Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 5
3. nóvember 1929: m kveðskap Jónasar Hallgrímssonar L 1- íf listamannsins er fegurst, J>egar það er skammvinnt. Þegar honum hefir orðið þess auðið að op- inbera anda sinn, og það er enn mitt sumar, er hann gengur inn um dyrnar, sem enginn kemur út um aftur. Þá sér enginn hið daprasta af öllu döpru, hnignun hans og aft- urför. Þá þarf hann ekki sjálfur að reyna hið þyngsta af öllu þungu, ó- frjósemi og andlega trénun. Og jafnvel þótt örlög sumra manna séu svo fágætlega björt, að þeir þrosk- ist fram á elliár, geta þeir þó ekki átt vorið nema einu sinni, gróand- ann, lifandi safann, töfra angandi vornætur. Haustið á sína miklu feg- urð til, en haustið er þó aldrei nema haust. Skáldferill Jónasar Hallgrímssonar var jafn-fagur og hann var skammur. Sem skáld var Jónas frábærlega ham- ingjusamur. Honum varð þess auðið að fylla kvæði sín þeirri fegurð, sem hann sá í veröldinni, og hann dýrkaði af öllu hjarta sínu. Hann er einhver mesti lista- maður allra íslenzkra skálda, einhver mesti meistari formsins. Honum varð þess auðið að berjast til sigurs fyrir þeirri stefnu, sem Bjarni Thorarensen hafði hafið — það var ekki einungis rómantíkin, heldur endurfæðing ís- lenzkrar ljóðalistar. Þegar Jónas kemur fyrst fram, yrkir sín fyrstu kvæði, sem varðveitt eru, virðist hann fullþroska í ljóðagerð. Síð- an yrkir hann hátt á annan áratug, þá deyr hann. Hefir skáldskapur hans þróazt á þessum stutta tíma, hefir hann breytzt? eða hefir þetta árabil verið eitt langt augnablik, óbreytanlegt og full- komið, án þess að tannhjól tímans þok- aði því „annaðhvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið“? Þetta mál mun ég ræða nokkuð í lín- um þeim, sem á eftir fara, og mun ég ekki sízt líta á það, sem stöðugast virð- ist hjá Jónasi: formið. II. Þ rennt virðist hafa haft mest á- hrif á Jónas Hallgrímsson á yngri ár- um hans: klassicismi Bessastaðamanna, kvæði Bjarna Thorarensens, Ossían. Klassicismi Bessastaðamanna snertir einkum form Jónasar og mál — gott dæmi þess er, að hann þýðir kvæði eftir Horatíus á inndælt íslenzkt mál undir fornum háttum (ljóðahætti og fornyrðislagi), líkt og Sveinbjörn Egils- son gerði. Má ekki ólíklegt þykja, að frá Bessastöðum sé Jónasi kominn hinn klassiski blær á ýmsum hinum síðari kvæðum, er vikið verður að seinna. Bjarni hefir líka áhrif á form hans, bæði hjá honum og Bessastaðamönnum lærir Jónas að beita fornháttunum, en hjá Bjarna að fara með nærri háttu og verður honum brátt miklu fremri í því. Hjá Bjarna er enn nokkur átjándu- aldarkeimur í meðferð þeirra, óeðlileg- ar áherzlur, mislipur kveðandi, gamalt skáldskaparmál (kenningar) — en hjá Jónasi er þetta allt horfið: málið er Effir prófessor Einar Ólaf Sveinsson Hér ber nú svo kynlega við, að hik kemttr á lesandann í lok þriðju brag- línu. hann veit ekki, hvort þai- á að k.oma þögn Ijóðaháttarins, sem gerir línuna að kjarnyrði, eða hann á að hlíta leiðslu fornyrðislagsins, er gerir erindið söngur" Claus Frimanns, sem Jónas þýðir á þessum árum („Líti ég um loftin blá“). Þegar við er bætt nokkr- um rímnaháttum og fáeinum öðrum háttum á háðkvæðum Jónasar, þá er upp talið! Fleiri hættir koma ekki fyrir í íslenzkum kveðskap Jónasar á þess- um tima. Annað, sem vert er að athuga, er meðferð hans á hinum fornu háttum, fornyrðislagi og ljóðahætti. Eins og þeir Konráð og Brynjólfur benda á í fyrstu útgáfu ljóðanna, blandar Jónas þess- um háttum oft saman — í sama kvæði skiptast þeir á eða þeim er slengt sam- an í einni vísu; t.d. hefst vísan á forn- yrðislagi: Hví und úfnum öldubakka sjónir inndælar seinkar þú að fela — Svo hefst Ijóðabátturinn: blíða ljós, að bylgju skauti hnigið hæðum frá? Kvæðið Galdraveiðin er undir Ijóða- hætti, nema fyrsta erindið: Hvað mun það undra, er ég úti sé, — þrúðgan þrætudraug um þveran dal skyndilega skýi ríða? hreint, einfalt, fagurt og fellur nákvæm- lega að bragarhættinum. Með kvæðum Bjarna drekkur Jónas í sig hinn nýja anda: rómantikina. í huga hans verður vorleysing, ótal öfl losna úr læðingi og fá að njóta sín; hann má nú gefa sig á vald flugi hugans, ólg- andi litbliki tilfinninganna, þyrstri feg- urðardýrkun. Og með hetjunum úr Ossí an reikar hann í þunglyndi hins unga manns um einmanalega, dapurlega heið- ina, og það er sem hinn rökkurmiidi, keltneski tregi veiti honum svölun. En þetta er allt að mestu orðinn hlut- ur, þegar Jónas yrkir hin fyrstu kvæði sín. í þeim hefir hann þegar alla aðaldrættina í svip sinum. En nokkuð virðist mér skera sig úr kvæði þau, sem ort eru fyrir 1832, þegar hann fer ut- an í fyrsta sinn, séu þau borin saman við síðari kveðskap hans. III. L ítum fyrst á formið. Að háttum er hann ekki ýkjaauðugur á þessum tima. Langmest ber á«fornháttunum, fornyrðislagi og ljóðahætti; dróttkvætt (óreglulegt) og hrynhenda koma fyrir. Frá Sveinbirni Egilssyni hefir hann háttinn — og ekki svo lítið í anda kvæð- isins með — í kvæðinu „Nótt og morg- un“; það er sá sami og er á kvæði Svein- bjarnar: „Fósturjörðin fyrsta sumar- degi“. Kvæðið um sumardagsmorguninn fyrsta er ort undir sama lagi og „Lof- aillt að óslitinni frásögn og lýsing. í þessu hviki milli háttanna, þessari ó- vissu, þessum skorti á hreinum stíl, birt- ist æska skáldsins: hann hefir enn ekki öðlazt allt það vandlæti og þann sfcíl- þroska. sem kemur síðar fram í hverju kvæði hans. í sömu andránni og taldir eru fram gallar á formi Jónasar á þessum árum, hæfir vel að geta annarra vísna, sem eru að þessu leyti fullkomnar. Jónas lætur dalabóndann kveða í óþurrkum: Hví svo þrúðgu þú íþokuhlassi, súldanorn, um sveitir ekur? Þér mun ég offra til árbóta kú og konu og kristindómi. Þessi vísa er meitluð og köld, eins og mörg kvæði frá síðari árum Jónasar. — Þetta kveður hann um næturvind- inn: Þegi þú, vindur! þú kunnir aldregi hóf á hvers manns hag; langar eru nætur, er þú, hinn leiðsvali, þýtur í þakstráum. Þegar til efnisins kemur, finnum vér meðal kvæða Jónasar frá þessum tíma allmikið af tækifæriskvæðum, og oss kemur í hug kveðskapur Bjarna Thor- arensens, hve sjaldan andinn kom yfir hann, nema sérstakar ástæður væru til (en þá líka oft duglega, því skal ekki neitað). Vér sjáum fram á það, að ef Jónas hefði verið í Reykjavík alla ævi, hefði hann orðið skáld smóþorpsins, ort fyrst og fremst erfiljóð, samsætisljóð og háðkvæði um menn og viðburði í þorp- inu. Vafalaust hefði margt fallegt verið í því, en þau kvæði, sem oss eru nú kærust, væru þá ekki til — sjóndeildar- hringur hans hefði þá aldrei orðið svo víður sem hann varð. Hann hetfði ef til vill orðið sælli — en hann hefði varla orðið betra skóld við að verða makinda- legur borgari. En ævi hans Vcirð önnur — hann lenti í flokki lítt þokkaðra nýjungamanna, Fjölnismanna, og hann varð að þola harma og eymd — en því rneiri sem harmar hans voru, því fegri urðu kvæði hans. IV. ^ rá fyrsta tímabilinu í kveðskap Jónasar er kvæðið „Söknuður“ — feg- ursta eða næstfegursta ástakvæði hans. Kvæði þetta er vottur ógsefusamlegrar ástar, sem fyrir Jónas kom á þessurn árum og fylgdi honum út yfir hafið 1832 og lengi síðan. Svo leiðinlegur hlufcur sem ógæfusamleg ást ar, einkum sé hún langsöm, tjáir ekki að neita þeirri stað- reynd, að áíirif hennar á bókmennt(rn- ar hafa verið geysimikil. Þarf ekki ann- að en nefna dæmi eins og Petrarca og Goethe (Werther) til að sanna það. — Hugmyndina í kvæðið (Söknuð) hafir Jónas sótt til Goethes („Ég minnist þín“), svo sem alkunnugt er, en hitt er ekki síður kunnugt, hve snilldarlega hann fer með hana, enda er kvæðið rit- að með blóði. í hinni nýju útgáfu af riturn Jónasar er annað ástakvæði, „Ferðalok", sefct í flokk með kvæðum frá þessum tíma, og Indriði Einarsson (Iðunn 1928, bls. 279) telur það ort rétt aftir norðurför Jón- asar úr skóla 1828. En allir hiniæ fyrxi útgefendur hafa S'kipað því miklu siðar í ljóð hans. Hefði þeim Konráði og Brynjólfi átt að vera manna bezt kunn- ugt um þetta. Ég sé ekki ástæðu til að víkja frá hinni eldri skoðun, nema ný rök komi fram, sem afsanni hana. Hannes Hafstein getur þess til, að kvæðið sé ort í raunum Jónasar á síðari árum hans: „Gamlar og gleymdar ástir frá skólatíð hans vöknuðu og komu fram í hinu inndæla kvæði Ferðalok". Mundi það ekki vera sama konan, sem Jónas hefir í huga í stökunum „Enginn grætur íslending": „Mér var þetta mátulegt! mátti vel til haga, hefði ég betur hana þekkt, sem harma ég alla daga. Lifðu sæl við glaum og glys, gangi þér allt í haginn! í öngum mínum erlendis yrki ég skemmsta daginn. Sólin heim úr suðri snýr, sumiri lofar hlýju; ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju. Ef þessi skoðun er rétt, væri það ást Jónasar til Þóru Gunnarsdóttur, æsku- ást hans, sem hefði skotið upp í huga hans löngu síðar, mögnuð af þungum hörmum, eins og heillastjarna í sjávar- háska (Baudelaire). Mætti vera, að hann hefði þá ort upp gamalt kvæði um hana. 32. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.