Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 31
son hafi búið; bans er getið fyrir að hafa skrifað ættartölur o. fl., yfirleitt getið sem fræðimanns. Tvö hús sjást hvoru megin við bæ hans, annað er smiðja en hitt er hjallur, sem Einar Jónsson átti. Ég vildi sérstaklega sýna smiðjuna, því að þar smíðaði ég fyrstu skeifuna og var hreykinn af, því að hún þekktist ekki frá skeifu húsbónda' míns. Þá koma ellefta og tólfta húsið, bað- stofa fyrst og þvínæst bæjardyr. Þar bjuggu Jón Jakobsson, frændi minn, og Anna Helgadóttir föðursystir mín; hún á nú heima hér í Reykjavík; er hún nú 93 ára. Hún var tvígift, hét fyrri maður hennar Eyjólfur, hún átti 7 börn alls; það var mesta góðgjörða- heimili hjá þeim hjónum; það kom sér því vel, að Jón var mikill aðdrátta- maður til heimilisins; hann lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. T.d. í fyrsta sinn, sem hann var formaður, fór fyrir honum, þegar hann var að ýta á flot. að uim leið og skipið losnaði við sandinn, missti hann af skipinu og stóð í sandinum, þegar skipið var komið út á síó. Ávallt er bundinn kaðall pftan í skipið. Jón náði í hann og dró sig þannig út í skipið. Næstu tvö húsin, n.f.l. bæjardyr og b^Jstofa, voru hús föðurbróöur míns, hjá honum var ég vinnumaður í fjög- ur ár, hann hét Guðmundur og kona hans Margrét; þau voru mér góð, en þó minnist ég sérstaklega ömmu minn- ar. Margrétar, hún hafði mikið af gæð- um og dugnaði, var sparsöm en frem- ur fátæk; en þó var hún alltaf frem- ur veitandi en þiggjandi. Hún var yfir- setukona, og ég held hún hafi tekið flest ef ekki öll börnin heim til sín, fyrstu vikuna. í hennar húsum fæddist ég og var hjá henni 6 eða 8 mánuði, og svo aftur seinna í 1 ár. Hún var sannarlega góð amma. En hún lifði á flenmngartímanum, og ekki hætti hún að flengja föður minn, fyrr en þau to"uðust á um sóflinn og faðir minn náði honum af henni. Þá hætti hún. sá, sem undir varð, tók í hárið á hin* um og þannig veltiust þeir eftir túninu. Varð ég að skylja þá, og urðu þeir svo jafngóðir vinir eftir sem áður. Aldrei hefi ég séð meiri árangur af nýtni en hjá Sæmundi, ætíð fékk hann miklu meira hey af sínum parti en þeir, sem höfðu jafnmikið og hann; skepnur hafði hann þvi sem næst jafn- margar og þeir sem höfðu helmingi stærri jarðarpart. Þegar Steinalækurinn hljóp í fyrra sinn á bæinn og allir voru að flytja, einkanlega úr austurendanum, þar sem Sæmundur var, er sagt, að hann hafi háttað ofan í rúm. f fyrra vetur þegar lækurinn full- komnaði hermdarverkið, var Sæmund- ur horfinn, eins og allir húsbænduinir, sem voru þegar ég var á Steinum, að- eins er ein kona lifandi: Anna Helga- dóttir, eins og ég hefi áður getið um; 93 ára. Þá er eftir tuttugasta húsið; það sést illa á myndinni, en það var eld'nús og það áttu hjónin Halldór og Guðrún. Þau bjuggu austast í bæjarröðinni, gengu um sömu bæjardyr og Sæmund- ur, en baðstofan var baka til; þau voru þrjú í heimili, nfl. hjónin og dóttir Guðrúnar af fyrra hjónabandi. Hét hún Helga. Fram á hlaðinu stóð kirkjan, eins og myndin ber með sér. Hún var með torfveggjum, nema hvað framstaín var úr þiljum og kórstafn að hálfu leyti. Pappaþak var á kirkjunni. Byggingin, sem næst stóð kirkjugarðinum, var sambyggt, fjós og skemma, skemman í endanum, næst bænum, en fjósið íjam. Mjólkurhús í sömu þyrpingu, lítið hús við hlið skemmunnar. Þá er kálgarður. En hinum megin við kálgarðinn var haugstæði frá fjósi því, sem stóð veA- ast í bæjarröðinni. Ofan við bæjarhúsin voru hlöður og heygarðar í samfeldri röð. Hlöður sjást fjórar á myndinni. Fimmtánda til nítjánda húsið áttu þau hjón Sæmundur Jónsson og Ingveld ur. Þau áttu fjögur börn, tvær dætur og tvo syni. Annar hét Sigurður; hann gaf mér uonhafstafi að sk,-ifa eftir. Svo var eg hjá honum þrjú rökkur og eina kvöldvöku að læra re’knír''* or ' ð var allur minn skóQagangur; þá var ég fermdur kominn í vinnumannsstöðu. — Þetta þætti ekki gott veganesti nú á tímum. Fjósamaður varð ég tólf ára gamall og vinnumaður 14 ára. Ein dóttir þeirra Sæmundar heitir Vigdís og á heima hér í Reykjavík. Dreng höfðu þau hjón tekið, sem Jón hét; við vorum jafnaldrar og mjög góðir vinir, minnist ég þess vinfengis enn í dag. Fimmtánda húsið var útieldhús og kom baðstofa og innar af henni ein- hvers konar skáli og varaeldhús. Því næst komu bæjardyrnar, þá skemman, svo sund upp í heygarðinn, svo fjósið. Það var dálítið loft í því, og þar sátu oft margir af unglingunum í rökkr.TU eð segja sögur. Vorum við Jón aðal- frásöpumennirnir; sumar söpurnar höffj uim við heyrt, en þegar þær þrutu var skáldað og þótti gott. Sæmundur var ágætur karl. Hann var eiginlega for- söngvari. í kirkjunni. Ekki var samt sungið eftir nótum, en alltaf hafði Sæm undur af að enda sálminn. Það kom fyrir, að Sigurður sonur hans ætlaði að byrja lagið, en varð að hætta við fyrstu hendingarnar. Svo kom annar og þriðji, en enginn haíði iogið. Svo Sæmundur varð að syngja með sínu lam. Þ°"ar hann svaraði prestinum sagði hann alltaf „rog“ með þínum anda. Fúsi i vesturbænum notaði sér þetta og.stríddi íqpi jafnaldra nþ'num með því, og sagtSi: „Trogíð með andanumT Jóm Sárnaði þetta, og svo ruku þeir saman; framleiddur með . einkaleyfi frá ARNESTAD BR.ÖK, laugavegi 26 simi 209 70 Vígsluljdð kaþólsku dómkirkjunnar oð Landakoti 23 júlí 1929 Aftur gistir íslands i>jóð, ástkær móðir feðra vorra, fóstra rík á fræði og ljóð, fremdargjafi Ara og Snorra, Rómakirkju heilög hönd heilsar aftur vorri strönd. Vitjar feðra auðna að, aftur verma fornar glóðir. Há þú rís, frá hjartastað heillar þjóðar, göfga móðir. Giftusól á gluggum hlær, geiminn fyllir sunnanblær. Leitar gnoð í lægis-átt, lýsir þú á veldi stjarna. Hátt þig ber við hafið blátt, heilög móðir foldar barna. Haf-farendum holl og trú, heilsar margar aldir þú. Orðstír ber í önnur lönd, úti hér við bláu sundin, íslenzk sál og íslenzk hönd eru þínum sóma bundin. Landsins æðsta listasmíð, lofstír þjóðar háa tíð. Verðug mjög og víða ræmd, vegleg gjör og ljós í stafni. Þeim er hækka þjóðarsæmd þakkað skal í landsins nafni. Yðar sæmdir, yðar nöfn öldin ber í trygga höfn. Hirðir vor þér fremdir fann, framar öðrum þakkist honum, íslands sæmdir elskar hann einn af landsins heztu sonum. Þú ert fædd af heila hans, hugsjón fögur snilldar manns. Heilög móðir, heill sé þér! hér á ríki þitt að standa, heimsins mikla hátign ber, hróður vorn til fjarra stranda; undran veltur út um lönd einstæð gjöf frá páfahönd. Signuð móðir, sæmd þín er sungin voru feðramáli; vígslu Drottins veitir þér veldisæðstur kardínáli. Framasæl þinn fyrsta dag; fagnaðarríkt þitt komulag. Hár er blóminn, löng þín leið, ljóssins dómi helguð vinna; tigin Ijómar há og heið, hæsti sómi barna þinna; lýðamóðir, líknarfús, lífsins óður, Drottins hús. Lausn er hér við lífsins borð, líknarvöld, sem frelsa þjóðir. Syngdu Drottins eilíft orð íslands niðjum, hjartans móðir, Signdu þína sálnahjörð, signdu vora fósturjörð. Háleit sendi himnavöld hélgan anda, þig að styðja. þegar líður okkar öld, aðrar sálir til þín biðja, lýði nýjum lýsir þá ljómarík við sundin blá. Ævihvörfin öllum vís. Inn í þínum súlnagöngum elli kveður, æska rís afbragðsfríð með sól á vöngum. Langar aldir líða lijá; Ijóma þinn mun eins að sjá. Þökkum Drottni þessa gjöf, þenna dag og stundir allar. árdagssól við yztu höf, eilífð þá, sem til vor kallar. Fyrir þjóð og fósturjörð flytjum Drottni þakkargjörð. Algóð þrenning, eilíft ráð, öllum heimi bjargir vildi, eilíf speki, eilíf náð, eilíf dýrð og föðurmildi; sól og himinn, sjór og jörð syngur Drottni þakkargjörð. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL Járnbrautarmálið Framhald af bls. 22. vill það reynast víðast hvar í þing- ræðislöndunum um þessar mundir. Og íslendingar eru engin undantekn- ing í því efni. Stjórnin ætti því, ef þess er nokkurs kostur, að semja við útlent eða innlent félag um að leggja og reka brautina með nokkrum styrk um ákveð inn tíma, meðan mestar líkur eru til, að brautin ekki beri sig. Að félagið mundi okra á flutningsgjöldum er eng- in hætta á', því það mundi fljótt sjá, cð þess yrði mestur skaðinn, ef því yrði beitt. Járnbrautarhugmyndin hefir nú rutt sér svo til rúms, að henni verður ekki hnekkt úr þessu. Og því meiri er vonin um, að hún komist nú í framkvæmd, sem sá maður situr nú í ráðherrastóli, rem mest og bezt hefir barizt fyrir henni í seinni tíð. Og þá mun það sann ast, að nýtt framtíðarland brosir við bændastéttinni íslenzku. ' Við lifum það kannske ekki landið að sjá, því langt er þar eftir af vegi; en heill sé þeim kappa, sem heilsa því má, og hvíla sín augu við tindana þ&, þó það verði á deyjanda degi. (Eimr. 1.3.) Höfn, Í2. júlí 1925. Valtýr Guðmundsson. 32. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.