Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 26

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 26
15. apríl 1928: t í Vesturheimi Ettir Gubmund Friðjónsson Vér, sem heima sitjum á mörlandinu mörlausa — eða mörlitla að minnsta kosti — erum svo ókunnir andlegu lífi bræðra vorra og systra vestur í Vínlandi, að okkur er alls ekki minnkunarlaust. — íslenzkir blaðamenn vestræni.r halda þannig á spilunum, að lesendur Lögbergs og Heimskringlu fá mikla vitneskju um andlegt líf hér heima. Blöðin geta um allt, sem gerist hér á landi og legi, og til frétta er metið — og þau prenta upp fjölda greina úr blöðum og tímaritum vorum. Aftur á móti er það sjaldgæft, að í vorum blöðum sjáist endurprentanir úr vestanblöðunum, ritgerða eða kvæða. Lögberg og Heimskringla koma að vísu á mörg íslenzk heim- ili, en stopult þó. T.d. hefi ég aldrei að staðaldri séð þau blöð — og þyk- ir mér það all-illt. Það, sem ég minnist nú á andlegt líf landa vorra í þessari grein, verður þess vegna molahrasl en engin heild. En lítið er betra en ekki og verður við það að sitja að sinni. Svo sem kunnugt er, fjalla ráðagerSir um heimkomu margra landa vorra árið 1930. Þeir hlakka til að sjá okkur, og vér hugsum gott til glóðarinnar að sjá þá. En svo kynlega bregður við, að þeir vita mikið um oss en vér lítið um þá. Vér stöndum að vísu illa að vígi að kynnast högum þeirra í flestum efnum. En andlegt líf þeirra getum vér kynnt oss betur en vér gerum, ef rerrnt væri hugsjónum vestur á bóginn og hlust- irnar lagðar við þeim röddum, er berast að vestan í blöðum og tímaritum. ^Tímarit Þjóðræknisfélagsins hefir nú starfað í allmörg ár og flutt gott efni frá báðum bógum. í það hafa ritað jöfn- um höndum Austur-íslendingar og Vestur-íslendingar. Blöðin okkar hér heima hafa verið heldur þögul um rit- ið. Og eigi minnist ég þess, að nokkur lína hafi verið endurprentuð úr því hérna megin hafsins. Það hefir flutt m. a. merkilegar ritgerðir um íslenzka málfræði eftir Pál Bjarnason, stálsleg- inn mann í norrænu. Og í því hafa birzt kvæði eftir beztu skáldin okkar vestur frá — þar á meðal konu, sem yrkir prýðilega og vera mun ókennd hér heima. Hún heitir Jakobína Sigur- björnsdóttir (Johnson) fædd í Þingeyj- arsýslu. Þessi skáldkona hefir snúið ís- lenzkum kvæðum á ensku og þykir þeim er meta kunna, snilldarhandbragð á þýðingum hennar. Tímaritið Saga, til skemmtunar og fróðleiks, er út kemur í Winnipeg, er mjög læsilegt. Útgefandi hennar er Þ. Þ. Þorsteinsson, skáld, úr Svarfaðardal. Hann hefir kveðið margt ljóða og ritað góðar smásögur. Ejóðagerð landa vorra vestur frá er rr.ikil að vöxtum og misjöfn að gæðum, svo sem vænta má. Svo sem nærri má geta, verða þessi skáld flestöll smá- vaxin í samanburði við Klettafjalla- skáldið mikla. En fáeinir menn þar hafa birt falleg kvæði — sem ég hefi séð, og geta þau verið mörg, þó ég v'iti eigi um þau. Einkennilegir skáldskapar hættir hafa sézt eftir Jóhannes P. Páls- son, menntamanni og Guttorm J. Gutt- ormsson, bónda í Nýja íslandi. Þá er ekki óbragð að því, sem Jóhann M. Bjarnason ritar, sagnaskáld og ævin- týra. Það leynir sér eigi í vestanblöðunum, að fjöldi manna er hneigður til bók- Guðmundur Friðjónsson mennta. En að líkindum hafa flestir gáfumenn yngri kynslóðarinnar snúið sér að amerískri menntun og fjáröflun. Það hið stóra þjóðfélag, sem þeir lifa í, lýkur um einstaklingana með sínum mikla faðmi. Ljós vottur þess er í bók- inni „Svipleiftur samtíðarmanna", er út kom síðastliðið ár, eftir Aðalstein Kristjánsson. Hún er um nokkur stór- menni Bandaríkja og er mjög læsileg, að efni og frásögn. L andnáma Thórstínu Jaekson er í raun og veru stórvirki, og hefir þó feng- ið vestur frá harða dóma hjá sumum. — Það er merkilegt, að menntakona skuli fást við þess háttar eljustarf, sú sem á hinn kostinn, að lifa í stærstu horg veraldar og ferðast um Evrópu. Þetta starf hennar sýnir þjóðrækni og frændsemi í göfugri mynd og slíkt hið sama andlegan mátt og elju. Emil Walters, málari, Vestur-íslend- ingur, fær mikið lof í Bandaríkjunum, og er því að fagna svo vítt sem íslenzk tunga er töluð. Heyrzt hefir, að hans sé von hingað 1930. Væri óskandi að landvættir vildu brosa við svo ágætum listamanni. Kirkjumáiin vestur frá hafa jafnan verið efst á baugi landa vorra. Séra Jón Bjarnason og sr. Friðrik J. Berg- mann báru merki kristninnar lengi og þó ekki samsíða stundum. Og þeir voru báðir þannig gerðir, að á þeim var bók- menntabragur. Mér er kunnugt um kirkjufélagsprestana síðustu árin, en hefi þó vitneskju um, að sumir þeirra eru bókmenntahneigðir. T. d. str. Björn B. Jónsson — í ræðum og á manna- mótum. Hjörtur Leó og sr. Jónas E. A. Sigurðs'son. Séð hefi ég ræður fluttar á mannamótum og stólræður fáeinar í Heimskringlu, eftir séra Ragnar Kvax- an. Þær eru mjög haglega samdar á yfirborði og undirniðri viturlegar; bókmenntabragð að þeim. S íðastliðið ár féll í valinn mesti andans maður Vestur-fslndinga, St. G. St. Þorri Vestur-íslendinga var seinn á sér að skilja hann og meta og fór það að likindum. Sú raun hefir orðið á jafnan, síðan mannkynið kom til sög- unnar, að afburðamenn hafa fyrst kom- izt til metorða, þegar þeir hafa kvatt til fulls náunga sína. Nú hefir ritgerð- um og erfiljóðum rignt yfir St. G. lát- inn. Heilt Heimskringlublað var honum helgað og áttu þar sæti m. a. Rögnvald- ur Pétursson, Ragnar Kvaran, Eggert Jóhannsson og sagðist öllum mæta 23. júní 1929: l\Lnn eru hér langtum fófróðari og þröngsýnni og standa á lægra menn- ingarstigi en t.d. alþýða manna á ís- landi. Ég á ekki sérstaklega við það, hve spurt er fávíslega um ísland. Fæst- jr, sem ég hefi talað við, hafa hug- mynd um, að það sé til, eða halda þá, að það sé nálægt Ósló eða Stokkhólmi. Þeir, sem hafa einhverja hugmynd um, að það liggi talsvert norðar, fullyrða, að þar búi eintómir Eskimóar. Ég hefi hitt tvo menn, sem voru svo fastir í fá- fræðinni, að þeir fengust ekki til að trúa því, að ég væri innfæddur ís- lendingur. Ég sýndi þeim „passann“ minn, og þá neyddust þeir til þess að viðurkenna, að ég hefði komið til ís- lands, en þarlendur væri ég ekki, því að þeir hefðu lesið það í þýzkri bók, eð ísland byggðu eingöngu Eskimóar! Karlinn, sem ég bý hjá, heldur að sjór- inn gangi yfir ísland, af því að það sé eyja, og þó ég hafi sýnt honum á kort inu, hvað stórt ísland sé, samanborið við önnur lönd, þá er mér ókleift að koma honum ofan af þessari skoðun. Ég gæti tínt til ýmsar fáfræðispurn- ingar, sem lagðar hafa verið fyrir mig, jafnvel af stúdentum. Sumar eru skiljan legar, en aðrar sprottnar af megnustu fáfræði og fádæma þröngum hugsunar- hætti. Við allmarga stúdenta hefi ég tal- að, flesta þýzka, á útlendingakvöldum, sem hóskólinn stendur fyrir, og þegar þeir hafa fengið að vita, að ég sé frá íslandi, hafa þeir farið að spyrja mig um hitt og þetta. Ekki hefi ég hitt nokk- urn þeirra enn, sem hefir, til dæmis að taka haft hugmynd um, að ísland sé sjálfstætt ríki. „ísland heyrir þó Dan- mörku til“, er jafnan viðkvæðið, ef minnst er á framfarir sem orðið hafa á ísiandi, síðan við skildum við Dani. Þessi fávizka er skiljanleg, þó að mein leg sé hún, því að alls ekkert hefir ver- ið gert til þess að fræða menn um, að ís.'and sé sjálfstætt ríki. Danir hafa vel. — Fleiri ritfærir menn hafa vestur frá ritað skynsamlega um skáldið, t. d. E. H. Johnson — mér ókunnugur maður — og Halldór Laxness að sumu leyti. Þó er enn ærið svigrúm handa vitrum niönnum, sem rita vilja um St. G. St., því hann er sú náma, sem seint. verður1 tæmd — skáldskapur hans og vitur- legar hugsanir í rími. Sönglistarmenn eru vestur frá af ís- lenzku bergi brotnir og hafa þeir lönd að nema, mörg og stór. Vér, sem bítum í skjaldarrendur jöklanna héma norður við íshafið, viljum eigna okkur ítafe í þessum nýgræðingum, sem vestra eru fæddir, meðan kostur er á. Og vér ósk- um að lífæð þeirra slái hér heima 1930 — hvernig sem móttökurnar takast frá vorri hálfu. Ýmis atvik hafa komið fyriir vestur frá, sem sýna hve auðvelt er að gera Vestur-íslendinga snortna. — Ég vel þrjú dæmi: Þátttöku þeirra í Eimskipa- félagi voru, stuðning landa, þann sem kom fram, þegar íslenzkur maður var dæmdur fyrir morð, og nú fyrir stuttu hafa þeir safnað miklu fé til styrktar tónlistarmanni, sem dvelur í Englandi við nám og talinn er líklegur til að verða tónskáld. Þessi dæmi sýna and- lega fjörkippi landa vorra og samtaka- vilja í verki, sem skiptist milli svokall- aðra veraldlegra mála og andlegra. Það er til marks um andlegt líf, þegar sinnt er þrifnaðarmálum, mannúðarmál um og málefnum listarinnar. Þeirri þrenningu þjóna landar vorir í Vestur- heimi. sendiherra úti um alla álfuna. — Að r.afninu til eru þeir líka sendiherrar ís- lends, og þó jafnvel ekki það. Hér er r.d. einn slíkur fulltrúi, og ég hefi einu sinni farið til hans með öðrum Islend- ingi,' sem þurfti að fá framlengdan „passann“ sinn. Á inngönguhurðinni er stórt og veglegt dyraspjald, sem tilkynn ir, að þar hafi aðsetur sitt konungleg- ur sendiherra Danmerkur. Auðvitað er varast að geta þess, að hann sé jafn- framt sendiherra íslands. Ekki var til nokkurt íslenzkt „passa“ eyðublað, en förunaut mínum var af- hentur danskur passi, með stórum stöf- um framan á: Damnark. Mér finnst þetta langt frá því að vera smámunir; mér finnst ekki við það unandi. Vegabréf er hlutur, sem sífellt verður að bera með sér og alls ekki sjaldan verður að sýna. Hvert skipti, sem þess gerist þörf, lýgur handhafi til uin þjóðerni sitt, því að skringilegt yrði það, ef hann þættist vera annarrar þjóð ar en „passinn“ gefur í skyn. Það ætti að vera skylda að senda þessum fulltrúum fslands íslenzka fán- ann, og sömuleiðis ættu þeir að vera skyldir til að draga hann við hún við sérstök tækifæri, svo sem 1. desember. Að gamni mínu gætti ég að því, hvort þetta væri gert þann dag. Auðvitað var það ekki gert. Ég sé enga ástæðu til að ætla að bet- ur sé ástatt annars staðar. Yfirleitt kem- ur það hvergi fram, að við eigum neina fuiltrúa. Aldrei kemur það fyrir, að þessir sendiherrar mótmæli greinum fullum af óhróðri og lygum um ísland og fslendinga, sem ekki er eins dæmi sð birtist í þýzkum blöðum, enda er lík- legt, að þeir sjálfir séu harla ófróðir um fsland. Einstakir menn verða stundum til að mótmæla slíkum óþverra, en á því er sá hængur, að ekkert mark er tekið á þeim. Skrælingjalandið Island Kafli úr bréfi frá íslenzkum menntamanni í Munchen 26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.