Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 16
_ verSur það ekki aðeins til örvæntingar
hverjum forstjóra, sem að því kemur,
heldur verður rekstur þess óverjandi
bruðlun á ríkisfé.
E g minntist á það á umræddum
fundi, að enginn leikhúsmaður mundi
með góðri samvizku geta fallizt á hina
fyrirhuguðu stærð leikhússins. Meira en
örfáar vikur voru ekki liðnar síðan, þeg-
ar „Vísir“ hafði tal af hr. Poul Ruemert
og spurði hann m. a. að, hvað hann teldi
hæfilega stærð á leikhúsi hér. Spá mín
rættist. Hr. Raumert svaraði, að deila
mætti um tölurnar 750 og 700, en minna
ætti leikhúsið ekki að vera. Og þó tal-
aði hr. Reumert hér aðeins sem sérfræð-
ingur í leikhúsmálum — ókunnur ís-
lenzkum staðháttum. Oss er alveg óhætt
að halda oss við töluna 800. Þá erum
vér bezt farnir.
Um kostnaðinn við að fjölga leikhús-
sætunum nægilega er ekki vert að tala,
hann er smámunir hjá þeim hagnaði, sem
af því leiðir. Nefndin hefir að vísu g’ef-
ið í skyn, að síðar megi bæta allt að
100 sætum í leikhúsið, en í fyrsta lagi
getur það dregizt úr hömlu vegna kostn-
aðar, í öðru lagi er leikhúsið samt of
lítið (100—150 sætum of lítið) og úr því
verður það ekki stækkað.
En nú er húsnæðið að öðru leyti.
Það er nú um húsagerð eins og aðra
list — þegar öllu er á botninn hvolft, er
hún smekksatriði, þó að smekkvísin sé
að vísu hins vegar menningaratriði. Því
miður er engin leið að sanna, að Péturs-
kirkjan í Róm sé fegri smíð en hús
Nathans og Olsens, eða Madame Bovary
fegra skáldverk en Mannamunur. List-
rænn mælikvarði er og verður alltaf
sögulegur, og eins og kunnugt er, á ís-
lenzk húsagerðarlist sér enga sögu, eng-
ar erfðir. En ég get ekki látið þetta tæki-
færi ónotað til að láta uppi persónulegt
álit mitt um ytra snið leikhússins. All-
.. ur frambolur hússins er svo lágur og
langur og turn þess svo hár og aftarlega,
að ég sé ekki hvernig farið verður að
varðveita hér nokkurt arkítektónískt
samræmi. Ég skal játa, að ég þekki eitt
leikhús — en aðeins eitt — sem mér
þykir ófegurra: Þjóðarleikhús Norð-
manna. Þegar það var reist, áttu Norð-
menn engan leikhús-arkítekt. Af þjóð-
rembingslegum ástæðum var þá sú
hreyfing kæfð, að fá erlendan sérfræð-
ing til að teikna húsið. Hver er árangur-
inn? Hann er sá, að nú er farið að gera
ráðstafanir til þess að rífa niður að
grunni þetta dýra og tiltölulega nýja
stórhýsi.
Leikhússmíð er eitt hið vandasamasta
hlutverk, sem fengið verður húsameist-
ara í hendur. Og vitanlega eigum vér
engan sérfræðing í þeirri grein. Húsið
- hefir ekki einu sinni verið boðið út til
samkeppni meðal húsameistara vorra.
Það er eins og menn telji sjálfsagt, að
húsameistari ríkisins eigi að standa fyr-
ir smíðum allra opinberra stórhýsa hér
á landi, hvað sem liður smekkvísi ann-
arra starfsbræðra hans. En vitanlega
hefðum vér átt, og eigum enn, að fá er-
lendan leikhús-arkítekt til að teikna hús-
ið. Hvernig ætli Safnahúsið hefði litið
út, hefði það verið teiknað af þeim ís-
lenzkum „húsameisturum", sem þá voru
til, og er þó ólíku saman að jafna um
vandasemi hlutverkanna. Ekki blygðast
Danir sín fyrir að eiga næst fegursta
riddaralíkneski Evrópu (Friðrik V —
hitt er Colleoní-líkneskið í Venezíu), þó
að það sé komið úr höndum fransks
meistara. Leikhússjóðsnefndin virðist
ekki einu sinni hafa borið teikningarnar
undirneinn sérfræðing (leikhús-arkítekt)
því að vitanlega nær það engri átt að
telja úreltan danskan leiktjaldamálara
(Carl Lund) í þeirra tölu, enda eru um-
mæli hans um teikningarnar meira en
barnalegur („eins og ég væri kominn til
íslands" — hann hefir aldrei þangað
komið).
16 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Um sjálfan leikhússalinn þarf hins
vegar ekki að skírskota til smekksins,
það má gera það öllum skiljanlegt, að
hann er óhæfur eins og hann er teiknað-
ur. Hann er sem næst bíólögun, og þó
ekki af heldra tagi. Hann er ílangur fer-
hyrningur með þverpalli aftan til, al-
veg eins og Iðnó — það er allt og sumt.
Hvílík hátíðabrigði að koma prúðbúinn
inn í slíkan sal! Þetta er hús, sem vér
eigum að elska, sem vér eigum að vera
hróðugir af , sem á að samstilla skap
vort við unað og æðri hamingju, og þeg-
ar vér komum að því, minnir það oss
á risavaxinn vagn á stöðvarpalli, og
þegar vér komum inn í það — minnir
það oss á Iðnó!
Er nokkur furða þótt nefndin kveinki
sér við að hafa áhorfendasviðið stærra,
á meðan það er svona í laginu! Því að
einmitt með þessu móti verður það á-
berandi, ef leikhúsið er ekki fullskipað.
Væri það skeifulagað, eins og leikhús
eiga að vera, og öll sæti þess miðuð við
sjónarlínuna inn á leiksviðið, að amer-
ískum hætti, ekki við stúkuskipunina,
eins og í eldri leikhúsum Evrópu, ber
ótrúlega lítið á því, hve margt eða fátt
er í húsinu. A þann hátt reisir Max
Reinhardt öll sín nýrri leikhús. Ég þarf
ekki annað en benda á Die Komödie, sem
taka mætti hér til fyrirmyndar. Á þann
hátt koma líka áhorfendurnir miklu nær
leiksviðinu, allt verðirr nánara, þéttskip-
aðra og vistlegra.
JL þessu sambandi má minnast á
hina einu mótbáru, sem komið hefir fram
af hendi nefndarinnar gegn stærðinni:
þessa, að óþægilegt sé að leika fyrir
hálfu húsi. Þetta verða nú leikarar að
hafa í öllum leikhúsum. — Hr. Poul
Reumert benti á, að betra væri að draga
tjald fyrir efstu svalirnar þau kvöld, sem
fáskipað væri, heldur en að hafa húsið
of lítið. En með því að gera leikhússal-
inn rétt úr garði frá upphafi, hafa ’hann
styttri, með tveim hálfbogasvölum hvor-
um upp af öðrum, þétt fram af forsvið-
inu, eða forsviðs-stúlkunum, ef þær eru
hafðar, þarf engra slíkra ráðstafana við.
Um innri útbúnað hússins verður því
miður ekki unnt að segja margt að svo
stöddu, af því að sama og ekkert er far-
ið að hugsa um hann. — En ég þori að
ábyrgjast, að það er ekki rétt, sem tjáð
hefir verið, að nokkur nútíðar leikhús-
maður með fullu viti eða góðri sam-
vizku hafi haft teikningar hússins til
eftirlits og viljað leggja þar við nafn sitt,
að það væri fullnægjandi leikhúskröf-
um! Enginn leikhúsmaður mundi geta
fallizt á: að leikverði (regisseur), sem
hér yrði jafnframt að vera gripavörður
(rekvisiteur) væri ætlaður staður á
efstu hæð, í stað þess á gólfinu, þar sem
hann á heima, við hliðina á leikstjóra,
leiksviðsmeistara og öllum tilföngum,
sem hafa þarf við æfingar; að enginn
gangur (tröppur) væri fyrir leikstjóra
í öðru hvoru horni frá forsviðinu nið-
ur í salinn, því að hann á aðra mínút-
una heima í salnum, hina á leiksviðinu;
að ganginum milli saldeildanna væri
lokað, í stað þess að hafa frjálsan hlið-
argang fyrir leikstjóra beggja megin,
uppi og niðri. Eftir að ég hafði bent
húsameistara á þessa galla, tók hann og
nefndin þá vitanlega til greina, en það
er þó grunsamleg bending um, að teikn-
ingarnar hafi ekki verið undir eftirliti
leikhúsmanna.
Það er einn höfuðgalli á leikhússjóðs-
nefndinni, að hún er eingöngu skipuð
Leikfélagsmönnum. — í fyrsta lagi af
því, að þeir eru ekki leikhúsmenn. —
En þár næst af því, að meiri hluti nefnd-
arinnar lítur ekki á leikhúsmálið eins og
það sé fyrst og fremst velferðarmál allr-
ar þjóðarinnar, sem standi ofar öllum
klíku-ríg, heldur eins og það sé Leik-
félagsmál, er ekki'þarf neina sérþekk-
ing til að ráða fram úr. Þeir virðast
einna helzt ganga út frá því, að þegar
leikhúsið standi fullbúið, sé óhætt að af-
henda það Leikfélaginu. Ég skal benda
á það í næstu grein, hve nauðsynlegt
oss er að hverfa sem fyrst frá slíkri
villu, og hve sjálfsagt það er, að land-
stjórnin taki hér í taumana og geri ráð-
stafanir til þess, að menntuðum leik-
flokki sé komið hér upp áður en dyrun-
um verður lokið upp að Leikhúsi ís-
lands.
III.
Fyrstu leikendurnir
M
lTieðal þeirra, sem komið hafa
fram á íslenzkt „leiksvið“, höfum vér
átt og eigum enn leikaraefni: karla og
konur, með ótvíræðum leikgáfum, mikl-
um jafnvel í einstaka tilfelli, en þó verð-
ur ekki sagt, að vér höfum átt fram á
þennan dag íslenzka leiklist. Leiklist í
nútíðar skilningi. Því að sameiginlegur
öllum leikendum vorum hefir verið og
er enn þessi brestur, að þeir hafa ekki
lært og þess vegna ekki kunnað iðn sína.
En það er hin fyrsta og sjálfsagðasta
krafa, sem gera verður, jafnskjótt og
Leikhús íslands tekur til starfa.
Frumtæki leikarans er málið. Það er
ekki hans eina vopn í baráttunni fyrir
list sinni, fjarri því, en það er æðsta
vopnið. Og áður en það er nothæft, verð-
ur það að standast eldraunir margvís-
legra iðkana. Þar verður að byrja á
upphafinu og fika sig áfram eftir öllum
stigum málfarsins, þangað til æðstu
leikni þess er náð: frá raddfestu til
framburðar, frá framburði til talanda, frá
talanda til hrynjanda, frá hrynjanda til
viðmæla.
En til þess að ná slíku marki, eiga ís-
lenzkir leiknemendur framundan sér
miklu þyngri róður framan af heldur en
aðrir. Því að ég veit ekki um neitt ann-
að land, sem vanrækir svo skyldu sína
við sjálft sig og tungu sína, að það sýn-
ir yfirleitt enga viðleitni í skólum sín-
um, æðri né lægri, til að kenna nem-
endunum framburð móðurmálsins! Skól-
ar vorir skipta sér ekkert af því, hvernig
íslenzk tunga er töluð! Óprúður fram-
burður, seimur, sönglandi, staglandi —
allt er látið flakka lagfæringarlaust. Og
árangurinn heyrist á prédikunarstólnum,
ræðupallinum og í þingsalnum. En harð-
ast kemur slík vanræksla niður á leik-
endunum, því að allt þeirra starf er háð
málinu. Við svo búið má ekki lengur
standa. Skólar vorir verða að gera vand-
aðan framburð og vandað orðaval í
mæltu máli að einum þætti móðurmáls-
kennslunnar, og það þegar frá byrjun
(barnaskólarnir og upp eftir). Þeir verða
að hljóðfesta (normalisera) framburð ís-
lenzkrar tungu. Það er vandasamt verk
og krefst frábærrar smekkvísi, en hjá
því verður ekki komizt. Fram að þessu
hefir það í raun og veru verið talið 6-
þarft, vegna þess ótrúlega misskilnings,
að hér á landi væri ekki til neinar mál-
lýzkur að kalla, allir töluðu eins! Eftir
því sem málfræðingar vorir hafa aflað
sér víðtækari menntunar, einkum í hljóð
fræði, eru þeir þó farnir að finna sárt
til vanrækslu skólanna í þessum efnum.
En þessara umbóta munu nú hinir
fyrstu leikendur þjóðarleikhússins hafa
lítil not. Hvar eiga þeir þá að læra frum-
atriði iðnar sinnar — og iðn sína yfir-
leitt? Höfum vér Islendingar sem stend-
ur nokkrum manni á að skipa, er bæði
er fær og fús til þess, að veita fyrstu
leikendum vorum fullkomna leikmennt-
un? Það er að minnsta kosti þriggja ára
óskipt starf, og hér er ekki um auðugan
garð að gresja, svo að ég þykist geta
sagt með fullri vissu, að þeirri spurn-
ingu verði ekki svarað játandi. En leik-
húsmenntun verða þeir að fá, og þá
verður að finna til þess aðrar leiðir.
Mér hefir skilizt, að ætlazt sé til, að
leikhúsið byrji með 8—10 leikendum,
sem verði fastlaunað leiklið, og aðrir
leikendur verði þá á lausum hjara, þ.e.
23. júní 1929:
ísland í París
Didot-Bottin heitir heljarmikil
árbók um verzlun og hagi allra
landa í heimi, sem nú hefir kom-
ið út í París í 131 ár. Hún er í
mörgum bindum, 3700 bls., og 5
til 6 dálkar á hverri síðu. Mun
láta nærri að 18.000—19.000 dálk-
ar séu í þessu riti, sem mun vera
hið ýtarlegasta og vandaðasta rit
í sinni röð.
í síðustu útgáfu, 1928, stendur
á bls. 850, yfirskrift: Colonies et
Dépendances du Danemark, og
þar undir:
Danmerkur
Nýlendur og eignir
(Les Colonies et
'
Possessions du Danemark) eru:
í Evrópu, eyjaklasixm (l’archipel j
de) Færeyjar og ísland; í Amer- j
íku, Grænland. Flatarmál þeirra (
er 194.300 ferkílómetrar og íbúar i
hér um bil 117.000. , i
Aftur á bls. 851: ísland er j
frjálst og óháð ríki, sameinað við j
Danmörk af sama konungi, sam- i
kvæmt sambandslögum 30. nóv. j
1918. — Ekki eru Frakkar, eftir
rúmlega tíu ár, famir að breyta
hinni fyrri afstöðu íslands, og þó
er auðséð, að þeim hefir verið
tilkynnt hin nýja afstaða þess.
Dr. Jón Stefánsson
I
ekki fastir starfsmenn leikhússins. Fyr-
ir slíka ráðstöfun þarf að girða frá upp-
hafi. Með því móti yrði allt að helm-
ingi leikenda í hverri sýningu viðvan-
ingar eins og nú, fólk, sem hefði öðr-
um störfum að gegna, og það mundi
undir eins móta leikhúsið og gera starf-
semi þess að kákstarfi í stað listar. Leik-
húsið getur ekki byrjað með minni flokk
en 14 manns, 8—9 herrum og 5—6 döm-
um, þeirri tölu, sem svarar til persónu-
fjölda í meðalstórri sýning. Og hvenær
sem þarf að bæta við aukaleikendum,
verður að taka til þess leiknemendur, hér
eins og annars staðar, hvort sem stofn-
aður verður skóli í sambandi við leik-
húsið, eða listamenn leikhússins (leik-
stjóri, leikendur, og ef til vill leikhús-
stjóri) hafa sjálfir einkaskóla.
Vér gerum þá ráð fyrir, að búa þurfl
14 manns undir lífsstöðu sína, áður en
leikhúsið getur tekið til starfa. Það er
hugsanlegt, að einn eða tveir á meðal
þeirra geti numið iðn sína til fullnustu
1 skólum erlendra listamanna. En það er
óhugsandi að allir eða nándar nærri all-
ir geti það. Það er blátt áfram ósann-
gjörn og raunar ófullnægjanleg krafa.
Hversu mikið og margt sem læra má
af fáguðu erlendu málfæri, þá er þó allt-
af þetta eftir: að rótfesta að nýju kunn-
áttu sína í íslenzkum jarðvegi. Og til þess
útheimtist bæði meiri lærdómur (í mál-
fræði og hljóðfræði), og ekki síður
sjálfstæðari smekkvísi (í framburði og
talanda), heldur en krafizt verður af
byrjendum í leiklist upp og ofan. Því að
það væri að bæta gráu ofan á svart, ef
leikendur vorir tæki að flytja inn er-
lendan talanda á íslenzkt leiksvið.
Eg sé þá ekki annað ráð en þetta:
Landsstjórnin verður áð snúa sér til
-------------------- 32. tölublað 1963