Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 7
7. f-ebr. 1026:
Ný tiliaga — Eítir Árna Óla
X msir hafa þegar tekið til máls
um það, að íslendingar verði
að halda hátíðlegt þúsund ára afmæli
Alþingis árið 1930. Þingið hefir þegar
ákveðið að gefa út sögu sína um þessi
þúsund ár, flestum mun virðast svo, sem
vér verðum auk þess að halda nokk-
urs konar þjóðhátíð þetta ár. Virðist
mér, að flestir vilji, að vér tildrum oss
sem allra hæst. Búast menn við því að
vonum, að hingað komi þá margt stór-
menni frá útlöndum. Og það er nú orðið
eitt af þjóðareinkennum íslendinga að
„vilja sýnast". Virðist svo sem þeim fari
stundum líkt og froskinum, sem vildi
verða eins stór og naut. Þetta liggur ef-
laust í eðli voru. Vér erum fæddir um-
komulitlir en viljum hafa á oss höfð-
ingjabrag. Getur það verið gott, ef ekki
er farið út í öfgar.
Annað þjóðerniseinkenni vort er, að
vér erum ákaflega spéhræddir. Virðist
svo sem þetta fari í vöxt með hverju
ári. Til dæmis um það má nefna, að sé
hingað von á ferðamannaskipi, þá koma
jafnaðarlega margar greinar í blöðunum
um það, hvað þessir útlendu ferðamenn
muni nú segja um þetta og hitt sem af-
laga þykir fara hér. Það er ekkert á móti
því, að til vamms sé sagt, en þar sem
þagað er yfir ósómanum aðra tíma árs,
ber þetta vott um rótgróna spéhræðslu
og ríka tilhneigingu í þá átt að viljá
sýnast. »
En hvað gerum vér svo þegar vér vilj-
um „sýnast“ þá útlendingar eiga í hlut?
Jú, vér húðflettum sjálfa oss og reynum
að apa allt eftir útlendum sið. Þessi
,,menningarbragur“, sem vér þá setjum
á oss, er þá venjulega fenginn úr hafn-
arborgum erlendis. En þar er margt líkt
með skyldum í flestum löndum Norður-
álfu. Hitt kemur oss varla til hugar, að
hver þjóð hefur sín sérkenni, að vér eig-
um lika að hafa vor sérkenni sem þjóð
og leggja metnað vorn í að halda fast
í þau, í stað þess að apa eftir öðrum.
Einstæðingsskapur og kúgun hefir gert
oss svo uppburðarlitla, að vér þorum
vart að vera sjálfstæðir og frumlegir í
orðum og' gerðum. En viljum vér nú af
alhug að útlendingum finnist manns-
bragð að oss, þá verðum vér fyrst og
fremst að vera frumlegir og sýna ótví-
rætt, að vér höfum sérstök þjóðarein-
kenni, en séum ekki „glerbrot á mann-
félagsins haug“.
II m þetta finnst mér að fyrst og
fremst verði að hugsa, áður en ákvörð-
un er tekin um það, hvernig hátiða-
höldunum 1930 skuli hagað. Ég er dr.
Guðmundi Finnbogasyni sammála um
það, að í þessu máli má enginn barna-
legur metnaður um frumkvæði eiga sér
stað. En hitt ætti eigi að saka, að þeir
sem ráða eiga, fái að heyra sem flestar
tillögur, og er það þá þeirra sök, ef þeir
hafna hinu betra, en aðhyllast hinar
veigaminni og verri tillögurnar.
Að sjálfsögðu verða aðalhátíðahöldin
é Þingvöllum, og þar á konungur fs-
lands að setja þing. Verður þar mikill
mannfjöldi saman kominn, og mun óhætt
eð gera ráð fyrir að eigi verði þar færri
en 20—30 þúsundir manna. í Reykjavík
verða þá um 25 þúsundir íbúa. Fjöldi
þeirra mun sækja þing þetta. Ennfremur
meginþorri allra uppkominna manna úr
þessum sýslum: Gullbringusýslu, Kjós-
ai'sýslu, Árnessýslu, Rangárvallasýslu og
Borgarfjarðarsýslu. Þá munu og marg-
ir ríða á þing úr Vestur-Skaftafells-
sýslu, Mýrasýslu, Húnavatnssýslu og hin
um norður- og austursýslunum. Ríða
menn þá gamla þingmannavegi og munu
saman fara í stórhópum. Þá munu og
Vestmannaeyingar líka vilja sækja þing
þetta. Má af þessu sjá, að ekki er of
í lagt, þótt gert sé ráð fyrir að 5.—4.
hver maður af landinu sæki þingið, og
auk þeirra allur útlendingaskarinn.
Þegar hér er komið, ber að athuga það,
hvernig á að sjá fyrir öllum þessum
fjölda, svo að vel sé. Má gera ráð fyrir
því, að flestir verði að dvelja tvær næt-
ur og einn dag á Þingvöllum. Er það
óðs manns æði, þótt sumir virðist hyggja
á það að reisa á Þingvöllum þá bústaði,
er hýst geti helming þessa múgs, hvað
þá meira. Hitt er augljóst, að flestir
verða að hafast við í tjöldum, meðan
þeir dvelja þar. Nú hefir verið gert
nokkuð að því að friða Þingvelli. Hefir
það þó reynzt full erfitt á undanförnum
árum, en hvað mun þá, er slíkur ara-
grúi manna er þar saman kominn? Og
hvað á að gera af öllum þeim hesta-
sæg, sem þessir aðkomumenn hafa með
sér? Þetta tvennt ber að athuga vel, og
þá umfram allt ' að friða sjálfan Þing-
völl og fornmenjar hans, eins vel og unnt
er. Þangað mega engir hestar koma, og
þar má engum leyfa tjaldstað. þetta ligg-
ur í augum uppi.
E g drap á það áðan, að margir
mundu hyggja að sjálfsagt sé að reisa
miklar byggingar á Þingvöllum, áður en
hátíð þessi er haldin. Fyrir flestum mun
það vaka, að þetta sé nauðsyn, svo að
við getum gert sæmilega við allt stór-
menni, þó sérstaklega útlendinga. Vér
höfum nú satt að segja fengið smjör-
þefinn af því, hve heppilegt er, að hrófa
upp slíkum tildursbyggingum. Vér ætt-
um og að vita, að það kostar ærið fé
og fyrirhöfn, en er oss þó enginn vegs-
auki, hvorki í augum sjálfra vor né
annarra. Það muna eflaust margir eftir
konungshúsunum á Þingvöllurh og hjá
Geysi, og Þingmannaskálanum á Þing-
völlum. Þingvellir bera þess seint bæt-
ur að Þingmannaskálinn var reistur þar.
En hvernig ætla menn þá að fara muni,
ef reisa ætti þar nú marga kumbalda.
(Hitt er sjálfsagt, að reynt sé sem fyrst
að koma upp sæmilegu gistihúsi á Þing-
völlum, því að þess er full þörf, hvern-
ig sem um þúsund ára hátíðina fer).
Það á ekki að vera tilgangur vor, þá
er vér höldum hátíðlegt þúsund ára af-
mæli Alþingis, að vér höfum á oss sýn-
ingu fyrir útlendinga. Vér höldum há-
tíðina fyrst og fremst fyrir oss sjálfa.
Að sjálfsögðu eigum vér þó að taka gest-
um vorum vel og sjá um, að þeim líði
sem bezt. Það er fyrst og fremst kurteis-
isskylda og svo gestrisnuskylda. En þetta
er vor hátíð, og þeir eru aðeins til þess
komnir að sjá hvernig hún fer fram.
Er þá komið að því atriði, að þetta verð-
ur að vera almennings-hátíð og fer þá
bezt á því, að aðalviðhöfnin fari fram
í Almannagjá, svo að sannist á henni,
að hún getur enn borið nafn með rentu.
Er og hvergi á Þingvöllum heppilegri
staður, þar sem allur þingheimur (en
það eru allir þeir, er til þings koma, bæði
þeir, sem kosnir eru þingmenn og hinir,
sem kosið hafa þingmenn, svo og allir
gestir), geti verið saman kominn í senn.
Og hún hefir marga kosti fleiri. Hún
yrði þá skjöldur Þingvalla sjálfra fyrir
átroðningi. Og svo má með litlum kostn-
aði og án alls jarðrasks, gera þar hinn
dýrlegasta og stærsta skála, sem til er
í víðri veröld. Hugsum oss það, að tjald-
að væri yfir gjána, frá vestari bakka
til hins eystri, þar sem grasvellirnir eru
fyrir norðan Öxará. Þetta mætti gera
á þann hátt, að strengdir væru vír-
strengir með stuttu millibili þvert yfir
gjána og milli þeirra lögð langbönd úr
tré. Yfir þetta yrði svo þaninn hvítur
dúkur, og má festa honum svo vel, að
ekki veður fái grandað. Er þá skálinn
Árni Óla
fullgerður og getur orðið eins stór og
menn vilja og að minnsta kosti svo stór,
að hann rúmi alla hátíðagesti í senn.
Verði rigning hátíðadaginn — og við því
má vel búast — þá þurfa hátíðahöldin
eigi að truflast að heldur — sé slíkur
skáli til. En verði sólskin, verður hann
sóltjald og veitir mönnum forsælu. Eng-
in þjóð í heimi á né getur átt, slíka
samkomuhöll. Engin höll getur verið
tignarlegri. Hún er reist af náttúrunn-
ar sterku höndum — vítt til veggja og
veggjaskartið óviðjafnanlegt, en gólfið
guðs græna jörð.
I þessum fagra skála mætti svo
hafa veitingatjöld og vista. Mætti hugsa
sér að þeim væri skipað undir eystri
gjábakkann. En undir vesturhamrinum
ætti að standa margar búðir, gerðar í
fornum stíl, og tjaldaðar veglega. Þar á
að vera bústaður allra hinna göfugustu
gesta og alþingismanna, og skyldu menn
sofa þar í húðfötum að fornum sið. Ann-
ars staðar í gjánni geta svo verið tjöld
almennings, eða þá fyrir ofan gjána, á
bökkum Öxarár.
Þetta er þá í stórum dráttum ný til-
laga, sem ég vona, að tekin verði til
alvarlegrar íhugunar. Og til þess að sýna
það, að enginn „barnalegur metnaður
um frumkvæði" hefir komið mér til þess
að bera hana fram, skal ég geta þess,
að aðalhugmyndina á annar maður.
Hann gat hennar við mig, áður en farið
var að tala um þúsund ára hátíð Al-
þingis almennt. Hefi ég oft hugsað um
hana síðan og ýmislegt í sambandi við
hana og sannfærzt enn betur um það,
að veglegri getum vér ekki haft við-
búnað á Þingvöllum. Hitt getur hver
maður sagt sér sjálfur, að kostnaður af
þessu verður hverfandi á móts við hitt, að
hrófa þar upp timburhjöllum, og að þeir
geta aldrei komið að hálfu gagni á móts
við Almannagjár-höllina. Og getur
nokkrum blandast hugur um það, að álit
útlendinga á oss mundi stórum aukast,
ef þessi kostur væri tekinn, og hróður
vor berast víða um veröld fyrir það, að
hafa haldið hina einkennilegustu þjóð-
hátíð, er sögur fara af? Eða halda menn,
að útlendingum þætti meira til koma að
hýrast í þröngum klefa í einhverjum
hjalli, heldur en vera í sams konar bú-
stað og hinir fornu alþingismenn höfðu
á Þingvöllum? — Er þessum spurning-
um skotið til þeirra, sem mesta um-
hyggju bera fyrir því, hvað útlending-
ar muni segja um oss. En hina, sem
hugsa um það, að hátíðin verði aðallega
fyrir oss sjálfa, má fullvissa um það að
fást mun vart annað betra ráð til þesL*.
að þetta geti orðið almennings hátíð. —
Með þessu fyrirkomulagi geta allir tek-
ið sameiginlegan þátt í hátíðahöldunum,
allt frá hinum vesælasta stafkarli til
konungsins.
14. apríl 1929:
BLAÐAMENNSKU-
AFREK
Enska stórblaðið „Daily Mail“
sendi sérstakan fréttaritara, Sir Per-
eival Phillips, til Ósló, til þess að
vera við brúðkaup þeirra Ólafs rík-
iserfingja og Mártha. Flutti blaðið
daginn eftir langa frásögn um brúð-
kaupið, og auk þess margar góðar
myndir af því, sem sendar voru loft-
leiðina. En nú er engin myndsend-
ingastöð til í Noregi og ekki nær en
í Kaupmannahöfn og varð því að
koma myndunum þangað. Myndirnar
voru fyrst fluttar með bifreið frá
Ósló til Kjeller. Þar beið flugvél,
sem var útbúin bæði með hjólum
og skíðum. Hún tók við myndunum
kl. 3 Y> um daginn, en þá var veður
farið að versna. Eftir þriggja stunda
flug var komið myrkur og stórhríð,
svo að flugvélin varð að setjast á
ís út af Ljungbyhed í Svíþjóð, 100
km frá Kaupmannahöfn. Þaðan voru
myndirnar sendar með bíl til Hels-
ingborg og þaðan með vélbáti til
Helsingjaeyrar og svo þaðan með
bíl til Kaupmannahafnar. — Komu
þær þangað kl. 9'A, en einni stundu
seinna voru myndirnar komnar til
Lundúna í gegn um loftið.
12. febrúar 1928:
Töframaburinn
hafði brögb i framm!
Fyrir skömmu vakti töframaður,
að nafni To ha, mikla athygli á sér
í Stuttgart, með því að láta jarða
sig lifandi í glerkistu, sem átti að
vera loftþétt, og hafast þar við í 120
tíma. — Þótti þetta ganga krafta-
verki næst. En skömmu síðar ætlaði
töframaðurinn að endurtaka þessa
list sína í Breslau, en þá kom það
í ljós, að hann hafði haft brögð í
tafli. Læknarnir, sem áttu að skoða
töframanninn áður en hann legðist
í svefndvala sinn, uppgötvuðu nefni-
lega, að kistan, sem hann lét grafa
sig í og sagði vera algerlega loft-
þétta, var þannig útbúin, að á ann-
ari hlið hennar var allstór blettur úr
„gaze“, en svo var frá því gengið,
að það leit alveg út eins og gler,
fljótt á litið. Það kom í ljós við nán
ari rannsókn, að loft gat komizt á
fleiri vegu inn í kistuna._.
( 32. tölublað 1963
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7