kristján Albertsson Eftir Kristján giaða sólskini. Hann steig fram á sval- írnar, hár, kjólklæddur, berhöfðaður. Það sló þögn á múginn, þúsundir augna hvíldu á honum. Hann ávarpar þjóð sína með sterkri titrandi rödd — orð hans eru eggjan, sem koma hjörtum æskunnar til þess að berjast af ólmum, frgnandi vilja! K-irkjuklukkan sló eitt. Tryggvi lagði leið sína upp í Þingholt- in.. Hann vaknaði af draumum sínum V'ið að heyra hljóð veikrar konu berast ut á götuna frá lágu, tvílyftu húsi. Á annarri hæð var ijós í glugga. Hann nam staðar og hlustaði. Hljóðin urðu van- stillt, eins og himinhrópandi ásökun, og köfnuðu annað kastið í stríðum og sarum gráthviðum. Honum fannst sem hún myndi vera ein. Það var kveikt á hæðinni fyrir neð- an. Henni myndi þá verða sinnt — en væri ekki rétt af horíum að berja samt að dyrum og bjóðast til þess að sækja lækni? Lágur gildvaxinn maður kom slagandi eftir götunni, sýnilega mikið drukkinn. Hann nam líka staðar og hlustaði. Tryggvi þekkti hann. Það var Samúel ljósmyndari, alræmdur drabbari. And- litið skvapfeitt, þrútið og slæpt, augun svefnug og starandi. — Það er stelpugálan, sem hann Gísli rakari býr með, hún er að eiga barn, sagði Samúel með háðskulegu kaldr- anaglotti, hikstaði og flutti sig nær Tryggva. — Ætli Gísli sé þá heima? spurði hann. — Gísli? Nei, hann er inni í Skugga- bverfi að spila, svaraði Samúel kæru- leysislega. ' — Það verður að sækja hann. — Gerð þú það þá, svaraði Samúel, ég er syfjaður. Hann geispaði lengi og ámátlega, eins og til þess að færa sönn- ur á orð sín, tók riðu aftur á bak, en kum þó fótunum fyrir sig. — Hvar er Gísla að finna? spurði Tryggvi hörkulega. — Ertu nokkuð að skæla þig.......... pottormur, sagði Samúel og yggldi sig framan í hann af öllum mætti. Svo leit hann upp í gluggann, tók í nefið, virtist íhuga málið. — Það er nú reyndar ekki illa til fallið, að hann sé yiðstaddur við fæð- ingu erfingjans, sagði hann og glotti aft- ur illkvittnislega. Svo hann fari ekki á mis við neitt af .... hvað heitir það nú aítur ....föðurgleðinni, á ég við. —- Kannski við löbbum þangað báðir, það er vinnandi vegur ef maður hefur ein- livern að kjafta við. Samúel greip um arminn á Tryggva og þeir lögðu af stað. — Talaðu við mig strákur, láttu eins og guð hafi gefið þér málið sagði Sam- úel. Og einhverja vitglóru. Eða skil- urðu ekkert í því, sem fram fer í kring- um þig? — Sérðu ekki hve lífið fer hryllilega með mennina, hvernig það níðist á þeim.... Hann virtist hressast og gerðist dap- Ur á svip og hugsandi. — Gísli .... ungur laglegur strák- ur. tröll að burðum, svakamenni og drykkjusvín. Ung stúlka kemur til bæj- arins, bústin og hraustleg úr sveitinni, eins og sköpuð handa stórum manni. Hann gerir allt til að reyna að vinna hana. Gengur meira að segja í bindindi, i tvo mánuði, held ég. Hún gefur upp vörnina. Tíminn líður. Fylgistu með þc-ssu? Jæja, hann segir henni, að hann sé orðinn leiður á henni, hún segir hon- um að hún sé vanfær. Auðvitað — það hefði ég getað sagt fyrir. Tvær sterkar Albertsson manneskjur, sem búa saman — hvernig gat það öðru vísi farið? Hversu marg- an góðan dreng hefur það ekki hent, að þunga konu, sem hann vissi varla hvað nét — bara í einhverju fikti.... Það má heita hundaheppni, ef Gísli sleppur með minna en tvíbura! Fari það allt saman norður og niður. Maður á að sneiða sig hjá konum, drekka, drekka, þegar manni leiðist, stundum afar mik- ið .... Þetta er mín .... mín lífsskoðun, á ég við. Konur eru alltaf til einhverr- ar bölvunar .... Þegar Gísli heyrði að stelpan ætlaði að kenna honum krakka, — nú, þá fór honum náttúflega að þykja nóg komið. Hann var búinn að fá auga- stað á annarri, litlu stelpukvikindi, sem spriklar öll af léttúð — óttalegu glenni- verki. Hann reyndi svo að losna við barnsmóður sina tilvonandi — með gc’ðu eða illu — fá hana til þess að íara úr bænum, heim til foreldra sinna — eitthvað burtu. En hún hótaði að kasta sér í sjóinn, ef hann flæmdi hana frá sér. — Þykir henni þá enn vænt um hann? spurði Tryggvi. — Þú spyrð eins og barn, svaraði Samúel, og aftur brá fyrir dapurleik I sv'ip hans. Kvenmanni þykir alltaf vænt um þann sem hefur tælt hana og síð- an reynzt henni illa. í fyrra þegar Gisli iá í lungnabólgunni stundaði hún hann dag og nótt. Eins og hún væri móðir hans. Ég neita því ekki, að það geli stundum komið sér vel, að einhverjum þyki vænt um mann. En annars er þetta höfuðgalli kvenfólksins, að alltaf þurfa þær að fá ást á manni. Það er svo erfitt að losna við þær. Við viljum lík- nma þeirra — sál sina geta þær sjálf- ar átt. Það fór hrollur um Tryggva, hann fylltist heiftúðugri löngun til þess að 10 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.