Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 27

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 27
Jólablað 1929: ISLENZKIR VIKIVAKAR í hefti því, sem áður var nefnt, xVður en ég minnist á endurreisn vikivakanna hjá oss, sem er þjóðlegt nauðsynjaverk, skal ég minnast lítið feitt á gamlar lýsingar af því hvernig vikivakar fóru hér fram fyrr á öldum, og er það tekið eftir vikivakaritgerð þeirri eftir Ólaf Davíðsson frá Hofi i Hörgárdal, sem Bókmenntafélagið gaf út 1894, og verður hér aðeins tekið fátt af mörgu. Á bls. 12 í ritgerðinni stendur: „Forn dönsum vorum var svo varið, að menn og konur stóðu ýmist í röðum, hvort gegn öðru, eða í hringum; fetuðu svo fram hvort móti öðru og kváðust á. Menn dönsuðu eftir lagi visna, sem dansfólkið söng sjálft, og voru kvæðin ýmist ástakvæði, háðvísur eða kvæði söguleg efnis, og voru kvæðin oft köll- uð dansar“. Á bls. 17 er tilfærð lýsing Arngríms lærða, (d. 1648): „Ðansað var hér eftir dansar og hringdansar. Kyrrðardansa dansar og hringdansar. Kyrrðadansa kalla ég þá, sem fóru fram eftir settu söngsamræmi, þar sem kvæði eða söng- vísur voru við hafðar til að dansa eftir. I>ar var einn forsöngvari, og tveir eða fleiri tóku undir með honum, en hinir dönsuðu á meðan eftir laginu. En hring- dans eða vikavaki var það, þegar karl- ar og konur gengu fram á víxl, hvort á móti öðru eða á bí við annað, greind- ust svo aftur að, eða deildust með nokkrum hætti“. Á sömu blaðsíðu er þetta tekið úr handritasafni Jóns Sigurðssonar: „Á ís- landi tíðkast einnig dansar; syngur þar einn fyrir, og aðrir undir, en hinir dansa eftir fallanda söngsins". Á bls. 25 er þetta tekið úr ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar Í772: „Gleðir og skemmtanir eru nú ekki nærri eins oft haldnar á veturna og áður. Milli Ieikjanna leika boðsgest- irnir vikivaka; það er eins konar söng- ur, sem karlmaður og kvenmaður syngja saman; halda þau í hendurnar hvort á öðru og kveða vísur og kvæði undir ýmsum lögum. í byrjuninni og á milli kv'eður forsöngvarinn vísu með lsárri röddu, en nokkrir þeirra, er við- staddir eru, svara honum aftur“ (þ. e. viðlagið). Á bls. 29 er þetta tekið upp úr lýs- ingu Uno von Troio, erkibiskups í Upp- sölum 1775: „Vikivaki er fólginn í því, að karl og kona halda í höndina hvort á öðru og syngja Ijóð til skiptis, en söngflokkur tekur stundum undir“ (þ. e. viðlagið). Grímur Thomsen hefir skrifað tvær greinar um vikivaka í ísafold 1878 og 1879, og segir hann, eins og eflaust er rétt, að einn hafi sungið fyrir, (sungið kvæðið sjálft), en allir, bæði konur og karlar, hafi sungið viðlagið, hvort, sem þeir eða þær, stigu dansinn eða ekki. Stundum sungu þeir fyrir, sem dansinn stigu, en aðrir, sem tóku þátt í dans- inum, sungu viðlagið. f>egar kemur fram undir aldamótln 1800, og enda nokkru fyrr, er víða getið um afnám gleðileika og hnignun þjóð- legra skemmtana. Lengst munu viki- vakar hafa lifað í Vesturlandi, einku n Snæfellsnesi (á Stapa og Ingjaldshób), og í Dalasýslu, (þar var hin nafntog- eða gleði á Jörfa í Haukadal, 1707). Á bls. 43 segir Ólafur: „Fullyrða má, eð þessi góða og gamla skemmtun, sem hafði tíðkast á íslandi síðan á 11. öld, hafi algerlega um 1800“. verið liðin undir lok N« U er kominn tími til þess, og þótt fyrr hefði verið, að vekja aftur t:l lífs þessa þjóðlegu dansa, vikivakana. Og fyrsta sporið í þá átt er að gera al- menningi kunnug lögin og kvæðin, svo dansarnir verði lagaðir og lærðir eftir þeim. Og til þess að ég láti ekki mit.t eftir liggja, þá er nú prentað allstórt úrvalshefti íslenzkra þjóðlaga af ýms- um tegundum. Fremst í heftinu aru 20 af hinum fornu vikivakalögum vorum, grafin upp úr gömlum handritum og bókum, ásamt tilheyrandi fornkvæðum, teknum annars staðar frá, og eru lögin íærð í þann búning, að þau megi nota við vikivakadansa þá, sem nú á að end- urnýja. Forspil, raddasetning og undir- spil er allt mitt verk, því vitanlega var ekkert slíkt í hinum fornu handritum. Er ætlast til þess, að áður en söngurinn byrjar og dansinn, sé stutt og einfalt forspil leikið á hljóðfærið, þar sem hljóð færi er fyrir hendi, svo vissa sé fyrir því, að söngurinn byrji í réttri hæð. Síðan syngur einhver þar til kjörinn söngmaður (eða tveir til skiptis) hverja vísu kvæðisins einn, og án undirspils (venjulega) en söngflokkur syngur við- lagið, annað hvort með undirspili eða án undirspils. Og á margan hátt má breyta til með dansinn og sönginn, sam- kvæmt hinum fomu lýsingum hér að framan. Fer það algerlega eftir smekk- vísi þess, er kennir, en bezt er að binda strax frá byrjun sérstaka dansaðferð eða dansspor við hin sérstöku lög og vel farið. Því söngurinn verður það, sem fremur öllu öðru vekur eftirtekt annarra þjóða á okkur að sumri, og styður að því fremur flestu öðru, að við fáum virðulegt sæti meðal annarra menntaðra þjóða, því í öðrum efnum erum við svipaðir öðrum þjóðum, og í sumum efnum síðri en þær; en söngur- Eftir séra Bjarna Þorsteinsson kvæði, eins og t. d. eru mismunandi dansaðferðir og spor við hina ýmsu „túra“ í Les Lanciers og Francaise. Eins og það má telja áreiðanlegt, að þjóðdansar vorir á liðnum öldum hafi í eðli sínu verið svipaðir norskum og einkum færeyskum þjóðdönsum, eins er það eðlilegt, að fyrirmyndin fyrir hinum endurlífgaða vikivakadansi verði að einhverju leyti sótt til frænda vorra, Norðmanna og Færeyinga, sem hafa varðveitt bæði dansa sína, danskvæði og danslög betur en vér, en að öðru leyti verður að sjálfsögðu farið eftir hinum fornu lýsingum á dansinum, sem að framan eru nefndar. Og að sjálf- ur dansinn kunni á einhvern hátt að verða líkur dansi nágrannaþjóða þeirra, er nefndar voru, sem varla er auðið að komast hjá, þá ætti það ekki að draga neitt til muna úr gildi vikivaka- dansins, þar sem, bæði lög og kvæði eru gömul og al-íslenzk, sérstaklega lögin, sem eru gerólík danslögum ná- grannaþjóðanna. Það má auðvitað ekki gleymast í þessu sambandi, að viki- vakinn er ekki eingöngu dans, þar kemur fleira til greina; þar er jafn- framt söngur; þar er leikur, og þar er hrífandi frásögn í löngum kvæðum. Að samræma þetta allt er töluverður vandi; en sá vandi leggst á herðar þeim, sem kenna dansinn og stjórna honum, og er vonandi að vel takist hvort tveggja. Það er ekkert leyndarmál, að söng- málanefnd Alþingishátíðarnefndarinnar hefir það meðal annars á dagskrá sinni að láta sjá og heyra að sumri íslenzkan vikivakadans og vikivakalög, og er það inn okkar, einkum hinn forni, er alveg sérstakur og gjörólikur fornum söng annarra þjóða. Þess vegna eigum við allir og öll að fara mjög vel og gæti- lega með þennan dýrgrip, sem við eig- um, íslenzka þjóðmúsik. 25. ágúst 1929: sem nú er prentað og er að koma á bókamarkaðinn og eru þessi vikivaka- kvæði með lögum: 1. Frísakvæði, 2. Hoffinskvæði, 3. Stjúpmóðurkvæði, 4. Ólafur liljurós, 5. Harmbótarkvæði, 6. Ásudans, og er það lengst allra kvæð- anna. 10. Ásbjarnarkvæði, 11. Bjama- sonakvæði, 12. Systrakvæði, 13. Tafl- kvæði, 14. Ólafarkvæði, 15. Eitt sinn íór ég yfir Rín, 16. Gloría tibi, Dom- ine, 17. Hýr gleður huga minn, 18. Cecili uminni, 19. Ýkjukvæði um karl og kerl- ingu, 20. Gaumgæfið, kristnir. En það er fleira í þessu hefti. Það eru 32 önnur, ekta góð og gömul íslenzk þjóðlög, og sum harla fornleg á bragðið, t. d. lag við Völuspá, (Ár vas alda) og lag við Krákumál (Hjuggo vér meþ hjörvi); hafa þau lög endur fyrir löngu flutzt með menntamönnum frá íslandi til ICaupmannahafnar; þar voru þau sett á nótur eða skrifuð upp í fyrsta sinn; þaðan flæktúst þau til Frakklands og í París voru þau, og fáein fleiri lög, gefin út. á prent á átjándu öld, sem íslenzk þjóðlög, og í þeirri bók náði ég í lögin. Þá er í heftinu gamalt lag við Agnus Dei, tekið úr skinnhandriti einu frá Munkaþverá, og eru nóturnar skrifaðar á skinnið 1473; er lagið í rétt- ari mynd í þessu hefti en í hinu stóra safni mínu: íslenzk þjóðlög; kom þar til greina nákvæmari lestur hins forna handrits. Hér eru líka lög við þessi kvæði: Vínaspegill, Ölerindi Hallgríms, Blástjarna, Vísa Egils: Þat mælti mín móðir, Gáttu hægt um gleðinnar dyr, Úti ert þú við eyjar blár, Kvæði Hór- asar: Vitas hinnuleo, Sic te diva potens Cypri, og mörg fleiri. í heftinu eru líka 30 rímnalög, úrval, 12 helztu tví- söngslögin okkar, þar á meðal Integer vitae, Diffugere nives, Drakk ég í gær og drekk ég enn, quia, því að sumus, erum, homines, menn, Einnig eru þar 6 þjóðlög, útsett fyrir fjórar blandaðar raddir. Ætlast ég til að þetta verði mörgum kærkomin hefti kringum Al- þingishátíðina. Það mun, sem betur fer, vera fastákveðið, að töluvert af forn- um innlendum söng verði framflutt við þessi hátíðahöld, og þar á meðal í fyrsta flokki vikivakarnir, og má hver þjóð- rækinn maður óska þess, að vel takist. Vildi ég enn einu sinni vekja athygli allra þeirra á þessu máli, sem við það eiga að fást, „þegar þar að kemur“, Gifti sig 50 sinnum Kona ein í Belgíu, Adrienne Guy- ort, hefir verið kærð fyrir að hafa gift sig æði mörgum sinnum. Hún hefir sem sé gifzt 50 sinnum, og eft- ir því sem tölu verður á komið, hef- ir hún trúlofazt 652 sinnum! Adrienne er innan við þrítugt. Er faðir hennar enskur, en móðir henn- ar frönsk. Hún er, eins og nærri má geta, kona fögur ásýndum og á auð- velt með að læra tungumál. Komst hún aðallega í kynni við menn sína á stórum gistihúsum í Bandaríkjun- um. Brá hún sér síðan þaðan með til- vonandi eiginmenn sína til Skotlands þar sem eigi þarf sérlega margbrot- in skilríki til þess að geta gengið í hjónaband, Hún sá alltaf um það. að hún fengi í hendur nægilega mikla fjárhæð eftir hjónavígsluna, til þess að hún gæti stungið af upp á eigin spýtur, þegar henni bauð svo við að horfa. Lögreglan komst að þessari „at- vinnu“ hennar á þann hátt, að eitt sinn, er hún var að ganga í „heil- agt hjónaband", bar þar að kirkj- unni einn af mönnum þeim, sem hún hafði áður gifzt, og hann kærði hana strax fyrir presti. Adrienne kvaðst alls ekki kannast við komumann og lét í fyrstu sem ásakanir hans væru sér algjörlega óviðkomandi. Prest- urinn var þó ekki alveg grunlaus og sneri sér því til lögreglunnar, og þegar hún skarst í mólið, varð Adri- enne að meðganga. Og eftir stutta yfirheyrslu afhenti hún lögreglunni nákvæma dagbók yfir það, sem hafði á daga hennar drifið. 82. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.