Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 18
10. nóv. 1929: „Ef inni er þröngt tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftins þök. Hýstu aldrei þinn harm, þaö er bezt að he\man og út ef þú berst í vök.“ Einar Benediktsson ÍClukkan er 6 árdegis. Ég stend á torginu fyrir framan járnbrautarstöðina. Hún er æruverðug og sótug eins og járn- brauxarstöð á að vera. Og full af úrillu og geðvondu fólki, taugaæstu, órólegu ferðafólki, sem er ekki búið að jafna sig eftir þá geðraun, að vera rifið upp kl. 514. Ég er í yndislegu skapi. Munur- inn a mér og þessum mönnum liggur í, að þeir eru allir að fara til einhvers ákveðins staðar, sem þeir þurfa að hafa náð íyrir ákveðinn tíma. f>að er vitfirr- ing. Allt það, sem þeim finnst óþægilegt í ferðalögum, er mér unaður. Ég er ekki að fara neitt sérstakt að því leyti, að mér er alveg sama hvar ég verð á morg- un um þetta leyti, liggur ekkert á. Menn sætta sig við lestina, tollskoðun- ina, vegabréfsóþægindin, þvættinginn, hávað’ann, tafirnar, koffortaburðinn, af því að þaS er böl, er ekki verður komizt hjá, cf þeir eiga að ná ákvörðunarstað sínum. — Ég nýt þessa alls, en ákvörðun arstaðir mínir hafa einatt orðið mér til vonibrigða. En það er sjálfum mér að kenna Ég hefi trúað ferðamannabókum, reitt mig á Bennett og Cook og nlann- kynssöguna, sem mér var kennd. Ég er löngu hættur öllu sliku. Klukkan er sex og ég er að leggja á stað í ferðalag, sem verður ems langt og teygt verður úr síð- asta skilding miínum. Ég er einsamal'l. Það kemur enginn og segir við mig „góða ferð“, og „manstu nú hvort þú hefir tannbursta með“, og „þú verður að skrifa fljótt". Enginn hefir hjálpað mér til að láta niður í ferðatöskuna. Eigi að síður er allt í röð og reglu, og ég kominn á stöðina fullum hálftíma áður en lestin fer. Ég hefi 15 mínútur til þess að yfirvega hvers ég skuli neyta og 10 mínútur til þess að neyta þess. Og í þessar 15 mínútur er heilinn í mér ful'lur af ilm og angan og göfugu bragði. Ég afræð að fá mér ofur- lítið stykki af hvítu, mjúku brauði, bita af kaldri gæsasteik og glas af daufu víni Og nú er ég fær í allan sjó, þangað til „Mitrópa" tekur að sjá fyrir líkam- legri vellíðan minni. Ég fer niður á stéttina, þar sem lestin bíður stynjandi í tengslum. En það er of snemmt að fara inn. Ég geng um á gljáandi asfaltinu og nýt þess að vera til, teygi í vitund minni hvert augnablik eins og lopa. Ég er nýrakaður og ég finn snertinguna af tárhreinum nærfötum um allan líkamann eins og svala bless- un. Svo fer ég að leita mér að sæti. Það má ekki vera í enda vagns, ekki yfir möndli, ekki of framarlega í lestinni. Það á að vera gluggasæti og horfa til þeirrar áttar, sem ekið er í, borð undir glugganum og eitthvað til að styðja fót- um á. Slík sæti má kaupa sér með sér- stökum farmiðum. En það er að svipta sig þeirri ánægju að finna þau sjálfur, og geri ég það aldrei. Þá er að koma sér fyrir, láta pípuna á borðið, tóbakið, pípu hreinsarann, eldspýturnar, hyLki með 5 vindlum og eina öskju af vindlingum, þrjú til fjögur stór morgunblöð, láta ferðatöskuna upp í netið, helzt þannig að hún falli ekki í manns eigið höfuð, ef hún skyldi detta; hengja frakkann sinn á snaga, tæma allt verðmæti úr vös um bans, svo því verði ekki stolið meðan verið er að borða, setja upp svarta alpa- húfu og þunna þráðarvettlinga á hendur nar. Það er vegna þess, að á messing húnunum í lestinni er lag af gömlum, þvölum svita, sóti og spansgrænu. Þetta er mikið og vandasamt verk, og nú sezt ég niður til þess að njóta stundvísi minn ar og eigin öryggis. Allt er í lagi, vega- bréf, farmiði, farangur. Og nautnin verður innilegri við það að sjá asann og gauraganginn, heyra ópin og þvaðrið í hinum. Nú er dyrunum lokað og lestin tekur þjösnalegan hnykk. Feitur kaup- sýslumaður kemur æðandi með skjala- tösku, sem 'hann veifar í ákafa yfir höfði sér. Hann verður eftir. Yndislegt! Mátu- legt handa slóðum og rúmlötum mönn- um! — Og sv'O á stað! Húrra! Það urgar í teinunum. Loftið fyllist af suðu, verður höfugt af lykt og vörmu stáli, áburðar- olíu og eim. Þag ymur í eirþráðunum meðfram brautinni og símastaurarnir þjóta fram hjá með hásu hvissi. Hraða- tilfinningin seytlar upp í gegnum fæt- urna, smeygir sér upp eftir skrokknum, fer með kuldakitli upp í hársrætur. Ég lít snöggvast út, jörðin æðir fram hjá, hraðast hjá lestinni, hægar eftir því sem lengra dregur frá. Veröldin er orðin að skopparakringlu, sem snýst um miðdepil langt, langt í burtu og þeytir lestinni á rönd sér. Uúskofi kemur þjótandi í sjónmál og fleygist fram hjá. Maður stendur við vegarslá. Eftir augnablik er hann ekki lengur til — Ágætt! Ég þarf þá ekki að eyða framtíðinni í áhyggjum um velferð hans. Ný hús, nýir menn, ný örlög glampa fram hjá eins og stjörnuhröp. ÍSg fer að lesa blöðin, fyrst stjórnmálin, þá atvinnulífið, þá leikhús og bókmenntir. Og tíminn líður í yndislegri vimu og vitundin þenst út, nær „vítt of veröld hverja“. Stundarkorn er ég í París og þjarka við Briand um herskattagreiðslur Og röksemdir mínar fljúga í gegnum hausinn á honum eins og glóandi teinar. — þyrla honum í óvit, og Þjóðverjar losna við herskattinn. Stundarkorn segi ég Hermann Kesten frá því, hvernig æskulýg nútímans sé farið, hinni rót- lausu kynslóð, sem ég elska, og hann rífur handritið að Ein Aussöhweifender Mensch í tætlur og lofar upp á æru og trú að snerta aldrei á penna framar. Ef til vill hefi ég sofið. — Nú er hringt til miðdegisverðar. Ég fer inn í borðsalinn, stóran vagn, með breiðum, fáguðum rúðum. Mér er alveg sama hvað ég borða, ég er fóstraður í sveit á fslandi og matsölustöðum fyrir fátæklinga í Reykjavík. En ég kann að velja mér drykk eftir stað og stund. Það er mikil list. Ég hefi séð fólk gráta af gremj-u af því, að það fékk ekki „Ram Jösavat'ten" suður í Rínardal. Ég hefi séð menn drekka danskt Tuborgöl suður í Munchen án þess ag blygðast sín. Ég geri aldrei þess háttar axarsköft. Sumt fólk drasiar með sér allri ættjörð sinni hvar sem það fer, hverjum vana þjóðar sinnar og óvana. — Svo kemur kaffi, litsterkt og anganþrungið, og vindill, sem ég hefi geymt mér til þessarar hátíð legu stundar. Hann er ekki úr tóbaki. Hann er ofurlítið gulbrúnn líkamningur af ljósbláum ilmi, sem læðist eftir nefinu upp í heilann, skríður eftir hverri fell- ingu hans, bregður á leik í bugðunum og hristist út um líkamann, eins og ósymlegt balsam. . 0g Þa» «. ég verð að skynja meg augunum hnígur yfir merkur og velli. Lestin askveður inn í myrkva komandi nætur. Ég fer að leita uppi svefnvagninn og finn rekkju mína: ofurlítinn prjónastokk. — Með þvi að gera mig stinnan oe teinréttan eins og sívalning, get ég snúið mér við í henni. — í rekkjunni fyrir ofan mig liggui maður og dæsir og púar, eins og hann væri að slá harðvelli. Annað hvort hefir hann borðað yfir sig eða hefir slænia samvizku. En það kemur mér ekkert við. Ég ligg grafkyrr í prjóna- stokknum með lokuð augu og þýt í gegn um rúmið meg 100 kílómetra hraða á klukkustund. Vitundin verður djúp og kögruð með fylkingum hljóðra, myrkra drauma eins og stöðuvatn í skógarrjóðri. Ég sé brú, sem tengir saman tvo skógi- klædda hólma, staurabrú yfir grænan sefgróinn ás og tvær ljósklæddar stúlk- ur, sem halla sér út yfir riðið. Það er sunnudagur í Sordavala. í fjarska skína hvítar byggingar og gylltu'r laukmynd- aður turn. Allt í einu brýzt ýskrið í teinunum upp á yfirborð vitundarinnar, ---- ég er á ferð. — Á morgun vakna ég á stað, sem ég hefi aldrei litið augum, mörg hundruð kílómetra í burtu. Og myrkrið þéttist utan um vitund mína, þéttist utan um lestina, sem þýtur áfram gnötrandi af hraða, — eins og mitt eigið líf. 3. febrúar 1929: ÁSTADRYKKUR Q U agan gerðist í Berlín fyrir skemmstu. Isolde er aðeins 1G ára að aldri og hún var í fatabúð. Hún festi ást á hús- bónda sínum. Eitt af verkum hennar var það, að búa til kaffi handa honum á hverjum degi. Húsbóndi liennar var ungur maður, en hann lét sem hann hvorki sæi né heyrði Isoldi litlu og tók ekkert eftir því hvern- ig henni leið. Þá var það að eldri og reyndari vinkona hennar ráðlagði henni það af hrekk, að byrla húsbónda sínum ástadrykk. Sjálf kvaðst hún hafa reynt það og trúlofast fyrir vikið. Hún lét Isolde fá glas með hvítum töflum og sagði henni að láta eina töflu í hvern kaffibolla. Isolde gerði þetta og titrandi af eftir- væntingu beið hún þess, að töfralyfið hrifi. En svo leið dagur eftir dag, að engin breyting sást á húsbóndanum. Hann leit ekki á hana þótt hún væri að snúast í kring um hann frá morgni til kvölds. Þá fór hún að örvænta og leitaði aftur ráða hjá vinkonu sinni. Vinkonan sagði, að hún skyldi reyna að láta tvær töflur í hvern kaffibolla, Isolde gerði það. En þá rcis hú-bóndinn upp með skömmum og sagði að henni væri að fara aftur með að búa til kaffi, það væri orðið ó- drekkandi hjá henni. Hún bar þetta með þögn og þolinmæði og treysti því, að sá dagur mundi koma að ástalyfið hefði áhrif. En svo stóð húsbóndinn hana að verki. Hann hélt, að hún væri að byrla sér eitur. Þá fór hún að gráta og játaði allt fyrir honum — að þetta væri ásta- meðal, sem hún léti í kaffið. En það fékk ekki á hann. Að vísu kom það í ljós, að töflurnar voru meinlausar — það var taugastyrkjandi lyf — en hann rak Isolde úr vistinni. Þá reiddist hún og kærði hann fyrlr það að hafa rekið sig án þess að hafa fulla ástæðu til þess. Og dómur féll þann- ig, að hann var dæmdur til að greiða henni hálfsmánaðar kaup, en dómarinn ráðlagði henni að reyna ekki framar að byrla húsbændum sínum ástadrykk. 11. ágúst 1929: Me&vitund jurtanna Rannsóknir indversks visindamanns OFT og mikið hefir verið um það rætt, að hve miklu leyti plönturnar væru næmar fyrir ytri áhrifum. Að vísu eru hæringar þeirra greini- Iegar, t. d. blaðanna, sem lokast á kvöldin og þessh: En um það hafa menn deilt, hvort allar þessar hreyf- ingar hlýddu eðlisfræðilegum lög- málum, eða að hræringarnar gætu að einhverju leyti verið sprottnar af til- finningum eða meðvitund plantn- anna um hin ytri skilyrði. Indverskur vísindamaður, Jagadi Bose að nafni, hélt nýlega fyrir- lestur í London um þessi efni. Sýndi hann þar mjög stækkaðar myndir af lifandi jurtum. Með þessum stækk- uðu myndum, sem hann varpaði á vegg, gat hann sýnt, hvernig jurtir hrökkva við, er þær verða fyrir högg um. Hann gat sýnt, hvernig jurtirnar skulfu í dauðans angist, ef á þær var ráðizt, hver áhrif vinandi haföi á þær, hvernig þær kipruðust til ,er sett var í þær rafmagn, hvernig dauðastríð þeirra var, er rafmagns- straumurinn varð þeim of sterkur o. s. frv. Áhorfendur urðu gagnteknir af þeim nýtt sjónarsvið í heimi plantn- undrun við sýningu þessa, er opnaði Eftir séra Sigurð Einarsson 18 1 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963 >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.