Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 32
4. marz 1928:
Bjarni Bjðrnsson hermileikari
Eftir Halldór Kiljan Laxness
Hollywodd á þrettánda 1928.
ann, sem yður var reyk-
vískastur allra Reykvík-
inga, dús við allan bæinn, hrókur
alls fagnaðar í samkvæmislífinu,
ómótstæðilegasta aðdráttaraflið á
þöllum samkomuhúsanna í höfuð-
staðnum, — eru virkilega orðin tíu
ár síðan hann stóð uppi á pallinum
í Bárubúð og sýndi okkur kjarna
aáls þjóðlífs í Ijósi sinnar fágætu
gáfu? — Sýndi okkur það með ör-
uggara gripi, fastari listatökum en
við áttum að venjast, jafnvel frá
hendi okkar heztu raunsæisskálda.
Eru virkilega liðin tíu ár, síðan
hann hvarf t»l annars heims?
Já,. það er heill áratugur síðan, og
fiöldinn, sem er svo fljótur að hrifast,
er líka fljótur að gleyma. En beztu mönn
ijm finnst þjóðin hafi aldrei verið of
rík af skáldum, og ég veit um ýmsa
þeirra, er hafa verið að óska sér, að
Bjarni, raunsæisskáldið okkar, sem
kunni fágætustu skilin á leik raddbreyt
inga og svipbrigðalistar, meðan allir
voru að oddbrjóta penna sína á spak-
mælum og veðurfarslýsingum, væri aft-
ur risinn í þunglyndu íslenzku glað-
værðinni kringum Austurstræti. Ymsir
merkustu vorra andans manna hafa
minnzt hans annað veifið og hafa harm-
að innilega að svo einkennilegur þáttur
í nútíðarmenningunni heima, skyldi
vera svo skjótt á enda leikinn .
Hermilistin er einhver þjóðlegasta
Jist, sem vér eigum, en í meira lagi sjald
gæf erlendis. T. d. er hún óþekkt hér
í Bandaríkjunum. Frakkar hafa nokkuð
iðkað hermilist, en þó ekki í svipuðum
mæli, sem íslendingar. Og það er eng-
inn vafi á því, að Bjarni Björnsson var
beztur meistari þeirrar listar, sem sög-
ur fara af á íslandi, og er með því
mikið sagt. Sérstaða hans sem hermi-
leikara var þeirrar tegundar, að það er
óhugsandi að nokkrum takist að fylla
skarðið. Og nú er sem sagt löngu kom-
ið svo fyrir flestum okkar Reykvikinga,
að Bjarni Björnsson er okkur endur-
minning ein.
að hefir verið eitt af mínum
ánægjulegu ævintýrum, síðan ég „kom
yfir“ (eins og andarnir segja), að kom-
ast að raun um að Bjarna Björnssyni
líður vel í sumarlandinu. Kvöld eitt eftir
að hafa verið á gangi með kunningja
mínum undir pálmunum hér í himna-
ríki kvikmyndanna, brugðum Við okkur
inn í eitt Pig’n Whistle veitingahúsið
i Hollywood til þess að fá okkur hress-
íngu,-----rauð ljós, blá ljós, útskornir
innanstokksmunir, marglitir veggir, rós-
ótt loft . . . . og kringum borðin sitja
kvikmyndaleikarar, allra heimsins þjóð
erna, ræða ákaft síðustu „box-office
successes“ í Wall Street, — en svo eru
nefndar á Hollywood-máli myndir þær,
sem gefa Gyðingum þar austurfrá mest-
an arð. En hver er þessi kankvísi hrokk
inkollur, sem situr þarna í einum hópn-
um og er bersýnilega að draga dár að
einhverri óhæfunni? Það er eitthvað
sem kemur mér til að fara að hvessa
á hann gleraugun fremur öllum öðrum.
Jú, — þetta er maðurinn, það er enginn
annar en Bjarni Björnsson, ómótstæði-
legasta aðdráttaraflið frá pöllunum í
hinn nyrztu höfuðborg siðmenntaða
Halldór Kiljan Laxness
heimsins, — hann, sem áður var reyk-
viskastur allra Reykvíkinga
Hve undarlegt að vera kynntur hon-
um sér sem „Mr. Barni Bronson the
only Icelandic comedian in Hollywood,“
— maður verður gripinn svipaðri til-
finningu sem við að heyra um hnatt-
skekkjufyrirbrigði eða eitthvað þess
háttar. — Að hugsa sér svona góðkunn-
ugt reykvískt andlit í borg, þar sem
menn ganga snöggklæddir á strætunum
um jólin og berja af sér flugurnar með
pálmaviðargrein á þorranum.
Hann hefir lítið breytzt — kannske
orðið lítið eitt vínlenzkur í sniðunum,
örlítill Yankee-keimur í málfarinu, en
það er líka allt og sumt. Reykvísku
heiðursmennirnir búa enn sem fyrrum
í kollinum á honum og eru farnir að
halda ræðustúf fyrr en þig varir. Þú
veizt ekki fyrr en þú stendur augliti
til auglitis við hið andlega „upper ten“
Reykjavíkur, umhverfis þig er heil ráð-
stefna af íslenzkum þjóðskörungum að
ræða áhugamál sín eða kíta út af póli-
tíkinni. — Á einu augnabliki eru ljósin
i Pig’n Whistle horfin ásamt útflúrinu
á veggjunum, en þú ert allt í einu kom-
inn heim í reykvíska vetrardumbung-
jnn, sem grúfir yfir einkennilegum sér-
vitringum. Á nokkrum mínútum hefirðu
verið viðstaddur borgarafund í Barna-
skólaportinu, leiksýningu í Iðnó, og
skáld og ræðumenn hafa látið til sín
heyra með svo persónulegum látbrigð-
um, að nú efaðist ég ekki um, hverjir
voru að tala. Hvílík ótrúleg næmni á
sérkenni. Hvílík frámuna leikni í því
að grípa og tjá! — Maður með slíkum
hæfileikum væri kallaður stórskáld, ef
hann hefði penna í höndum.
F yrsta kvöldið, sem ég sá Bjarna
‘ Pig’n Whistle, og alltaf síðan, þegar
við höfum hitzt, hefi ég sagt eitthvað
á þessa leið:
Að vísu veit ég, að þú hefir leikið
hér allt frá stigamönnum upp í her-
foringja, betlurum upp í konunga, en
hvað um það, — þú ert og verður Reyk
vikingur par exellence, og þú átt að
birtast aftur heima, því það er betra að
verða ógleymanlegur hjá smárri þjóð,
en hverfa inn í þetta gargandi mann-
fuglager milljónaþjóðarinnar, sem lítils-
virðir sína stærstu menn, nema því að-
eiris að hún geti slétt úr þeim. Gáfur
þínar eru skapaðar og list þín þroskuð
í jarðvegi íslenzkrar menningar, — þar
áttu heima! Og um Hollywood veiztu
bað sjálfur eins vel og ég, að þeir sem
hæst hafa komizt á stjörnuhiminum eða
orðið fastastjörnur hafa lent þar af ein
hverjum öðr-um ástæðum en þeim, að
Jeir voru leikarar. Framtíð kvikmynd-
arinnar byggist ekki á því, sem felst
í hinum forna skilningi á orðinu leik-
sri. Auðvitað ertu kvikmyndaleikaiú, en
það segir ekki neitt, því eftir kröfun-
um, sem gerðar eru á því sviði, getur
hver auli verið fullgóður kvikmynda-
leikari. En þú ert annað og meíra; þú
er islenzkur leikari, og við þá list ertu
sérstaklega skyldur, sem þú vanrækir
meðan þú lætur þér sæma að taka þátt
í fíflaleikjum Douglas Fairbanks og
þeirrar fjölskyldu.
Láttu ekki freistingar Sumarlandsins
gleypa þig að fullu!
25. ágúst 1929:
Ekkert oð frétta
ess var getið hér í blaðinu fyrir
skömmu, að í vor hefði komið út í
Þýzkalandi bók ein, sem á skömmum
tíma hlaut lof um allan heim. Bókin
heitir „Im Westen nichts Neues“, eða
Ekkert að frétta frá Vesturvígstöðvun-
um“. Höfundurinn, Erich Maria Remar-
que, var alveg ókunnur, er bók þessi
kom út. Hann hafði tekið þátt í ófriðn-
um sem óbreyttur liðsmaður. Fór hann
beint af skólabekknum til heræfinganna
og kornungur lifði hann allar þær hörm
ungar og hið hryllilega æði, sem ófrið-
urinn mikli hafði í för með sér. Er
heim kom, að ófriðnum lokum, fann
hann sárt til þess að fólk, sem heima
hafði verið hafði alls ekki gert sér
það fyllilega ljóst, hvað ófriðurinn í
raun og veru var ægilegur. Honum
fannst hann vera einmana og yfirgef-
inn og framtíð sín eyðilögð. Þeir, sem
tóku þátt í ófriðnum og höfðu áður
haft atvinnu og lífsstöðu, gátu horfið
aftur inn á sama svið og áður. En unga
kynslóðin og uppvaxandi, sem ekki
hafði kynnzt ófriðnum af eigin reynd,
skildi hann ekki og þá menn, er lifað
höfðu eldraunina miklu. Hann tilheyrði
sérstökum flokki manna, sem var orð-
inn útundan.
Það er algengt um hermenn, sem
voru á vígstöðvunum í ófriðnum mikla,
að þeir eiga mjög erfitt með að koma
sér að því að lýsa því, sem á daga þeirra
dreif þar. Þeir líta svo á, og það með
réttu, að þeir eigi ekki orð til í eigu
sinni, er geti gert lýsingarnar eins og
vera ber. Og þá hryllir við að lifa upp
aftur í endurminningunni það, sem
fyrir þá bar.
í 10 ár hefir þessi óbreytti hermaður,
Eric Maria Remarque, lifað með þunga
endurminninganna í huga sínum, unz
hann kom sér að því að skjalfesta þær.
En þegar loks, að hann getur fengið
sig til þess, þá verða myndirnar svo
skýrar, sem hann dregur upp af þján-
ingum, hörmungum og sálarástandi her-
mannanna, að svo að segja allur hinn
menntaði heimur undrast og lítur svo
á, að hér hafi betur en nokkru sinni
íyrr verið lýst, hve ófriður og vopna-
viðskipti eru langt frá því að vera sam-
boðin siðuðum þjóðum. Það, sem ein-
kennir bók þessa, er hin látlausa frá-
sögn, sem er laus við allt málskrúð og
gjálfur. Ófriðarófreskjan stendur al-
klædd fyrir hugskotssjónum lesandans.
Sem rithöfundur er höfundur bókarinn-
ar settur á bekk með mestu núlifandi
snillingum, og hefir því komið til orða,
að nú þegar á næsta ári verði honum
veitt bókmenntaverðlaun Nóbels.
En þá kemur annað til greina. Á
hann ekki heldur að fá friðar verðlaun
Nóbels? Þó bókin sé perla þýzkra bók-
mennta, er afrek höfundar ekki meira
á því sviði, að færa þjóð sína og aðrar
þjóðir nær því takmarki, að leggja nið-
ur vopnin? Þetta yfirvega þeir nú, sem
hafa úthlutun Nóbelsverðlaunanna með
höndum. En það mun einsdæmi, að
maður alóþekktur, skuli á einu ári með
einu afriti hafa orðið þess verðugur að
hljóta tvenn Nóbelsverðlaun.
Að undanförnu hefir morðmál
nokkurt verið fyrir réttinum í bæn-
um York í Pennsylvaníu. Bóndi nokk
ur Nelson Rehmeyer að nafni, sem
kunnur var að því að vera „ramm-
göldróttur", var myrtur og morðingj-
arnir voru þrír ungir menn, keppi-
nautar hans í galdralistinni. Þeir
báru það fyrir rétti, að þeir hefðu
alls ekki ætlað að drepa bónda, held
ur aðeins að raka af honum hárið,
því að eftir það hefði hann ekki get-
að gert þeim neitt hein, en þeir hefði
öðlast alla þekkingu hans í galdra-
listinni urn leið og þeir hefði náð í
hárið. En Réhmeyer hafði ekki verið
á því að láta þá krúnuraka sig. Hann
hafði veitt þeim örðugt viðnám og
viðureigninni lauk svo, að þeir drápu
hann.
Rannsóknir þær, sem fram hafa far
ið, í sambandi við morðmál þetta,
hafa leitt í ljós, að það úir og grúir
af galdramönnum í þessu fylki og
helztu töfragripir þeirra eru ýmsir
hlutir úr mannlegum líkama. Og
þetta skeður á því herrans ári 1929
í hinu mikla menningarlandi Banda-
ríkjum.
Galdratrú
í Bandaríkjunum